Tíminn - 15.02.1989, Page 7

Tíminn - 15.02.1989, Page 7
Miðvikudagur 15. febrúar 1989 'Tíminn 7 Smáýsa veidd ofan í Breta og okkur sjálfa. Stóru ýsu- árgangarnirfrá 1985 og 1986 í hættu vegna smáfiskadráps: Ruddaleg rányrkia? „Með haus er þetta ýsuflak af ýsu sem trúlega hefur verið nálægt 36-38 sm löng og það telst miðlungsflskur í Bretlandi enda er rnegnið af ýsu sem veidd er í Norðursjó tveggja ára. Flak af þessari stærð hentar ágætlega í einn skammt af „Fish and Chips“. Heila ýsan telst hins vegar miðlungsfisk- ur hér því hún væri með haus nálægt 45 sm að lengd en hún teldist víst fremur stór á breskan mælikvarða. Það sem komið hefur úr íslensku fiskgámunum í Bretlandi samkv. upplýsingum sjávarútvegsráðu- neytis er 38 sm ýsa, sem hér telst undirmálsfiskur," sagði Jakob Jak- obsson forstjóri Hafrannsókna- stofnunar i gær þegar Tíminn færði honum eina ýsu og eitt ýsuflak sem keypt hafði verið skömmu áður í fiskborði Hagkaups. Fregnir af smáýsudrápi sem Tíminn og fleiri fjölmiðlar fjölluðu um í lok síðustu viku hafa vakið verulegan óhug. Sannað þykir að Vestmannaeyjabátar og jafnvel fleiri hafi stundað slíkar veiðar vísvitandi í von um skjótfenginn hagnað á breskum ferskfiskmark- aði. Ýmislegt hefur komið upp í umræðunni um smáýsudrápið fyrir Suðurlandi. f viðtölum við nokkra Vestmannaeyjaskipstjóra í ljós- vakafjölmiðlum kom fram að skip- stjórarnir áfellast sjávarútvegs- ráðuneytið einkum fyrir að hafa hermt smáfiskadrápið upp á þá eina. Margir fleiri hafi stundað þessar veiðar. Einn skipstjórinn sagði af þessu tilefni að svo virtist sem ýsan væri jafnvel hætt að stækka því ekkert hefði verið annað að hafa undan Suðurlandi en smáýsu undanfarin ár. Um þetta sagði Jakob Jakobs- son: „Það hafa verið að koma inn í aflann nýir árgangar. Við höfum ekki orðið varir við neina vaxtar- breytingu hjá ýsunni." - En er smáýsa í fiskbúðum landsins? Margir telja sig hafa tekið eftir að sú ýsa sem á boðstól- um er, sé afar smávaxin. Tíma- menn skruppu út í Hagkaup í gær eins og áður sagði, og í fiskborðinu var ný ýsa, bæði flökuð og óflökuð. Heila ýsan var slægð og afhausuð og var að mestu af svipaðri stærð eða af þetta 45-50 sm fiski. Sú flakaða var heldur blandaðri að stærð. Ekkert flak virtist af stærri fiski en 45 sm og niður í mun minni og þar á meðal var þetta litla flak sem Tíminn festi kaup á. Það var 125 g að þyngd og að sögn Jakobs Jakobssonar trúlega af 2-3 ára gömlum fiski. En á ekki svo lítill fiskur að sleppa gegnum möskva löglegra veiðarfæra? „Það skyldi maður ætla,“ sagði Jakob. - En erum við að eyðileggja fiskimið okkar með rányrkju, éta útsæðið? Hversu Iangan tíma þarf að friða ýsumiðin fyrir sunnan land til að ná upp góðum nýtanlegum stofni, eða er það orðið of seint? „ Við héldum að tveir mjög góðir árgangar væru að koma inn í stofninn, eða úr klaki áranna 1984 og 1985. Ef að þeir hefðu fengið svolítinn frið þá væri þetta að lagast núna. Á þessum árum voru hlýindi og klak ýsunnar tókst mjög vel. Þá höldum við að klak hafi tekist þolanlega 1986 en sé lélegt síðan. Á næstu árum má því búast við að ekki verði sérlega mikið af smáýsu. Spurningin er hins vegar þessi: Hversu mikið hefur sloppið fram hjá þessum veiðum?" sagði Jakob Jakobsson. Sjávarútvegsráðuneytið fylgdist grannt með stærð fisks í gámum frá Islandi sem skipað var upp í Bret- landi í nóv. og des. sl. og þá kom smáfiskurinn í ljós og þótti magn hans slíkt að það sannaði þann grun manna að smáýsuveiðar hefðu vísvitandi verið stundaðar vegna hagnaðarvonarinnar á Bret- landsmarkaði. Strax í síðustu viku var ákveðið að senda hafrannsóknaskipið í tilefni fregna af stórfelldu smáýsudrápi fyrir Suðurlandi brugðu Tímamenn sér í fiskbúð og í Ijós kom að ekki fer öll smáýsan sem „Fish and Chips“ ofan í Tjallann. Hún fæst líka í matvöru- og fískbúðum í Reykjavík. Jakob handfjatlar meðalýsuna sem ekki var þó stór eða 38 sm löng hauslaus. Tímamynd: Ámi Bjama. Dröfn á miðin fyrir sunnan landið annarra fiskistofna en þar sem leitt þá lagði skipið ekki af stað fyrr til að kanna ástand ýsunnar og veður hefur verið vægast sagt af- en í gær. -sá Um 3000 manns „meö hendur í vösum“ á fyrsta mánuöi ársins: Atvinnulausir fjórfalt fleiri utan Reykjavíkur Skráð atvinnuleysi í janúar var nær þrefalt meira heldur en í sama mánuði fyrir .ári. Atvinnuleysi í janúar svarar til þesíj að í kringum 4% búsettra utan höfuðborgar- svæðisins hafi gengið atvinnulaus allan janúarmánuð, eða hlutfallslega fjórfalt fleiri en á höfuðborgarsvæð- inu. Atvinnuleysi þennan fyrsta mánuð ársins var um þriðjungi meira meðal kvenna. Um 6% kvenna á landsbyggðinni hafa verið án laun- aðra starfa í janúar. Verst hefur atvinnuástandið verið á Norðurlandi vestra og Austurlandi, 5-6%. At- vinnuleysistölum er víða úti um land farið að svipa til erlendra talna í þessum efnum. Skráð atvinnuleysi svaraði til þess að um 3000 manns hafi ekki getað fengið starf allan janúarmánuð, þar af um 2210 á landsbyggðinni, þar sem langt innan við helmingur þjóð- arinnar er búsettur. Af þessum 3000 voru konur rúmlega 1700 og hafði fjölgað um 50% frá desembermán- uði. Atvinnulausum körlum fjölgaði um þriðjung á sama tíma. Ekki síst þykir það uggvænlegt, að um 2900 voru skráðir atvinnulaus- ir síðasta virkan dag janúarmánaðar, þannig að Iítið sem ekkert virtist hafa dregið úr atvinnuleysi eftir því sem leið á mánuðinn, eins og venjan er. Þótt atvinnuleysi sé margfalt minna á höfuðborgarsvæðinu en utan þess, voru atvinnulausir þar nú margfalt fleiri en í janúar í fyrra. Á þessu svæði er atvinnuleysi rakið til almenns samdráttar í atvinnulífinu, sérstaklega í ýmsum þjónustugrein- um. Miðað við þann mikla fjölda uppsagna sem tilkynntur var síðustu mánuði ársins 1988 telur Vinnumála- skrifstofan líkur á að ekki séu öll kurl komin til grafar, heldur kunni atvinnuleysi enn að aukast á höfuð- borgarsvæðinu. -HEI Óbærilegur Bókin Óbærilegur léttleiki til- verunnar er komin í nýrri útgáfu frá bókaútgáfu Máls og menning- ar. Skáldsagan er eftir tékkneska rithöfundinn Milan Kundera, í þýðingu Friðriks Rafnssonar. Hún kom fyrst út árið 1984. jkb

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.