Tíminn - 09.02.1989, Page 13
Fimmtudagur 9. febrúar 1989
Tíminn 13
Tryggvi Þórhallsson setur Alþingi á
Alþingishátíðinni 1930.
hans og áhrif voru mikil meðan hann
gegndi ráðherrastörfum. Hann var
auk þess formaður Framsóknar-
flokksins og þótti jafnan einhver
skeleggasti talsmaður flokksins, þeg-
ar mikið lá við á almennum stjórn-
málafundum, sem þá voru tíðir og
haldnir víða um land. Á þessum
árum var stjórnmálabarátta hörð
bæði í blöðum, á Alþingi og á
almennum fundum, þar sem forystu-
menn ólíkra stjórnmálaafla leiddu
saman hesta sina og ekki af dregið.
Flokkakerfið, eins og það þróaðist
síðar, var engan veginn fullmótað á
þriðja áratugnum, heldur laust í
reipum, þótt þá væru að myndast
þau drög að flokkaskiptingu, sem
reynst hefur varanleg. Eigi að
síður voru meginlínur milli stjórn-
málaskoðana allskýrar, þegar
Tryggvi Þórhallsson varð forsætis-
og atvinnumálaráðherra. Framsókn-
arflokkurinn hafði mótað sér stefnu
og markað sér sinn stað á landsmála-
sviði miðað við aðrar pólitískar
hræringar á þessum tíma. Framsókn-
arflokkurinn sótti styrk sinn til hug-
sjóna ungmennafélaganna og sam-
vinnuhreyfingarinnar. Fylgi flokks-
ins var mest á landsbyggðinni, ekki
síst meðal bænda og sveitaalþýðu.
Eitt aðalbaráttumál Framsóknar-
flokksins var viðreisn landbúnaðar-
ins og bættur hagur sveitafólks. Þess
gætti ekki síst í málafylgju Tryggva
Þórhallssonar, sem ávann sér það
sæmdarheiti að vera mestur
„grjótpáll" landbúnaðarins. Þessi
áhersla á framfarir í landbúnaði var
nteð sanni eðlilegt baráttumál á
þessum tíma. Það stóð engum póli-
tískum flokki nær en Framsóknar-
flokknum að vera þar í broddi
fylkingar. Þess verður þó að geta, að
flokkurinn leit ekki á sig sem stétt-
arflokk bænda heldur studdi alhliða
framfarir í landinu á grundvelli fél-
agshyggju og þjóðlegrar uppbygg-
ingarstefnu. Þau viðhorf koniu skýrt
í Ijós á stjórnarárum Tryggva Þór-
hallssonar. Þær ríkisstjórnir, sem
hann veitti forstöðu, létu til sín taka
málefni allra atvinnuvega landsins,
svo og samgöngu- og menningarmál,
ekki síst skólamálin, sem Jónas Jóns-
son hafði mesta forgöngu fyrir.
Það gæti sem best átt við að telja
upp sem flest þeirra mála, sem
framsóknarstjórnin undir forystu
Framhald á næstu síðu
STRAUMHVÖRF
Grein í Tímanum 5. janúar 1918.
Eftir Tryggv'a Þórhallsson.
Aðfaraorð eftir ingvar Gíslason.
Tryggvi Þórhallsson tók við ritstjórn Tímans 17. nóvember 1917,
nákvæmlega átta mánuðum eftir að blaðið kom fyrst út 17. mars sama ár.
Áður hafði Guðbrandur Magnússon prentari stýrt blaðinu með mestu
prýði, en hafði ekki hug á að festast í starfinu. Fullvíst er að Guðbrandur
átti mestan þátt í því sjálfur að fá Tryggva til starfans, enda voru þeir
nánir vinir og samherjar úr ungmennafélagshreyfingunni. Þegar ritstjóra-
skiptin fóru fram, lýsti Tryggvi yfir því að engin breyting yrði á stefnu
blaðsins, enda voru það orð að sönnu.
Það gerðist hins vegar á fyrstu vikum ritstjórnar Tryggva, að ráðamenn
Tímans, þ.ám. fráfarandi ritstjóri biaðsins og aðrir úr útgáfustjóm þess,
sömdu yfirlýsingu eða ávarp, sem ncfndist Stefnuskrá Tímans og birt var
á forsíðu blaðsins 5. jan. 1918.
Yfirleitt hefur verið litið á stefnuskrá Tímans sem fyrstu formlegu
stefnuyfiriýsingu Framsóknarflokksins, enda var flokksstarfið þá enn í
mótun og flokkurinn ekki formbundinn félagsskapur í nútímaskilningi.
Tryggvi Þórhallsson fylgdi stefnuskrá Tímans úr hlaði með ritstjómar-
grein undir fýrirsögninni Straumhrörf, sem hafði að geyma glögga lýsingu
á þeim pólitísku hræringum, sem þá áttu sér stað í landinu. Hann leggur
út af þeirri frétt að stofnað hafi verið félag, sem hægri menn í Reykjavík
stóðu að „í þeim tilgangi að sameina alla krafta í Reykjavík sem unnt er,
til þess að sigra jafnaðarmenn í bæjarmálum", svo vitnað sé beint til orða
Tryggva Þórhallssonar. Með þessu er „stofnaður pólitískur ihaldsflokkur
á íslandi“, segir Tiyggvi enn fremur.
t greininni fagnar Tryggvi ÞórhalLsson þvi að skynsamleg flokkaskipting
er að myndast í landinu. Hann segir að Ijóst sé að þrjár meginfylkingar
séu að verða til; Hægrí fylking, jafnaðarmannaflokkur og „flokkur
Tímans“, sem er gælunafn hans á Framsóknarflokknum. Það kemur skýrt
fram að Tryggvi telur Framsóknarflokkinn í skarpri andstöðu við „hægri
fylkinguna“, sem styðjist við „kaupmannavaldið“. Þessi hægri fylking átti
eftir að koma fram undir ýmsum nöfnum næstu 10-12 ár og gjaman
cyrnamerkt sem „borgaraleg“ samtök. Sjálfstæðisflokkurinn var stofnað-
ur 1929 með samruna þessara „borgaralegu" afla undir einum hatti.
Grein Tryggva er þannig í hcild:
Straumhvörf.
Með ársbyrjuninni var stofnað
féiag hér í bænum sem heitir
„Sjálfstjórn". Töiuverður undir-
búningur hefir verið undir stofnun
félagsins. Forvígismennimir sem
boðuðu til fundarins höfðu ekki átt
samleið áður um opinber mál.
Heistu flokkarnir sem taka hönd-
um saman um stofnun félagsins eru
þessir: Kaupmenn, þeir menn sem
nú hafa yfirtökin við Lögréttu,
sumir forkólfar langsummanna
sem ráða fyrir ísafold og dag-
blöðunum, og loks þeir er nærri
standa Landinu.
Félagið er fyrst og fremst og
fyrst í stað stofnað í þeim tilgangi
að sameina alia krafta í Reykjavík
sem unt er, til þess að sigra jafnað-
armenn í bæjarmálum. Bæjar-
stjómarkosningar standa fyrir
dyrum. Félagið vinnur að því að
tryggja það að jafnaðarmcnn nái
ekki meiri hluta f bæjarstjórn og
þar með stjórn bæjarins undir sig.
En félagið ætlar sérstærri verka-
hring. Og er það bert af lögunum
þar sem það er ákveðið að félagið
megi með fundarsamþykt taka
önnur mál til meðferðar en
bæjarmál Reykjavíkur. Það sýnir
og hvert á að stcfna, að Vísir
óskaði um daginn öllum þeim
gleðilegs nýárs sem sameinast vildu
gegn stjórn landsins. Það var inn-
gangssöngurinn að stofnun félags-
ins, sunginn aí málgagni þess. Það
er og af mörgu öðru bert að félagið
stefnir hærra.
„Sjálfstjórn" snýr sér fyrst að
bæjarmálunum, af því að bæjar-
stjómarkosningarnar standa fyrir
dyrum. En í rauninni er „Sjálf-
stjóm“ stjómmálaféiag. Hún er
það sem í útlöndum er kallað félag
hægri manna. Með „Sjálfstjórn" er
stofnaður pólitískur íhaldsflokkur
á íslandi. Og sá flokkur styðst hér
eins og í öðrum löndum við kaup-
mannavaldið og auðvaidið.
Tíminn birtir í þessu blaði
stefnuskrá sína í aðalatriðum.
Grundvöllurinn undir þeim flokki
sem stendur að Tímanum er sá, að
flokkaskifting eigi að verða um
innanlandsmál. FIokkurTímanscr
framsóknarflokkur í innanlands-
málum. Hann er það sem í útlönd-
um er nefnt vinstrimannafiokkur.
Hin blöðin hafa viljað þegja við
þcssari kröfu, að fiokkaskifting
yrði um innanlandsmálin. En nú er
sú stefna að verða ofan á. Með
stofnun þessa blaðs fyrst og þar
næst með stofnun „Sjálfstjómar“
er flokkaskifting orðin á Islandi
um innanlandsmálin. Jafnaðar-
mannaflokkurinn var áður til.
Tímanum er það mikið gleðiefni
að geta þannig sýnt það svart á
hvítu - um leið og hann birtir
stefnuskrá sína - að stefna hans er
orðin ofan á í þessu meginatriði,
að flokkaskifting er orðin á fslandi
um innanlandsmálin.
Það er svo komið og hlaut svo að
fara, að þær þrjár meginstefnur
komi fram í íslenzkum stjórnmál-
um, sem fram hafa komið í þing-
ræðislöndum, sem sé: íhaldsstefn-
an, framsóknarstefnan og jafnað-
armennskan, öðru nafni: hægri
menn, vinstri menn og jafnaðar-
menn. Á fslandi heita þær nú:
„Sjálfstjórn", flokkur Tímans og
jafnaðarmenn. Þetta eru meginlín-
urnar sem dregnar eru af þeim sem
fylgjast með í rás viðburðanna. Nú
er það þjóðarinnar að fylkja sér
um hvern fiokkanna fyrir sig.
Tíminn heilsar mótstöðumönn-
um sínum og hefir að sjálfsögðu
ekkert út á það að setja að þeir
bindist föstum félagsskap. Það er
hin eðlilega rás viðburðanna að
þeir sem lund ciga saman um
iandsmál bindist samtökum. Það
kemur Tímanum ekki við hvernig.
þeir samtakamenn fara að því að
sættast á garnlar væringar og græða
gömul sár, sem þeir hafa veitt
hverir öðrum. - En Tíminn vildi
mega krefjast þess að hinn nýi
flokkur væri ekki að leika neinn
grimuleik frammi fyrir þjóðinni.
Að hann kannist við hvað hann er,
að hann er íhaldsflokkur sem styðst
við kaupmannavaldið. Að hann cr
hægrimannaflokkur, sama eðlis og
hægrimannaflokkarnir ytra, enda
fara flokkarnir ytra ekkert dult
með þá stefnu sína.
Hreinar ltnur eru ávallt farsælast-
ar, og það er drengilegast að ganga
beint framan að mótstöðumanni
sínum og að hver komi til dyranna
eins og hann er klæddur. Tíminn
skorar á hinn nýja flokk að gera
það, að hann leyfi þjóðinni að sjá
svart á hvítu hvað undir býr. Tím-
inn krefst þessa, vegna þjóðarinn-
ar, til þess að hún geti áttað sig og
tekið afstöðu sína. Tlminn krefst
þess vegna þess að hann kemur
sjálfur til dyranna grímulaus. Ef
málstaðurinn er góður ætti ekki að
vera nein hætta að koma fram í
birtuna.
Og einu vildi Tíminn enn mega
skjóta að hinum nýja flokk. Við
erum andstæðingar um innanlands-
málin. Við skulum berjast um þau
og vera samtaka um að láta þau ein
skifta flokkum. En um það utan-
ríkismálið sem nú er cfst á dagskrá,
skulum við ekki berjast. Við skul-
um vera samtaka um að ráða því
til lykta með festu og gætni, svo að
borgið sé sóma þjóðarinnar gagn-
vart Dönum í fyllsta mæli, en þó
ekki rasað um ráð fram. Um fána-
málið eiga allir að standa saman
sem eru Islendingar.
Timinn 5.jan.l918