Tíminn - 21.02.1989, Side 4

Tíminn - 21.02.1989, Side 4
4 Tíminn Þriðjudagur 21. febrúar 1989 37. þing Norðurlandaráðs verður haldið um næstu mánaðamót. Líklegt talið að umræður um sameiginlegan Evrópumarkað setji svip sinn á þingið: HVAUR OG SELIR EKKIDEILUEFNI? „Ég lít svo á að þau ummæli sem Svíakonungur lætur sér um munn fara séu hans einkamál," sagði Páll Pétursson þingflokksformaður Framsóknarflokksins er hann var inntur eftir því hvort ræða Karls Gustavs Svíakonungs um Gro Har- lem Brundtland kæmi til með að hafa áhrif á störf þings Norðurland- aráðs sem hefst 27. þessa mánaðar. Páll kvaðst ekki trúaður á að ummæli Karls Gustavs um að ekki væri hægt að ætlast til að Gro Harlem gæti stjórnað á norska þinginu fyrst hún gæti ekki stjórnað selveiðum Norðmanna, kæmu til með að hafa áhrif á störf Norður- landaráðsþingsins. Þó er vitað að einn af þingmönnum græningja- flokksins í Svíþjóð mun flytja til- lögu um fordæmingu selveiða Norðmanna. Reiknað er með að það mál sem mest fari fyrir á þinginu verði sameiginlegur markaður Evrópu en í desember 1992 munu efna- hagsleg landamæri innan Evrópu lögð niður samkvæmt samþykkt Evrópubandalagsins. Frí verður gefið í viku á Alþingi vegna Norðurlandaráðsþingsins dagana 27. feb. til 6. mars. . Þetta er gert vegna þess að 8 þingmenn munu fara til útlanda til þess að sitja þingið, auk flestra ráðherranna sem sitja munu fundi á vegum þingsins, og yrði þess vegna lítið gert hér heima á meðan. Páll Pétursson sagðist ekki geta gert sér grein fyrir hvort náttúru- verndarmál hefðu áhrif á störf þings Norðurlandaráðs í kjölfar sýningar mynda af selveiðum Norðmanna og hvalveiðideilu fs- lendinga og grænfriðunga. -ág Páll Pétursson reiknar ekki með að orð Svíakonungs komi til með að hafa mikil áhrif á störf 37. þings Norðurlandaráðs. Sjö varaþingmenn á Alþingi: 6 konur -1 karl Nokkuð margir varaþingmenn sitja á Alþingi um þessar mundir, eða sjö alls. Af þeim eru þrír frá Kvennalista. Afsjö fjarverandi þing- mönnum eru tvær konur, en af þeim varaþingmönnum sem inn koma í staðinn eru sex konur. Sigríður Hjartar hefur setið á þingi fyrir Guðmund G. Þórarins- son, Sólveig Pétursdóttir fyrir Eyjólf Konráð Jónsson, Auður Eiríksdóttir situr sem varamaður Stefáns Val- geirssonar og Björn Grétar Sveins- son í forföllum Hjörleifs Guttorms- sonar. Kvennalistakonurnar Dan- fríður Skarphéðinsdóttir, Kristín Einarsdóttir og Málmfríður Sigurð- ardóttir hafa verið fjarverandi af þingi og í stað þeirra setið Birna K. Lárusdóttir, Jóhanna Þorsteinsdótt- ir og Sigrún Helgadóttir. Það er nokkuð sérstætt að Sigríður Hjartar og Auður Eiríksdóttir eru báðar varamenn númer tvö fyrir sína þingmenn og Sigrún Helgadótt- ir er fjórði varamaður Kristínar Einarsdóttur. -ág Það ganga ekki allar fjallaferðir eins og í sögu og virðist sem stundum sé það sjálfsagður hluti af óbyggða- ferðum að eitthvað komi fyrir öku- tækin eða leiðangur verði fyrir ósvik- inni festu. Stöku sinnum verður að ganga frá fjallabílnum biluðum og reyna aftur síðar. Tíminn hafði spurnir af einum jeppa, sem skilja varð eftir í áramótaferð inn í Land- mannalaugar og hafa eigendur ekki enn getað sótt hann vegna veðurs, sjö vikum síðar, þótt búið sé að gera út tilraunaleiðangra tvisvar. Einnig hefur frést af a.m.k. tveimur öðrum jeppum nær Landmannalaugum sem skildir hafa verið eftir og ckki hefur reynst unnt að sækja. Jeppi sá sem nú hefur verið hvað lengst tepptur á leiðinni inn að Landmannalaugum, strandaði fyrst í námunda við Frostastaðavatn. Þar varð eigandinn, Örn Arason, fyrir því að pinnjónn brotnaði í afturdrifi og drifskaftið gekk út, en auk þess molnuðu báöar fjaðrirnar að aftan. Við slíku óhappi er fátt að gera á staðnum, þar sem fáir eru bæði með auka fjaðrir og auka pinnjón í drifið, í farangrinum. Þetta var um áramót- in. Síðan hafa verið gerðir út tveir leiðangrar til að ná í jeppann á hús en ekki tekist. í þeim fyrri komust leiðangursmenn ekki að jeppanum vegna fannfergis, en viku síðar var reynt aftur, en þá var um mánuður liðinn frá áramótaferðinni. í þessum öðrum leiðangri tókst að setja undir hann nýjar fjaðrir og gera við drifið, en þegar til átti að taka var undir- vagninn allur frosinn fastur og tókst ekki að draga hann til byggða. Er Frá og meö fyrsta mars verður: Plastpokasalan tekin upp á ný Plastpokar verða seldir í verslun- um frá og með fyrsta mars næstkom- andi. Kaupmannasamtökin sendu Verðlagsráði umsókn um undan- þágu frá ákvæði í lögum um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti. En í þessum lögum er hverskonar samráð milli verslana um verðlagningu bannað. Verðlagsráð hefur fjallað um þessa umsókn og samþykkt heimild til undanþágu. Söluverð pokanna er fimm krónur fyrir þá stærri og fjórar krónur fyrir þá minni. Fjárhæðinni verður skipt á eftir- farandi hátt: af hverjum fimm krón- um fær ríkisvaldið eina krónu í formi söluskatts, tvær krónur renna til Landverndar og afgangurinn gengur upp í innkaupsverð verslan- anna á pokum sem er 4,80 krónur. Kaupmannasamtökin segjast vona að viðskiptavinir taki þessu vel. Þau benda á að staða verslana hafi versnað og telja þetta koma til með að létta undir baggann og stuðla að lækkuðu vöruverði. Einnig vilja þau ítreka mikilvægi gróður- verndar og minna á kjörorð Land- verndar „Hreint land fagurt land“. jkb Jeppinn hans Arnar í Höfuðlausn eins og hann var á sig kominn þegar hann var skilinn eftir um áramótin. Enn liefur ekki tekist að ná honum í hús nærri sjö vikum síðar. 'límamynd Skúii Ein lengsta jeppafesta síðari tíma á Fjallabaksleið: 7 vikna strand eftir áramótaferð í Laugar ætlunin að reyna til þrautar næstu tvær þrjár helgar að ná farkostinum til byggða. Tíminn hcfur einnig frétt af a.m.k. tveimur jeppum sem svipað er ástatt með og eru þeir fastir inni í Land- mannalaugum. En þar sem ekki hefur verið veður til ferðalaga inn á hálendið undanfarnar vikur, hefur ekki fengist úr því skorið hversu margir jeppar eru strandaðir á þess- ari leið, sem er ein sú fjölfarnasta til fjalla allt árið um kring. KB Afí staðan til EB mótuð sai neiginlega Nýlega mynduðu atvinnurekend- ur í sjávarútvegi með sér samstarfs- hóp sem þeir kalla Samstarfsncfnd atvinnurekenda í sjávarútvegi. Eftir- talin samtök eiga aðild að nefndinni: Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, Sölusamband íslenskra fiskfram- leiðenda, Félag sambands fiskfram- leiðenda, Landssamband íslenskra útvegsmanna og Samtök fiskvinnslu- stöðva. Rauði Kross Islands heldur: Námskeið fyrir foreldra Rauði Kross Islands mun á næst- unni gangast fyrir námskeiðum fyr- ir foreldra. Á námskeiðunum verður fjallað um börn frá fæðingu til sex ára aldurs. Haldnir verða fyrirlestrar um heilsuvernd, barnasjúkdóma, þroska og þarfir ungra barna, leik- föng. slys, slysavarnir, skyndihjálp og margt fleira. Fyrirlesarar eru sérfræðingar hver á sínu sviði. Fyrsta námskeið- ið byrjar á mánudaginn kemur og stendur yfir fjögur kvöld. Allra nánari upplýsinga má leita á skrif- stofu RKI. jkb Tilgangur nefndarinnar er m.a. eftirfarandi: 1. Að móta sameiginlega afstöðu íslensks sjávarútvegs til þeirrar þróunar, sem á sér stað innan Evrópubandalagsins og sam- skipta íslands á þeim vettvangi. 2. Að efla umfjöllun og umræðu um mikilvægi sjávarútvegs fyrir ís- lenskan þjóðarbúskap. 3. Að safna upplýsingum um þróun sjávarútvegs í samkeppnislönd- um Islendinga og meta hvaða áhrif sú þróun hafi á íslenskan sjávarútveg. Formaður Samstarfsnefndar at- vinnurekenda í sjávarútvegi er Magnús Gunnarsson og varaformað- ur Kristján Ragnarsson. Aðrir í nefndinni eru Friðrik Pálsson, Brynjólfur Bjarnason, Árni Bene- diktsson. Ríkarður Jónsson, Dag- bjartur Einarsson. Arnar Sigur- mundsson. Ágúst Einarsson og Jón ingvarsson. Starfsmaður nefndar- innar er Halldór Árnason.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.