Tíminn - 09.02.1989, Qupperneq 10

Tíminn - 09.02.1989, Qupperneq 10
10 Tíminn Fimmtudagur 9. febrúar 1989 m í umræðunni steingrímur Steingrímur Hermannsson forsætisráöherra og formaður Fram- sóknarflokksins verður í umræðunni á hádegisverðarfundi Félags ungra framsóknarmanna Gauki á Stöng mánudaginn 13. febrúar. Steingrímur mun ræða um Fjármagnsmarkaðinn og Hvað tekur við af verðstöðvun. Hann mun síðan svara fyrirspurnum fundargesta. Allir velkomnir á fundinn sem hefst kl. 12.00. Súpa, fiskréttur og kaffi á aðeins krónur 535,- FUF í Reykjavík. Keflavík Fundurverðurhaldinn í Framsóknarfélögunum í Reykjavík mánudag- inn 13. febrúar kl. 20.45 að Austurgötu 26. Fundarefni: 1. Stjórnmálaviðhorfið. Jóhann Einvarðsson fjallar um stjórnmálaviðhorfið. 2. Húsnæðismál Framsóknarfélaganna. 3. Önnur mál. Kaffiveitingar. Mætið stundvíslega. Framsóknarfélögin. Fóðurmelta Eigum ávallt til fyrsta flokks fiskmeltu sem viö afgreiöum af tönkum í Þorlákshöfn. Jafnframtfæst meltan í KÁ Selfossi, KR Hvolsvelli, Þríhyrningi og Kaupfélaginu Þór, Hellu. Meltan er úrvals fóður fyrir svín, hross og sauðfé. Haffóður hf. Hafnarskeiði 28, Þorlákshöfn. Sími 98-33679. t Faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi Þorgrímur Einarsson Síðumúlaveggjum, Hvítársíðu er lést á Sjúkrahúsi Akraness 2. febrúar verður jarðsunginn frá Síðumúlakirkju laugardaginn 11. febrúar kl. 14.00. Bílferð verður frá B.S.Í. kl. 11 árdegis. Guðmundur Þorgrímsson Svanbjörg Eiríksdóttir barnabörn og barnabarnabörn. ÍÞRÓTTIR lllfllllllllll Keila: Keilarar með mörg járn í eldinum Keila er unc en ört vaxandi íþrótt á Islandi og á höfuðborgarsvæðinu eru tveir keilusalir. Nú eru mörg verkefni hjá þeim keilumönnum, keppni erlendis og hingað er kominn frægur keilari sem ráðinn hefur verið landsliðsþjálfari í íþróttinni. Heimsleikar Fyrstu heimsleikarnir í íþróttum, sem ekki er keppt í á Ólympíuleik- um, voru haldnir í Santa Clara í Kaliforníu árið 1981. Meðal þeirra íþróttagreina sem keppt var í var keifa. Frá hverju þátttökulandi komu tveir keppendur, karl og kona. Keppt var í einstaklingskeppni karla og kvenna ásamt parakeppni. í ann- að sinn voru leikarnir haldnir í London og nú í jffiðja sinn hefur verið ákveðið að halda þessa leika í Karlsruhe í Vestur-Þýskalandi í lok júlí 1989. Ákveðið hefur verið að íslending- ar keppi í keilu á þessum leikum í fyrsta skipti í sumar. ísland er eitt af 18 löndum sem fá að senda keilara í þessa keppni. Eftirtalin lönd senda keppendur: Bandaríkin, Brasilía, Kanada, Ástralía, Japan, Kórea, Taiwan, Filippseyjar, Malaysía, Svíþjóð, Finnland, Noregur, Bretland, Frakkland, Holland, Vestur-Þýskaland, Belgíaogísland. Á íslandi verður haldið úrtöku- mót 17.-19. febrúar, þar sem valdir verða fulltrúar Islands á Heimsleik- ana.17. og 18. febrúar verður keppt í kvennaflokki og 18. og 19. febrúar í kitrlaflokki. Úrslitakeppni verður f báðum flokkum sunnudaginn 19. febrúar. Úrtökumótin eru opin öll- um íslendingum, sem nú eiga mögu- leika á að keppa við marga af heimsins bestu áhugamönnum í keilu á leikunum í Karlsruhe. Norræna unglinga- meistaramótið í keilu Þann 5. mars 1989 er fyrirhugað að ísland sendi keppendur í fyrsta skipti á Norræna unglingameistara- mótið sem haldið verður í Ósló. Keppendur verða sex, þrjár stúlkur og þrír piltar, sem ekki verða orðin 19 ára þegar keppt er. Formaður KFR ásamt landsliðs- þjálfaranum, Gösta Zellén, hafa val- ið eftirfarandi lið: Ásdís Ósk Smára- dóttir, Guðrún Soffía Guðmunds- dóttir og Guðný Kristinsdóttir. I piltaliðinu verða Hörður Sigurjóns- son, Róbert Spano og Björn Vil- hjálmsson. Svíþjóð, Noregur, Danmörk og Finnland senda sex stúlkur og sex pilta hvert land. Keppt verður í tveggja-, þriggja- og fimm-manna liðum pilta og stúlkna. Alþjóðleg páskamót I páskavikunni verða haldin nokk- ur stór alþjóðleg keilumót í Svíþjóð og Danmörku. Verðlaunin í þessum mótum eru um ein milljón sænskar krónur. í þessum mótum verða þrír þátttakendur frá íslandi, þau Þor- björg Kristjánsdóttir, Ingveldur Sævarsdóttir og Halldór Ragnar Halldórsson. Þau hafa verið skráð í eftirtalin mót: Copenhagen Masters, Olympia Masters í Helsingborg, Easter International, Stórhátíðamót í Malmö og einnig í Les Lions Cup í Norrköping. Með í ferðinni verður þjálfari fslendinga, Gösta Zellén, sem mun þjálfa þau í nokkra daga og leggja þeim línurnar fyrir keppn- ina. Til gamans má geta þess að móts- haldararnir hafa boðið íslendingum þátttöku, þeim að kostnaðarlausu, þar sem fsland er nú þátttakandi í þessum mótum í fyrsta skipti. Það má og geta þess að þátttakendur í þessum mótum eru bestu keilarar í Evrópu, svo að íslensku keppend- urnir fá eflaust tækifæri til þess að sjá og læra heilmikið. Koma landsliðsþjálfara Þann 7. febrúar kom til landsins Gösta Zellén, landsliðsþjálfari, og mun hann byrja að þjálfa unglinga- landsliðið sem fer til Ósló í mars. Einnig mun hann þjálfa alla þá keilara sem valdir hafa verið í úr- tökuhóp fyrir landslið. Kennsla Föstudaginn 17. febrúar mun KFR bjóða upp á ókeypis kennslu í keilu frá kl. 16 til kl. 19 í Keiluiandi í Garðabæ og eru þeir sem lítið hafa spilað og telja sig ekki hafa náð fullum tökum á keilunni hvattir til að koma. Aðalleiðbeinandi verður Gösta Zellén, landsliðsþjálfari og forseti Evrópusambands keilufé- laga. Leikmenn munu þurfa ■ að greiða fyrir leiki sína, en ekki fyrir kennsluna. íþróttir og heilsa: Heilsuvika í Kringlunni - hefst á morgun. Golfmót á dagskránni á sunnudag! Klippið hér Dagana 10. til 18. febrúar nk. verður efnt til sérstakrar „heilsu- viku“ í Kringlunni undir kjörorðinu „Bætt heilsa - betra líf“. í göngugöt- um Krínglunnar verða svokölluð „heilsutorg“ þar sem félagssamtök og opinberir aðilar, sem starfa að heilsuvernd og heilbrigðismálum, munu veita viðskiptavinum nýjustu upplýsingar er lúta að heilbrigðara líferni og bættu heilsufari. Þá verða íþrótta- og danssýningar í göngu- götunum. Dagskráin er miðuð við að fólk á öllum aldri geti komið.og haft skemmtan af sýningaratriðum Tímiiiii og aflað sér margvíslegra upplýsinga hjá sérfræðingum. í fyrra var efnt til svipaðrar dagskrár í Kringlunni sem vakti almenna athygli og viðskiptavinir hússins voru mjög áhugasamir. Dagskrá á heilsutorgunum er breytileg frá degi til dags en upplýs- ingar verða kynntar í auglýsingum í Kringlunni og í fjölmiðlum. Af aðil- um sem verða með kynningar á heilsutorgunum í vikunni má nefna Landlæknisembættið, heilbrigðis- ráðuneytið, Vinnueftirlitið, Hjarta- vernd, Rauða krossinn, tannlækna, n I □ ER ASKRIFANDI □ NÝR ÁSKRIFANDI Dags.: I I Samkort EH Kortnr.: □□□□□□□□□□□□□□□□ Gildir út: fTTT Nafnnr.: BEIDNI UM MILLIFÆRSLU ÁSKRIFTARG J ALDS Ég undirrituð/aöur óska þess að áskriftar- gjald Tímans verði mánaðarlega skuld- fært á greiðslukort mitt. UNDIRSKRIFT. ÁSKRIFANDI:.............................................. HEIMILI:................................................ PÓSTNR. — STAÐUR:.................. SÍMI:............... SENDIST AFGREIÐSLU BLAÐSINS LYNGHÁLSI 9. 130 REYKJAVÍK hjúkrunarfræðinga, sjúkraþjálfa, ljósmæður, meinatækna, íþrótta- kennara, Vímulausa æsku, Banda- lag skáta, Kiwanis og Félag eldri borgara. Þá munu margar heilsu- ræktarstöðvar og dansskólar kynna starfsemi sína og verða með sýningar á heilsuvikunni. Einnig verður kynnt örvunarleikfimi á vegum Trimm- nefndar ÍSÍ, íþróttafélag fatlaðra kynnir boccia og sýnir borðtennis og sýnt verður karate. Alls eru það 27 aðilar og fyrirtæki sem koma fram á heilsuvikunni. Á hverjum degi heilsuvikunnar sér Studio Jónínu og Ágústu um léttar morgunteygjur fyrir starfsfólk og viðskiptavini í Kringlunni. Morg- unteygjurnar hefjast kl. 10:15 á hverjum morgni í norðurenda göngugötu á 2. hæð og munu standa í um 10 mínútur. Þá verða verslanir í Kringlunni og Lýsi hf. með vörukynningar og kynningartilboð í göngugötum og matsölustaðirnir bjóða upp á nýja hollusturétti í tilefni vikunnar. Starfsfólk fyrirtækja í Kringlunni fær auk þess tækifæri ti! að taka þátt í námskeiði í skyndihjálp í heilsuvik- unni í samvinnu við Rauða krossinn og hlýða á fyrirlestra um skaðsemi reykinga og hvernig á að bera sig að vilji fólk hætta að reykja. Fyrirlestr- arnir eru á vegum Reykjavíkurdeild- ar Krabbameinsfélagsins. Sunnudaginn 12. febrúarfrákl. 11 til kl. 17 verður Kringlumótið í golfi. Um er að ræða „púttmót" sem fram fer á sérstökum brautum á göngugöt- um Kringlunnar. Keppt verður í þrehiur flokkum án forgjafar. Fyrir- tæki í Kringlunni leggja til verðiaun. Ágóði af mótinu rennur til unglinga- starfs Golfsambands fslands.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.