Tíminn - 18.02.1989, Blaðsíða 5

Tíminn - 18.02.1989, Blaðsíða 5
Laugardagur 18. febrúar 1989 Tíminn 5 Gæftaleysi fljótt að þrengja að fjárhag almennings í sjávarplássunum: Fólk endursemur um fjárskuldbindingar „Það er víða erfitt núna, bæði á heimilum og í fyrirtækjum. Það stafar af gæftaleysi frá áramótum en þeir dagar eru teljandi á fingrum annarrar handar sem gefið hefur. Sáralítill afli hefur því borist á land og þetta kemur niður á atvinnutekjum sjómanna og fískverkunarfólks.“ Þessi orð standa í síðasta tölu- blaði Eystra-Horns sem gefið er út á Höfn í Hornafirði. Það er að sönnu að fólk í sjávarplássum, sem næst stendur frumframleiðslu- greinunum finnur fyrst og kannski harðast fyrir sveiflum í afla og sjósókn á pyngju sinni og efnahag. Það sem af er vetrar hefur verið mikil óvissa um afkomu fiskvinnslu og útgerðar um allt land og við þetta óvissuástand bætist að óvenju sjaldan hefur gefið á sjó eftir áramótin vegna illviðra þannig að afkoma fólks víða við sjávarsíðuna er erfið. Margar fjölskyldur hafa tekist á hendur fjárhagslegar skuldbind- ingar sem þær eiga erfitt með að standa undir þegar tekjur snögg- dragast saman af ofangreindum orsökum. Tíminn ræddi í gær við banka- og bankaútibússtjóra í sjáv- arplássum sem valin voru af handa- hófi, víðsvegar kringum landið. Bankastjórunum bar öllum sam- an um að fjárhagur almennings hefði almennt þrengst og þar sem flestir væru skilvísir og vildu hafa fjármál sín á hreinu þá væri mikið um að fólk fengi framlengda víxla sem greiðast hefðu átt upp. Einnig væri títt að fólk gæti ekki staðið í skilum með afborganir af skulda- bréfum og kæmi því í bankann og semdi um ný greiðslukjör áður en til eiginlegra vanskila kæmi. Jónas Gestsson útibússtjóri Landsbankans í Sandgerði sagði að þetta væri raunin þar. Gæfta- leysi hefði verið frá því fyrir áramót sem þýddi að miklu minni peningar hefðu verið í umferð og verulegir erfiðleikar væru í sjávarútveginum og hjá einstaklingum. „Fólk leitar samninga við bank- ann um fjármál sín og reynir að leysa þau eftir bestu getu. f>að hafa verið óvenjulegar aðstæður sem hugsanlega eiga eftir að koma harðar niður en þegar er orðið. Þó má segja að veðrinu sé fyrst og fremst um að kenna, því þá sjaldan að hefur gefið á sjó hefur verið ágætt fiskirí," sagði Jónas Gestsson. „Ég get varla sagt að ég hafi hér í bankanum orðið var við bein vandræði fólks vegna rýrari fjárhags," sagði Guðmundur Vil- hjálmsson útibússtjóri Landsbank- ans á Akranesi. Hann sagði að sér virtist sem fólk reyndi að halda útgjöldum sínum í skefjum og til að byrja með að minnsta kosti snerti tekjusam- dráttur fólks bankann óverulega, en það ætti sjálfsagt eftir að gera það síðarmeir. Hann sagði að gæftir hefðu verið afleitar og segja mætti að þess vegna væri vont ástand. Sem dæmi mætti nefna að trillubátar hefðu ekki róið nema nokkra róðra frá áramótum og því ættu þeir afar erfitt þessa dagana. Guðmundur sagði að sér virtist að ef nokkuð væri, væri fólk al- mennt ábyrgara í fjármálum nú en fyrrum enda væru eiginleg vanskil almennings fátíð og síst meiri en þegar efnahagsástandið var betra en nú er. „Já, þetta er reyndin. Við höfum líka hvatt fólk til þess að semja við bankann áður en til eiginlegra vanskila kemur og talsvert hefur verið um það,“ sagði Þórður Júlíusson útibússtjóri Landsbankans á Hellissandi. „Það er að vísu misjafnt eftir einstaklingum hversu mikið þarf að hvetja þá til að endursemja um skuldbindingar sínar en þróunin eða samhengið er greinilegt sagði Þórður. Hann sagði að gæftir hefðu verið afleitar um langan tíma. Vertíðin í fyrra hefði verið afar léleg. Sama væri að segja um síðastliðið sumar og það sem af væri vetrinum. Ástandið væri ömurlegt, ekki bara á Hellissandi heldur við allan Breiðafjörðinn. „Það er auðfundið að umsvif eru minni á öllum sviðum en verið hefur. Fólk hefur minni laun og hefur knappari fjárhag. Það er hins vegar afar einstaklingsbundið hvort fólk kemur og semur áður en það lendir í vanskilum með skuld- bindingar sínar eða hvort menn safna upp vanskilum og sernja svo,“ sagði Kolbrún Stefánsdóttir útibússtjóri Landsbankans á Rauf- arhöfn. „Þetta hefur þó ekki verið langur tími, það er einkum nú í janúar og febrúar sem gæftir hafa verið slæm- ar og því lítil vinna verið þannig að ástandið er ekki neitt stórkostlega slæmt að mínu mati. Á svona litlum stað verður þess hins vegar mjög fljótt vart ef eitthvað fer úrskeiðis," sagði Kolbrún að lokum. -sá Aðalfundur Reiðhallarinnar tók stórar ákvarðanir um fjárhagslega afkomu: Hlutafé aukið í 60 milliónir Könnun Verðlagsstofnunar: Engin tengsl á milli verðs og gæða skinku Frá blaðamannafundi í gær. F.v. Jóhannes Gunnarsson, Guðmundur Sigurðsson, Georg Ólafsson og Guðjón Þorkelsson. Tímamynd: Pjeiur Á aðalfundi Reiðhallarinnar hf. í fyrrakvöld var ákveðið að auka hlutafé úr þrjátíu milljónum króna í sextíu milljónir. Þá var samþykkt að heintila stjórn hlutafélagsins að selja ótiltekinn hluta húseignarinnar til aðila sem gæti nýtt höllina yfir sumarmánuðina, en þá stendur hún að mestu ónotuð. Kom fram að Reiðhöllin hefur ekki fengið nein framlög til byggingarinnar líkt og tíðkast nær sjálfkrafa við byggingu íþróttamannvirkja aðildarfélaga ÍSÍ og félagsheimili sveitarfélaga. Fimm nýir menn voru kosnir í stjórn Reið- hallarinnar, en hún er sjö manna. Sigurður Líndal, formaður stjórnar, var annar þeirra sem var endurkosinn, og sagði hann í viðtali við Tímann að leitt væri til þess að vita að hestamenn byggju við þenn- an mikla fjárhagsvanda vegna hallar- innar á sama tíma og áhugi á hesta- mennsku færi vaxandi um allt land. Eyrún á flot Eyrún ÁR-66 sem rak upp í fjöru í Keflavík þegar verið var að sjósetja hana í fyrradag var dregin á flot á flóðinu síðdegis í gær og er hún lítið skemmd. Björgunarskipið Goðinn og jarð- ýta voru notuð til verksins. - ABÓ Aðrir þeir sem kosnir voru í stjórn af 260 hluthöfum voru þeir Gísli Ellertsson frá Meðalfelli, en hann var endurkosinn, Guðmundur Jóns- son á Reykjum, Geir Þorsteinsson fulltrúi hestamannafélagsins Fáks í Reykjavík, Kári Arnórsson formað- ur Landssambands hestamanna, Reynir Aðalsteinsson frá Félagi tamningamanna og Halldór Gunn- arsson í Holti. Þessi misserin er Reiðhöllin notuð að mestu alla daga yfir vetrarmánuð- ina og fram á vorið, en hestamenn hafa lítil not fyrir húsið á sumrin. Að sögn Sigurðar Líndals er góð aðsókn að reiðskóla sem starfræktur er í höllinni, en tekjur hans fara að verulegu leyti í kostnað af skólahald- inu og hestaleigu. Skólinn hefur fengið þá viðurkenningu að nú er hægt að fá námskeið hans metin til valgreina. Hafa margir nemendur þegar nýtt sér þessa leið og koma t.d. fyrstu skólanemar utan af landi til þriggja daga reiðmennskunáms nú um helgina. Á hverjum laugardegi fer fram sýningarsala á hestum og eru þær oftast vel sóttar. Meðal þeirra sem þangað koma í kauphugleiðingum eru erlendir innflytjendur. Sagði Sig- urður að líklega væri reiðhestaeign eina búgreinin sem gæfi verulegan arð í aðra hönd, enda væri ekki um neinar niðurgreiðslur eða styrki að ræða til reiðhestaræktarinnar. Auk hestamanna hafa aðrir aðilar nú þegar afnot af höllinni. Meðal þeirra eru kúluvarparar og spjót- kastarar svo segja má að íþrótta- menn geti vel hugsað sér að nota aðstöðuna, þótt ekki fái nein grein reiðlistarinnar inni í íþróttasam- bandi íslands. KB Allt að 110% munur er á verði á skinku hér á landi og engin tengsl eru á milli verðs og gæða. Þá er íslensk skinka þrefalt til fjórfalt dýrari en sambærileg skinka sem keypt er út úr búð í Danmörku. Athygli vekur að allir íslensku framleið- endurnir nema tveir vigtuðu plastumbúðir með innihald- inu og greiðir kaupandinn því sama kílóverð fyrir plastið og fyrir skinkuna. Þetta kemurfram í nýlegri könn- un Verðlagsstofnunar þar sem at- hugaðar voru 43 tegundir af svína- skinku frá 22 innlendum aðilum og 6 dönskum. Erlendis hafa víða verið settar reglur um gæðaflokka og eftirlit með skinku. í reglunum er tekið fram hvaða kjöt má nota og hve mikið af vatni, próteinum og bindi- efnum. Þá er mælt fyrir um leyfilegt fitumagn. Hlutfallslegt magn þess- ara efna segir til um gæði skinkunn- ar. Engar reglur eru hér á landi um þessi atriði. Rannsóknastofnun landbúnaðarins sem sá um fram- kvæmd þessarar könnunar, bæði efnagreiningu og mælingar, hafði því erlenda staðla til viðmiðunar við mat sitt á gæðum skinkunnar. í könnuninni var skinkunni skipt í þrjá flokka eftir gæðum og var þá farið eftir þeim merkingum sem framleiðendur setja á vöru sína. Besta skinkan er oftast kölluð lúxusskinka, veisluskinka eða raftaskinka. í næsta flokki er venjuleg skinka og í þriðja flokkn- um er áleggs-, brauð- eða sparnað- arskinka, eins og hún er kölluð. Verð og gæði Helstu niðurstöður urðu sem fyrr segir þær að ekki eru tengsl milli verðs og gæða. Lúxusskinka var oftast dýrari en önnur skinka, hins vegar var hún ekki almennt gæðameiri. Samkvæmt erlendum stöðlum má ekki bæta vatni í þessa tegund skinku og fita má ekki fara yfir 10-15%. Þessi athugun sýndi að í þremur sýnum af átta sem tekin voru af lúxusskinku var fitu- magn yfir 15% og í lúxusskinku frá Kostakaupum var t.d. fitumagnið 26%. Ekki kom heldur fram merkjanlegur munur á verði og gæðum milli hinna flokkanna tveggja. Mikill munur er á hæsta og lægsta verð á skinku, eða 110%. Ódýrust var skinka frá Búrfelli sem kostaði 999 krónur hvert kíló. Næst henni í verði var skinka í bitum sem kostaði 1254 kr. hvert kg. Dýrustu tegundir skinku voru veisluskinka frá Búa á Akureyri en verðið var 2109 kr. hvert kg, rafta- skinka frá Goða á 2096 kr. hvert kg og lúxusskinka frá Bautabúrinu á Akureyri á 2070 kr. hvert kg. Þá kom í Ijós að íslenska skinkan er sambærileg hiftni dönsku að gæðum en er mun dýrari. Kílóverð- ið á dönsku tegundunum var að meðaltali 492 kr. en meðalverð íslensku tegundanna var 1654 kr. eða 234% hærra. Á fundi sem Verðlagsstofnun hélt með blaða- mönnum kom fram að munur á verði kemur fram á vinnslustiginu en ekki í verði til bænda. Lögum samkvæmt er bannað að miða verð vöru við brúttóverð hennar þar sem umbúðir eru vigt- aðar með. Einungis tveir framleiðendur, Ali og íslenskt-franskt eldhús, gefa upp þyngd á skinkunni án þess að vigta umbúðir með. Það gera allir dönsku framleiðendurnir einnig. Þyngd umbúðanna er allt að 10- 12% af raunverulegri þyngd inni- haldsins og fyrir það er greitt sama verð og fyrir skinkuna. Þess má geta að kílóverð á umbúðaplasti er á bilinu 100 til 200 krónur. Þá er ljóst að hvorki upplýsingar á umbúðum né verð skinkunnar veita neytendum þær upplýsingar um vörugæði sem þeir eiga rétt á. Georg Ólafsson verðlagsstjóri sagðim.a. áfundimeðblaðamönn- um í gær að þessar niðurstöður sýndu hve nauðsynlegt það væri að setja reglur um gæðastaðla unn- inna kjötvara. Sagðist hann jafn- framt vona að þessi könnun myndi stuðla að því að slíkt verði gert. SSH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.