Tíminn - 24.02.1989, Qupperneq 7

Tíminn - 24.02.1989, Qupperneq 7
Föstudagur 24. febrúar 1989 . Tíminn 7 Ný snjóruöningstæki reynd á gangstéttum í Reykjavík: Smávélar í snjómokstri Hjá embætti gatnamálastjóra stendur nú yfir athugun á hentugum tækjum, sem hægt er að nota til að hreinsa snjó af mjóunr gangstéttum og sem smogið geta milli Ijósastaura, brunahana og eftir þröngum gang- stígum. Þorgrímur Hallgrímsson rekstrai- fulltrúi hjá embætti gatnamálastjóra sagði í samtali við Tímann að þeir hefðu fengið litla Bobcat-vél í eigu Gámaþjónustunnar að láni og hefur hún verið til reynslu sl. tvo daga og reynst vel. Vélin er enn sem komið er með skóflu að framan, en til stendur að fá svokallaðan fjölplóg á hana, en hann er tvískiptur og má ýmist nota sem tönn eða plóg. Búast má við að fjölplógurinn verði tilbú- inn eftir tvær til þrjár vikur, en hann er í smíðum. Þorgrímur sagði að bundnar væru miklar vonir við að tækið gæti tekið við af þeim dráttarvélum sem gatna- málastjóri hefði yfir að ráða í dag. Tækið er mun mjórra. eða um 1,20 m á breidd, og smýgur á milli þar sem dráttarvélarnar komast ekki á milli. Þá er hugmyndin að reyna svokall- aðan mini-traktor, sem notaður hef- ur verið til að standsetja húsalóðir á sumrin. Talsvert hefur þurft að flytja burtu snjó í öllum borgarhverfum að undanförnu, en reynt er að halda því í lágmarki þar sem kostnaðurinn við þær framkvæmdir er mjög mikill, en í sumum tilfellum verður ekki kom- ist hjá þvf. - ABÓ Atvinnuleysi á Norðvesturlandi Sicil Angola: Fimm lík hafa fundist, allir eru taldir af Sautján manna áhöfn Sicil Ang- ola, sem fórst í fyrradag um 180 mílur vestur af írlandsströndum, er talin af. Björgunarþyrlur breska flughersins og dönsk og norsk skip sem voru á svipuðum slóðum höfðu fundið lík fimm áhafnarmeðlima síðdegis í gær, en mennirnir sautján voru allir frá Suður-Kóreu. Aftakaveður var á leitarsvæðinu og sóttust björgunaraðgerðir seint. Nimrodþota frá breska flughernum sveimaði yfir svæðinu í fyrradag, fram í myrkur. Sicil Angola var á leið til íslands frá Torrevieja við Miðjarðarhafs- strönd Spánar með saltfarm í eigu Saltsölunnar hf. og var búist við að skipið kæmi til Vestmannaeyja í vikulokin. - ABÓ Frá Erni Þórarinssyni fréttaritara Tímans, Fljótum. Verulegt atvinnuleysi er um þess- ar mundir í Skagafjarðar- og Húna- vatnssýslum, meira en hefur verið mörg undanfarin ár. Um síðustu mánaðamót voru um 180 manns atvinnulausir á þessu svæði og samanlagður fjöldi atvinnuleysis- daga í janúar var liðlega 4200. Astandið er nokkuð misjafnt milli þéttbýlisstaðanna á svæðinu. Lang- best er ástandið á Skagaströnd, þar er nánast ekkert atvinnuleysi. Á Hvammstanga er staðan hinsvegar miklu lakari, þar voru 42 á atvinnu- leysisskrá um síðustu mánaðamót og útlit er fyrir að starfsfólk rækju- vinnslunnar Meleyrar bætist fljót- lega í þann hóp þar sem kvóti rækjubátanna á Hvammstanga er á þrotum og hráefnisskortur því fyrir- sjáanlegur. Á Blönduósi voru 47 skráðir atvinnulausir en voru 13 á sama tíma fyrir ári. Nokkur hluti þessa fólks er í sveitunum í kringum kaupstaðinn en í Austur-Húnavatns- sýslu hefur orðið mikill samdráttur í sauðfjárbúskap síðustu árin, einkum vegna riðuveiki. Á Hofsósi voru liðlega 20 manns á skrá urn síðustu mánaðamót og stafar það meðal annars af fádæma óstilltu tíðarfari það sem af er þessu ári þannig að nánast ekkert hefur verið hægt að sækja sjó af smærri bátunum. Líkur eru á að atvinnuástand batni á Sauðárkróki og Hofsósi þeg- ar togararnir sem keyptir voru frá Suðurnesjum um áramótin koma til veiða í næsta mánuði en þeir eru nú í slipp erlendis. Ný reglugerð um áfengisauglýsingar: Bannað að auglýsa Sett hefur verið ný reglugerð þar sem kveðið er nánar á um bann við áfengisauglýsingum. Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið setti reglugerðina vegna komu áfengs öls um mán- aðamótin. 1 henni er leitast við að skilgreina hvað átt sé við með auglýsingu. Er þá í veigamiklum atriðum tekið mið af sömu reglum og gilda um auglýsingar á tóbaki. Samkvæmt reglugerðinni tekur hugtakið auglýsing bæði til beinna auglýsinga og óbeinna. Með óbein- um auglýsingum er vísað til þess þegar neysla eða önnur meðferð áfengis er sýnd í auglýsingum um aðra vöru en áfengi. Þetta á einnig við um firmanafn eða merki áfengisframleiðanda nema hann framleiði einnig óáfenga drykki. f>á skal koma skýrt fram að um óáfengan drykk sé að ræða í viðkomandi auglýsingu. Nokkar undanþágur eru frá reglugerðinni. Til að mynda má áfram flytja inn erlend blöð sem innihalda auglýsingar á bjór og öðru áfengi. Glös og glasabakka Timamynd: Árni Bjarna F.v. Páll Sigurðsson, Guðmundur Bjarnason og Ingimar Sigurðsson skýra frá nýrri reglugerð vegna komu áfengs öls. má einnig merkja með firmanafni eða merki áfengisframleiðanda. Sem og flutningstæki, vöruumbúð- ir, bréfsefni og annað sem beinlínis tengiststarfsemi fyrirtækisins. Með refsingar vegna brota á reglugerð- inni verður farið samkvæmt áfeng- islögum. jkb

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.