Tíminn - 21.01.1989, Blaðsíða 2
Laugardagur 21. janúar 1989
12
HELGIN
■
STJÓRINN
honum nokkurn styrk til námsins.
Mun hann ekki hafa haft annað fé
með höndum þegar hann sigldi, en
það sem hann hafði sp&rað saman
frá því er hann útskrifaðist og getur
ekki hafa verið mikið.
Hafnarár Benedikts
Benedikt lét í haf með skipi því er
„Sankti Johannes" hét, 8. september
1785. Hreppti skipið harða og langa
útivist, hrakti meira að segja suður í
Spánarhaf og kom loks til Hafnar
undir árslok, eftir nær fjögurra mán-
aða siglingu! Verður hver að nota
það hugarflug sem honum er gefið
til að setja sér fyrir sjónir það vos og
harðræði sem menn hafa mátt þola í
slíkum leiðangri.
Tók hann þegar að búa sig undir
aðgönguprófið við háskólann og var
skráður í stúdentatölu hinn 27. febr-
úar 1786 með 2. einkunn og er þá í
innritunarskránni nefndur (á latínu)
Benedictus Johannes Gröndahl.
Hann hefur því tekið sér Gröndals-
nafnið jafnskjótt og hann kom til
Hafnar. Tók hann þar með að búa
sig undir heimspekiprófið og naut
við það kennslu vinar síns úr Hóla-
skóla, Geirs Vídalíns, sem líka að-
stoðaði Stefán Stephensen, son
Ólafs amtmanns, sem tekið hafði
próf um leið og Gröndal með sömu
einkunn. Getur Stefán um Benedikt
í bréfi sem hann skrifaði heim og
kveðst efa að Benedikt muni standa
sig öllu betur en hann sjálfur og
bætir svo við: „Vinnur hann það
mest með ástundunarsemi og ekki
ber hér svo mikið á hans stóru gáfum
sem á íslandi." Virðist kenna nokk-
urs metnaðar í ummælum þessum og
að Stefán vilji gera lítið úr gáfum
þessa fyrrverandi þjóns föður síns
og telja sig honum jafnsnalian eða
fremri. En ummælin sanna það að
Gröndal hefur haft orð á sér fyrir
góðar og miklar gáfur. Gengust þeir
Stefán undir heimspekiprófið seint í
desember og fengu báðir fyrstu eink-
unn.
Næstu tvö árin stundaði Gröndal
nám af kappi í gömlu málunum,
latínu og grísku, ásamt fagurfræði,
en tók ekki próf í þeim greinum.
Hafði hann ætlað sér að fá embætti
það í náttúrusögu og sagnfræði, sem
stofna átti við Hólavallaskólann í
Reykjavík. En svo fór að embættið
var aldrei veitt, því stjórnin horfði í
þann kostnað sem af því mundi
leiða. Þessi vonbrigði urðu til þess
að Gröndal hætti við nám í gömlu
málunum, sem hann síðar iðraðist
eftir, og sneri sér að lögfræði. Taldi
hann að þau fræði gæfu meiri von
um embætti.
Á Hafnarárunum átti hann við
mjög þröngan fjárhag að búa, þótt
hann fengi starf á vegum nefndar
þeirra sem gera átti úttekt á verslun
íslands og Finnmerkur. Þá hafði
hann dálitla aukagetu sem ritari
Lærdómslistafélagsins og sneri á ís-
lensku ýmsum ritgerðum í ritum
þess og þýddi sitthvað. Merkast þar
á meðal er „Musteri mannorðsins"
eftir enska skáldið Alexander Pope,
en þýðing Benedikts var 190 erindi
undir fornyrðilagi. Pótti hún vel af
hendi leyst, þótt Benedikt muni hafa
þýtt úr jsýsku, þar sem hann var lítt
að sér í ensku, en talaði og ritaði
þýsku jafn vel og dönsku.
í mars 1791 andaðist á íslandi
Björn lögmaður Markússon. Þessi
tíðindi urðu til þess að Benedikt
flýtti sér nú sem hann mátti að Ijúka
lögfræðinni og tókst það þegar
sumarið 1791. Sótti hann þá þegar
um varalögmannsembættið hjá ný-
skipuðum lögmanni sunnan og aust-
an, Magnúsi Ólafssyni og hlaut veit-
ingu fyrir því 19. ágúst. Segir þó að
þeir synir Ólafs stiftamtmanns haft
eftir megni reynt að koma í veg fyrir
þetta og var það aðeins upphafið að
ýmsu mótlæti sem Benedikt varð
fyrir úr þeirri átt um dagana.
Kuldaleg heimför
Ekki gerðu veðrin á Atlantshafi
það endasleppt við Benedikt
Gröndal: Hann lét í haf hinn 26.
september 1791 á póstskipinu Svöl-
unni (Die Schwalbe). Gekk ferðin
skelfilega, því þótt þeir væru ekki
nema 10'vikur á leiðinni í stað 15 á
útleiðinni, var veðrið með þeim
ódæmum að skipverjar gátu ekki
kveikt upp eld í sjö vikur. Þegar þeir
loks náðu landi var það með þeim
hætti að skipið strandaði í klettum
milli Kálfatjarnar og Bakka á Vatns-
leysuströnd í norðankafaldi og frost-
hörku. Komust þó menn allir lífs af,
en flestir meiddir og þjakaðir og
sumir kalnir. Gröndal var hörku-
maður á þeim árum og gekk með
fylgdarmanni lítt klæddur frá skips-
fjöl og ætlaði inn á Nes. Gengu þeir
yfir Vatnsleysuheiði og inn svo-
nefndan Almenning, uns skammt
var eftir til Óttarsstaða í Hraunum.
Þá gafst Gröndal upp af kulda og
langvinnu vosi. Lagðist hann fyrirog
sofnaði svo fast að hann varð ekki
vakinn. Fylgdarmaður hans fór til
Óttarsstaða og náði í hjálp. Var þá
Gröndal fluttur til bæjar, kalinn á
tám og fingrum. Þó hresstist hann
brátt svo að hann fékk komist að
Görðum á Álftanesi til Markúsar
prófasts Magnússonar og var þar um
veturinn. Náði hann sér meira að
segja það fljótt aftur að hann gat
setið erfi Meldahls amtmanns á
Bessastöðum 10. desember. Um
hrakning sinn og skipbrot orti Bene-
dikt svo:
Benedikt kom og braut sitt far
búðarvos hann átti þar
og sultar, syngur:
efnum spillti öldumar
ekkert hann að landi bar
nema frosna fingur.
Skal honum lukkan hafa horn
í hverri síðu, þar til norn
á spotti springur?
eða gefast auðna forn
að hann rétti lítið korn
sá vesalingur.
Blásnauður varalögmaður
Sumarið 1792 var Gröndal á
Lambastöðum hjá vini sínum Geir
Vídalín og reið það sumar til Alþing-
is og var einn dómenda í yfirréttin-
um. Um þær mundir hafði Ólafur
stiftamtmaður í huga að gera hann
aðstoðarmann Skúla gamla landfóg-
eta gegn hálfum launum. Gengu um
þær mundi miklar sögur um ýmsa
óreiðu á reikningum karls. En Hann-
es biskup Finnsson lagðist gegn
þessu og hefur líklega ekki viljað að
hróflað væri við Skúla síðustu ár
hans.
Haustið 1792 sigldi Gröndal til
Hafnar að sækja um amtmannsemb-
ættið í suðuramtinu eftir Meldal, en
sú ferð varð árangurslaus, því emb-
ættið var veitt Ólafi stiftamtmanni
sem aukageta árið á eftir. Hafði
Magnús Stephensen líka ritað róg
um Gröndal til að sporna gegn því
að hann fengi embættið og sagði
Bjarni amtmaður Þorsteinsson að
það hefði verið „eitthvert hið
skammarlegasta prívatbréf af vissum
manni (þ.e. Magnúsi) er ég held
skrifað verði á annars manns bak“.
Kom Gröndal heim aftur 1783 og
Vogar við Mývatn. Hér fæddist
Benedikt Gröndal.
hafðist við á Lambastöðum til 1795
atvinnulaus, því engin laun fylgdu
varalögmannsembættinu.
1795 fluttist hann frá Lambastöð-
um til Bessastaða og gerðist ritari
nýskipaðs amtmanns í vesturamtinu,
Vibe. En árið á eftir fór hann að
Elliðavatni og reisti þar bú. Þá var
hann kvæntur Þuríði Ólafsdóttur frá
Frostastöðum í Skagafirði. Hún var
3 árum yngri en hann og hafði í 16
ár verið þjónustustúlka hjá Ólafi
stiftamtmanni. Hafði hún komið
þangað 17 ára og kynnst Benedikt
þar. Þuríður var fríð sýnum og'
Sigurður Pétursson, sýslumaður
og skáld. Þessi hrekkjalómur og
háðfugl fór mjög í taugarnar á
Gröndal, er þeir voru samvistum
í Nesi.
gervileg, greind vel og tápmikil og
talin merkiskona. Á öllum þessum
góðu kostum þurfti hún að halda er
stundir liðu fram, því Benedikt var
lítill búmaður eða framkvæmdamað-
ur, eins og fyrr er vikið að. Hann var
aðeins eitt ár á Elliðavatni, undi þar
ekki og fluttist að Bakka á Seltjarn-
arnesi 1797. Þar var hann í eitt ár,
en fluttist þá að Nesi við Seltjörn og
bjó þar í torfhúsi, sem Magnús
lyfsali Ormsson léði honum. Þar
fékk hann með grasnyt nokkra, svo
hann gat haft 2 kýr og örfáar kindur,
enda hafði Jón Sveinsson, landlækn-
ir meginhluta jarðarinnar til ábýlis.
Átti Gröndal við mjög þröngan hag
að búa fyrstu fjögur árin eftir að
hann byrjaði búskap. Bækjur sfnar
varð hann að hafa uppi á hanabjájka-
lofti í Nesstofu og sat þar löpgum við
lestur á vetrum. Varð hann þá oft
svo kaldur að hann kenndi ekki
fótanna upp að/knjám og hefur
Sveinbjöm Egílsson, tengdasonur
hans, það éftir konu hans að þetta
hafi valdið veikindum hans, sem
seirína komu fram.
En þótt efnin væru rýr sýndi það
sig að Benedikt var höfðingi í lund.
Þau hjón styrktu til náms ungan
frænda frúarinnar, Þuríðar Gröndal.
Þessi drengur var Bjarni Þorsteins-
son, síðar amtmaður, og átti þetta
höfðingsbragð Benedikts eftir að
launa sig ríkulega, því Bjarni reynd-
ist þeim hjónum mikil hjálparhella
og drenglundarmaður síðar, meðan
veikindi Benedikts voru hastarleg-
ust. Þegar Bjarni sigldi til náms fékk
Benedikt honum 200 ríkisdali og var
það mikið fé, ekki síst þegar þess er
gætt að þröngt var í búi hjá gefand-
anum.
Stefánungar
sýna klæmar
Meðan Gröndal var varalögmaður
dæmdi hann tvo dóma, sem báðir
voru ónýttir í yfirréttinum og varð
hann fyrir sektum í þeim báðum.
Brá Ólafur stiftamtmaður honum
meira að segja um hlutdrægni, en lét
þess getið að hann kynni að verða
hæfur dómari við æfinguna. En þess-
ar ófarir munu annars að miklu hafa
átt rætur að rekja til undirróðurs
Magnúsar Stephensen. Hann var
mjög óvinveittur nafna sínum,
Magnúsi lögmanni, og hefur helst
viljað bola honum frá embætti og þá
Benedikt frá því að geta orðið
eftirmaður hans. Mun þeim Stefán-
ungum hafa þótt Gröndal vera lítill-
ar ættar móti þeirra voldugu ætt.
Magnús lögmaður andaðist í
janúar árið 1800 og tók Benedikt þá
við stöðu hans sem lögmaður á
Alþingi því er þá var í annað skipti
haldið í Reykjavík og var hið síðasta
sinn er Alþingi var háð að sinni. En
þegar landsyfirrétturinn var stofnað-
ur sama ár var Gröndal skipaður efri
meðdómandi - 1. assessor- með 700
dala árslaunum. Þarna rættist veru-
lega úr fyrir honum, en Magnúsi
Stephensen, sem var yfirdómarinn,
brást ekki bogalistin að vanda. Hann
kom í veg fyrir að Benedikt gæti
orðið yfirdómari að honum
gengnum, með því að skipa Stefán
bróður sinn launalausan 1. assessor,
sem fá skyldi yfirdómarastöðuna, ef
til kæmi. Þetta var í meira lagi
furðuleg tilhögun, en tryggði að ekki
mundi Benedikt hækka frekar í
tigninni.
Svo var til ætlast að dómendurnir
í Yfirréttinum væru búsettir í
Reykjavík. ísleifur Einarsson, sem
var 2. assessor, reisti sér hús það við
Austurstræti, sem enn stendur. Hús-
ið keypti hann frá Noregi og hýsti
það lengi sjálfan réttinn. Magnús
mun og hafa ætlað að setjast að í
Reykjavík, en úr því varð aldrei.
Gröndal vildi feginn komast úr tor-
fkofanum á Nesi, en hafði ekki ráð
á því. Sótti hann um 2000 ríkisdala
lán til húsbyggingar, en það fékkst
ekki. Þá falaði hann ýmsar jarðir í
og nærri Reykjavík, en það fékkst
heldur ekki fram. Varð hann því að
vera kyrr í hinum lélegu híbýlum
sínum.
Óskemmtilegir grannar
Fyrstu fimm árin sem Gröndal var
í Nesi (1798-1803) voru þar samtíða
honum þeir Jón landlæknir Sveins-
son og Sigurður sýslumaður Péturs-
son, höfundur sjónleikjanna Hrólfs
og Narfa. Þeir Jón og Sigurður voru
báðir svo hæðnir og kersknir í orði
að ekki væri komandi að Nesi vegna
háðs og spéskapar þessara manna.
Sem dæmi upp á kerskni þeirra má
nefna að við andlát Magnúsar lyfsala
Ormssonar ortu þeir þessa stöku:
Signor Magnúss sálin frökk
sem vér sám defunctum (sáum
dauðan - innsk.)
upp til himna í einu stökk,
eins og köttur, punctum.
En svo breyttu þeir þessu þannig:
Signor Magnúss sálin dökk
sem vér sám defunctum
ofan í víti í einu sökk,
eins og klettur, punctum.
Gröndal hefur ekki getist að slíku
gemsi um látinn mann og orti þá
tvær stökur „Sá hæðni“ og er hin
fyrri svolátandi:
Hæðnismanna hungruð görn
hyggur að svelgja cuntum (þ.e.
allt)
svona gengur Sels við tjörn,
svei því aftan, punctum.
Segir Bjarni amtmaður að um-
gengni þessara manna hafi verið
fáleg og köld, en þó.ávallt sæmileg.
Eftir lát Jóns, 1803, og brottför
Sigurðar sýslumanns, voru samtíða
Gröndal í Nesi þeir Tómas Klog,
landlæknir, og Guðbrandur Vigfús-
son, lyfsali. Féll í fyrstu vel á með
þeim Klog og Gröndal, en síðar
urðu fáleikar þeirra í millum.
Gröndal var fertugur þegar hann
fyrst komst í launaða stöðu og er
auðsætt við hve þröngan hag hann
hefur löngum búið. Þótt mjög rættist
úr við assessorsstöðuna, þá var hann
samt fátækur og hafa valdið því
skuldir frá þeim árum er hann var
launalaus. Bar nú ekkert til tíðinda
um sinn og rækti Gröndal vel emb-
ætti sitt í landsyfirréttinum. Sam-
komulagið milli þeirra Magnúsar
Stephensen var oftast þolanlegt á
yfirborðinu, en víst fremur grunnt á
því góða undir niðri. En þótt Magn-
úsi væri ekki hlýtt til Gröndals, þá
var honum samt enn minna um ísleif
gefíð, sem var honum öllu erfiðari
en Gröndal og jafnan óvinveittur
allri Stephensensættinni.
Skrifstofustjóri Jörundar
Gröndal var maður rósamur og
íhlutunarlítill um hag annarra. Helst
kaus hann að geta verið með bókum
sínum einn og út af fyrir sig í friði og
spekt. En svo gerðust allt í einu þau