Tíminn - 04.01.1989, Blaðsíða 9
r r i r iV V
Miðvikudagur 4. janúar 1989
Tíminn 9
VETTVANGUR
IIIIIIIIUIl
llllllilll
Siguröur Ingólfsson:
Er þriðja leiðin í orkusölu fær?
Það hefur langt frá því gengið þrautalaust að koma
íslenskum fallvötnum í verð. Ekki einungis hafa landsmenn
verið á öndverðum meiði hvað varðar orkusölu til
erlendrar stóriðju, heldur hafa ekki beinlínis myndast
biðraðir orkukaupenda. Á meðan renna vötn til sjávar
óbeisluð án þess að skila þeim arði, sem upphafsmenn
virkjana höfðu vænst og gjarnan er minnst á í hátíðarræð-
um. Það er nöturleg staðreynd, að í heimi, sem stórlega
skortir raforku, skuli ekki vera unnt að hagnýta þessa
mestu auðlind íslands.
Vissulega eru umræður í gangi
og hagkvæmnisathuganir á loka-
stigi um stækkun álversins í
Straumsvík, en maður hefur óneit-
anlega á tilfinningunni, að jafnvel
verði langt þar til leyfi fæst fyrir
stækkun álversins, sem er þó ásamt
Járnblendiverksmiðjunni á Grund-
artanga einu áþreifanlegu dæmin
um kaupendur þeirrar orku, sem
við gjarnan vildum koma í verð.
Verksmiðjurnar eru auk þess stórir
vinnuveitendur og eru því óneitan-
lega þær nýju nauðsynlegu stoðir,
sem ósjaldan er rætt um. að þurfi
undir þjóðarbúið.
Þessi leið er þegar kunn en hún
er pólitískt viðkvæm og því seinfar-
in. Erlendir orkukaupendur telja
greinilega nokkra áhættu fólgna í
því að fjárfesta ntilljarða hér uppi
á íslandi. Því hafa einungis tvær
stóriðjur risið en þær vil ég nefna
fyrstu leið í orkusölu til erlendra
aðilja.
Önnur leið:
Útflutningur raforku
Ekki alls fyrir löngu var sú leið
könnuð. Breskir, mér liggur við að
kalla þá ævintýramenn, föluðust
eftir raforku. Sú leið, sem kann að
verða tæknilega framkvæmanleg í
náinni framtíð, þ.e. að flytja um
sæstreng alla virkjanlega orku
landsins til Bretlandseyja, þykir
mér næsta ógeðfelld. Allsherjar
útdæling á rafmagni virkar á mann
eins og fiskveiðar með ryksugu-
verksmiðjuskipum eða annars kon-
ar gernýting. Að því er virtist
strönduðu viðræður fyrrverandi
iðnaðarráðherra, Friðriks Sóphus-
sonar, og breskra á því, að enn
væru ekki framleiddir strengir með
næga leiðni til þess að lagning
sæstrengs til Skotlands um Færeyj-
ar teldist arðbær, því að auðvitað
er kostnaður við lagningu hans
stjarnfræðilega hár.
En það sem á endanum hlýtur að
skipta sköpum um að ekki verður
af þessum áformum er, að það
kostar einnig gífulega fjármuni, að
virkja þau u.þ.b. 90% raforkunn-
ar, sem nú eru ónýtt í landinu. Og
þar eð ekki verður grundvöllur
fyrir lagningu strengsins fyrr en öll
sú orka er tilbúin til afhendingar,
sem um hann á að fara er ég
hræddur um að það fjármögnunar-
ævintýri gangi aldrei upp.
Það er því mín skoðun og von að
þessari leið verði hafnað um aldur
og ævi.
Finnast aðrir kostir?
En seinlega gengur að finna
kaupendur að orkunni og því renna
ár til sjávar til lítilla hagsbóta fyrir
landsmenn. Tel ég því nauðsyn, að
skoða aðra kosti, ekki síst á tímum
tíðra gjaldþrota, sem stafa af því
að of mörg fyrirtæki fiska á sömu
miðum of lítils heiniamarkaðar í
nafni frjálsrar samkeppni. Leiðsú,
sem mig langar að reifa telst efalít-
ið róttæk en mun að mínu mati, nái
hún fram að ganga verða til mikilla
hagsbóta fyrir allan almenning, því
að þá niunu opnast ný svið fyrir
íslenskt hugvit og þekkingu og
ennfremur íslenskar afurðir.
Þriðja leiðin: Orkusala
ásamt leigu á aðstöðu
Oft hefur verið fjallað um hern-
aðarlegt mikilvægi landsins, en því
látið ósvarað, hvort væri til góðs
eða ills. Hernaðarlegt mikilvægi
hlýtur að tákna að Island er mikil-
vægt fyrir þær þjóðir, sem landið
skipar sér í sveit með. Hernaðar-
legt mikilvægi táknar einnig, að við
getum orðið fórnarlömb í hernað-
arátökum, þareð mótaðilarmyndu
sækjast eftir yfirráðum þessa
heimshluta. Enginn fer í grafgötur
um, að yfirráð á Norður-Atlants-
hafi er lykilatriði í öllu hernaðar-
brölti. Þessi grein á ekki að fjalla
um stríðstól og hernað, enda eru
nú scm betur fer tímar vaxandi
þíðu í samskiptum risaveldanna
og hefur mestöll umræða um þessi
málefni legið niðri um hríð.
En nú eru einnig tímar vaxandi
efnishyggju, sem einnig var skil-
greind sem lífsgæðakapphlaup hér
áður fyrr, en er nú byrjuð að tákna
bætt lífskjör.
A mælistiku efnishyggjunnar
þýðir vera okkar í NATO einfald-
lega þetta. Við leggjum okkur í
verulega áhættu en fáum í staðinn
vernd í heimi, scm allt fram til
þessa hefur verið talinn ótryggur.
Hér hafa frá lokum seinna stríðs
dvalið að staðaldri 5000 Banda-
ríkjamenn til að tryggja þetta ör-
yggi. Af þeim höfum við haft
nokkrar tekjur og hafa þær numið
um 5% þjóðartekna. Margir hafa
talið það of lítið en aðrip of mikið.
Enn aðrir vilja ekkert með þennan
her hafa eða tekjur af honum.
Þetta er að mínu mati einföld
útskýring á því, sem nefnt er hern-
aðarlegt mikilvægi, hugtak, sem
ekki hefur beinlínis verið tekið á.
En þetta nefni ég aðcins máli mínu
til stuðnings sent er til samanburð-
ar lítilfjörlegt miðað við að leggja
til land undir herstöð.
ísland milli stærstu
markaðssvæða heims
Við getum með sanni sagt, að
við höfum ekki fært okkur í nyt að
vera „hernaðarlega mikilvæg" þótt
við höfum óverulegan ávinning af
veru hersins. Við bliknum í saman-
burði við þjóðir sem hafa a.m.k.
rniklu meiri fjárhagslegan ávinning
af herstöðvum. Og þá spyr ég:
Getum við ekki nýtt okkur legu
landsins kinnroðalaust þegar um
er að ræða viðskipti við helstu
markaðssvæði heints, Vestur-Evr-
ópu og Norður-Ameríku. Ha,
hvað? segja þá einhverjir. Jú við
höfum orkuna, gnægð af orku og
landsvæði eða aðstöðu í nánd við
markaðssvæðin stóru. Þetta vildu
hin auðugu iðnríki Asíu efalítið
hagnýta sér. Einfaldlega á þann
hátt, að hér gætu þau fengið keypta
orku, auðvitað vel yfir kostnaðar-
verði en fengju nokkuö frjálsar
hendur úm hvað þeir gerðu við
hana. Jafnframt mættu þeir leggja
til vinnuaflið í verksmiðjurnar. í
höndum Islendinga yrði svo að
reisa orkuverin og aðrar verklegar
framkvæmdir ásamt verslun með
aðföng. Auðvitað yrði að ganga
vel frá öllum samningum en ég
treysti vel okkar ágætu lögfræðing-
um, sem þessa dagana eru lciðin-
lega uppteknir við gjaldþrotamál
og rukkanir af öllu tagi, til að búa
þannig um hnútana að við myndum
engan skaða hljóta af heldur veru-
legar almennar hagsbætur fyrir
okkar sveiflukennda þjóðarbú-
skap.
Sigurður Ingólfsson.
LEIKLIST
Sýning uppi
á palli
Leikfélag Reykjavíkur: Heimsmeistara-
keppnin í Maraþondansi. Söngleikur eftir
Ray Herman. Byggöur á skáldsögu eftir
Horace McCoy. Þýöing og ieikstjórn: Karl
Ágúst Úlfsson. Útsetningar, val og stjórn
tónlistar: Jóhann G. Jóhannsson. Leikmynd
og búningar: Karl Júlíussson. Sýnt á Broad-
way.
Fræg kvikmynd og að sögn áhrifa-
mikil var gerð eftir þessu leikriti,
„The Shoot Horses Don’t They?“
Ekki hef ég séð hana, en þetta verk
er þekkt fyrir sína níðangurslegu
lýsingu á grimmd og' niðurlægingu
kreppunnar vestan hafs. { sem
skemmstu máli segir hér frá mara-
þondansi miklum sem efnt er til í
gróðaskyni og örbirgð og neyð fólks
notað til að meðhöndla það eins og
skepnur, og þó verr en skepnur því
að þess munu engin dæmi að veð-
hlaupahestar séu leiknir eins og
fólkið hér. En hvað sem líður bein-
um tengslum leiksins við veruleik
kreppunnar er hitt víst að í verkinu
er fólgin æði kaldranaleg ádeila,
reyndar nokkuð tilfinningasöm að
amerískum hætti, sykruð með lögum
eins og þar er gert. Lögin og flutning-
ur þeirra í lipurri þýðingu eða endur-
gerð leikstjórans voru reyndar ein
höfuðprýði sýningarinnar. Að öðru
leyti var hún bæði löng og þreytandi
með köflum, og furðulega áhrifalítil.
Að minnsta kosti lét hún þann sem
hér ritar furðulítið snortinn. Vant er
að sjá af hverju það stafar, því ekki
er unnt að benda á neitt sem er
tiltakanlega illa gert í sýningunni.
raunar sumt býsna vel gert. Ég
hyllist til að kenna „leikhúsinu” um
að verulegu leyti. Þetta hús er ekki
einungist nefnt á þann veg að varla
er unnt að setja i íslenskt blað,
heldur skortir það allan glæsileika til
að vera umgjörð leiksýningar.
Hér myndaðist ekki það intíma
andrúmsloft sem þarf til að gera
þjáningu dansfólksins nærgenga við
áhorfandann. Hér myndast hvorki
kabarettsýning né heldur finnst
blóðlyktin, örvæntingin, sótthitinn,
meðaumkunin. Og þá er ekki mikið
eftir annað heldur en ásjáleg sýning
uppi á palli. Dæmigerð meðal-
mennska í heildina. Því að lýtalaus
vinna fagmanna er varla neitt til að
hrópa húrra fyrir.
Sýningin er fyrst og fremst verk
Karls Ágústs Úlfssonar. Hann hefur
þýtt verkið og ort söngtexta. Karl er
nokkuð vanur þýðandi, orðhagur og
sýnir sem fyrr að honum lætur vel að
þýða nokkuð hráan og bragðmikinn
texta. Þýðingin er vel unnin, betur
heppnuð en leikstjórnin. Enda þarf
beinskeytta leikstjórn til að hemja
sýningu eins og þessa á öðru eins
sviði.
Pétur Einarsson er keppnisstjór-
inn Rocky Gravo. Hann er liðmann-
legur, smurður sölumaður. En ógn-
valdur er hann ekki, miðlar alls ekki
tilfinningu þrælapískarans. Því að
þannig er þessi náungi, breytir engu
þótt í reynd sé hann sjálfur verkfæri
Keppendur hvíla sig.
auðjöfranna sem nærast á kvöl ann-
arra í þessu ríki kreppunnar í Vest-
urheimi.
í sjónarmiðju í verkinu eru nokk-
ur danspör, einkum þrenn sem
mynda tilfinningalega kviku þess:
Mary Hawley og Vee Lovell, Erla
B. Skúladóttir og Harald G. Har-
aldsson: - þau eru parið sem er gift
á dansgólfinu til að auka aðsóknina.
Sú athöfn er táknræn fyrir þá niður-
lægingu sem hér getur að líta, en
atriðið varla nógu fáránlegt eða
skopvíslega af hendi leyst. Annars
skiluðu Erla og Harald snyrtilegum
leik. - Mario Batone, ítalinn sem
reynist vera afbrotamaður, og ólétta
stúlkan hans Ruby, Valgeir Skag-
fjörð og Ólafía Hrönn Jónsdóttir.
Valgeir er ekki nógu sannfærandi í
hlutverki hins uppvæga ítala en
Ólafía skilaði næmlegri mynd stúlk-
unnar. Hefur verið gaman að fylgjast
með henni sfðustu ár.
En mestu skiptir þó um Robert og
Gloríu, Helga Björnsson og Hönnu
Maríu Karlsdóttur. í mynd þeirra
ólánsmanneskja kristallast öll eymd-
in. Það er rammi verksins og leiðar-
þráður að rekja hvernig það gerðist
að Robert myrti Gloríu, Robert
rekur það fyrir Stedna varðstjóra,
Theodór Júlíussyni, sem lék það
hlutverk af óþarflega mikilli áreynslu.
Helgi syngur sem vænta má ágæt-
lega, Hanna María syngur raunar
líka. En þrátt fyrir einlægan leik
þeirra beggja verður að segja sem er
að harmsaga þessa fólks skilaði sér
ekki yfir til áhorfandans.
Það er óskemmtilegt þegar svo
mikið fyrirtæki sem þessi sýning
óneitanlega er fellur jafn áhrifalítið
til jarðar og hér reynist. Kannski er
verkið of kröftugt, staðurinn óheppi-
legur, leikstjórnin of lin. Nokkuð er
það að sýningin veldur vonbrigðum.
Þetta vekur upp í huga manns
spurninguna um samspil þess þjóð-
félags sem leikið er fyrir og þess sem
túlkað er í verkinu.
Eins og ástarharmar útilegu-
manna fyrri tíðar hitta ekki alla
leikhúsgesti í hjartastað núna, svo
að jafnvel getur að líta í blöðum orð
eins og þau að ægifagurt drama
Jóhanns Sigurjónssonar hafi ekki
staðist tímans tönn, - á sama hátt er
eymd og mannfyrirlitning kreppuár-
anna í Bandaríkjunum fjarlæg þeim
velsælu borgurum sem fylla veitinga-
hús sem skírt hefur verið upp á
amerísku í Reykjavíkurbæ. Hér er
mishljómur, rof veruleika og ímynd-
unar. Þetta er bil sem ekki tókst að
brúa og þótt talað væri um græjur á
Broadway svo að liðið í salnum
skyldi nú heyra það sem sagt var, þá
dugði það ekki til. Örvæntingar-
hrópin á pallinum náðu ekki til
manns gegnum græjurnar.
Gunnar Stefánsson.