Tíminn - 09.02.1989, Blaðsíða 11

Tíminn - 09.02.1989, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 9. febrúar 1989 Tíminn 11 illllilÍÁRNIAÐ HEILLA Áttræö: Frú Stefanía Gissurardóttir Það var undir haust árið 1959 að mér barst orð frá sr. Sigurði Pálssyni presti á Selfossi að finna sig ef ég ætti þar leið um. Ég hefði fengið veitingu fyrir Mosfelli í Grímsnesi frá 1. sept. þetta ár, en sá hængur var á að húsið þar var talið ónýtt og ég því á götunni hafandi engan samastað inn- an Mosfellsprestakalls. Það var með nokkurri eftirvæntingu að ég fór til fundar við sr. Sigurð Pálsson, því ekki hafði ég kynnst honum per- sónulega fyrr, þótt 7 ár væru liðin frá því ég vígðist til prests, enda lengst af verið langur vegur milli okkar þessi ár. Ég man það enn hve bjart var þennan haustdag sem ég kom til fundar við sr. Sigurð á Selfossi. Húsið rauða á hæðinni ofan við brúna á vesturbakka Ölfusár virtist búa yfir einhverju leyndarmáli sem ég kæmist kannski að á þessum haustdegi, og ég gekk varlega yfir grasflötina að vesturdyrunum með þungan árniðinn í eyrum. Á móti mér tók frú Stefanía, kona sr. Sig- urðar, fríð kona og fagureyg, með sínum bjarta hlátri og hlýja brosi, fagnandi mér eins og ég væri einhver sérstakur aufúsufestursem hún hefði beðið með óþreyju í langan tíma. Það var af mér öll varúð og varfærni á samri stundu, ég fann að ég var kominn til vina og mér var vísað til sætis í flosmjúkum rauðum hæg- indastól við arininn og hún bað mig hafa biðlund, sr. Sigurður væri vant við látinn, hjá honum væri maður sem brátt mundi á förum. Að vörmu spori var frú Stefanía komin með rjúkandi kaffibolla til mín, settist á móti mér, óskaði mér til hamingju með prestakallið nýfengna og tók að spyrja mig tíðinda. Að sjálfsögðu hafði ég oft heyrt þeirra hjóna getið sr. Sigurðar og frú Stefaníu, en nú var ég kominn hér í fyrsta sinn í þeirra hús og sjón er sögu ríkari. Sú tilfinning er ég var gripinn um leið og ég var sestur þarna við arininn var hin sama og menn hafa í sínum eigin húsum - öryggi, hlýja, vinátta. Og sú hefur líka orðið raunin þau mörgu ár sem síðan eru liðin, að þessir eðlisþættir frú Stefaníu og þeirra hjóna beggja hafa einkennt heimili hennar og samskipti öll við þá sem borið hafa gæfu til að kynnast henni og þeim sérstæða manni er sr. Sigurður var. Þegar gesturinn sem fyrir var hafði kvatt bauð sr. Sigurður mér inn á skrifstofu sína sem var veröld út af fyrir sig í þessu húsi við ána. Bækur þöktu veggi, bækur á skrifborði, bækur á stólum, helgimyndir, reyk- elsi og hálfrökkur inni sem gerði ljós af kerti enn fegurra. Erindi sr. Sigurðar var að bjóða að útvega mér húsnæði á Selfossi, og kennslu gæti ég líka fengið við Iðnskólann ef ég vildi. Ég þáði þetta með þökkum og fann að hér fóru saman orð og verk - þau hjón voru ekki að bjóða mig velkominn til þessara nýju heim- kynna á Mosfelli til þess eins að hneykslast síðar á umkomuleysi húsalauss og jarðnæðislauss prests - þau vildu leysa vanda hans og það óumbeðin. Þetta var eitt aðalsmark þeirra hjóna sr. Sigurðar og frú Stefaníu, að leysa vanda samferða- manna sinna án málalenginga og orðaskvaldurs og án allrar hugsunar um endurgjald. Heimilið var um áratugaskeið opið veitinga- og gisti- hús öllum þeim fjölmörgu gestum sem þar bar að garði, og enn býður frú Stefanía til veislu og gistingar gömlum vinum sem að garði ber. Það er mikil gæfa að kynnast slíku fólki og eignast vináttu þess. Ég lít á þennan síðsumardag í húsi frú Stefaníu og sr. Sigurðar sem einn af mínum gæfudögum. Hann varð upphaf þeirra kynna og vináttu sem enn varir og vara mun okkar í milli. Vissulega voru viðhorf ólík og skoðanir skiptar bæði varðandi menn og málefni, pólitík og guð- fræði okkar sr. Sigurðar, en það gerði hvern fund við þessi hjón meira spennandi og fundi okkar ævintýraríkari á komandi árum. Bernsk róttækni ungs klerks og gæðartk íhaldssemi prestshjónanna á Selfossi kveiktu umræður er gerðu margt vetrarkvöldið er í hönd fór ógleymanlegt. Um flest var skrafað og skeggrætt en ekki deilt, og ég leit og lít enn á þessi hjón sem fulltrúa þess besta sem íslenskt prestsheimili hefur upp á að bjóða bæði í andleg- um og veraldlegum skilningi. Marg- ar athugasemdir sr. Sigurðar við mitt háttalag voru þann veg frani settar sem honum var öðrum mönn- um betur lagið, svo að ekki gleym- ast. Eitt kvöld þennan vetur erum við staddir um miðnætti við ána og ís á henni, hjarn yfir öllu og dauða- kyrrð, og ég ber fram spurningu þarna í frostkyrrunni sem ég vildi gjarnan fá svar við. „Álíturðu mig trúaðan mann, sr. Sigurður?" „Jú, vinur minn, þú ert trúaður, en þetta er óttalegur villigróður.“ Annað sinn er hann staddur í heimsókn hjá mér í herbergi mínu á Selfossi, á bóka- hillu liggja nokkrar bækur eftir Ana- tole France og Voltaire, og hann tekur Micromegas sér í hönd, horfir á mig og segir: „Og þú lest þennan skelfilega mann.“ Síðan ekki meira um það. - Margt fleira verður mér minnisstætt frá þessum vetri, Iíka þau hollráð til presta sem sr. Sigurð- Lausar stöður Eftirtaldar hlutastöður (37%) í læknadeild Háskóla íslands eru lausar til umsóknar. Lektorsstaða í barnasjúkdómafræði. Lektorsstaða í fæðingar- og kvensjúkdómafræði. Lektorsstaða í lyflæknisfræði. Staðan er bundin við Landakotsspítala. Dósentsstaða í líffærameinafræði. Dósentsstaða í sálarfræði. Dósentsstaða í lyflæknisfræði. Staðan er bundin við Borgarspítalann. Gert er ráð fyrir að stöðurnar verði veittar til fimm ára frá 1. júlí 1989 að telja. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda, ritsmíðar og rannsóknir svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 8. mars n.k. Menntamálaráðuneytið, 7. februar 1989. Vetur í Portúgal 1 upp í 10 vikur Ferðaskrifstofurnar EVRÓPUFERÐIR, RATVÍSog FERÐAVAL bjóða ykkur upp á 4, 6, 8 og 10 vikna ferðir til Portúgal í vetur. Hægt er að velja um gistingu á Madeira, í Algarve eða á Lissabon-ströndinni. Verð frá kr. 53.200,- Lissabon Einnig standa ykkur til boða styttri feröir (3-30 dagar) með gistingu í íbúðum eða 3 til 5 stjörnu hótelum víðsvegar um Portúgal. Þið getið heimsótt heimsborgirnar Lissabon og London í einni ferð, spókað ykkur á strönd Algarve eða leikið golf á einhverjum bestu golfvöllum Evrópu. Algarve Madeira Þeim sem vilja hvílast og slappa af í fögru umhverfi býðst úrval af gististöðum á hinni margrómuðu eyju Madeira. Golfferðir Golfhótel við 7 úrvals golfvelli í Algarve. Vallargjöld á sérstaklega lágu verði. SUMARBÆKLINGURINN ER KOMINN evrópuferðir áyavis klapparstIg 25-27 _ KLAPPARSTÍG 25-27 101 REYKJAVÍK, SÍMI628181. 'Tmvel HAMRABORG1-3,200 KÓPAVOGUR SÍMI641522 (föl'ALhf TRAVEL AGENCY\3j£r HAFNARSTRÆTI 18, 101 REYKJAVÍK, SÍMI 14480. FERDA ur bar heilagan Ambrosíus fyrir. „Prestur á aldrei að vita það sem um hann er sagt.“ Kertið er nærri útbrunnið og reyk- urinn af reykelsinu stígur höfugur upp af kerinu og snýst í gormlaga hringi eins og loftspeglun af stór- moskunni í Samarra, og mér finnst á þeirri stundu ég ekki geta greint hvort heldur ég sé búinn að ná fundi margslungins kabbalista eða ábóta í klaustri Dominikana, kannski hvort tveggja þetta og meira til. Pá drepur frú Stefanía hægt á dyrnar og býður okkur kvöldmat. Frammi í borðstof- unni stendur hringborðið tvöfalda hlaðið krásum. Að borðbæn fluttri hefjast fjörugar umræður sem bland- ast björtum hlátri húsfreyju. lllllllllllllllllllllll Það er kominn tími til að halda af stað til Reykjavíkur þegar gengið er frá borðum. Þau standa í dyrunum þegar ég kveð, og þar eru þau enn í huga mínum saman í ljósinu og í þessa mynd fellur áin, brúin og kirkjan í birtu ljósa á haustkvöldi. í huga mér er þetta fyrsta kvöld á heimili frú Stefaníu Gissurardóttur upphaf langs ævintýrs, þess ævintýrs sem þau hjón eru höfuðpersónur í. Frú Stefanía er gifturík í þess orðs fyllstu merkingu. Hjónaband hennar og sr. Sigurðar var farsælt, þau voru eitt í öllu sem máli skipti, því verður Itans ekki minnst nema hennar sé getið og ekki um hana rætt nema um hann sé talað. Guð gaf þeim góð og gáfuð börn, vináttu og virðing allra er þeim hafa kynnst. Frú Stefanía er farsæl gæfukona fyrir eigið atgervi og af Guðs náð. Nú þegar hún fagnar með börnum sínum og vinum 80 ára afmæli sínu sendi ég henni mínar dýpstu þakkir og okkar Krist- ínar konu minnar fyrir þetta mikla gestaboð sem mér finnst kynnin við hana og sr. Sigurð hafa verið. Ég þakka vináttu sem ekki þekkti neitt kynslóðabil, vináttu sem hafin var yfir öndverðar skoðanir og ólík viðhorf. - Lifðu heil, kæra vina. Rögnvaldur Finnbugason Staðastað. LESTUNARÁIETLIIN I I I I I I I kr.kg I Hvalrengi Bringukollar 295 Hrútspungar 590 _ Lundabaggar 570 _ Sviöasulta súr 695 _ Sviðasulta ný 821 _ Pressuð svið 720 _ Svínasulta 379 _ Eistnavefjur 490 _ Hákarl 1-590 _ Hangilæri soðið 1-555 _ Hangifrp.soð. 1-155 _ Úrb. hangilæri 965 _ Úrb. hangifrp. 721 Harðfiskur 2.194 _ Flatkökur 43 kr Rófustappa 130 Sviðakjammar 420 Marineruð síld 45 flakjö Reykt síld 45 |<r.stk Hverabrauð 78 kr, Seytt rúgbrauð 41 Lifrarpylsa 507 kr.kg Blóðmör 427 Blandaður súrmatur í fötu 389 Smjör15gr. 6.70 kr.stk. kr.kg I I I I I Tii KlöfestöðiR Glæsibæ 0 68 5168. I I Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: Árhus: Alla þriðjudaga Svendborg: Annan hvern þriðjudag Kaupmannahöfn: Alla miðvikudaga Gautaborg: Annan hvern föstudag Varberg: Alla fimmtudaga Moss: Alla laugardaga Larvik: Annan hvern laugardag Hull: Alla mánudaga Antwerpen: Alla þriðjudaga Rotterdam: Alla þriðjudaga Hamborg: Alla miðvikudaga Helsinki: Schouwenbank......23/2 Gloucester/Boston: Alla þriðjudaga New York: Alla föstudaga Portsmouth/Norfolk: Alla sunnudaga SKIPADEILD SAMBANDSINS LINDARGÖTU 9A-101 REYKJAVÍk

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.