Tíminn - 18.02.1989, Blaðsíða 1

Tíminn - 18.02.1989, Blaðsíða 1
Hefur boðað frjálslyndi og frarrrfarir í sjö tugi ára LAUGARDAGUR 18. FEBRUAR Veðráttan að undanförnu hefur gert fólki í sjávarplássum erfitt uppráttar þar sem ekki hefur gefið á sjó nema dag og dag. Af þessum sökum hafa laun manna og kvenna sem starfa við okkar aðalútflutningsframleiðslu dregist snarlega saman. Stjórnendur banka og sparisjóða víðs vegar um land sögðu okkur í gær að af þessum sökum væri mikið um að fólk kæmi til að endur- semja um hvers kyns fjárskuldbinding- ar og ýmsum þeirra virtist jafnframt að menn færu nú varlegar með fé sitt en oft áður. Þetta samspil afla og afkomu gildir vissulega í víðara samhengi - efnahagsafkomu þjóðarbúsins í heild. • Btaðsíða 5 Maður var úrskurðaður í gæslu- varðhald fram til 1. mars í Saka- dómi Reykjavíkur í gær að beiðni Rannsóknarlögreglu ríkisins. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn tengist rannsókn á umfangsmiklu smygli á 1100 bjórkössum í einum gámi sem kom með Laxfossi fyrir réttum mánuði. Þórir Oddsson vararannsóknarlögreglustjóri staðfesti þetta í samtali við Tím- ann í gær en varðist annars allra frétta af málinu. Hann staðfesti þó að ekki væri um skipverja af Laxfossi að ræða. Skriður virðist nú kominn á rannsókn málsins og myllur RLR vinna hægt en örugg- lega. - ES Þegar ekki gefur á sjó liggja bátarnir bundnir við bryggju og verðmætasköpun liggur niðri. Frá ReykjavíkurhÖfn. Tímamynd Árnl Bjarna Gæftaleysið færir okkur kennslubókardæmi um samhengi hlutanna Kókaín ryður sértilrúms hjá dópistum Blaðsíða 2 Undirskriftir gegn sorpstöð afhentarígær Blaðsíða 3 Verða sjúkrakort notuðtilað borgalæknum? Blaðsíða 6 og 7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.