Tíminn - 21.01.1989, Blaðsíða 8

Tíminn - 21.01.1989, Blaðsíða 8
18 HELGIN Laugardagur 21. janúar 1989 Á þeim merku tímamótum Veturinn er hálfnaður og vertíð þorrablóta og árshátíða að hefjast. Jón Baldvin og Ólafur Ragnar flækjast landshornanna á milli með samskotabauk og flugelda, á með- an Steingrímur Hermannsson fer einn síns liðs á glamorlausa fundi, útskýrir versnandi ástand efna- hagsmála fyrir almenningi og harmar hvernig komið er. Sverrir Hermannsson þenur sinn „striga- kjaft“ og líkir Ólafi og Jóni við illhveli síþyrst í manndráp og skipskaða. Á meðan búum við hin, sem erum bara venjulegt fólk okkur undir brennivínsdrykkju og há- karlsát undir sígildum skemmtiatr- iðum misfrjórra þorrablótsnefnda. Reyndar er eins og við þurfum alltaf að hafa einhverjar árstíða- bundnar skemmtanir og uppákom- ur til að hlakka til. Sé byrjað á byrjuninni þá er það hefðbundin venja að fagna nýju ári strax þann fyrsta janúar. I endaðan mánuðinn byrja þorrablótin og þau endast í bland við árshátíðir, hjónaböll, krúttmagakvöld og flcira fram að páskum, en þá hefst fermingarver- tíðin. Á milli páska og hvítasunnu fermum við blessuð börnin okkar, með tilheyrandi fjárútlátum vegna yfirborðskenndra fermingargjafa og veislum sem slá hver aðra út hvað glæsileika og mikilfengleika snertir. Á þessu umrædda fermingar- tímabili fögnum við einnig þeim tímamótaviðburði að á ákveðnum degi byrjar sumarið og er hann kallaður sumardagurinn fyrsti. Eldheitir byltingarsinnar rífa sig líka upp að morgni 1. maí og grafa upp byltingarfánann til þess að veifa honum framan í auðvaldssinnana sem um þessar mundir eru að tapa öllum sínum eigum í atvinnurekstri sem er allur á hausnum, sama hvaða nafni hann nefnist. Ef marka má fréttir úr íslensku atvinnulífi er vel líklegt að 1. maí skipti um hlutverk og verði baráttudagur ís- lenska athafnamanna, gegn verka- lýðsauðvaldinu sem að lifir í prakt- ugum vellystingum, á mest af bíl- um í heiminum sé miðað við mann- fjölda, mest eigið húsnæði og svo framvegis. Á meðan eru atvinnu- rekendur mergsognir af almenn- ingi, með svívirðilegum launakröf- um, níðingslegri skattastefnu, (sem fjármagna samneyslusukk al- mennings) og alls konar álögum sem kallaðar eru einu nafni launa- tengd gjöld. Þessum gjöldum er safnað saman í sjóði eins og lífeyr- issjóði sem neita svo atvinnurek- endum um lán þegar þeir eru að fara á hausinn. En áfram með stórhátíðir og tyllidaga. Þegar búið er að ferma öll þrettán ára börn sem á annað borð kæra sig um að verða fermd, liggur beinast við að halda upp á afmælið hans Jóns Sigurðssonar. Þá minnumst við í leiðinni að landið okkar var lýst sjálfstætt ríki þann 17. júní árið 1944. í þessum sama júnímánuði eru einnig sumarsólstöður og Jónsmessunótt og ber að fagna hvoru tveggja á viðeigandi hátt. Hefðbundin sumarfrí með tilheyrandi sjoppu- hringakstri í kringum landið eru algeng í júlí. Verslunarmannahelgin er stór viðburður. Þessi helgi var upphaf- lega alþjóðleg fríhelgi verslunar- manna en er nú fríhelgi allra ann- arra en verslunarmanna. Skríllinn safnast nú saman á fallegustu stöð- um landsins, í þúsunda vís, drekk- ur þar brennivín, notar eiturl'yf, treður upp viðkvæman grassvörð- inn og breytir honum í svað sem menn svo velta sér uppúr, misjafn- lega illa á sig komnir. Haustið er tími gangna, rétta og tilheyrandi uppskeruhátíða. Unga fólkið flykkist í skólana. I fram- haldsskólunum eru þeir minnstu og ræfilslegustu teknir fyrir og píndir og kvaldir af þeim eldri og sterkari. Annað fólk rakkar sig saman undir merkjum frjálsrar fé- lagastarfsemi en fyrr en varir líður að jólum. Að vísu er fullveldisdag- uríslands 1. desemberog vitanlega þarf að halda upp á það líka. En allar hátíðir hverfa samt í skuggann af jólunum hvað umfang og innantóman glæsileika snertir. Fjölskyldur stofna til gífurlegra skulda vegna rándýrra gjafa til ættingja nær og fjær, það er bakað og bruggað, etið, drukkið og yfir höfuð sökkva menn sér á kaf í unaðssemdir holdlegra nautna, á meðan fæstir ræktan andann eins og tilefnið var gefið til. Þessi jörfa- gleði nútímalegra jóla rennur sam- an við áramótafagnaðinn í taum- lausri gleði. Þá erum við komin í heilan hring og eins og sagði í upphafi er þorrinn rétt ný byrjaður. Það er því við hæfi að minnast þessara merku tímamóta á viðeigandi hátt. GETTU NU Það var sjálfur Háifoss í Þjórsárdal, sem gat að líta í „Gettu nú“ fyrir viku. Nú færum við okkur milli landshluta og spyrjum í hvaða á virkjunina sem hér sést er að finna. Um virkj- unina urðu talsverðar deil- ur á sínum tíma. KROSSGÁTA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.