Tíminn - 09.02.1989, Síða 2

Tíminn - 09.02.1989, Síða 2
2 Tíminn Fimmtudagúr 9. febrúar 1989 Bjargaði sjö ára gömlu barni er var fast í skíðalyftu, en átti sjálf ekki afturkvæmt: Tvítug kona klemmdist til bana í skíðalyftu Tvítug kona lést í gærdag er hún festist ■ skíðatoglyftu í Garðabæ. Stúlkan mun hafa stokkið til og ætlað að bjarga sjö ára gamalli stúlku, er var föst í lyftunni og dróst í átt að stálhjóli er snýr henni. Litla stúlkan slapp svo að segja ómeidd, og fékk að fara heim eftir rannsókn á slysavarðsstofu. Konan er lést mun hafa festst í stálvírnum og klemmst milli vírs og hjóls og var hún látin er komið var að. Ekki er hægt að gefa upp nafn stúlkunnar að svo stöddu. Skíðalyftur af þessu tagi saman- standa af tveimur hjólum sínu á hvorum enda og breiðum stálvír sem snýst um þau. Barnið hafði festst við vírinn og var á leið inn að neðra hjólinu sem snýst réttsælis, þegar konuna bar að og án hiks rauk hún til og lagði allt undir til að bjarga barninu, sem henni tókst. Á lyftunni var enginn sjálfvirkur öryggisbúnaður sem komið hefði getað í veg fyrir slysið. Togkraftur lyftunnar er það mikill að hún mun geta togað tíu manns í einu upp brekkuna. Um klukkan fjögur í gær barst tilkynning um slysið til lögreglunnar í Hafnarfirði. Það átti sér stað í skíðabrekku í Garðabæ þar sem komið hefur verið upp skíðaðstöðu fyrir börn og unglinga. Efst við lyfluna er búnaður sem nota má til að stöðva lyftuna. Sam- skonar búnaður er í skúr neðst í brekkunni þar sem venjulega er öryggiseftirlitsmaður sem fylgist með og aðstoðar fólk sem lendir í vandræðum. í þessu tilviki var ör- yggiseftirlitsmaðurinn ekki tiltækur þannig að hann næði að stöðva lyftuna í tíma. Grunur leikur á að samskonar lyftur séu í notkun víðsvegar um landið. Sagði starfsmaður Vinnueft- irlits ríkisins í samtali við Tímann að til stæði að athuga gaumgæfilega hvernig þessum málum er háttað og endurskoða notkun þessara lyfta. Notkun þeirra hefur hingað til verið heimiluð af Vinnueftirlitinu með þeim skilyrðum að eftirlitsmaður væri ávallt til staðar sem fylgdist með umferð um þær. jkb Könnun á neyslu- venjum íslendinga Undirbúningur umfangsmikillar neyslukönnunar meðal Islendinga hefur nú hafist. Um er að ræða mun viðameiri og nákvæmari könnun en áður hefur verið gerð hér á landi. Gert er ráð fyrir að neyslukönnun- in verði undirbúin á þessu ári og þá fari fram tilraunakönnun, en aðal- könnunin fari fram á næsta ári og úrvinnsla gagna fari fram á árinu 1991. Laufey Steingrímsdóttir dokt- or í næringar- og lífeðlisfræði hefur verið ráðin til heilbrigðisráðuneytis- ins til að hafa yfirumsjón með þessu verkefni. í viðtali við Tímann sagði Laufey að nú þegar væri búið að ákveða í stórum dráttum markmið könnunar- innar og hvaða aðferðum verði beitt. Úrtak könnunarinnar verður af öllu landinu, að öllum líkindum um tvö þúsund manns. Með könnuninni gefst m.a. tækifæri til að bera saman neyslu milli hinna ýmsu landshluta og milli mismunandi þjóðfélags- hópa. Þegar niðurstöðurnar liggja fyrir ætti því að vera auðveldara að skipuleggja markvissari fræðslu- starfsemi og beina henni til þeirra hópa þar sem þörfin er mest. Könnunin mun fara þannig fram Sem fyrr stendur á tilnefningu fjármálaráðherra: Engin stjórn skipuð Stjórn Tryggingarsjóðs fiskeldis- ins hefur ekki enn verið skipuð. í helgarblaði Tímans var haft eftir Jóni Höskuldssyni deildarsér- fræðingi Landbúnaðarráðuneytis- ins að stjórnina hefði átt að skipa í síðasta lagi á mánudag. Stendur nú einungis á tilnefningu fjármálaráð- herra. Þegar hann hefur lagt fram sína tilnefningu leggur landbúnað- arráðherra fram tilnefningu og skipar stjórnina. Þegar Tíminn hafði samband við Jón í gær sagði hann enn ekki vera búið að skipa stjórnina en að verið væri að vinna að því. Eins og fram hefur komið segja forsvarsmenn fiskeldisfyrirtækja liggja mikið á skipun stjórnarinnar. Ástæður þess eru einkum, að sam- kvæmt venju tekur það stjórnir nokkurn tíma að taka til starfa eftir að þær eru skipaðar. Eins er hitt að Atvinnutryggingarsjóður getur ekki afgreitt umsóknir fiskeldisfyr- irtækja fyrr en starfsmenn Trygg- ingarsjóðsins geta veitt þeim fag- lega ráðgjöf. Forráðamenn fiskeldisstöðva eru mjög ósáttir við þessa töf og segjast ekki skilja hvað valdi henni. jkb að viðtöl eru tekin við þátttakendur og spyrlar spyrja fólk um neysluvenj- ur þess. Laufey sagði að þátttakend- ur þyrftu því ekki að vigta og skrá hvað þeir borða yfir ákveðinn tíma. Með þessari aðferð er því reynt að fá yfirlit yfir almennar neysluvenjur þátttakendanna. í þessari könnun munu neysluvenjur barna ekki verða athugaðar vegna þess að við það þarf að beita öðrum aðferðum en Laufey sagðist vona að slík könnun yrði gerð í kjölfarið. Gríðarleg undirbúningsvinna þarf að fara fram áður en könnunin sjálf getur farið fram. Til dæmis þarf að vinna ákveðinn gagnagrunn (jar sem eru til staðar upplýsingar um efna- samsetningu matvælanna, reikna út uppskriftir að réttum sem fólk eldar og búa til tölvuforrit. Laufey sagði að könnun sem þessi væri vissulega dýr í framkvæmd en hún sagðist telja að þessum pening- um væri vel varið því þarna væri um að ræða mjög mikilvægan þátt sem hefur áhrif á líðan fólks og heilsu en litlar upplýsingar væru til staðar um neyslu einstakra hópa á íslandi. Neyslukönnunin er liður í mótun manneldis- og neyslustefnu en tillaga þess efnis var samþykkt af ríkis- stjórninni 19. janúar 1988. f fram- haldi af því var skipaður samráðs- hópur um mótun manneldis- og neyslustefnu. Hópurinn vinnur nú að stefnumótun í manneldismálum en ráðgert er að heilbrigðisráðherra leggi hana fram á Alþingi í marsmán- uði næstkomandi. Samráðshópurinn mun einnig hafa á höndum yfirstjórn neyslukönnunarinnar. SSH * AF ÞINGI Samræmt mat Alexander Steíánsson fyrrverandi félagsmálaráðherra hefur lagt fram fyrirspurn til fjármálaráðherra um hvenær vænta megi ákvörðunar stjómvalda um samræmt kerfi fyrir Fasteignamat ríkisins og bruna- bótamat. Alexander vitnar til tillagna stjórnskipaðrar nefndar frá 9. ág- úst 1983 sem skilaði skýrslu, tillög- um og frumvörpum í árslok 1985 og þáverandi ríkisstjórn skipaði sérstaka nefnd til að undirbúa framkvæmd. Þá er einnig spurt f fyrirspurninni hvað líði undirbún- ingi að stofnun sjálfstæðrar fag- stofnunar er annist bæði fasteigna- mat, brunabótamat og viðlaga mat, auk annarra matsstarfa sem sam- kvæmt tillögum sömu nefndar er lagt til að taki til starfa árið 1990. Alexander Stefánsson alþingis- maður. Aukafjárveitingar Ólafs? Friðrik Sophusson alþingismað- ur hefur nýverið lagt fram fyrir- spurn til Ólafs Ragnars Grímsson- ar fjármálaráöhcrra um aukafjár- veitingar frá 1. okt. 1988 til 31. des 1988. Hverjar þær hafi verið og til hvaða verkefna þær hafi runnið. Hann hefur óskað eftir skriflegu svari. Björgunarþyrla og neyðarsími? Ingi Bjöm Albertsson spyr dómsmálaráðherra í skriflegri fyrirspurn er hann lagði fram á þriðjudag hvað liði framkvæmd ályktunar Alþingis frá 11. maí á síðasta ári um athugun á kostnaði við kaup og rekstur björgunar- þyrlu? Þá spyr Ingi Bjöm einnig sam- gönguráðherra um hvað líði fram- kvæmd þingsins á ályktun frá 9. maí 1988 um könnun á kostnaði við uppsetningu neyðarsíma á fjall- vegum. Innflutningur hunda einkamál Fyrir alllöngu greindi Tíminn frá fyrirspurn til Steingríms J. Sigfús- sonar landbúnaðarráðherra þess efnis hverjir hefðu fengið að flytja inn hunda. Niðurstaða þess máls var sú að ekki fengust nöfn þeirra aðila birt er fengið höfðu að flytja inn hunda. Fyrirspyrjandi Ingi Bjöm Al- bertsson var ekki ánægður með þessi svör og bað landbúnaðarráð- herra um lögfræðilegt álit á þessari nafnleynd. Nú er það álit komið og staðfestir það fyrri svör Steingríms J. þeir sem fá að flytja inn hunda eiga kost á nafnleynd.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.