Tíminn - 18.02.1989, Blaðsíða 12

Tíminn - 18.02.1989, Blaðsíða 12
Laugardagur 18. febrúar 1989 12 Tíminn FRÉTTAYFIRLIT NÝJA DELHI - Aðstoðar-! utanríkisráöherra Sovétríkj- anna Yuli Vorontsov sakaoi Pakistana um aö hafa sent' herlið inn í Afganistan og var- > aöi viö því aö Sovétmenn: myndu ekki sitja hjá aðgerða-, lausir ef Pakistanar héldu i áfram hernaðaraðstoð við I skæruliða í Afganistan. WASHINGTON - Við í skiptahalli Bandaríkjanna var 11,89 milljarðar dollara í des-1 embermánuði sem þýðir að! viðskiptahalli síðasta ár varj 137,34 milljarðar dollarar. Það j er nokkru minna en var metárið j 1987 en þá nam viðskiptahall-! inn 170,32 milljörðum dollara. HÖFÐABORG - Leiðandi. baráttumaður fyrir mannrétt- indum í Suður-Afríku var leyst- ur úr haldi ásamt sex félögum sinum að skipun stjórnvalda,' en þau höfðu lofað að slepþa | mönnunum ef 300 fangar sem I verið hafa í hungurverkfalli I hefðu át á ný. BEIRÚT -Michel Aoun hinn kristni hershöfðingi í líbanska hernum oa forsætisráðherra í bráðabirgðastjórn kristinna i manna í Líbanon sagði að; vopnaðar sveitir öfgafullra kristinna manna hefðu ætlað [ að steypa sér af stóli en súf, tilraun hafi mistekist. GENF - Mannréttindanefnd. Sameinuðu þjóðanna vítti Isra- í ela fyrir það sem nefndin kallar j villimannlega framkomu, pynt-1 ingar og dráp á fólki á her-i numdu svæðunum. Einungisj Bandaríkin, Kanada og sex Evrópuríki greiddu atkvæði gegn yfirlýsingu mannréttinda- nefndarinnar. Arabaríkin höfðu þrisvar gefið eftir í orðalagi þar sem ísraelarvorufordæmdirtil að ná víðtækri samstöðu. QUITO - Fimm manns fórust og tveir slösuðust er aurskriða féll á tvær bifreiðar i Ekvador. ; KARACHI - Pakistanskir I hermenn vopnaðir vélbyssum j héldu uppi lögum og reglu í Karachiborg i Pakistan í gær og óeirðalögreqla var í við- bragðsstöðu. Ástæða þessa voru mótmæli strangtrúaöra; múslíma i Pakistan sem krefj-! ast dauða yfir Salman Rushdie og hrópuðu slagorð gegn hon-, um og bók hans, „Söngvarj Satans". I Á sama tima linaðist örlítið; afstaða írana til Rushdie, en I Khomeini erkiklerkur, andlegur i leiðtogi landsins, hefur dæmt1 Rushdie til dauða ásamt öllum ; þeim sem að bókinni standa. Ali Khamenei forseti íran lýsti því yfir í gær að dauðadómi yfir Rushdie yrði aflétt ef rit- höfundurinn muni biðja mús- líma afsökunar fyrir að hafa' vanvirt trúarbrögð þeirra. iiSiiOTLÖND ...... .. ............... ...................... .^ . Sovéskar hersveitir hafa nú allar haldið heim frá Afganistan þar á meðal þessi sem ekur yHr „friðarbrúna“ sem Sovétmenn kalla svo og tengir Afganistan og Sovétríkin. En borgarastyrjöldin heldur áfram og nú ætla Sovétmenn að beita friðardúfunni í stað byssukjafta ■ Afganistan.lNú hefur Mikhaíl Gorbatsjov beðið George Bush um samvinnu við að koma á friðarsamkomulagi í Afganistan. Sovétmenn beitasérfyrirfriðarsamkomulagi í borgarastyrjöldinni í Afganistan: GORBATSJOV BIÐUR BUSH UM SAMVINNU Mikhaíl Gorbatsjov forseti Sovét- ríkjanna hefur beðið George Bush forseta Bandaríkjanna persónulega um samvinnu við að koma á fót samkomulagi í Afganistan til að binda enda á borgarastyrjöldina sem þar ríkir. Það var Alexander Bess- mertnykh aðstoðarutanríkisráð- herra Sovétríkjanna sem skýrði frá þessu í gær. Bessmertnykh skýrði frá þessu á blaðamannafundi í Moskvu í gær. Samkomulag um kosningar í Níkaragvaferaðhafa áhrif: Kontrar bjóða friðarviðræður en drepa fimm Kontraliðar hafa nú boðið upp á þríhliða viðræður um friðarsam- komulag og framtíð Níkaragva svo tryggja megi þá lýðræðisþróun sem samið var um á fundi fimm forseta Mið-Ameríkuríkja fyrr í þessari viku. Leggja þeir til að skæruliða- hreyfing Kontra, stjórnarandstað- an í Níkaragva og ríkisstjórn Sand- ínista setjist niður og setji niður málin. Það var Wilfredo Montalban, einn helsti leiðtogi Kontraliða sem skýrði frá þessu á blaðamanná- fundi í San Jose höfuðborg Costa Rica. Hann sagði að viðræður þessar væru nauðsynlegar til að binda enda á borgarastyrjöldina sem ríkt hefur í Níkaragva síðast- liðin átta ár. Montalban sagði að stjórnar- andstaðan hafi boðið upp á nokkr- ar leiðir til að leggja niður vopnin á móti því að Sandínistar kæmu á stjórnmálalegum umbótum í land- inu. Ríkisstjórn Níkaragva hefur skuldbundið sig til að halda frjálsar kosningar undir eftirliti fulltrúa Sameinuðu þjóðanna og Samtaka Ameríkuríkja. í stað þess hyggjast forsetarnir fimm leggja fram áætl- un þar sem herbúðir Kontraliða í Hondúras verði leystar upp. Þar eru nú um tólf þúsund skæruliðar. Engin viðbrögð höfðu komið frá stjórn Sandínista við þessum tillög- um Kontra. Hins vegar skýrði ríkisútvarpið í Managva frá því að skæruliðar Kontra hefðu drepið fimm manns í árásum á tvö þorp í Níkaragva á fimmtudag aðeins ein- um degi eftir að samkomulag um kosningar í Níkaragva var gert á fundi forseta Mið-Ameríkuríkja. Tyrkland: Viðurkenna pyntingar Tyrknesk stjórnvöld hafa viður- kennt að þrjátíu og tveir fangar hafi verið pyntaðir til dauða í tyrknesk- um fangelsum frá því árið 1980. Samkvæmt skýrslum Amnesty Inter- national hafa hundrað fjörutíu og fjórir fangar látist á voveiflegan hátt í tyrkneskum fangelsum á þessum tíma. Stjórnvöld segja að tíu þeirra sem taldir eru upp í skýrslum Amnesty séu enn á lífi, en hinir sem ekki hafi verið pyntaðir til dauða hafi framið sjálfsmorð, svelt sig í hel í hungur- verkföllum eða látist vegna vosbúðar og sjúkdóma. Hann sagði að Sovétmenn hefðu einnig leitað eftir samvinnu nokk- urra vestrænna ríkisstjórna og ým- issa samtaka í þessu skyni. Til að mynd hefði verið haft samband við íslömsku ráðstefnuna og Araba- bandalagið til að reyna að bera klæði á vopnin eftir að sovéski herinn hefur yfirgefið Afganistan. Bessmertnykh skýrði einnig frá því að nokkrir sovéskir ráðgjafar væru enn í Afganistan, þar af væru örfáir hernaðarráðgjafar sem starfa með ríkisstjórninni í Kabúl en tók það skýrt fram að þeir væru mjög fáir og störfuðu ekki með afganska stjórnarhernum heldur einungis sem ráðgjafar ríkisstjórnarinnar. Skæruliðar gerðu harðvítuga eld- flaugaárás á Kabúl í gær og létu að, minnsta kosti tólf manns lífið. Skæruliðar hafa þó ekki náð að loka þjóðveginum frá Sovétríkjunum til Kabúl og komu um hundrað vöru- flutningabílar til borgarinnar með mat og eldsneýti í gær. Skæruliðar sem ekki hafa getað komið sér saman um bráðabirgða- stjórn undanfarna daga hófu funda- höld í hinni hefðbundnu þingstofnun Afgana, Shura, fjórum dögum síðar en ráð var fyrir gert. Hin hófsama skæruliðahreyfing „Afganska þjóð- frelsishreyfingin" ákvað að taka aft- ur þátt í störfum Shurunnar eftir að hafa sniðgengið hana undanfarna fjóra daga til að sýna stuðning við skæruliðahreyfingar Shíta sem hafa höfuðstöðvar sínar í íran. Þeir hafa ekki vilja starfa í Shurunni nema þeir hljóti aukinn þingstyrk í sam- ræmi við styrk sinn. Allar líkur eru á að með þessari ákvörðun „Afgönsku þjóðfrelsis- hreyfingarinnar“ séu skæruliða- hreyfingarnar í fran skildar eftir úti í kuldanum svo líkur eru á að ekki náist algert samkomulag um bráða- birgðastjórn skæruliða. Samkomulag virðist þó hafa náðst um forsætisráðherra hinnar nýju ríkisstjórnar. Forsætisráðherrann mun verða hinn strangtrúaði verk- fræðingur Ahmad Shah, en hann hlaut menntun sína í Bandaríkjun- um. Frjálsar kosningar í Burma í maí 1990 Herstjórnin í Burma sem náði völdum eftir að hafa brotið á bak aftur uppeisnina gegn ríkisstjórn sósíalista í september hefur nú boð- að kosningar í maímánuði á næsta ári. Frá þessu varskýrt í ríkisútvarp- inu í Burma í gær. Þá skýrði ríkisútvarpið í Rangoon einnig frá því í gær að fimmþúsund hús hafi fuðrað upp í miklum elds- voða í hafnarborginni Mergui. Ekki er vitað um manntjón. Að lokum gerðist það merkilegt að ríkisstjórn Japans viðurkenndi herstjórn Saw Maung sem löglega ríkisstjórn Burma. í frétt útvarpsins af fyrirhuguðum kosningum sagði að ríkisstjórnin muni leggja fram drög að kosninga- löggjöf 1. mars og að þingkosningar fari fram fjórtán mánuðum síðar. Gert er ráð fyrir því að stjórnmála- flokkar fái þrjá mánuði til að starfa við kosningabaráttu fyrir kosning- arnar. Ef af verður munu þessar kosning- ar verða fyrstu fjölflokka kosningar í Burma frá því árið 1962, en þá komst herforinginn Ne Win til vanla og hélt þeim þar til síðastliðið haust. Samhliða kosningaáætluninni mun herstjórnin leggja fram um- bótaáætlun í ýmsum þjóðfélagsmál- um. Vestrænir sendiráðsmenn í Ran- goon og leiðtogar stjórnarandstöð- unnar hafa lýst efasemdum um að stjórnin muni halda kosningar. Nú hafa 188 stjórnmálaflokkar verið stofnaðir eftir að stjórnmála- flokkar voru leyfðir að nýju í Burma. Er talið að flestir þessara flokka muni draga sig til baka eða stofna kosningabandalög fyrir þingkosn- ingarnar. Stærsti stjórnarandstöðuflokkur- inn er „Þjóðarbandalag fyrir frelsi“ og hefur hann þegar opnað skrifstof- ur í borgum og bæjum víðs vegar um landið, en leiðtogar flokksins segjast þó enn vera múlbundnir og ekki geta rætt stjórnmál við almenning. Enn ríkir útgöngubann að nóttu til í landinu og er bann við funda- höldum fleiri en fjögurra manna á almannafæri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.