Tíminn - 21.01.1989, Blaðsíða 3
Laugardagur 21. janúar 1989
HELGIN
13
tíðindi að hann kom fram á sjónar-
sviðið á þann hátt sem flesta furðaði
á og gátu ekki gert sér grein fyrir.
Komst hann þá bæði í hámæli og
hlaut meira ámæli en flestir íslend-
ingar á þeim tímum. En það var er
hann tók að sér skrifstofustjórn eða
fulltrúastarf hjá Jörgen Jörgensen,
sem nefndur hefur verið Jörundur
hundadagakóngur. J>á hann áf Jör-
undi þá upphefð að vera settur
amtmaður í suðuramtinu, sem þá
var í sameiningu við stiftamtmanns-
embættið.
Ókunnugt er um aðdragandann
að þessu, en ekki er vitað til að
Jörundur hafi hrætt hann til þess eða
hótað honum. Hitt virðist sennilegra
að hann hafi tekið þetta að sér
ókúgaður með öllu og trúað því -
þótt einkennilegt megi þykja um svo
vel gefinn mann - að veldi Jörundar
stæði fastari fótum en raun var á.
Hefur hann haldið að Englendingar
stæðu á bak við allt saman og mundu
ætla að leysa landið undan dönskum
yfirráðum. Væri því rétt að grípa
gæs er hún gafst og að þá væri frekari
frami vís, þegar hin nýja stjórnskip-
an kæmist á laggirnar til fulls.
Gröndal tók sem sé við þessu
skrifstofustjórastarfi og gegndi því í
sex vikur, eða þar til veldi Jörundar
leið undir lok þann 22. ágúst 1809.
Varð hann auðvitað að fara í öllu
eftir því sem húsbóndi hans sagði.
Hafði Jörundur hið eiginlega stift-
amtmannsvald, en Gröndal annaðist
afgreiðslu á bréfum suðuramtsins.
En með því að skipunarbréf hans er
ekki til, þá er erfitt að sjá hvernig
verksviði hans hefur verið háttað,
eða hvernig verkaskiptingu milli
þeirra Jörundar var fyrir komið.
Jörundur hafði sérstaka skrifstofu
„Regerings Kontoret“ ög þar fóru
fram innborganir á fjárgreiðslum.
Og það mun rétt að Gröndal hefur
aldrei fengið bækur suðuramtsins í
hendur, heldur hefur Jörundur lagt
þær undir sig. En flestir munu hafa
ætlað að Gröndal hafi verið fulltrúi
Jörundar í stiftamtmannsembættinu
og er til marks um það að hinn 5.
september 1809 skorar Magnús
Stephensen á Gröndal að skila sér
plöggum suðuramtsins. En Gröndal
kveðst engu hafa að skila, hvorki
bókum né skjölum og slengir öllu á
Jörund. Segir hann að hann hafi
heimtað af sér afgreidd bréf frá
skrifstofu amtsins og skrá yfir inn og
útborganir. Sést á þessu að Jörundur
hefur ekki látið Gröndal hafa mikil
völd eða gert honum hátt undir
höfði í embættisfærslunni, sem varla
var heldur við að búast. Hefur hann
skoðað hann sem vikapilt sinn. Því
var um fá afrek Gröndals að ræða í
þessari þjónustu hans.
Magnús Stephensen hafði verið
kænn að vanda þessa daga. Hann
hafði ekki gengið Jörundi á hönd, en
stóð fremur og beið átekta, varkár
og gætti þess að espa konunginn
ekki á móti sér. En nú varð hann
manna fyrstur að kalla Gröndal til
reikningsskila. Ekki stóð heldur á
öðrum að ráðast að honum og er þar
helst til nefndur Jón Guðmundsson,
sýslumaður í Vík. Hann ritaði
Gröndal bréf með bréfi til Jörundar
innan í, óinnsigluðu. Skoraði hann
þar á Gröndal að lesa Jörundr bréfið,
skammabréf mikið, og kvaðst líta á
hann sem ærulausan, ef hann vikist
undan því. En Gröndal þverneitaði
síðar að hafa séð bréfið og kom
raunar sá kvittur upp að Jón hefði
ritað það síðar en það var dagsett.
Varð þá og öllu minna úr dirfsku-
bragði hans. Mun sýslumaður hafa
reiðst þessari aðdróttun og ritað
ádeilugrein um Gröndal og ætlast til
að hún yrði birt með öðrum skrifum
hans um Jörund. En grein þessi
hefur aldrei komið fram í dagsljósið
og má vera að sýslumaður hafi kennt
í brjósti um Benedikt eftir að hann
veiktist og ekki talið gustuk að
ráðast að honum.
Taugaáfall Benedikts
Þegar Jörundur var oltinn úr
valdasessi bjuggust margir við að
danska stjórnin taéki ómjúklega á
þeim mönnum, sem sætt höfðu sig
vicý þessa stjórn valdaræningjans og
svo' áð segjaiviðurkehnt hana með
því að gefa henni yfirlýsingu um að
þeir héldu áfram að þjóna embætt-
um sínum. Þessir menn bjuggust
líka við alvarlegri ofanígjöf, ef ekki
d^ffliY51Ér8ti,%058á,0
fullmikils af verkjadeyfandi lyfjum,
opiatis".
Nærri má geta að Gröndal gat nú
sem nær ekkert sinnt dómarastörfum
sínum í yfirréttinum og hafði hann
um skeið hug á að ráða Bjarna
Þorsteinsson aðstoðarmann sinn
gegn 200 ríkisdala launum, en hvarf
frá því. Áleit hann að Bjarni mundi
hvort sem var ekki þekkjast boðið.
Við þessar kringumstæður var það
því mikið áfall er nýr lyfsali, Guð-
brandur Vigfússon, byggði honum
út frá Nesi og mun það hafa verið að
undirlagi Klog læknis, sem ekki
hafði sérlegar mætur á honum. Virt-
ist assessor Benedikt þar með vera
orðinn húsvilltur kararmaður. En þá
vildi honum það til að Esjuberg, sem
hann hafði vilyrði fyrir ábúð á,
losnaði. Jöröin var hins vegar of stór
fyrir mann með aðra eins heilsu og
varð úr að Benedikt gat framselt
ábúðarrétt sinn Þórði nokkrum
Jónssyni í Háteig, gegn því að Þórð-
ur útvegaði honum húsnæði í
Reykjavík og eitt og hálft kýrfóður
fyrir 50 ríkidali. Reyndi Klog að
spilla þessu sem hann mátti, en tókst
ekki. Var Gröndal svo fluttur með
búslóð sína frá Nesi og inn í Reykja-
vík í fardögum 1811.
Hýr og vel gáfuð
sál í vesælum líkama
Landlæknirinn hafði nú fyrir
löngu hætt öllum lækningatilraunum
við Gröndal, en eftir að hann kom
inn í Reykjavík batnaði honum til
muna. Hann fékk miklu færri og
vægari óróaköst og hafði fullt vit á
milli, fæturnir, sem orðnir voru eins
og spírur, fylltust holdi og kreppan
minnkaði, svo að hann gat komist
ofan úr rúminu og gengið einn um
herbergið, komst meira að segja
þrisvar sinnum með stuðningi heim
til Geirs biskups, en þar voru aðeins
fáir faðmar milii húsanna.
Bjarni Þorsteinsson vildi nú láta
Gröndal sækja um lausn frá embætti
með eftirlaunum og studdu þeir það
Castenskjöld stiftamtmaður og
Magnús Stephensen. Var biskupinn,
besti vinur hans, fenginn til þess að
ámálga þetta við hann, en Gröndal
neitaði þá ákveðið að sækja um
lausn. Bjóst hann við að heilsa sín
færi senn batnandi og þar við sat.
En þótt hann hresstist talsvert
árið 1812 og gæti meira að segja
farið í reiðtúra 3-4 sinnum vestur á
Mela og einu sinni með biskupi upp
í Öskjuhlíð, þá skánaði honum aldr-
ei svo að hann gæti tekið til við
dómstörfin. Þá er kom fram á árið
1813 þyngdi honum aftur og hann
fékk blóðspýting og brjóstþyngsli.
Málfræðingurinn mikli, Rasmus
Rask, heimsótti hann þetta sumar
og sagði um sjúklinginn eftir þá
heimsókn: „Þar er mikill maður, hýr
og vel gáfuð sál í aumum og vesælum
líkama."
Geir biskup Vídalín, sem almenningur kallaði „Geir góða“. Þeir
Benedikt voru skólabræður og alúðarvinir.
áhyggjufullur um sinn hag eða vænt
þyngri búsifja af hálfu stjórnarinnar
en Benedikt Gröndal. Enginn annar
íslenskur embættismaður hafði
gengið j afn opinberlega og eindregið
í þjónustu Jörundar, að undantekn-
um Guðmundi nokkrum Scheving,
sem þó kvað minna að. Hann missti
embætti sitt algjörlega fyrir greið-
viknina og smjaðrið við Jörund:
Gröndal gat naumast búist við öðru
en að hann yrði sviptur cmbætti ári
allra launa, rekinn vægðarlaust út á
gaddinn nteð konu og börn, án þess
að hafa nokkra von um að fá emb-
ættisstöðu framar. Við þessar alvar-
legu áhyggjur og ískyggilegu fram-
tíðarhorfur hefur svo bæst óvild og
fyrirlitning margra manna fyrir hlut-
töku hans í þessari þjóðarskömm -
Jörundarfarganinu.
Það var því engin furða þótt
eitthvað yrði undan að láta, enda
veiktist Gröndal mjög þunglega
laugardaginn fyrstan fyrir þorra 1810
og fékk aldrei heilsu upp frá því.
Eftir því sem næst verður komist af
lýsingu veikinnar hefur það verið
stórkostleg taugabilun, samfara stór-
kostlegum líkamlegum þjáningum
og einhvers konar geðsturlun. Lýs-
ingu á þessu er helst að finna í
bréfum alúðarvinar Gröndals,
Bjarna Þorsteinssonar. Segir Bjarni
að í september 1811 hafi hann verið
rænuskertur og gleymt flestu sem
nýlega hafði til borið, en verið
minnugur á a|lt frá fyrri tímum. „Vit
hafði hann enn nú allt á poesi,“ segir
Bjarni. En þar hjá komu fram ýmsar
heimskulegar grillur og þá einkurh
sú að kona hans dýrkaði framandi
guð. Nefndi hann þar helst til vinnu-
mann sinn, Gísla nokkurn, fádæma
kjána og slóða.
Gröndal flæmdur frá Nesi
Tómas Klog, landlæknir, gerði
hvað hann gat til þess að hressa
Benedikt við og lækna hann. Helstu
úrræðin voru þó löngum sú að gefa
honum stærri sem smærri inntökur
af ópíum og hefur Gröndal líklega
verið orðinn háður þessu varhuga-
verða lyfi. Að minnsta kosti lýsir
hinn gamli skólabróðir hans, Sveinn
Pálsson, áhyggjum sínum vegna
þessa, þegar hann kemur að líta á
hann - „ taldi að Gröndal hefði neytt
Síðustu árin
Aftur og aftur frestaði danska
kansellíið að leysa Benedikt frá
embætti og er það dönsku stjórninni
til sóma hve vægt hún tók á hinni
annars alvarlegu yfirsjón hans á
dögum stjórnar hundadagakóngsins.
Gegndi Bjarni Thorarensen löngum
embættisstörfum hans við réttinn.
Var það loks árið 1817 að honum var
veitt lausn í náð og hlaut hann tvo
þriðju embættislaunanna í eftirlaun,
auk fleiri sporsla, svo tekjur hans
lækkuðu aðeins um 100 ríkisdali.
Var þetta ekki minnst Bjarna Þor-
steinssyni að þakka, sem um þessar
mundir var áhrifamikill maður hjá
dönsku stjórninni og verður ekki
annað sagt en að hann hafi vel
launað fósturgjöldin.
Síðustu ár sín virðist Gröndal
hafa verið sæmilega hress með
köflum, en aldrei svo að hann væri
fær til nokkurs starfa. Vorið 1822 sat
hann í Viðey brúðkaup Helgu dóttur
sinnar, sem þá giftist spekingnum
Sveinbirni Egilssyni. Ekki þarf að
taka fram að þeirra sonur var Bene-
dikt Gröndal, skáld og kennari við
Lærða skólann, höfundur Dægra-
dvalar og eitt virtasta Ijóðskáld
landsins um sína daga.
Það var svo loks þann 30. júlí árið
1825 að Gröndal andaðist í Reykja-
vík á 65 aldursári eftir nijög þunga
og óvenjulega sjúkdómskröm, sem
hafði hrjáð hann í 15 ár.
Það kom í lilut dótturmanns hans,
Sveinbjarnar Egilssonar, að safna
saman Ijóðmælum hans og komu
þau út á prenti í Viðey 1833. Hér
verða skáldskap Bcnedikts Jónsson-
ar Gröndal ekki gerð nein skil, svo
merkur sem hann þó telst vera, en
hann var talinn síst minna skáld en
Jón Þorláksson á Bægisá, sem var
nafnfrægastur íslenskra skálda af
kynslóð Benedikts.
Frú Þuríður andaðist á Eyvindar-
stöðum hjá þeim Helgu og Svein-
birni árið 1839 og var hún þá á 77.
aldursári. Sex börn áttu þau hjón.
Þar af voru fjórar dætur og komust
tvær þeirra á legg, áðurncfnd Helga
og Ragnhildur, sem varð land- og
bæjarfógetafrú í Reykjavík. Þá áttu
þau tvo syni sem upp komust og
voru örlög beggja mjög óvenjuleg.
Þeir ólu báðir aldur sinn erlendis.
Var annar Ólafur Bjarni Vérner
Ludvig, sem kvæntist rússneskri
konu og var lengi ritstjóri suður í
París. Hinn hét Bertel Högni og
gerðist víðförull maður og hálærður
í Austurlandamálum. Um báða
þessa menn er sitthvað forvitnilegt
að segja, en verður að bíða betra
tækifæris.
Og látum vér þar með lokið þessu
stutta ágripi um ævi og örlög Bene-
dikts Jónssonar Gröndal, sem svo
lítið hefur enn verið um ritað, en
bíður fræðimanna að fást við. Þar er
verðust verkefni um að ræða.
OPIÐ HUS • OPIÐ HUS • OPIÐ HUS • OPIÐ HÚS • OPIÐ HUS • OPIÐ HUS • OPIÐ HUS •
HJA TOLVUFRÆÐSLUNNI
SUNNUDAG 22. JAN.
13 - 17
Tölvufræðslan kynnir í dag starfsemi
sína með skemmtilegri og fjölbreyttri
dagskrá fyrir alla fjölskylduna.
Verið velkomin og þiggið hjá okkur
kaffisopa og léttar veitingar um
leið og þið kynnist þeim
margháttuðum námskeiðum sem
Tölvufræðslan býður upp á.
$
TFT
Takið þátt í stuttu,
skemmtilegu og ókeypis
tölvunámskeiði.
Kynning á námskeiðum
Tölvufræðslunnar.
Sýning á glæsilegum
íslenskum
tölvubókum.
Tölvuleikir
verða '
í tölvunum.
Kaffi, gos og
léttar veitingar.
r/ i
Tölvufræðslan
Borgartúni 28, s. 68 75 90 & 68 67 90
OPIÐ HUS • OPIÐ HUS • OPIÐ HÚS • OPIÐ HÚS • OPIÐ HÚS • OPIÐ HÚS • OPIÐ HÚS •