Tíminn - 21.02.1989, Qupperneq 13

Tíminn - 21.02.1989, Qupperneq 13
Þriðjudagur 21. febrúar 1989 Tíminn 13 AÐ UTAN Iltlllllllll Rániö á Boeynants: Komið í Ijós að hann er ekki allur þar sem hann er séður Fyrrverandi forsætisráðherra Belgíu, Vanden Boey- nants, sem verið hefur í ræningjahöndum síðan um miðjan janúar, var flæktur inn í alls kyns viðskipti sem ekki þola dagsins Ijós. Ræningjar hans gera kröfu um að hann beri fram játningu um giæpsamlegt athæfi áður en þeir láta hann lausan, auk lausnargjalds. Ræningjarnir hafa greinilega gaman af óvenjulegri fyndni. Þeir hafa nú stungið upp á að lesendur tveggja belgískra dagblaða skeri úr um það meðal hvaða fátæklinga í landinu eigi að skipta lausnargjaldinu sem þeir ætla að fá fyrir forsætisráðherrann fyrrverandi. Dæmdur skatt- svikari og sakaður um mútuþægni f>að er komið að léikslokum. Hvað Paul Vanden Boeynants varðar, 69 ára gamlan lærðan slátr- ara og framleiðanda kjötvara, geta leikslokin orðið þau að hann verði að fella grímuná. VdB, eins og þessi bæði umdeildi og alþýðlegi stjórnmálamaður úr flokki kristilegra demókrata kall- aði sig á auglýsingaspjöldum í síðustu borgarstj órnarkosningum, fékk þriggja ára skilorðsbundinn fangelsisdóm 1986 vegna skatt- svika. Auk þess hafa árum saman farið fram athuganir á framferði þessa glaðlynda en slóttuga náunga þar sem því hefur verið haldið fram að hann hafi stungið í eigin vasa fjárhæðum sem taldar eru í milljónum, sem hann hafi þegið að mútum þegar hann gegndi embætti vamarmálaráðherra. Mannræningjarnir hafa haft samband við blöð í Belgíu og m.a. haldið því fram að áreiðanlegt sé að VdB gangi að kröfum þeirra um að bera fram játningu um misgerðir sínar. „Hann lifir og mun játa,“ segja þeir og senda persónuskilríki hans og tvö blöð með rithönd hans til sannindamerkis um að þeir hafi forsætisráðherrann fyrrverandi á sínu valdi. Þeir leggja fram kröfur um yfir 40 milljónir ísl. kr. í lausnargjald, ásamt játningu Vanden Boeynants. Skilaboð frá ræningjunum berast belgískum blöðum á þriðjudögum og eru undirrituð af „Brigade so- cialiste révolutionnaire“. Þeir eru álitnir vera úr röðum stjórnleys- ingja lengst til vinstri og hafa valið þessa undirskrift, sem má draga saman í sömu skammstöfun og sérdeild lögreglunnar sem fæst við glæpaflokka og eiturlyfjasala geng- ur undir - þ.e. „Brigade spéciale de recherche". komst dómurinn að þeirri niður- stöðu að færðar hefðu verið sönnur á réttmæti 82. Og dómsforsetinn sagði ákærðan „fæddan skattsvik- ara“. En mesta skemmtun hafði al- menningur af svindlinu með „falska Francis“. VdB hafði aflient skattarannsóknarmönnunum skjal, þar sem fram kom að hann hefði mörgum árum fyrr selt líb- önskum sendiherra í Brussel, sem löngu er látinn en bar sama nafn og Paul Vanden Boeynants fyrrverandi forsætisráðherra Belgíu fær nú tækifæri til að láta gott af sér leiða fyrir samfélagið, segja hjálpræðishers- menn. Fórnarlamb sem enginn hefur samúð með Þessir dularfullu gíslatökumenn, sem virðast vera nokkurs konar bandittar í Hróa hattar stíl, hafa valið sér einstaklega heppilegt fórnarlamb. Það er engin hætta á því að fram komi eindregin samúð með gíslinum, sem virðist hafa horfið sporlaust. í blaðinu „Nou- velle Gazette“ stendur að vissulega verði þeir seku að fá refsingu, „en maðurinn VdB hefur ekkert það látið af sér leiða sem vekur samúð okkar". Fari svo að Vanden Boeynants verði við kröfum kvalara sinna og „játi“, hljóta margir í Belgíu að óttast það sem þar kemur í ljós. Blaðamaður einn hefur lýst starf- semi slátrarans sem varð æðsti maður ríkisstjórnarinnar þannig að hann hafi stuðst við „mafíuaðferð- ir“ þegar hann „ruglaði saman stjórnmálum, viðskiptum og glæp- samlegum starfsaðferðum". Vinur vina sinna og pólitískir andstæðingar nutu líka góðs af Aðferð VdB var m.a. að gera stjórnmálaandstæðinga sér sam- seka með því að útvega þeim embætti og hlunnindi. Þegar hann, kristilegur demókratinn, var varn- armálaráðherra lagði hann áherslu á að sósíalistar væru líka í hópi samstarfsmanna. Undirvernd hans blómguðust bygginga- og lóðasölu- fyrirtæki vina hans. Nokkrir þeirra hafa orðið að svara til saka fyrir fjármálasvik fyrir dómstólum. Það er t.d. skrifað á ábyrgð VdB að heil röð heldrimanna húsa, dýrmætra frá arkitektónisku sjón- armiði, við Avenue Louise í Brus- sel hafa orðið að víkja fyrir drunga- legu stjórnarsetri bandaríska stór- fyrirtækisins ITT. Því er haldið fram að fyrirtækjarisinn hafi sýnt þakklæti sitt á stórbrotinn hátt. Skuggalegur félagsskapur Þegar VdB var forsætisráðherra tók hann sér til föruneytis í opin- berar heimsóknir t.d. forstjóra kjötverksmiðjunnar sinnar, sem notuðu tækifærið í fyrrum belgísku nýlendunni Zaire og gengu frá nokkrum viðskiptasamningum. En það vöru fleiri sem lentu í föruneyti forsætisráðherrans. Þar mátti líka finna vafasama náunga eins og „svarta baróninn", Benoit de Bon- voisin, sem er sagður hafa styrkt fjárhagslega hægriöfgasinnuðu hreyfinguna „Front de la Jeu- nesse". f belgískum blöðum er því haldið fram að Vanden Boeynants hafi hrærst í skuggalegum félags- skap. Skjalfest eru líka tengsl hans við fyrrum lögreglumanninn og einka- spæjarann Robert Bejer, stuðn- ingsmann belgískra nasista, sem er flæktur í vopnasölu og var að öllum líkindum í sambandi við „vitfirrtu morðingjana frá Brabant“. Þessir ofbeldismenn drápu 16 manns haustið 1985 í þrem árásum á vörumarkaði Del- haize-fyrirtækisins, en árásirnar hafa ekki verið að fullu upplýstar enn. Það er undarlegt að skjöl varð- andi fundi þessa vafasama fyrrver- andi lögreglumanns og vafasama fyrrverandi forsætisráðherra hurfu eftir að Vanden Boeynants var rænt. Það sýndi sig í réttarhöldunum vegna skattsvikanna að VdB er til alls líklegur. Úrskurðurinn er skráður á 200 blaðsíður og hljómar líkt og belgísk útgáfa af „Guðföð- urnum“. Af 136 ákæruatriðum hann sjálfur, hluta eigna sinna. Undirskriftin á sölusamningnum var fölsuð, forskriftina hafði VdB fengið hjá vinum sínum í fínum einkaklúbbi. Vann í borgarstjóra- kosningum í Brussel en afþakkaði embættið í Belgíu, þar sem íbúarnir búa við fáránlega háa skattaprósentu í hæsta þrepi eða yfir 70%, er litið á skattsvik sem þjóðaríþrótt. Það kann að skýra þá staðreynd að þrátt fyrir dóminn sem VdB fékk felldi alþýðudómstóllinn þann úr- skurð við borgarstjórnarkosning- arnar í Brussel að hann vann keppinautinn með 4000 atkvæða mun. En hann fór að ráðum flokks- félaga sinna, sem óttuðust frekari uppljóstranir, og tók ekki við borg- arstjóraembættinu, þrátt fyrir kosningasigurinn. Með tárin í aug- unum gaf Vanden Boeynants kjós- endum sínum eftirfarandi yfirlýs- ingu í sjónvarpi í október sl.: „Ég er mjög hrærður, en hagur lands míns og Brussel hefur forgang fram yfir drauma VdB.“ Borgarstjóri í höfuðborg Evr- ópu, sem ásakaður er um að hafa á áttunda áratugnum, þegar hann var varnarmálaráðherra, veitt við- töku mörgum milljónum belgískra franka frá vopnaframlciðandanum Asco, sem endurgjald fyrir vígbún- aðarsamninga - virtist jafnvel frjálslyndustu Belgum einum of langt gengið. Fyrrverandi háttsettur starfs- maður vopnaverksmiðjunnar hafði haldið því fram að alls hafi hátt í einum milljarði ísl. kr. verið varið til að liðka fyrir samningum. Sam- starfsmenn ráðherrans hefðu sótt féð og borið burt í skjalatöskum. Nægt efni í játningar og næg verkefni fyrir lausnargjaldið Það er sem sagt nægt efni í játningar fyrrverandi forsætisráð- herra. Og það hafa líka þegar gefið sig fram fulltrúar hópa þurfandi fólks sem hafa næg verkefni fyrir lausnargjaldið. Starfsmaður Hjálp- ræðishersins segir að verði lausnar- gjaldið greitt geti Vanden Boey- nants loks látið eitthvað gott af sér leiða fyrir samfélagið. n AurirecTA "n u ni- n FÉLAGSMÁLASKÓLI Gissur Pétursson Egill H. Gíslason Finnur Ingólfsson Arnar Bjarnason Hrólfur Ölvisson Helgi Pétursson Samband ungra framsóknarmanna og Kjördaemissambönd Framsóknarflokksins hafa ákveðið að fara á stað með Félagsmálaskóla þar sem boðið verður uppá eftirfarandi námskeið: A. Grunnnámskeið í félagsmálum: Efni: Fundarsköp og ræöumennska, tillögugerð, stefnumál Framsóknarflokksins o.fl. Tímalengd: 8 klst. Leiðbeinendur verða: Gissur Pétursson, Egill Heiðar Gísla- son, Finnur Ingólfsson, Arnar Bjarnason og Hrólfur Ölvisson. Stefnt er að því að halda námskeiðið í febrúar og mars á eftirtöldum stöðum ef næg þátttaka fæst: Reykjavík, Keflavík, Selfoss, Vestmannaeyjar, Höfn, Egilsstöðum, Akureyri, Sauð- árkróki, ísafirði, Ólafsvík og Akranesi. B. Fjölmiðlanámskeið: Efni: Framkoma í sjónvarþi og útvarp. Undirstöðuatriði í frétta- og greinaskrifum. Áhrif fjölmiðla. Tímalengd: 16 klst. Leiðbeinandi: Helgi Pétursson, fréttamaður. Stefnt er að því að halda námskeið í Reykjavík og á Akureyri. Þeir aðilar sem hafa áhuga á þessum námskeiðum eru hvattir til að hafa samband við eftirtalda aöila: Reykjavík: Skrifstofa Framsóknarflokksins, s. 91-24480 Reykjanes: Ágúst B. Karlsson, sími 91-52907 Vesturland: Bjarni Guðmundsson, sími 70068 Vestfirðir: Sigurður Viggósson, sími 94-1389 Norðurland vestra: Bogi Sigurbjörnsson, sími 95-71527 Norðurland eystra: Snorri Finnlaugsson, sími 96-61645 Austurland: Ólafur Sigurðsson, sími 97-81760 Suðurland: Guðmundur Búason, sími 98-23837 Samband ungra framsóknarmanna Kjördæmissambönd Framsóknarflokksins Framhalds- námskeið Baldvin Kristján Raddbeitingar og framsagnarnámskeið hefst miðvikudaginn 22. febrúar kl. 20.00 að Nóatúni 21. Kennarar: Baldvin Halldórsson, leikari Kristján Hall Getum enn bætt viö örfáum þátttakendum. Upplýsingar i sima 24480. Stjórn LFK Fjölmiðla- námskeið Fjölmiðlanámskeiðið hefst fimmtudaginn 23. febrúar nk. kl. 17.30 og stendur laugardaginn 25. febr. frá kl. 13.00 og sunnudaginn 26. febr. frá kl. 13.00 að Nóatúni 21. Samtals 22 kennslustundir. Kennari: Arnþrúður Karlsdóttir fjölmiðlafræðingur. Getum enn bætt við örfáum þátttakendum. Upplýsingar í síma 24480. Stjórn LFK

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.