Tíminn - 18.02.1989, Blaðsíða 9

Tíminn - 18.02.1989, Blaðsíða 9
Laugardagur 18. febrúar 1989 Tíminn 9 kommúnismans, gildir suöur um alla Evrópu. Petta frjálsræði hefur m.a. Ieitt til ótímabærs sameiningartals A-flokkanna á íslandi. Enn talar Moskva, en þaö eru kapítalistarnir, sem hlusta meira en jábræðurnir. Af þessum sökum er undariegt, löngu eftir að Bandaríkin og Sovétríkin eru byrjuð að reykja friðarpípur sínar, að hér á landi skuli gamlar röksemdir gegn Nato og gegn Marshall-aðstoð vera í fullu gildi, alveg eins og á dögum kalda stríðsins. Nei, það hefur ekki verið hlustað nóg á Moskvu eftir að röddin þaðan mildaðist og varð manneskju- legri og jafnvel svolítið kapítal- isk. Þess vegna hefur þeim hjá Alþýðubandalaginu ekki tekist enn að skilja rödd „bræðra- flokksins“ undir stjórn Jóns Baldvins, þegar hann talar um kvaðalausa Natopeninga til byggingar varaflugvallar. Mildin og þýðan í samskiptum stórveld- anna skiptir engu máli. Þannig verða menn með tímanum rök- heldir í lausu lofti eftir að undir- staðan er farin eitthvað annað. Engum dettur annað í hug en að það sé fyrst og fremst andúðin á Nato sem ræður afstöðu sam- gönguráðherra til byggingar varaflugvallar fyrir kvaðalaust fé úr mannvirkjasjóði. Milljón dollara ________mannslíf____________ Á upplýstum tímum þykir hverskonar rétttrúnaður ekki bera vott um mikla víðsýni. Rétttrúnaður kemur fram í ýms- um myndum. Við þekkjum svo- lítið til pólitísks rétttrúnaðar, en þar á fólk sinn Múhameð, hvort sem hann heitir Stalín eða Or- tega. En Múhameð sjálfur er enn valdamikill. í því efni hefur engin breyting orðið í fjórtán aldir. Við Persaflóa hafa risið upp ríki, sem þrátt fyrir olíuauð bera því nokkurt vitni að þau eru enn stödd innan miðalda. Þetta eru ríki Múhameðs. Dæmi frá íran hafa sýnt, að samskipti við slíkar þjóðir geta orðið ör- lagarík vegna þess að þar ganga mál eftir öðrum leiðum en ann- ars staðar. Klerkaveldið í íran er einstakt í sinni röð. Par eru trúarrit Múhameðs hið sama og lög landsins, og allt sem honum viðkemur heilagt. Á þessari staðreynd hefur þekktur rithöfundur í London flaskað. Hann hefur talið sér heimilt samkvæmt siðareglum Vesturlanda að skrifa bók, sem klerkar múhameðstrúar telja hvarvetna hið versta guðlast. Vel má vera að frá bæjardyrum trúar þeirra hafi þeir rétt fyrir sér, og hver maður á að fá að hafa trú sína í friði. Hins vegar hefur fylgt þessum andmælum það ofboð að klerkaveldið í íran hefur lýst höfundinn réttdræpan, og raunar heitið einni milljón dollara fyrir morðið. Lífshættulegt trúarofstæki Við þessar upplýsingar er fólk allt í einu hrokkið aftur í miðald- ir, þegar verið var að dæma menn fyrir að halda fram jafn mikilli firru og þeirri að jörðin snerist. Nú vill svo til að rithöf- undurinn og guðlastarinn, Salm- an Rusþdie er sjálfur múham- eðstrúar, þannig að halda mætti að honum ættu að vera ljósir þeir annmarkar sem hljóta að vera á skáldsögu hans frá sjónar- miði trúbræðra. En það gerir raunar enga stoð. Hann hefur fengið sinn líflátsdóm og hefur nú fengið vörð um heimili sitt í London. Staðreyndir lífsins bitna á rit- höfundum eins og öðru fólki. Peir skrifa sínar bækur, oftar en hitt svo uppteknir af viðfangs- efni sínu, að þeir hvorki skilja eða vita hvaða afleiðingar orð þeirra og samsetningur kann að hafa. Mr. Rushdie hefur þó að líkindum slegið út öll fyrri met hvað þetta snertir, og geldur hann þess, að enn skuli vera til svo illa upplýstir stjórnendur ríkja að þeir heita einni milljón dollara fyrir líf manns, sem þeir telja að hafi móðgað trúarleið- toga, sem var uppi fyrir fjórtán öldum. Við höfum ýmislegt heyrt frá íran og öðrum Araba- ríkjum á liðnum árum, einkum eftir að ríkidæmi þeirra jókst með olíunni. En vestrænn heim- ur hefur aldrei fyrr orðið vitni að öðru eins trúarofstæki. Fortíðin í samtíðinni Hér á íslandi eigum við enga svona sögu, hvað snertir rit og rithöfunda. Hér á landi hafa þó tvö skáld verið drepin, en ekki fyrir það sem þau skrifuðu. Þessi skáld voru Snorri Sturluson og Jón Arason. Báðir voru þeir drepnir fyrir atbeina erlendra aðila og báðir féllu þeir á tímum þegar manndráp þótti æðsta niðurstaða allrar deilu. Nú er langt um liðið síðan Árni beisk- ur og Kristján skrifari voru á dögum. Það er því furðulegt, að samtíminn skuli ekki vera lengra frá fortíðinni en svo, að heyra má í sjónvörpum og lesa í dag- blöðum, að nú eigi að drepa rithöfund vegna þess að hann hefur talað glannalega um konur Múhameðs, sem að sjálfsögðu var fjölkvænismaður. En við skulum nú samt fara varlega við að telja ofstæki af þessu tagi til einsdæma. Þessi öld hefur fengið sinn skammt af ofstæki, þótt Múhameð og kon- ur hans hafi ekki blandast í þau mál. Tvö ríki risu á legg á fyrri hluta aldarinnar sem byggðu tilvist sína á ofstæki sem kostaði tugmilljónir manna lífið. Bæði þessi ríki áttu sinn heilaga Mú- hameð og í nafni slíkra guða áttu sér stað þær fjöldaaftökur, sem almenning hryllir enn við og á erfitt með að gleyma þótt nokkuð sé um liðið. Nú um sinn hefur margt gengið skaplegar fyrir sig í heiminum, enda skyldu menn ætla að eitthvað hefði lærst af reynslunni. En engu að síður eru til einstaklingar, sem hafa sinn rétttrúnað í lagi og láta ekki hrekja sig frá bókstafnum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.