Tíminn - 09.02.1989, Side 7

Tíminn - 09.02.1989, Side 7
Fimmtudagur 9. febrúar 1989 Tíminn 7 Ösku- dagur í gær var öskudagur, fyrsti dagur í lönguföstu, og mikið um dýrðir hjá yngstu kynslóð- inni. Víða um land var köttur- inn sleginn úr tunnunni og krakkar klæddust grímubún- ingum og hengdu á fólk öskupoka. Akureyringar hafa sem kunnugt er manna lengst gert sér dagamun á öskudaginn og þar var kötturinn sleginn úr tunnunni á Ráðhústorginu í gær og söngelsk börn sungu í verslunum og stofnunum. Á höfuðborgarsvæðinu hefur fordæmi Akureyringa verið fylgt á síðari árum og mikið verið um dýrðir. Kötturinn var sleginn úr tunnunni á Lækjar- torgi í gær, skipulögð dagskrá var í flestum stórmörkuðum. Á barnaheimiluin borgarinnar tóku fóstrurnar virkan þátt í gleð- inni með börnunum og klæddu sig í sitt fínasta púss. Krakkarnir virð- ast kunna vel við sig í sínum búningum. Þessar ungu stúlkur voru gagnteknar af skemmtiatriðunum á Lækjartorgi í gær. Það má m.a. merkja af fótaburði þeirrar stærri. Tímamyndir Ámi Bjama í miðbæ Reykja- víkur mátti sjá ýmsa furðufugla ss. nornir, indí- ána... trúða..... og fleiri trúða

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.