Tíminn - 04.01.1989, Blaðsíða 7

Tíminn - 04.01.1989, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 4. janúar 1989 Tíminn 7 Innheimtudeild Rikisutvarpsins stendur fyrir happdrætti: Stafræn „Stereo“-sjónvörp fyrir þá sem borga í tíma Innheimtudeild Ríkisútvarpsins hefur nú tekið upp þá nýbreytni að þeir sem greiða afnotagjöldin margfrægu fyrir eindaga verða um leið þátttakendur í happdrætti. Vinningarnir í þessu happdrætti eru tvö 32“ ITT stafræn sjónvörp í Stereo auk 50 vasaútvarpstækja með heyrnartólum. Herlegheitin verða svo dregin út í beinni útsendingu hjá Henrma Gunn. og Elsu vinkonu hans Lund föstudaginn 27. janúar nk. Að sögn Theodórs Geirssonar hjá Innhcimtudeildinni er þetta gert í og með vegna þess að sífellt þyngist róðurinn í innheimtunni og til ein- hverra ráða verði að grípa til að fá fólk til að borga á réttum tíma. Theodór sagði reynslu undanfarinna ára sýna að 2/3 sjónvarps og/eða útvarpsnotenda greiddu sín afnota- gjöld fyrir eindaga, hópurinn sem ekki borgaði væri blandaður af þeim sem einhverra hluta vegna gætu ekki borgað og hinna sem trössuðu það. Það væri von þeirra sem að innheimtumálunum störfuðu að þetta happdrætti myndi verða þeim hvatning til að greiða á réttum tíma. Þetta happdrætti mun ekki breyta í neinu þeim aðgerðum er hafa verið viðhafðar á undanförnum árum til innheimtu vanskilaskulda. Eftir sem áður verða send aðvörunarbréf til þeirra sem ekki standa í skilum og því næst skuldir þeirra afhentar lögfræðingum til innheimtu. Theódór benti á að Ríkisútvarpið- Sjónvarp væri með í viðskiptum allan landslýð hvort sem stofnunin kærði sig um það eða ekki. Stöð tvö hefði það umfram Sjónvarpið að geta lokað á sína viðskiptavini greiddu þeir ekki afnotagjöld í tíma. Staðreyndin væri sú að jafnvel þó að einstakar innheimtuaðgerðir gengju svo langt að sjónvarpstæki viðkom- andi skuldara væri boðið upp til greiðslu skuldarinnar þá gæti sá hinn sami stikað inn í næstu verslun, keypt nýtt tæki út á t.d. greiðslukort, og væri þar með kominn á ný í viðskipti við Ríkissjónvarpið. - áma. Bæklingur sá er sjónvarpið hefur látið prenta vegna happdrættis Innheimtu- deildar. Fiskiskip vátryggð fyrir 44 milljarða Fulltrúar L.Í.Ú. og fulltrúar þeirra vátryggingafélaga; sem vá- tryggja fiskiskip yfir 100,5 rúmlest- ir hafa undirritað samkomulag um vátryggingarkjör þessara fiskiskipa á árinu 1989. Heildarvátryggingar- verðmæti skipanna frá 1. janúar verður rúmir 44,4 milljarðar króna. Fiskiskipin sent hér um ræðir eru 336 að tölu, þar af 219 stálbátar, 11 trébátar og 106 skuttogarar. Með- alvátryggingarverð er 132 milljónir króna. Dýrasta skipið verður 558,7 milljónir kr. og það ódýrasta 26,6 milljónir króna að vátryggingar- verði. Iðgjöld vegna þessara trygginga nema samtals 950 milljónum króna, sem er að meðaltali 2,8 milljónir kr. á hvert skip. Iðgjöld- unum er síðan jafnað á skipin eftir vátryggingarverði annars vegar og tjónreynslu hvers skips hins vegar. Meðaliðgjaldataxti verður 2,14%, en var 2,23% á árinu 1988 og lækkar því um 4%. Útgerðarmenn bera ákveðna eigin áhættu í hverju einstöku tjóni og er hún mismunandi eftir stærð og gerð skipa. Á árinu 1989 ntun hún nema frá 187 þúsund á minnstu bátunum og upp í 529 þús. kr. á stærstu skuttogurunum. - ABÓ Góðar ísfisksölur Tvö skip lönduðu á Þýskalands- markaði milli jóla og nýárs samtals 363,5 tonnum. Heildarverðmæti afl- ans var um 28,4 milljónir króna. Vegna lítils framboðs að undanförnu hefur verðið farið hækkandi og feng- ust 112 krónur fyrir kílóið af karfan- um á Þýskalandsmarkaði í gær. Það voru togararnir Ögri RE og Margrét EA sem lönduðu í Bremer- haven um 180 tonnum hvor. Hlutur karfa í aflanum var um 340 tonn og fengust 79,97 krónur fyrir kílóið. 1,5 tonn var selt af ufsa og fengust 100,89 krónur fyrir kílóið. í gær- morgun fékkst enn betra verð fyrir karfann í Bremerhaven. Þá seldist kílóið á um 112 krónur og um 109 krónur í Cuxhaven. Ástæða þessa háa verðs er lítið framboð á fiski á mörkuðunum eftir hátíðarnar. Þá fékkst einnig mjög gott verð fyrir gámafisk á Bretlandsmarkaði. Kílóið af þorskinum fór á 102,03 krónur, kílóið af ýsunni á 119,14 krónur og kílóið af kolanum á 128,13 krónur. Alls var selt út um 148 tonn af fiski í gámum og fengust tæpar 16 milljónir fyrir aflann. - ABÓ Elt ÞETTA SJÓmRPSTEKID ÞITT? P :; I rn k'ið ttp, viÁ atiimum þíjjá aíiud.igi.tklí. i I smo vr 23, jun. n.k. ætlutn vtóaóbrcgöá n icik nuö [ I grcíöójkhmt. í.cikurinn vrvtmnWur. Fövl.udat'inn jan. mtmum vjðí bviHíú >>jónv<ui>sut>vut)ir>t'u ritaga tir ttofnum þcirr.t vra grvttl haia afnutng].tWið timanlcga ttg vcit n viðurkcnntn^ar *-vm vru- Tvó j;fa.-silvg og fullkornin stnfrutn 32jð oimmu ÍTT stcrcosjónvarps- ta-ki irá Gelli hf., aö vvrönnvtí uin 2tH1.0UU kr. og 50 handhæg Lvaúvrwavc vasaútvarpst.vki mvö hvyrnar- lólum. Munriu aögr<.nVi at'notagjaWið vip.i sföarvtt 23. jan. ogf vigvtumí.óhvort þu vcröutiítvöa! hír.na hcppmt hjá Hi/rnma Gunn ttg niso T.imd, tóstudaginn 27. i>tn. Mr.tx aöioknttm trcttuin. GETIIR ÞAÐ VERIÐ RÉTT? /cist jni aödag.k;,! KikivutVitrpstivs. {> c. Sjönvarps / rns. K-i.r.r 1 oc, K<t;,ar2. scm }>jóu<tr pci hvorsum cr aiöndim:,,Htklvvgj'ia ■>v;*x>isúivarp:,$‘.íNÍ'»v>i, kosut atVtlV' knii ur a d<t;\? TVgW.tð : lauNVoln kosuu m 70 kr, kvikmytul á myndbattdalfigu .300 kr. o;> miólkurtVma runwr33 ki. Kfloaf vsu kt>;,t<ir ú viinn tfrna 2H!I kr. | En wgai> «j vkkí öli.. Úr lögum nr. 86 frá 1985: Bankastjórar og bankaráð Að undanförnu hefur blaðinu bor- ist nokkuð af fyrirspurnum um bankastjóraráðningar og réttindi og skyldur bankastjóra vegna tals- verðra mannaskiptinga í bankakerf- inu. Lög nr. 86 frá I985 fjalla um viðskiptabanka og er þar meðal annars fjallað um réttindi og skyldur bankastjóra ríkisviðskiptabanka. Bankaráð liafa full völd varðandi ráðningu og uppsögn bankastjóra. Bankastjórar eru ráðnir til sex ára í senn og eiga þeir rétt á biðlaunum í allt að tólf mánuði. Þó falla biðlaun- in niður þegar bankastjórar fara á eftirlaun. En bankastjóra getur verið vikið frá störfum fyrirvaralaust, án launa, og annast bankaráð slíka aðgerð. í lögunum segir orðrétt: „Bankastjór- ar skulu eigi ráðnir til lengri tíma en sex ára í senn. Hafi bankastjóri brotið af sér í starfi geta bankaráð, að höfðu samráði við ráðherra, vikið honum frá fyrirvaralaust og án launa. Bankaráð skal skýra banka- stjóra skriflega frá ástæðum fyrir frávikningu úr starfi." í þrettándu greininni segir enn- fremur: „Bankastjórum, aðstoðar- bankastjórum og útibússtjórum er óheimilt að sitja í stjórn stofnana og atvinnufyrirtækja utan bankans, eða taka þátt í atvinnurekstri að öðru leyti, nema slíkt sé boðið í lögum eða um sé að ræða stofnun eða atvinnufyrirtæki sem bankinn áaðild að.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.