Tíminn - 15.02.1989, Side 13

Tíminn - 15.02.1989, Side 13
Miðvikudagur 15. febrúar 1989 Tíminn 13 ---------------— Aftur árás á her- stöð í Argentínu Árás var gerð á búðir argentínskra hermanna í fyrrinótt og er það þriðja árásin sem gerð er á herstöðvar í Argentínu á einum mánuði. Hér eru hermenn að draga særðan félaga sinn á brott í átökunum um La Tablada herbúðirnar í Buenos Aires fyrir þremur vikum. Hópur vopnaðra manna gerði árás á herstöð argentínska hersins í Rio Cuarto í gær og er þetta í þriðja sinn á einum mánuði sem árás er gerð á herstöðvar í Argentínu. Talið er að vinstri sinnaðir borgarskæruliðar hafi verið að verki í öll skiptin. í kjölfar árásarinnar funduðu æðstu menn hersins með varnarmálaráð- herra Argentínu og mun ákvörðun um það hvort herinn hefji sérstakar aðgerðir gegn meintum vinstri sinn- uðum skæruliðum verða tekin á næstunni. Talsmaður varnarmálaráðuneytis- ins skýrði frá því að fimm til sjö menn hefðu gert árás á vopnabúr argentínska hersins í Rio Cuarto 715 km norðvestur af Buenos Aires rétt fyrir dögun. Hermenn hafi tekið hraustlega á móti árásramönnunum og harður skotbardagi ríkt um stund áður en árásarmennirnir lögðu á flótta. Einn hermaður særðist í árás- inni. Ekki eru liðnar nema þrjár vikur síðan fimmtíu skæruliðar réðust á La Tablada herbúðirnar í úthverfi Buenos Aires og tóku nokkrar bygg- ingar þar herskildi. Þá umkringdu hermenn og lögregla herbúðirnar og náðu þeim á vald sitt á ný með stuðningi skriðdreka og brynvarðra bifreiða. Þá féllu tuttugu og átta skæruliðar og níu hermenn eftir þrjátíu stunda bardaga. Skæruliðarnir sem féllu voru meðlimir í hreyfingu öfgafullra vinstri sinna Fyrir viku gerði hópur vopnaðra manna sem ekki hefur verði borin kennsl á árás á stöðvar flughersins í Mendoza héraði nærri landamærum Chile. Þeir flúðu eftir snarpan bar- daga. Enginn féll í þeim átökum. Skæruliðar hafa ekki verið virkir í Argentínu eftir að herinn tók þar völdin árið 1976 og lagðist til atlögu gegn skæruliðum og grunsamlegu fólki af mikilli grimmd. Er talið að um níuþúsund manns hafi látið lífið og eða horfið í þeim aðförum. Borgaraleg stjórn tók við völdum að nýju árið 1983 og hafa skæruliðar ekki látið á sér kræla fyrr en nú. Herinn hótar stjórnvöldum í El Salvador Varnarmálaráðherra E1 Salvador varaði við því að herinn myndi taka völdin í landinu ef stjórnvöld frest- uðu forsetakosningunum og ganga til móts við friðartillögur skæruliða. Bandaríkjamenn hafa þrýst á E1 Salvadorstjórn að ganga til móts við skæruliða og kanna hvort hugur fylgir máli í friðartilboði þeirra. -Ef forsetinn mun sitja degi lengur í forsetastóli eftir að kjörtímabil hans rennur út þá mun herinn þurfa að grípa til sinna ráða og fjarlægja hann, sagði Carlos Eugenio Vides Casanova hershöfðingi á blaða- mannafundi sem haldinn var á Costa Del Sol í E1 Salvador þegar forsetar Mið-Ameríku komu þangað til að funda um leiðir til friðar á þessum slóðum. Ríkisstjórnin hefur hingað til ver- ið samstíga hernum í andstöðunni við friðaráætlun skæruliða og hafnað þeim algerlega. Hin vinstri sinnaða skæruliða- hreyfing „Farabundo Marti Þjóð- frelsishreyfingin" hefur barist gegn ÚTLÖNB UMSJÓN: Hallur Maqnússon t öllum ríkisstjórnum landsins frá því árið 1979 og hafa stóra hluta landsins á sínu valdi. Eru allar líkur á að skæruliðar hefðu fyrir löngu náð yfirhöndinni ef Bandaríkjamenn dældu ekki hergögnum og fjármagni til ríkisstjórna E1 Salvador. Skæruliðahreyfingin lagði fyrir nokkru fram friðartilboð þar sem heitið var vopnahléi og friði ef stjórnvöld fresti forsetakosningun- um fram á haustið og að tryggt verði að kosningarnar verði frjálsar og fari heiðarlega fram. f>á heita skæruliðar því að taka þátt í kosningunum og hlíta niðurstöðum þeirra. Þessu vilja stjórnvöld og herinn ekki ganga að. Talið er að um sjötíu þúsund manns hafi látið lífið í borgarastyrj- öldinni í E1 Salvador sfðastliðin tíu Níkaragva: 60 Kontrar í hungur- verkfalli Um sextíu Kontraliðar sem eru í haldi í fangelsum sandínista- stjórnarinnar í Níkaragva eru nú í hungurverkfalli til að knýja á um frelsun pólitískra fanga í Níkar- agva. Skæruliðarnir sextíu sitja í Tipit- apa fangelsinu nærri Managva og hófu hungurverkfallið síðstliðinn miðvikudag. Rúmlega hundrað og fimmtíu aðrir fangar hyggjast hefja hungurverkfall á mánudaginn, að sögn Kathy Martinez Gomez sem er varaforseti samtaka er nefna sig „Þjóðarhreyfing mæðra og skyld- menna pólitískra fanga,“ í Níkar- agva. Tímasetningin á hungurverkfall- inu var hugsuð með tilliti til fundar forseta Mið-Ameríkuríkja í El Salvador, en á þeim fundi ræða forsetarnir leiðir til friðar á þessum slóðum. Samtökin hafa sent forsetunum bréf til að fá þá til að taka upp mál pólitísku fanganna á þessum fundi. TÖLVUNOTENDUR Við í Prentsmiðjunni Eddu hönniim, setjum og prentum allar gerðir eyðublaða fyrir tölvuvinnslu. i PRENTSMIÐIAN • ^^cídct Smiðjuvegí 3, 200 Kópavogur. Sími 45000 f Útboð - 41- Gatnagerð Hafnarfjarðarbær leitar tilboða í gerð gatna og lagna í Setbergi. Helstu magntölur eru: Uppúrtekt 4000m3, fylling 7800m3, holræsalögn D er sama sem 200mm 680 Im og holræsalögn D=300mm 425 Im. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu bæjarverkfræðings Strandgötu 6, gegn 10.000.- kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 23. febrúar kl. 11. Bæjarverkfræðingur Aðalfundur Breiðfirðingafélagsins Aðalfundur Breiðfirðingafélagsins í Reykjavík verður haldinn miðviku- daginn 22. febrúar kl. 20.30 í Sóknarsalnum, Skipholti 50A. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Önnur mál. Stjórnin t Eiginmaður minn Kristján Karl Pétursson frá Skammbeinsstööum, Holtum andaðist á Sjúkrahúsi Selfoss mánudaginn 13. febrúar. Sólveig Eysteinsdóttir og börnin t Útför bróður okkar Björns Ásgeirssonar Reykjum, Lundarreykjadal verður gerð að Lundi laugardaginn 18. febrúar kl. 14.00 Leifur Ásgeirsson Sigurður Ásgeirsson Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi Kristófer Guðleifsson Hjallaseli 29 verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 17. febrúar kl. 13.30 Guðrún Guðmundsdóttir Valgerður Eygló Kristófersdóttir Björn Sigurðsson Guðmundur I. Kristófersson Guðríður Kristófersdóttir Sigurður Kristófersson Ingveldur Þ. Kristófersdóttir Hannes Kristófersson Helgi Kristófersson og barnabörn Ósk Davíðsdóttir Hallgrímur Jónasson Hjördís Árnadóttir Helgi Guðjónsson Guðríður Ólafsdóttir Guðrún Eysteinsdóttir Innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu samúð og vinarhug við andlátog útföreiginkonu minnar, dóttur, móður, tengdamóður, ömmu og systur. Jenneyjar Sigrúnar Jónsdóttur Borðeyri Ottó Björnsson Sigríður Magnúsdóttir Erling Ottósson Gunnhildur Höskuldsdóttir Björn Ottósson Sigríður Gísladóttir Alda Ottósdóttir Halldór Þorvaldsson Jónas Ingi Ottósson Helena Jónsdóttir SigurðurÞórOttósson Malan Isaksen HeimirOttósson Majbritt Hansen barnabörn og systkini

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.