Tíminn - 24.02.1989, Síða 10

Tíminn - 24.02.1989, Síða 10
10 Tíminn Föstudagur 24. febrúar 1989 Föstudagur 24. febrúar 1989 Tíminn 11 ITT lítagónvarp er fjárfestíng ív-þýskum gæðumog fallegum ITIEtum BILALEIGA meö utibú allt i kringurri landiö, gera þér mögulegt aö leigja bíl á einum staö og skila honum á öörum. Reykjavík ’ 91-31615/31815 Akureyri 96-21715/23515 Pöntum bíla erlendis interRent Bílaleiga Akureyrar Akureyringar - nágrenni Námskeið Námskeiö í raddbeitingu, framsögn og ræöutækni fyrir ræöustól, hljóðvarp og sjónvarp. Kennarar: Kristján Hall og Theodór Júlíusson. Námskeiðið fer fram aö Hafnarstræti 90, Akureyri og hefst 24. febrúar kl. 18 og stendur laugardaginn 25. febrúar frá kl. 13 og sunnudaginn 26. febrúar frá kl. 13. Innritun í síma 21180 milli kl. 16 og 18 miðvikudag og fimmtudag. Austur-Skaftfellingar: Aðalfundur Aðalfundur Framsóknarfélagsins verður haldinn í húsi Skinneyjar hf., föstudaginn 3. mars kl. 20.00. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Húsnæðismál. 3. Önnur mál. Stjórn Framsóknarfélagsins. Kópavogur Skrifstofan í Hamraborg 5 er opin þriðjudagaog miðvikudaga kl. 9-13. Sími 41590. Heitt á könnunni. Opið hús alla miðvikudaga kl.17-19. Félagsmenn eru hvattir til að líta inn og taka með sér gesti. Eflum flokksstarfið. Framsóknarfélögin í Kópavogi. Reykjanes Skrifstofa Kjördæmissambandsins að Hamraborg 5, Kópavogi er opin á mánudögum og miðvikudögum kl. 17 til 19. Sími 43222. K.F.R. Fjölnotaglösin fyrir 1. mars, eigum til lítið eitt af glösum með flokksmerkinu. Pantanir í síma 24480. LFK. Landssamband framsóknarkvenna Nóatúni 21, - s. 24490. ;i!lílllll ÍÞRÓTTIR ÍÞRÓTTIR Körfuknattleikur: ÍR og Njarðvík í bikarúrslitin New York. Stórtap Los Ang- eles Lakers gegn Utah Jazz á mið- vikudag í NBA-deildinni í körfu- knattleik vekur nokkra athygli þegar á úrslitin er litið. Að vísu er Macig Johnson meiddur er fyrr má nú vera. Úrslitin urðu þessi: Utah Jazz-Los Angeles Lakers.........105-7 Denver Nuggets-Dallas Maver . . . 109-106 Detroit Pistons-Portland Tr..........105-94 Cleveland Cavaliers-N.J.Nets .... 130-111 Chicago Bulls-Charlotte Horn . . . 130-102 Philadclphia ’76ers-Miami H....... 139-108 Golden State Warr.-S.A.Spurs . . . 118-107 Boston Celtics-Sacramcnto Kings . . . 99-91 Lahty. Sigurganga Finna á heimsmeistaramótinu í norrænum greinum skíðaíþrótta hélt áfram í gær er kvennasveit þeirra í 4x5 km boðgöngu kom fyrst í mark. í sveit- inni vrou Marja-Liisa Kirvesniemi, Pirkko Maatta, Jaana Savolainen og Marjo Matikainen. Sovéska sveitin varð í öðru sæti eftir harða keppni við þá finnsku. Sveit Noregs varð í þriðja sæti. í fyrradag sigraði eiginmaður Marju-Liisu, Harri Kirvesniemi í 15 km göngu með hefðbundinni aðferð. Pað er fyrsti sigur hans á stórmóti, en hann hafði áður unnið 6 brons- verðlaun á Ólympíuleikum og heimsmeistarakeppni. Frá Margréti Sanders frcttarítara Tímans á Suðurnesjum: UMFN í úrslit UMFN sigraði KR 95-90 í fjögurra liða úrslitum bikarkeppninnar í gærkvöld. Staðan í hálfleik var 53-42. Njarðvíkingar sigruðu í fyrri leik liðanna 93-70 og eru því komnir í úrslit, og leika bar gegn 1R- ingum. Stigahæstu menn: UMFN Teitur Örlygs- son 28, Helgi Rafnsson 23, Kristinn Einars- son 14, Hreiðar Hreiðarsson 12, Isak Tómasson 8, Friðrik Rúnarsson 7 og Friðrik Ragnarsson 3. KR: Jóhannes Krist- björnsson 24, Guðni Guðnas. 21, Gauti Gunnarsson 13, Lárus Árnason 10, Ólafur Guðmundsson 8, ívar Webster 6, Birgir Mikaelsson 6 og Lárus Valgarðsson 2. ÍR í úrslit ÍR og b lið Njarðvíkur léku í gær seinni leik sinn í undanúrslitum bikarkeppni KKÍ. ÍR-ingar fóru með sigur af hólmi eins og í fyrri leiknum og eru því komnir í bikarúrslitaleikinn sem fara mun fram 30. mars. Jafnt var á með liðunum fyrstu 10 mínútur leiksins og var staðan um tíma 20-20. Þá skiptu ÍR-ingar um gír og náðu öruggri forystu fyrir hálfleik 68-38. Seinni hálfleikur var fremur dapur á að horfa og hélst munurinn u.þ.b. 20 stig allt til loka. Lokatölur urðu svo 99-77 fyrir ÍR. UMFNb: Þorsteinn Bjarnason 26, Gunnar Þorvarðason 15, Árni Lárusson 12 og aðrir minna. ÍR:Jón Örn Guðm. 20, Sturla Örlygsson 19, Björn Steffensen 18, Ragnar Torfason 12 og aðrir minna. J.S. 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 Get-raunir!!! Um síðustu helgi var sprengipottur í íslenskum getraunum. En viti menn sprengjan sprakk ekki og verður pott- urinn því tvöfaldur um helgina. Það var sem sé enginn með 12 rétta um síðustu helgi, enda varla nema von. Óvænt úrslit í ntörgum leikjum. Það kom þó ekki í veg fyrir að 13 raðir komu fram með 11 rétta og eru það óvenjulega fáar raðir. Fyrir hverja slíka röð voru 80.435. kr. í vinning. Fyrsti vinningur, sem var kominn í 2.428.236 kr. flyst yfir á 8. leikviku og búast má við því að potturinn verði milli 4 og 5 milljónir um helgina. BIS hópurinn er nú kominn með góða forystu í hópleik getrauna eftir 6 umferðir. BIS hefur 62 stig, en næstir koma FYLKISVEN og BIGGI með 60 stig. BOND SLÉTTBAKUR og FÁLKAR hafa 59 stig. 11 rétta um síðustu helgi voru FYLKISVEN, GETOG, og DAGSSKOKK frá Sel- fossi. Framarar hafa verið duglegastir við að merkja við félagsnúmer sitt af stuðningsmönnum íþróttafélaganna, síðan nýja sölukerfið var tekið upp. Fram hefur fengið 11,47% af merktum röðun, en Fylkismenn koma næstir með 10,89 %. Þessi tvö félög eru í nokkrum sérflokki, í næstu sætum koma KR, ÍA, Valur, KA, Þór, Vík- ingur, ÍBK og Breiðablik. Þessi félög eru með um 53 % allra getraunaáheita í landinu, en alls eru númershafar hjá íslenskum getraunum 171. Ljóst er að íþróttafélögin í landinu geta stóraukið tekjur sínar með getraunasölu. Ríkisútvarpið reif sig upp af botnin- um í fjölmiðlaleiknum með því að hafa 8 rétta í síðustu viku. Þjóðviljinn náði sér vel á strik með 7 rétta og Stöð 2~ hafði 6 rétta. Margir miðlar höfðu 5 rétta eða Tíminn, DV, Mbl. og Bylgjan. Dagur og Stjarnan ráku lest- ! ina með 4 rétta. ! Staðan í fjölmiðlaleiknum er nú j orðin all alvarleg fyrir undirritaðan ! Tíminn er nú einn í botnsætinu með 23 stig. Mbl. leiðir keppnina með 35 stig og Bylgjan er í öðru sæti með 33 stig. DV er í því þriðja með 32 stig. Næstir koma Þjóðviljinn með 28 stig, RÚV og Stöð 2 hafa 26 stig, Dagur 25, Stjarnan 24 og Tíminn rekur lestina sem stendur, - eins og áður segir með 23 stig. Það er þó aðeins tímabundið, það er næsta víst. Undirritaður var búinn af lofa form- legri afsökunarbeiðni ef Manchester United ynni ekki sigur á Bournemouth í bikarkeppninni. Jafntefli varð mörg- um til mikillar skelfingar og er hér því beðist afsökunar á spánni. En lítum á næstu leikviku, sem er sú 8. í röðinni og nú springur sprengjan sem ekki sprakk í síðustu viku. Aston Villa-Charlton: x Hér geta úrslit urðið á ýmsa lund, en helst hallast ég að jafnteflinu og set x á leikinn. Derby-Everton: 1 Ég hika ekki við að treysta leikmönn- um Derby til að sigra Everton á Baseball Ground í Derby. Mínir menn standa sig. Millwall-Coventrv: x Bæði þessi lið hafa komið mjög á óvart á þessu keppnistímabili með góðum árangri. Niðurstaðan verður jafntefli eftir nokkrar vangaveltur. Norwich-Maii. United: 2 Stórleikur helgarinnar. United liðið hefur átt góðu gengi að fagna að undanförnu og þrátt fyrir jafnteflið í Bournemouth þá treysti ég þeim til sigurs í þessum leik. Southampton-Tottenham: 1 Tottenham liðið er hálfgert jójó-lið, á ágæta leiki inná milli, en tapar síðan jafnvel næsta leik. Ætla Dýrðlingarnir hafi ekki sigur að þessu sinni. Wimbledon-Sheffield Wed.: 2 Nú er komið að því hjá Sigga Jóns. og félögum. Þeir finna sig vel undir stjórn Atkinsons og leggja bikarmeistarana á heimavelli þeirra. Bournemouth-Portsmouth: 1 Bournemouthliðið er sterkt á heima- velli, það fengum við að sjá síðastliðna helgi gegn Man. United. Leikmenn Portsmouth verða þeim ekki steinn í götu á Dean Court. Barnsley-Blackburn: x Nú er það jafnteflið sem gildir í þessum baráttuleik í 2. deildinni. Bæði liðin eygja möguleika á 1. deildar sæti að ári og gefa ekkert eftir. Brighton-Watford: 2 Watford-liðið tekur nú á honum stóra sínum leggur Brighton á útivelli. Liðið er mun betra en Brighton eins og staða þeirra í deildinni segir til um. Oxford-Ipswich: 2 Þessi leikur getur farið á alla vegu, en útisigur Ipswich hefur orðið fyrir valinu að þessu sinni. Ekki væri úr vegi að splæsa á þrítryggingu í þessum leik. f j Stoke-Leicester: x Sjaldan er ein báran stök og því kemur hér enn eitt jafnteflið á seðlinum. Sunderland-Hull: 1 Hér er á ferðinni öruggur heimasigur j Sunderland og Hull liðið er enn eftirj sig eftir leikinn gegn Liverpool um j síðustu helgi. skúli lúðvíks. FJÖLMIÐLASPÁ LEIKIR 25. FEB. ’89 J ffl 5 > Q TÍMINN Z z 3 > 8 2 | DAGUR | RÍKISÚTVARPIÐ | BYLGJAN 04 8 £ STJARNAN SAMTALS 1 X 2 Aston Villa - Charlton 1 1 X 1 1 1 1 1 1 8 1 0 Derby - Everton 1 X 1 X X 1 X 1 2 4 4 1 Millwall - Coventry 1 X X 2 X 1 1 X X 3 5 1 Norwich - Man. Utd. 1 X 2 X X X 2 1 2 2 4 3 Southampton - Tottenham X 2 1 2 2 2 2 2 2 1 1 7 Wimbledon - Sheff. Wed. 1 X 2 1 1 1 1 X X 5 3 1 Bournemouth - Portsmouth 1 X 1 1 1 1 1 X 2 6 2 1 Barnsley - Blackburn X X X 2 2 X 2 X 1 1 5 3 Brighton - Watford 2 2 2 2 2 2 2 1 X 1 1 7 Oxford - Ipswich 1 1 2 X X 2 X 2 1 3 3 3 Stoke - Leicester 1 1 X 2 1 1 1 1 2 6 1 2 Sunderland - Hull 1 1 1 1 1 1 1 1 X 8 1 0 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 Héðinn Gilsson hefur staðið sig mjög vel í leikjum íslenska landsliðsins í B-keppninni í Frakklandi. í gær kom Héðinn inná í síðari hálfleik gegn Hollendingum og skoraði 5 glæsileg mörk með þrumuskotum. Héðinn er sannarlega maður framtíðarinnar í landsliðinu. Handknattleikur: Holland ekki hindrun að settu takmarki - frábær árangur íslands í B-keppninni í handknattleik ísiand vann Hollendinga með 14 marka mun, 31-17, er liðið léku síðasta leik sinn í milliriðli í B- keppninni í handknattleik í Starborg í gærkvöld. íslenska liðið hafði mikla yfirburði í leiknum og lék á als oddi Iengst af. Kristján Arason gerði fyrsta mark leiksins, en Hollendingar jöfnuðu síðan 1-1. ísland gerði á næstu mínútum tvö mörk fyrir hvert eitt sem Hollendingar gerðu og munur- inn jókst jafnt og þétt. Þegar blásið var til leikhlés var munurinn orðinn 8 mörk 18-10, en lokakafli fyrri hálfleiks var góður hjá íslenska lið- inu. Nokkurt bakslag kom í leik ís- lenska liðsins í upphafi síðari hálf- leiks og menn flýttu sér full hratt. Leikmenn klúðruðu dauðafærum og Hollendingar minnkuðu muninn í 7 mörk, 20-13. Þá kom til skjalanna Héðinn nokkur Gilsson og þrumu- skot hans þöndu netmöskva hol- lenska marksins 5 sinnum á stuttum kafla. Þar með var íslenska eimreið- in komin að nýju á fulla ferð og Jakob Sigurðsson sýndi mikið öryggi í hraðaupphlaupunum. Munurinn jókst að nýju og þrjú síðustu mörkin í leiknum voru íslensk. Leiknum Iauk með 14 marka íslenskum sigri 31-17. Jakob Sigurðsson og Héðinn Gils- son léku vel í þessum leik, en allir leikmenn íslenska liðsins stóðu vel fyrir sínu. Einar Þorvarðarson stóð í markinu allan tímann og varði mjög veúþar á meðal vítakast. Hollenská liðið er ekki sterkt þegar á heildina er litið, ert innborðs hefur liðið á að skipa nokkrum góðum leikmönnum. Þessi leikur var erfiður fyrir ís- lenska liðið þar sem markamunurinn var aðalmálið. Pressan var mikil á mönnum, en þeir stóðust þá raun og kláruðu dæmið með sóma. Mörkin skoruðu fyrir ísland: Jak- ob Sigurðsson 8, Héðinn Gilsson, 5, Þorgils Óttar Mathiesen 5, Kristján Arason 4, Valdimar Grímsson 2, Alfreð Gíslason 2, Sigurður Sveins- son 2/2 og Sigurður Gunnarsson 1. í hollenska liðinu var Van Moussel var atkvæðamestur með 5 mörk. Handknattleikur: ísland í úrslita- leikinn í París - eftir jafntefli Rúmeníu og Sviss 16-16. ísland varð í efsta sæti í sínum milliridli í B-keppninni í Frakklandi og leikur því tii úrslita á mótinu gegn Pólverjum, sem sigruðu í hinum milliriðlinum. Leikurinn verður kl. 13.00. á sunnudag og verður honum bæði útvarpað og sjónvarpað hingað til lands. fsland fékk 8 stig í milliriðlinum, en Rúmenar og Svisslendingar komu næstir með 7 stig. Rúmenar höðfu betra markahlutfall og.þeir leika því um þriðja sætið við Spánverja. Svis- slendingar leika um fimmta sætið við Frakka. Þessar 6 þjóðir komast í A-keppnina í Tékkóslóvakíu að ári, en V-Þjóðverjar sem verið hafa í fremst röð undanfarin ár sitja eftir með sárt ennið. Þeir unnu Búlgari í gærkvöld 25-13 en það dugði þeini ekki. í hinum riðlinum sigruðu Pólverj- ar Frakka í gærkvöld og tryggðu sér þar með réttinn til að leika til úrslita gegn íslendingum. Spánverjar unnu Kúbu 32-28 og Danir unnu stórsigur á ísrael 32-17. Danir leika gegn V-Þjóðverjum um 7. sætið á mótinu. Kúbu-menn, Búlagarir, ísraelsmenn og Hollendingar eru fallnir í C- keppnina, en áður höfðu Norðmenn, Kuwait-menn, Austur- ríkismenn og Egyptar farið þá leið- ina. Árangur íslands í keppninni er frábær og fjölmargir stuðningsmenn liðsins ætla að bregða sér til Parísar á sunnudaginn. Þegar er ein flugvél orðin full í þá ferð og líkur eru til að önnur vél verði fengin til. Til ham- ingju strákar. BL NU ER AÐ HROKKVA EÐA STÖKKVA Hver fær miiljónir m á laugardaginn? l't PS. Þú getur notað sömu tölurnar, viku eftir viku - með því að kaupa tveggja, fimm, eða tíu vikna miða. Sími 685111. Upplýsingasímsvari 681511 SAMEINAÐA/SÍA

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.