Tíminn - 15.02.1989, Page 12

Tíminn - 15.02.1989, Page 12
12 Tíminn, Miðvíkudagur 15. febrúar 1989 FRÉTTAYFIRUT ÍHÖFÐABORG - Erki ^biskupinn Desmond Tutu skoraöist undan að hefja hung- urverkfall til að styðja við bak þeirra pólitísku fanga sem nú eru í hungurverkfalli í Suður- Afríku til að knýja á að mál þeirra verði tekin fyrir eða að þeim verði sleppt ella. Nokkrir klerkar hafa hins vegar hafið hungurverkfall. Tutu hyggst hins vegar fasta þrjá daga vikunnar til stuðnings föngun- um og hvatti alla kristna menn að gera slíkt hið sama. BRUSSEL - Fyrrum for- sætisráðherra Belgíu Paul Vanden Boeynants sem rænt var fyrir mánuði var horaður og gugginn, en þó á lífi. Mann- ræningjarnir slepptu honum eftir að hafa haldið honum innilokuðum í myrkvuðu her- bergi allan tímann. BONN - Utanríkisráðherra Vestur-Þýskalands Hans- Dietrich Genscher varaði bandamenn sina innan NATO við að láta frestun þess að skammdrægar kjarnaflaugar verði endurnýjaðar verða til þess að skapa óeiningu. Hann ítrekaði að afstaða vestur- þýskra stjórnvalda um frestun beindist ekki gegn bandalags- ríkjunum. KHARTOUM - Um 150 þúsund manns eru nú á mörk- um hungursneyðar í bænum Malakal í Súdan, en bærinn er einangraður vegna umsáturs skæruliða. Skæruliðar hafa nú hætt að veita flugvélum er fljúga með hjálpargögn til bæjarins grið. MAJDAS SHAMS - Bæjarbúar í Majdal Shams sem er á yfirráðasvæði Israela í Gólanhæðum sem áður til- heyrðu Sýrlendingum lokuðu verslunum sínum og marser- uðu um snjóugar götur bæjar- ins og hrópuðu slaoorð gecjn innlimun Gólanhæoanna í ísrael fyrir sjö árum. AMM AN - Utanríkisráðherr- ar Egyptalands, íraks, Jórdan- íu og Norður-Jemen hittust til að undirbúa ný efnahagssam- tök sem nefnast munu Ara- bíska samvinnuráðið. Utanrík- isráðherrarnir staðhæfa að stofnun þessara samtaka bein- ist ekki gegn Samavinnuráði Persaflóans né Maghreb Arababandalagsins sem fyrir eru á þessum slóðum. EL AVIV - ísraelskir em- bættismenn segja að leyni- þjónustur Vesturlanda nafi komist að því að Shítar og Palestínumenn sem unnið hafi eftir skipunum Irana hafi grandað Pan Am þotunni sem sprengd var í loft upp yfir Skotlandi rétt fyrir jólin. Hins vegar hafi Sýrlendingar hvorki verið hreinsaðir af verknaðin- um né aðild þeirra sönnuð.. ÚTLÖND Upplausn í röðum afganskra skæruliða: Engin bráðabirgðastjórn skæruliða í Afganistan Skæruliðum í Afganistan ætlar ekki að takast að mynda bráðabirgðastjórn eins og ráðgert var þegar sovéskt herlið hefði yfirgefið landið. Upplausn virðist nú ríkja innan raða skæruliða, en skæruliðasamtök sem höfuðstöðvar hafa í íran drógu sig út úr myndun ríkisstjórnar. Þá gerðist það í gær að leiðtogi stærstu fylkingar hófsamra skæruliða innan Mujahideen skæruliðasamtak- anna ákvað að sniðganga þing skæruliðasamtakanna. Því er grund- völlurinn fyrir stofnun bráðabirgða- stjórnar á breiðum grundvelli brostinn, en sú stjórn átti að verða mótvægi við ríkisstjórnina í Kabúl. Þetta er vatn á myllu stjórnvalda í Kabúl sem í gær kváðust standa í friðarviðræðum við nokkra leiðtoga Mujahideen skæruliðasamtakanna. - Við munum sniðganga Shuruna þar til afgönskum bræðrum okkar í íran hefur verið boðið til þingsins, sagði talsmaður Afgönsku þjóðfrels- isfylkingarinnar sem er ein af þremur hófsömu skæruliðafylkingunum sem barist hafa undir merkjum Mujahi- deen. Leiðtogi Afgönsku þjóðfrelsis- fylkingarinnar Sibghatullah Mo- jaddidi tók þessa ákvörðun í gær- morgun þegar ljóst var að írönsku skæruliðafylkingunum yrði ekki boðið til þingsins, en Mojaddidi hélt í síðustu viku til írans og undirritaði samkomulag við skæruliðahreyfing- arnar þar að þær fengju alls 100 sæti í Shurunni, en hún er þing skæruliða. Þá mun það ekki hafa bætt úr skák að nokkrir fulltrúar skæruliðahreyf- ingar hans fengu ekki staðfestingu annarra skæruliðasamtka sem full- gildir meðlimir. Ekki var ljóst hvort hinar hófsömu fylkingarnar tvær myndu fylgja Af- gönsku þjóðfrelsishreyfingunni í jtessu máli. Allar þessar hreyfingar hafa bækistöðvar sínar í Pakistan og er hverri skæruliðahreyfingu þar ætl- uð 60 þingsæti. Eftir að leiðtogar öfgafullra skæruliðahreyfinga sunníta múslima sem bækistöðvar hafa í Pakistan gerðu sér grein fyrir því að þær gætu orðið undir í atkvæðagreiðslum á þinginu ef hófsömu skæruliðahreyf- ingarnar með sín 180 þingsæti og hinar þrjár skæruliðahreyfingar öfgafullra shíta múslima í írans með samtals 100 þingsæti legðust á eitt. Þess vegna hafa öfgafullir shítar neitað því að ættbálkar shíta fái 100 þingsæti í samræmi við styrk sinn og vilja einungis úthluta þeim 60 þing- sætum. Aðstoðarforsætisráðherra írans, Alireza Moayyeri, hefur reynt að miðla málum, en hvorki hefur geng- ið né rekið hjá honum. - Við höfum ekkert nálgast sam- komulag, sagði Mohammad Karim Khalili leiðtogi skæruliðahreyfing- anna í íran í gær, en hann gerði einmitt samkomulagið við Mojadd- idi í síðustu viku. Eins og áður sagði þá skýrði ríkisstjórnin í Kabúl frá því að undanfarna daga hefðu staðið yfir friðarviðræður við ýmsa skæruliða- foringja sem berjast undir merkjum Mujahideen hreyfingarinnar. En- Afganskir skæruliðar leiða saman hesta sína í þjóðaríþrótt sinni sem líkist póló að öðru leyti en því að í stað bolta er notaður geitaskrokkur. Leiðtogar skæruliða leiða nú saman hesta sína á öðru sviði, en mikil átök virðast ríkja milli skæruliðahreyfínga um valdahlutföll á Shurunni sem er þing þeirra. Þeir hugðust mynda bráðabirgðastjóm en sú tilraun virðist hafa rannið út í sandinn. bættismenn ríkisstjórnarinnar halda því fram að þessar viðræður séu nú mögulegar eftir að sovéskt herlið hafi yfirgefið landið. - Þeir telja að áframhaldandi blóðbað sé ekki lengur „jihad“ (heil- agt stríð), heldur eingöngu dráp múslima á múslimum, sagði í yfirlýs- ingu stjórnvalda í Kabúl. Ekki er ljóst hvort einhver fótur er fyrir þessum yfirlýsingum stjórn- valda eða hvort yfirlýsingin sé ein- ungis ætluð til að auka tortryggnina milli mismunandi skæruliðasam- taka. í yfirlýsingu stjómvalda eru skæruliðar hvattir til að taka þátt í viðræðum og þeim lofað hlutdeild í stjóm landsins og almennum skæru- liðum lofað atvinnu. Þá berast þær fréttir frá Sovétríkj- unum að hermenn stjómarhersins í Afganistan sem tekið hafa við vel vopnum búnum varðstöðum sov- éskra hermanna, hafi strax yfirgefið þær eftir að sovésku hermennirnir voru á brott og skilið vopn og tækjabúnað eftir óskemmdan til að skæruliðar gætu haft gagn af stöðv- unum. Þetta kom fram í Trud, dagblaði verkalýðshreyfingarinnar í Sovétríkjunum. Hin umdeilda bók „Söngvar satans“ kemur höfundinum á svartan lista: KHOMEINIVILL DREPA RUSHDIE ' Hin umdeilda bók breska rithöf- undarins Salmon Rushdie „Söngvar satans" hefur gert allt vitlaust í heimi múslima sem telja bókina guðlast. Nú hefur andlegur leiðtogij öfgafullra írana, Ayatollah Ruholl-f ah Khomeini, lýst því yfir að Rush- die sé kominn á dauðalista og það beri að taka hann af lífi fyrir guðlast. - Ég upplýsi stolta múslima heims- ins að höfundur „Söngva satans“ sem er árás á íslam, spámanninn og Kóraninn, að allir þeir sem eru viðriðnir útgáfu bókarinnar og vissu um innihatd hennar, eru hér með dæmdir til dauða, sagði í yfirlýsingu Khomeinis sem lesin var upp í útvarpinu í Teheran. - Eg bið alla múslima um að taka þá er ábyrgð bera af lífi hvar sem þeir finnast, sagði Khomeini einnig. Hann bætti því við að ef múslimar létu lífið vegna skipunar hans um að taka Rushdie af lífi, þá yrðu þeir lýstir píslarvættir. Rushdie sagðist taka þessar hótan- ir hins öfgafulla klerks mjög alvar- lega og hefur útgefandi hans lýst því yfir að öryggisgæsla rithöfundarins verði hert. Rushdie er sjálfur múslimi, fædd- ur á Indlandi. Hann segir að bókin sé á engan hátt móðgun við íslam, spámanninn né Kóraninn. Hins veg- ar sé hún ádeila á þá menn sem vinna grimmdarverk í nafni íslams. í mótmælum sem gerðar hafa verið gegn bókinni í Pakistan og á Indlandi undanfarna daga hafa sex manns látið Iífið, en heittrúaðir múslimar telja bókina móðgun við Múhameð spámann. Union Carbide fær aö punga út á Indlandi: Miskabætur vegna slyssins í Bhopal 470 milljón dalir Hæstiréttur Indlands úrskurðaði í gær að bandaríska fyrirtækið Union Carbide skuli greiða 470 milljónir Bandaríkjadala í skaða- bætur vegna slyssins í efnaverk- smiðju fyrirtækisins í Bhopal á Indlandi árið 1984, en þá lak banvænt gas út úr verksmiðjunni út yfir tbúabyggð og drap á fjórða þúsund manns. R.S. Pathak forseti hæstaréttar las upp dóminn og sagði hann bæturnar vera sanngjarnar fyrir það manntjón og þær framkvæmdir sem orðið hefur að gera til að hreinsa svæðin kringum verksmiðj- una. Fulltrúar indversku ríkisstjórn- arinnar samþykktu strx fyrir sitt leyti þessa upphæð og mun Union Carbide að öllum líkindum sættast á að greiða þessa upphæð. Hæstiréttur ákvað einnig að öll kærumál á hendur Union Carbide frá fómarlömbum slyssins yrðu látin niður falla og einnig málssókn gegn yfirmönnum fyrirtækisins sem kærðir hafa verið fyrir glæpsamlegt athæfi. Verkalýðs- leiötogi í Perú myrtur Leiðtogi verkalýðssamtaka námu- verkamanna í Perú, Saul Cantoral, var myrtur í gær og er talið nær öruggt að sérstakar dauðasveitir hægri manna hafi staðið fyrir ódæð- inu. Cantoral var formaður einna öfl- ugustu verkalýðssamtaka landsins með 60 þúsund meðlimi innanborðs. Stóðu samtökin fyrir tveimur alls- herjarverkföllum á síðasta ári sem lömuðu mestallan námugröft í land- inu, en margskonar námuvinnsla er ein helsta tekjulind Perúmanna. Cantoral hafði fengið morðhótun frá dauðasveitum öfgafullra hægri- manna, sem reyndar hafa hótað öllum verkalýðsforingjum lífláti. Dauðasveitirnar hafa verið nokkuð iðnar við að drepa vinstri sinnaða menn í Perú. Þá hafa þær einnig hótað blaðamönnum og stjórnmála- mönnum lífláti. 24 fallnir í kosningaslag Tuttugu og fjórir féllu í valinn á einum sólarhringi í kosningaslagn- um á Sri Lanka sem nú er í fullum gangi. Fyrstu almennu þingkosning- arnar í tólf ár fara þar fram um helgina.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.