Tíminn - 18.02.1989, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.02.1989, Blaðsíða 4
4 Tíminn Laugardagur 18. febrúar 1989 Verkefnisstjórn ráöhússbyggingar tekur undir gagnrýni borgarfulltrúa Framsoknarflokks um kostnaðarauka við raðhusbygginguna vegna flýtis: Þrjátíu milljónir út í veður og vind Miklar umræður um hönnunarkostnað ráðhússins urðu á fundi borgarstjórnar í fyrradag og fram kom að hönnunarkostnaður er kominn verulega fram úr áætlun. Ástæða þess er einkum sá flýtir sem viðhafður hefur verið við bæði hönnun og byggingu hússins. Vegna flýtisins hafa verk- fræðingar ekki getað hannað burð- arvirki og aðra hluti hússins í þeirri röð sem hagkvæmast er. Sigrún Magnúsdóttir hefur gagnrýnt harð- lega þetta verklag og lagt fram fyrirspurn um málið og var lagt fram svar Verkefnisstjórnar ráð- hússbyggingarinnar á fundi borgar- stjórnar í fyrrakvöld. í svarinu kemur fram að umtals- verður aukakostnaður og óhagræði hefur orðið af flýtinum og hafa verkfræðingar orðið að teikna byggingarhluta í þeirri röð sem framkvæmdir krefjast, en ekki eftir því sem er hagkvæmast út frá hönnunarforsendum. Sigrún Magnúsdóttir benti á að þarna er tekið undir fyrri gagnrýni hennar. Hún fjallaði síðan um allt það offors og læti sem einkennt hafa ráðhúsbygginguna frá upp- hafi. Byrjað hefði verið á henni áður en tilskilin leyfi lágu fyrir frá skipulagsyfirvöldum sem meðal annars kostaði miklar útistöður við íbúa í grenndinni og ráðherra. Hún ítrekaði fyrri afstöðu sína um að óráðlegt væri fyrir borgina að vera með svo mörg stórverkefni í gangi samtímis og nú er og hefði vel mátt ljúka öðrum verkefnum áður en hafist var handa við ráð- húsið, en nota þess í stað tímann til að vinna að fullnaðarhönnun hússins á svipaðan hátt og gert hefur verið við hús aldraðra við Skúlagötu. Hönnunarvinna við það hófst á svipuðum tíma og við ráðhúsið, en enn ekki búið að taka fyrstu skóflu- stunguna fyrir því. Sigrún taldi greinargerð borgar- verkfræðings staðfesta og sanna réttmæti þeirrar gagnrýni sem hún hefur haft uppi um ráðhúsbygging- una. Þar væri það staðfest að írafárið við bygginguna kostaði stórfé. Það vakti athygli að Davíð Oddsson svaraði gagnrýni Sigrúnar óvenju málefnalega og tók undir það að hönnunarkostnaður væri sumpart óeðlilega hár. Hann sagð- ist hafa ástæðu til að ætla að hönnuðir hefðu hækkað taxta sína á verðstöðvunartímabilinu og því hefði hann ritað Verðlagsstjóra bréf með fyrirspurn um þetta atr- iði. Sigrún Magnúsdóttir lagði fram á fundinum eftirfarandi bókun: „Stífni og offors borgarstjóra við ráðhúsbygginguna ætlar að verða borgarbúum dýrkeypt. í þessu máli sem og öðrum tekur hann engum rökum, hvorki frá leikum né lærðum. Þegar í upphafi benti ég á að hönnuðum veitti ekkert af einu til tveim árum til undirbúnings áður en framkvæmd- ir hæfust. Síðan hef ég gagnrýnt ýmis atriði varðandi framkvæmdir, hvernig þær hafa verið keyrðar áfram og þar af leiðandi orðið miklu dýrari en ella. Sannleiksgildi orða minna kem- ur skýrt fram í greinargerð frá verkefnisstjórn frá 29. janúar 1989. Þar segir meðal annars: „Þegar hönnun hófst varð ljóst að óskað var eftir mjög miklum hraða í framgangi málsins. Þetta verkefni er unnið með hraða; við höfum nefnt aðferðafræðina „á hraðbraut", það er að segja að hönnun fer fram samtímis fram- kvæmdum. Ágiskaður kostnaðarauki af þessum sökum er 1 % af byggingak- ostnaði eins og hann er nú áætlað- ur. Vegna hraða á hönnun fyrsta árið voru notaðir fleiri menn sam- tímis við hönnun en hagkvæmast er.“ Kostnaðaráætlun frá 29. janúar 1989 hljóðar upp á 15,7 milljónir króna eða helmingi hærri upphæð en gengið var út frá þegar ráðhús- byggingin var ákveðin. Hér er um gífurlegar fjárhæðir að ræða og til dæmis þetta eina Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi Framsóknarflokksins. prósent af byggingarkostnaði (vegna hraðans) er fimmtán mill- jónir króna. Hefði verið hlustað á rök í upphafi hefði mátt spara borgar- búum stórfé og einnig hægt að komast hjá útistöðum við íbúa, skipulagsyfirvöld og ráðherra.“ Sigrún sagði að jafnframt því að kostnaðarauki hönnunar vegna byggingarhraðans hækkaði bygg- ingarkostnaðinn um eitt prósent, þá væri nú reiknað með hækkun um annað prósent vegna flýtisins til viðbótar, þannig að bægsla- gangurinn ætlar að kosta borgar- búa yfir þrjátíu milljónir í bein- hörðum peningum sem auðveld- lega hefði mátt hjá komast. Þótt 2% væri ekki hátt hlutfall í sjálfu sér þá væri þrátt fyrir allt um mikla fjármuni að ræða og vissu- lega mætti nota þrjátfu milljónir skynsamlegar en fleygja þeim út um gluggann með þessum hætti .-sá Anna Guöný Aradóttir, frkvst. Útsýnar í samtali viö Tímann- Aukiðsvigrúm-nýjung fyrir akandi Evrópufara Flug, bfll og ferðafrelsi er nýr ferðamöguleiki sem ferðas- krifstofan Útsýn býður upp á, á þessu ári. Anna Guðný Aradóttir framkvæmdastjóri Utsýnar sagði í samtali við Tímann að með þessum nýja möguleika gæfist ferðalöngum kostur á að fljúga til Lúxemborgar og heim frá öðrum stað í Evrópu, sem ekki héfur verið hægt til þessa því fólk hefur þurft að Ijúka ferð á sama stað og hún hófst. Anna Guðný Aradóttir, framkvæmdastjórí Útsýnar á skrífstofu sinni í Mjódd. Tíitiaitiynd Pjetur. Anna Guðný sagðist búast við að þessi ferðamáti yrði mjög vinsæll, enda gæfi hann fólki kost á að ferðast lengra en áður og það þyrfti ekki að keyra alla leið til baka, til að skila bílnum. Þær borgir sem ferða- löngum er gefinn kostur á að skila bílnum og Ijúka ferðinni í eru í Kaupmannahöfn, Frankfurt, Salzburg, París, Milano og Luxem- burg. Anna Guðný sagði að flug og bíll hefði notið mikilla vinsælda og væri þetta því kærkomin nýjung fyrir þá sem vildu skipuleggja ferð- irnar sjálfir. Annar ferðamöguleiki sem er nýr af nálinni hjá Útsýn á þessu ári eru ferðir til Kýpur. Þetta er reyndar annað árið í röð sem Útsýn er með ferðir til Kýpur, í samvinnu við ferðaskrifstofuna Úrval og taldi Anna Guðný víst að Kýpur ætti eftir að verða vinsæl í framtíðinni, enda staðurinn heillandi og líklegur til að falla íslendingum vel í geð. „Þar að auki erum við með ferðir á þessa gömlu góðu staði, sem njóta alltaf jafn mikilla vinsælda, þ.e. Spánn, Portúgal og Ítalía," sagði Anna Guðný. Hún sagði að í ár væri ívið meira sætaframboð til Spánar og Ítalíu en í fyrra, enda vissi fólk að hverju það gengi og hefði reynt þjónustu Útsýnar á þessum stöðum áður. Aðspurð sagði Anna Guðný að það heilláði íslendinga alltaf að fara þangað þar sem fólk gæti verið nokkuð öruggt um að fá gott veður og því væri S-Evrópa alltaf vinsæl. Þá væri líka sá hópur fólks alltaf að stækka sem leitar á fjarlægari slóðir. „Það eru örfá ár síðan ferðir til Austurlanda fjær voru teljandi á fingrum annarrar handar. Þessi hóp- ur er alltaf að stækka, sjóndeildar- hringur fólks er að víkka og það er að verða óhræddara við að fara til fjarlægari landa,“ sagði Anna Guðný. Aðspurð sagði hún greinilegt að fólk væri þegar farið að skipuleggja sumarfríið. Þegar í þeirri viku, sem ferðaáætlun þeirra kom út hefði komið mikill fjörkippur og fjöldi fyrirspurna borist auk þess sem fjöl- margir hefðu þegar látið bóka sig í ferðir. Ástæðuna fyrir þvf að fólk væri svo snemma á ferðinni sagði Anna Guðný líklega þá, að fyrirtæki gerðu þá kröfu að starfsmenn ákvæðu sumarfrí sín með talsverðum fyrir- vara. Á þeirri viku sem nú er liðin síðan áætlunin kom út, hefur lang- mest verið bókað í ferðir til sólar- landa. Anna Guðnv sagði að samkeppnin væri hörð milli ferðaskrifstofanna, enda væru þær margar. „Þetta kem- ur að sjálfsögðu neytendum til góða, úrvalið verður meira og breiddin í verðlaginu meiri. Ég held að sam- keppmn sé tiltölulega fagleg og heið- arleg," sagði Anna Guðný. Aðspurð stigði hún að árið legðist vel í hana. „Eg hef oft sagt að við séum raunsæ- islega bjartsýn. Við höfum lítillega aukið sætaframboð í ár og gert ákveðnar breytingar á okkar ferða- áætlun frá fyrri árum sem miðast að því að gera fjölskyldufólki, og þá stórum fjölskyldum auðveldara að fara í sumarleyfi. Það er tiltölulega ódýrara fyrir barnmargar fjölskyldur að ferðast í ár og eins þá höfum við lagt áherslu á að auka þjónustuna við landsbyggðina, því þar býr jú rúmur helmingur þjóðarinnar, sem oft vill gleymast. Við bjóðum nú fólki utan af landi fríar ferðir til Reykjavíkur ef það bókar sig fyrir ákveðinn tíma og við erum sannfærð um að það eigi eftir að mælast vel fyrir," sagði Anna Guðný. Anna Guðný Aradóttir starfaði í söludeild markaðssviðs hjá Flugleið- um, áður en hún tók við starfi framkvæmdastjóra Útsýnar um miðjan janúar. -ABÓ Lýsingar frá Heklu- gosi Athugasemd: í frásögn á baksíðu Tímans í dag, 16. febrúar, segir frá merki- legum samtímahljóðritunum frá Heklugosinu 1947 sem Byggða- safninu í Skógum hafa borist til varðveislu. Segir svo í upphafi greinarinnar: „Engar aðrar upp- tökur munu nú til á lýsingu manna á Heklugosinu 1947, utan u.þ.b. hálf mínúta sem Hendrik Ottósson lýsti um talstöð." Þetta er alrangt. í safni Ríkisút- varpsins er varðveitt tæplega klukkustundarlöng hljóðupptaka frá upphafi Heklugoss, 31. mars 1947. Þetta efni var á sínum tíma tekið á stálþráð, síðan afritað á plötur, en hefur nú verið komið á segulband til varanlegrar geymdar. Þarna er um að ræða u.þ.b. 10 mínútna langa lýsingu Hendriks Ottóssonar frá fyrstu byrjun gossins, tekin úr flugvél gegnum loftskeytastöðina og hljóðrituð hjá Ríkisútvarpinu. Ennfremur Iöng viðtöl Emils Björnssonar frétta- manns við þrjá vísindamenn sem lýsa gosinu. Sú lýsing var tekin á stálþráð í Galtalæk 31. mars. Vís- indamennirnir eru Steinþór Sig- urðsson, Sigurður Þórarinsson og Steindór Steindórsson. F.h. Ríkisútvarpsins Gunnar Stefánsson dagskrárfulltrúi Frá ritstjórn Það er Tímanum mikið ánægju- efni að Ríkisútvarpið skuli varð- veita upptökur frá þessum atburði. Þar er um að ræða mikilsverða heimild.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.