Tíminn - 24.02.1989, Side 12

Tíminn - 24.02.1989, Side 12
12 Tíminn Föstudagur 24. febrúar 1989 FRÉTTAYFIRLIT TOKYO - George Bush for- seti Bandaríkjanna átti langa og stranga dagskrá framundan er hann vaknaði í Tokyo í gærmorgun, en hann mun ræða við fjölda þjóðarleiðtoga á meðan hann dvelur í Japan vegna jarðarfarar Hirohitos Japanskeisara. Hann hitti Mitt- errand forseta Frakklands og forsætisráðherra Japans No- boru Takeshita að máli og var umræðuefnið efnahagslíf heimsins og ástandið í Mið- austurlöndum. KARÍÓ - Sovétríkin munu taka upp stjórnmálasamband við ísrael ef þeir samþykkja að taka þátt í friðarráðstefnu um málefni Miðausturlanda og hefji viðræður við PLO. Þetta kom fram hjá Eduarde Shévar- dnadze á blaðamannafundi. MOSKVA -Mikhaíl Gorbat- sjov aðalritari sovéska komm- únistaflokksins og forseti Sov- étríkjanna sakaði ýmsar stofn- anir Sovétrikjanna um að mis- nota umbótaáætlun sína. JERÚSALEM - Teddy Kolleg borgarstjóri í Jerúsalem sem er nær öruggur um endur- kjör í kosningum í næstu viku hét því að Jerúsalem yrði ald- rei höfuðborg Palestínuríkis. LUANDA - Pik Botha utan- ríkisráðherra Suður-Afríku og Magnus Malan varnarmála- ráðherra landsins sögðust vera reiðubúnir til að bera vitni fyrir nefnd er kannar spillingu í viðskiptalífi Suður-Afríku. Þeir eru sakaðir um að vera viðriðn- ir misferli í bankakerfinu. VÍN - Flugvél með ellefu manns innanborðs hrapaði í Konstansvatn á landamærum Vestur-Þýskalands og Austur- ríkis og er nokkuð Ijóst að allir hafi farist. Á meðal farþega í flugvélinni var félagsmálaráð- herra Austurríkis. Kafarar hafa fundið brak flugvélarinnar en ekkert lík fundið. Flugvélin var í eigu austur- rísks flugfélags og var á leið frá Vín til héraðsins Vorarlberg í vesturhluta Austrríkis. Flug- völlurinn í Hihenemsábökkum Konstantínsvatns var lokaður svo flugmaður vélarinnar freistaði þess að fljúga yfir vatnið til flugvallar í Altenreihn í Sviss. ÚTLÖND llllli Leiðtogar hinna sjö skæruliðahreyfínga í Afganistan sem mynduðu loks bráðabirgðastjórn í gær. Mojaddedi forseti er fjórði frá vinstri og Sayyaf forsætisráðherra er lengst til hægri. RÍKISSTJÓRN AFGANSKRA SKÆRULIÐA LOKS MYNDUD Afganskir skæruliðar kusu hinn hófsama Sibghatullah Mojadiddi sem forseta Afganistans en skærulið- ar komu sér loks saman um bráða- birgðastjórn eftir karp og ósætti undanfarnar vikur. Forsætisráð- herra bráðabirgðastjórnarinnar verður hins vegar strangtrúarmaður- inn Abdurrab Rasul Sayyaf. Mojadiddi er leiðtogi einnar af þremur hófsömu skæruliðahreyfing- um Afgana sem berjast undir merkj- um Mujahideen hreyfingarinnarsem hefur bækistöðvar sínar í Pakistan. Sayyaf er hinsvegar leiðtogi einnar af fjórum skæruliðahreyfingum strangtrúaðra múslíma sem vinna saman undir merkjum Mjahiddeen. Hins vegar eiga skæruliðar sem hafa bækistöðvar sínar í íran ekki aðild að ríkisstjórnini vegna deilna um hve stóran hlut þeir eiga í Shura, þingsamkomu skæruliða. Gorbatsjov heim- sækir Tsémóbýl Gorbatsjov leiðtogi Sovétríkj- anna heimsótti kjarnorkuverið í Tsérnóbýl í gær og er það í fyrsta sinni sem hann kemur þangað eftir að kjarnorkuslysið mikla varð þar í apríl árið 1986. Þá létust þrjátíu og einn er eldur og sprenging varð í kjarnakljúf versins með þeim af- leiðingum að geislavirkt ský lagðist yfir hluta Evrópu. í ferð sinni um Úkraínu ákvað Gorbatsjov að hitta að ntáli fjölda verkamanna er vinna í kjarnorku- verinu í Tsérnóbýl og einnig að heimsækja bæinn Slavutich sem byggður var fyrir íbúa bæjarins Tsérnóbýl sem fluttir voru þaðan á brott. Sovétmenn staðhæfa að geisla- virkni á þessum slóðum sé minni en í Kænugarði, höfuðstað Úkraínu og að ekkert sé að óttast af þeim sökum. Arafat býður Shamír í dans Yasser Arafat leiðtogi Frelsis samtaka Palestínu kom mönnum í opna skjöldu er hann hélt blaða- mannafund með tsraelskum blaða- mönnum í Katró í gær og sagðist vera reiðubúinn til að hitta Yitzhak Shamír forsætisráðherra ísraels að máli. Hins vegar sagðist hann ótt- ast um líf sitt færi hann til ísracls. Shamír vill Itins vegar ekkert við Arafat tala né aðra sem tengjast PLO auk þess sem hann útilokar friðarráðstefnu um málefni Mið- austurlanda þar sem Palestína tæki einnig þátt í viðræðum. Á þetta lagði hann ríka áherslu í opinberri heimsókn sinni til Frakklands eftir að PLO hafði ítrekað boð sitt um viðræður við ísraela um framtíð hernumdu svæðanna í Gaza og á Vesturbakkanum. Arafat sem var vopnaður .38 kalíbera skammbyssu á blaða- mannafundinum ítrckaði aö Mossad, leyniþjónusta ísraels væri stöðugt eftir lífi hans og að ágrein- ingur væri innan ísraelsku ríkis- stjómarinnar um hvort ætti að drepa Arafat. Sagði hann að Shar- on iðnaðarráðherra ísrael myndi myrða sig með eigin hendi ef hann fengi færi á því. ísraelsku blaðamennirnir eru nú í Kaíró vegna heimsóknar Oshc Arens utanríkisráðherra fsraels sem hitti Shévardnadze utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna að máli í borginni í gær. Kína og Indónesía: T aka upp stjórn- málasamband á ný Kínverjar og Indónesíumenn hafa ákveðið að taka á ný upp stjórnmála- samband og hefja samvinnu á ýms- um sviðum, en allt fór í hund og kött milli ríkjanna tveggja fyrir 22 árum þegar ríkisstjórn Indónesíu sakaði Kínverja um að standa á bak við uppreisnartilraun sent þá var gerð. Ákvörðun þessi var tekin á fundi Suharto forseta Indónesíu og utan- ríkisráðhcrra Kína, Kían Kítsjen, en þeir hittust að ntáli í Tokyo þar sem þeir verða viðstaddir útför Hir- ohitos Japanskeisara í dag. Tengsl ríkjanna verða nánar út- færð í sendiráðum ríkjanna tveggja við Sameinuðu þjóðirnar í New York. Indónesía er fimmta fjölmennasta ríki heimsins og ráða Indónesíu- menn yfir sjóleiðinni frá Indlands- hafi til Kyrrahafs. Þeir hófu við- skiptatengsl við Kínverja á nýjan leik árið 1985. Suharto sem ríkt hefur í Indónesíu frá því hann braut á bak aftur uppreisn kommúnista árið 1965, hef- ur hingað til sett sig á móti stjórn- málatengslum við Kína, en nú hafa mál greinilega breyst. Talið er að rúm hálf milljón manna hafi látið lífið í átökum í Kvikasilfurmengun Tonn af kvikasilfri sem notað hefur verið í stórri gullnámu á Am- azonsvæðinu hefur mengað stór svæði þar í kring og rennur nú með jarðvatni út í Amazonfljót og ógnar öllu lífrrki þar. Vísindamenn skýrðu frá þessu á miðvikudag. Þrírbras’ilískir vísindamenn sem fylgst hafa með kvikasilfurmengun- inni á þessum slóðum birtu niður- stöður rannsókna sinna sem sýna að magn kvikasilfurs í hári fólks á þessum slóðunt er fjórtán sinnum nteira en talið er óhætt miðað við viðmiðanir Alþjóða heilbrigðis- stofnunarinnar. Rannsóknir þeirra sýna einnig að kvikasilfrið er er komið inn í fæðúkeðjuna á þessum slóðum og er farið að hafa ógnvæn- leg áhrif á índíánaor búa á Amazon kringum uppreisnina 1965 og var kommúnistaflokkur Indónesíu þá þurrkaður út. ÚTLÖ ógnar lífi svæðinu. -Á hverjum degi er líður renna stærri og stærri skammtar af kvika- silfri í árnar kringum Amazonfljótið, sagði vísindamaðurinn Geraldo se Assis Guimaraes þegar niðurstöð- urnar voru kynntar. -Ef við gerum ekki róttækar ráð- stafanir og ef við leysum ekki kvika- silfursvandann þá munu afleiðing- Japanskeisari lagður til hinstu hvílu í dag: Sverð ogsmá- sjá í kistu Hirohitos? Hirohito keisari Japans mun fá hundrað persónulega muni með sér í gröfina, þar á meðal sverð er hann svaf með á hverri nóttu, þegar hann verður jarðsettur seinnipartinn í dag. Þetta kom fram í frétt japanska dagblaðsins Yomiuri Shimbun í gær. Blaðið staðhæfir að persónu- legir munir muni fylgja keisaran- um til hinstu hvílu, þar á meðal sé vesturþýsk smásjá sem keisar- anum var mjög kær, en með henni rannsakaði hann jurtir í grasagarði sínum, en Hirohito hafði mikið yndi af grasafræði. Þá munu fjölmargar leikskrár Sumo glímu verða lagðar með keisaranum, en hann var einlæg- ur áhugamaður um Sumo. í Amazon arnar verða hræðilegar fyrir fólkið á Amazonsvæðinu. Vísindamennirnir telja að á síð- ustu sjö árum hafi um 1800 rúmmetr- ar af kvikasilfri runnið út í náttúruna vegna gullvinnslunnar á þessum slóðum. Telja læknar að nú þegar séu fjölmargir indíánar þjáðir af kvikasilfureitrun.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.