Tíminn - 21.02.1989, Blaðsíða 19

Tíminn - 21.02.1989, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 21. febrúar 1989 Tíminn" 19 ^rmf i ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Óvitar barnaleikrit eftir Guðrúnu Helgadóttur Ath! Sýningar um helgar hefjast kl. tvö eftir hádegi. Fimmtudag kl. 16.00. Fáein sæti laus Laugardag kl. 14.00 Fáein sæti laus Sunnudag kl. 14.00 Fáein sæti laus Laugardag 4.3. kl. 14.00. Uppselt Sunnudag 5.3. kl. 14.00. Uppselt Laugardag 11.3. kl. 14.00. Uppselt Sunnudag 12.3. kl. 14.00. Uppselt Laugardag 18.3 kl. 14 Sunnudag 19.3 kl. 14.00 Sunnudag 2.4. kl. 14.00 Þjóðleikhúsið og íslenska óperan sýna: ^olfmanne ópera eftir Offenbach Föstudag 24.2. kl. 20.00. Næstsiiasta sýning Sunnudag 26.2. kl. 20.00. Síöasta sýning. Háskaleg kynni leikrit eftir Christopher Hampton byggf á skáldsögunni Les Liaisons Dangereuses eftir Laclos Laugardag kl. 20.00 4. sýning. Fáein sæti laus Föstudag 3.3. 5. sýning Laugardag 4.3.6. sýning Laugardag 11.3.7. sýning Miðvikudag 15.3.8. sýning Kortagestir ath.l Þessi sýning kemur í stað listdans i febrúar. London City Baliet gestaleikur frá Lundúnum Föstudag 31.3. kl. 20.00 Laugardag 1.4. kl. 20.00 Litla sviðið: mtrm nýtt leikrit eftir Valgeir Skagfjörð Tonlist: Pétur Hjaltested Leikstjóri: Pétur Einarsson Leikmynd og búningar: Gunnar Bjarnason Lýsing: Ásmundur Karlsson Sunnudag kl. 20.30. Frumsýning Fimmtudag 2.3. kl. 20.30 Sunnudag 5.3. kl. 20.30 Miðvikudag 8.3. kl. 20.30 Föstudag 10.3. kl. 20.30 Sunnudag 12.3. kl. 20.30 Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13-20.00. Simapantanir einnig virka daga frá kl. 10-12. Sími 11200. Leikhúskjallarinn er opinn öll sýningarkvöld frá kl. 18.00. Leikhúsveisla Þjóðleikhússins: Máltíðog miði á gjafverði. SAMKORT i.kikiTiac 2ú2 KKYKIAVlKlJR "P SVEITASINFÓNÍA eftir Ragnar Arnalds Tónlisf: Atli Heimir Sveinsson Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson í kvöld kl. 20.30 Fimmtudag 23. febr. kl. 20.30 Laugardag 25. febr. kl. 20.30 Miðvikudaq 1. mars kl. 20.30 eftir Göran Tunström Ath. breyttan sýningartíma Miðvikudag 22. febr. kl. 20.00. Örfá sæti laus Föstudag 24. febr. kl. 20.00. Örfá sæti laus Sunnudag 26. febr. kl. 20.00. Uppselt Þriðjudag 28. febr. kl. 20.00. Fimmtudag 2. mars kl. 20.00. Barnaleikrit eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur Leikstjórn: Ásdís Skúladóttir Leikmynd og búningar: Hlín Gunnarsdóttir Tónlist: Soffía Vagnsdóttir Aðstoðarleikstjóri: Margrét Árnadóttir Lýsing: Lárus Björnsson og Egill Örn Ámason Aðstoð við hreyfingar: Auður Bjarnadóttir Leikendur: Kjartan Bjargmundsson, Margrét Árnadóttir, Edda Björgvinsdóttir, Ása Hlín Svavarsdóttir, Stefán Sturla Sigurjónsson, Valgerður Dan Jónsdóttir, Rósa Guðný Þórsdóttir, Ólöf Sverrisdóttir, Arnheiður Ingimundardóttir, Ólöf Söebech, Margrét Guðmundsdóttir, Kristján Franklin Magnús og Sigrún Edda Björnsdóttir. Frumsýnt i Iðnó laugardaginn 25. febrúar kl. 14 Sunnud. 26. feb. kl. 14 Laugard. 4. mars kl. 14 Sunnud. 5. mars kl. 14 Mlðasala í Iðnó simi 16620 Miðasalan í Iðnó eropin daglega kl. 14-19 og fram að sýningu þá daga sem ieikið er. Simapantanir virka daga Irá kl. 10-12. Einnig simsala með VISA og EUROCARD á sama tima. Nú er verið að taka á móti pöntunum til 9. apríl 1989. NEMENDA LEIKHUSIÐ ŒIKUSTABSKÓU ISUNOS UNDARBÆ sm 21971 „Og mærin fór í dansinn..." eftir Debbie Horsfield 13. sýning i kvöld kl. 20.00. Uppselt. 14. sýning fimmtud. 23. febrúar kl. 20.00 15. sýning föstud. 24. febrúar kl. 20.00. Síðasta sýning Miðapantanir allan sólarhringlnn i sima 21971. 1-1 —< a-J I B K rtUILL KVIKMYNDIR Stjörnugjöf: ★★★ Ljóti andarunginn Jaey nokkur Howe var svo ófríður að skólafélagar hans vildu ekki hafa hann með í leikjum sínum, grettu sig framan í hann og uppnefndu hann. Nú er Jaey orðinn 18 ára og þykir svo líkur popp- goðinu Matt Goss í tríóinu Bros að stúlkur fá í hnén og gömlu skólafélagarnir eru grænir af öfund. Jaey er einkar glæsilegur útlits, hár og ljóshærður með skærblá augu og allir snúa sér við á eftir honum. Hann getur varla skroppið út í búð án þess að fá hjörð af skrækjandi unglingsstúlkum á eftir sér. - Ég hlýt að hafa verið ljótasti krakkinn í skólanum, segir Jaey. Tennurnar í mér voru svo framstæðar að ég gekk með spengur og hárið var sítt, strítt og svo engan- veginn á litinn að það virtist alltaf óhreint, auk þess sem ég var grindhoraður. Mér var alltaf strítt og þegar ég hætti í skólanum ákvað ég að breyta útliti mínu svo um munaði. Ég lét klippa mig stutt, losaði mig við tann- spengurnar og ákvað að láta reyna á árangurinn. Það var nærri liðið yfir mig þegar ég leit í spegil. Ég var svo breyttur að vinir mínir þekktu mig ekki. Hár- greiðslumaðurinn sagði að ég ætti að reyna fyrir mér sem módel. Jaey, sem hefur það nafn frá norskum foreldrum sínum, fór að vinna á diskó- teki í Basildon í Essex en var rekinn einn daginn fyrir það eitt að líkjast Matt Goss of mikið. Bros áttu þá lag í efsta sæti vinsældalistans á þeim slóðum og Jaey gat varla unnið verk sín í diskótekinu fyrir atganginum í stúlkunum svo yfirmaður hans sagði að hans sjálfs vegna væri hollast að hann hætti. Nú er svo komið að Jaey vinnur vel fyrir sér með því að líkjast Matt Goss og hefur meira að segja stofnað hljóm- sveit ásamt tveimur öðrum sem líkjast hinum í Bros töluvert. - Ég hef alltaf verið hrifinn af Bros og á allar plöturnar þeirra, segir hann. fötum og Matt og reyni að - Nú geng ég í svipuðum líkjast honum sem mest. Jaey er fyrir miðju á efri myndinni ásamt félögum sínum en litla myndin er af hinum raunverulegu Bros. Meryl Streep og Jack Nicholson í átakanlegu samtalsatriði ástarinnar í eymdinni. og rétt um róna Satt Járngresið „Ironweed" Skáldsaga: William Kennedy Aðalhlutverk: Jack Nicholson og Meryl Streep Leikstjori: Hector Bebenco Járngresið er nokkuð sér- stæð rónamynd og er reynt að komast með ákveðnum hætti inn í líf róna í Bandaríkjun- um. Af nógu er að taka og eins og fram kom í Járngres- inu, eða -sefinu, eru fjöl- margar ástæður fyrir því að menn og konur verða rónar í göturæsum. Kemur það heim og saman við þann raunveru- leika sem ég sjálfur þekki af störfum mínum í lögreglunni í Reykjavík forðum. Forsaga rónanna er fjölbreytt og oft á tíðum er lífshlaup þeirra tregafull sag5. í kvikmynd þeirri sem gerð er eftir Pulitz- er-verðlaunabók William Kennedy, Ironweed, er hvergi farið illa með efnivið- inn og útkoman verður öfga- iaus, sönn mynd af óaf- skræmdu lífi útigöngumánna. Maryl Streep á athygli mína alla í Járngresinu, þar sem hún er einfaldlega stórgóð, og ekki verður held- ur af Jack Nicholson skafið. Það sem skyggir að mínu mati á túlkun Nicholsons í fyrri hluta myndarinnar er sú staðreynd að hann getur ekki leikið bugaðan mann. Hon- um tekst ekki að koma þeirri tilfinningu á framfæri að hann hafi beðið afhroð í lífinu, eða orðið skipreka á einhvern hátt, en það eru algengustu ástæður þess að menn fara á útigang. Þegar líður á mynd- ina, kemur æ betur í ljós að ekki er ætlunin að sýna þann- ig mann. Hann er óbrotinn og óbugaður, enda rennur það upp fyrir áhorfendum að hann hefur aldrei látið það eftir sér að láta í minni pokann. Tuskusafnarinn á hestvagninum (saga rnyndar- innar hefst 1938) kemst að kjarna þessarar manngerðar. Ranni (það er nafnið sem Nicholson leikur) er róni með tilfinningar og samviskubit. Togstreitan milli fortíðar og ömurlegs ástands í stræt- inu, fyrri stöðu og viðvarandi aðstöðuleysis er áberandi. Lífið er hart og hundarnir éta þá sem eru að deyja. Þegar kólnar á næturnar er ekki lengur hægt að leita nætur- gistingar í sefinu, sem er þá líklega skírskotun bókarheit- isins. Skjóls er þá víðar leitað undan ofsóknum og ofbeldi. Heiður er seint brotinn niður og reglur strætisins eru hafðar í heiðri. Því er sama hvað samviskan nagar Ranna og hvernig hún birtist í aftur- göngum og öðrum myndum. Hann hefur hreinan skjöld og er því sú manngerð sem alla tíð stendur föstum fótum á jörðinni. Myndin er góð og vel þess virði að menn geri sér ferð inn í Laugárásinn. Hinsvegar verð ég að kvarta undan því að poppið er selt í stórum bréfpokum og það er hreint ótrúlegt hvað hávaðinn getur orðið mikill og kliðurinn hár af áti bíógesta löngu eftir að myndin er hafin. Þetta er sérstaklega bagalegt þegar svona listastykki á í hlut, sem ekki byggist á hávaðasamri skólatónlist eða skothríð og vélarhljóðum. Krístján Björnsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.