Tíminn - 24.02.1989, Blaðsíða 13

Tíminn - 24.02.1989, Blaðsíða 13
Föstudagur 24. febrúar 1989 Tíminn 13 UTLÖND IIU Blökkustúlka tengd Mandela myrt í Soweto Þrettán ára blökkustúlka sem tengdist lífvörðum Winnie Mandela var skotin í bana í skotárás sem óþekktir menn gerðu á heimili stúlk- unnar sem er við sömu götu og Maxwell Madondo lífvörður Winn- iear var stunginn og grýttur til bana í síðustu viku. Þetta er nýjasta dauðsfallið sem verður í tengslum við morðmál þar sem lögreglan í Suður-Afríku segir að lífverðir Winnie Mandela séu riðnir við. í varfærnislegri yfirlýsingu lög- reglunnar segir að hugsanlega sé árásin hefndarárás vegna morðsins á Madondo, en kona er bjó í sama húsi og stúlkan sem myrt var hafði verið handtekin vegna aðildar að morðárásinni á lífvörðinn. Winnie Mandela, sem er einn aðalleiðtogi baráttumanna fyrir mannréttindum blökkmanna í Suð- ur-Afríku, hefur beðið mikinn álits- hnekk vegna þessa morðmáls. Hún er nú litin hornauga af umheiminum og öðrum blökkumannaleiðtogum sem staðhæfa að félagar í Knatt- spyrnufélaginu Mandela, sem í raun eru lífverðir Mandela, hafi innleitt tímabil óhugnaðar og hryllings í blökkumannahverfið Soweto. Tveir lífverðir Mandela hafa verið ákærðir fyrir morðið á þrettán ára dreng, Stompie Seipei, en rotnandi lík hans fannst í pytti í byrjun janúar. f kjölfar þess var læknir sem sagður er hafa skoðað meiðsl drengs- ins eftir barsmíðar lífvarðanna, myrtur. Þá kom morðið á Madondo og síðast lát stúlkunnar. Arnaldo Forlani kemur fram hefndum í Kristilega demókrataflokknum á italíu eftir sjö ára bið: De Mita felldur I formannskjöri Forsætisráðherra Ítalíu Ciriaco De Mita hefur verið sparkað sem formanni Kristlegra demókrata- flokksins þar í landi. Þetta setur stjórnmálin á Ítalíu enn einu sinni í óvissu þar sem ekki er ljóst hvort De Mita hafi nú styrk til að leiða ítölsku ríkisstjórnina. Stjórnarkreppur hafa verið landlægar á Ítalíu undanfarna áratugi. De Mita var felldur í formanns- kjörinu af Arnaldo Forlani helsta andstæðingi De Mita innan flokksins. De Mita hefur gegnt for- mannsembættinu í sjö ár. Er al- mennt talið að það sé mun valda- meira en embætti forsætisráðherra. De Mita laut í raun í lægra haldi De Mita forsætisráðherra Ítalíu sem var sparkað sem formanni Kristilega Demókratafloksins af helsta keppi- naut sínum, Farlani. De Mita bolaði Farlani úr formannsembættinu árið 1982. fyrir flokksbarónum er nú stóðu sameinaðir gegn honum vegna þeirra miklu valda sem hann hefur haft undanfarna sjö mánuði sem forsætisráðherra og formaður flokksins. Þótti þeim hlutur sinn orðinn heldur rýr. Talið er að nú muni mikil valda- barátta hefjast innan ríkisstjórnar Italíu, en að henni standa fimm stjórnmálaflokkar. Kristilegi demó- krataflokkurinn er stærstur en sós- íalistaflokkurinn undir stjórn Be- nottis Craxi er næstur að fylgi og er talið að hann muni reyna að semja við Arnaldo Forlani um forsætisráð- herraembættið framhjá De Mita. Forlani var forsætisráðherra Ítalíu í átta mánuði þar til hann neyddist til að segja af sér vegna hneykslis- málsins í kringum leyniregluna P-2, en það mál felldi ríkisstjórnina 1981. Þá sá De Mita sér leik á borði og felldi Farlani í formannskjöri árið 1982. Nú hefur hann komið fram hefndum. vr\i\^v> ■ Mnr FÉLAGSMÁLASKÓLI Gissur Pétursson Egill H. Gíslason Finnur Ingólfsson Hrólfur Ölvisson Helgi Pétursson Arnar Bjarnason Samband ungra framsóknarmanna og Kjördæmissambönd Framsóknarflokksins hafa ákveðið að fara á stað með Félagsmálaskóla þar sem boðið verður uppá eftirfarandi námskeið: A. Grunnnámskeió í félagsmálum: Efni: Fundarsköp og ræðumennska, tillögugerð, stefnumál Framsóknarflokksins o.fl. Tímalengd: 8 klst. Leiðbeinendur verða: Gissur Pétursson, Egill Heiðar Gísla- son, Finnur Ingólfsson, Arnar Bjarnason og Hrólfur Ölvisson. Stefnt er að því að halda námskeiðið í febrúar og mars á eftirtöldum stöðum ef næg þátttaka fæst: Reykjavík, Keflavík, Selfoss, Vestmannaeyjar, Höfn, Egilsstööum, Akureyri, Sauö- árkróki, ísafirði, Ólafsvík og Akranesi. B. Fjölmiðlanámskeið: Efni: Framkoma í sjónvarpi og útvarp. Undirstöðuatriði í frétta- og greinaskrifum. Áhrif fjölmiðla. Tímalengd: 16 klst. Leiðbeinandi: Helgi Pétursson, fréttamaður. Stefnt er að því að halda námskeið í Reykjavík og á Akureyri. Þeir aðilar sem hafa áhuga á þessum námskeiðum eru hvattir til að hafa samband við eftirtalda aðila: Reykjavík: Skrifstofa Framsóknarflokksins, s. 91-24480 Reykjanes: Ágúst B. Karlsson, sími 91-52907 Vesturland: Bjarni Guðmundsson, sími 70068 Vestfirðir: Sigurður Viggósson, sími 94-1389 Noröurland vestra: Bogi Sigurbjörnsson, sími 95-71527 Norðurland eystra: Snorri Finnlaugsson, sími 96-61645 Austurland: Ólafur Sigurðsson, sími 97-81760 Suðurland: Guðmundur Búason, sími 98-23837 Samband ungra framsoknarmanna Kjördæmissambönd Framsóknarflokksins SUF í Viðey Miðstjórnarfundur Sambands ungra framsóknarmanna verður hald- inn laugardaginn 18. mars ( Viðeyjarstofu. Dagskrá og sérmál fundarins auglýst síðar. Framkvæmdastjórn SUF Fjölmiðlanámskeið SUF Fyrsta fjölmiðlanámskeið SUF og kjördæmissambandanna hefst laugardaginn 11. mars kl. 10 í Nóatúni 21, Reykjavík. Framkvæmdastjórn SUF Fjölmiðla- námskeið Fjölmiðlanámskeiðið hefst fimmtudaginn 23. febrúar nk. kl. 17.30 og stendur laugardaginn 25. febr. frá kl. 13.00 og sunnudaginn 26. febr. frá kl. 13.00 að Nóatúni 21. Samtals 22 kennslustundir. Kennari: Arnþrúður Karlsdóttir fjölmiðlafræðingur. Getum enn bætt við örfáum þátttakendum. Upplýsingar í síma 24480. Stjórn LFK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.