Tíminn - 24.02.1989, Page 20

Tíminn - 24.02.1989, Page 20
AUGL.VSINGASÍMAR: 680001 —686300 RÍKISSKIP NÚTIMA FLUTNINGAR Hatnarhúsinu v/Tryggvagotu, S 28822 eru Ætb okkar jfaö! tfERBBRtFftWHBKIPn SHHUMMBAMCftNS SUÐURLANOSSRAUT 1B, StMl: 688588 ÖNNUMST SMÍÐI OG VIÐHALD LOFTRÆSTI- KERFA OG ALLA ALMENNA BLIKKSMÍÐI OBDBBftBBUKXSF Vagnhöfða 9, 112 Reykjavík © 68 50 99 NÝJA SENDIBÍLASTÖÐIN 68-5000 GÓÐIR BÍLAR ÁG/ETIR BlLSTJÓRAR Iíiniiin FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚÁR 1989 Oli K. á fundi tveggja Tíminn telur sig hafa heimildir fyrir því að nýverið hafi tveir ráðherrar, tveir bankaráðsmenn Landsbanka íslands og forstjóri Olís hist á fundi í utanríkisráðuneytinu til að ræða málefni Olís. Óli K. Sigurðsson forstjóri Olís neitaði í samtali við Tímann í gær að hafa verið á ofangreindum fundi. Yfirhöfuð sagðist hann ekki kæra sig um að tjá sig frekar um allt þetta mál, fyrr en fallinn væri dómur varðandi innsetningarkröfu Landsbankans hjá borgarfógeta. Það gerist í dag. Á áðurgreindum fundi sem heimildarmenn Tímans fullyrða að átt hafi sér stað voru ráðherr- arnir Jón Baldvin Hannibalsson og Ólafur Ragnar Grímsson. Einnig voru mættir bankaráðs- mennirnir Eyjólfur K. Sigurjóns- son og Lúðvík Jósefsson. Fimmti maðurinn var Óli í Olís að því er okkar heimildir segja. Hvað rætt hefur verið á þessum fundi er erfitt að geta sér til um, og ekki tókst að ná í ráðherrana í gær þar sem þeir sátu ríkisstjórnarfund fram eftir kvöldi. Björn Björnsson bankastjóri Alþýðubankans staðfesti í sam- tali við Tímann í gær að Alþýðu- bankinn hefði gengið í ábyrgð fyrir Olís að upphæð um 22,5 milljónir króna til olíuflutninga. Líkast til er hér um að ræða olíu þá er Texaco á í birgðatönkum Olís. Óli K. staðfesti að Alþýðu- bankinn hefði gefið út ábyrgðina en vildi ekki tjá sig um hana að öðru leyti en því að hann sagði að mammmammmam Landsbankinn hefði gefið það út að hann fengi ekki ábyrgðir þar og því hefði hann leitað annað til bjarga sínu fyrirtæki. Það hefðu allir gert slíkt hið sama í hans sporum. Hann vildi ekki greina frá þeim tryggingum sem hann setti fyrir ábyrgðinni. í dag verður kveðinn upp úr- skurður varðandi innsetningar- kröfu Landsbankans á hendur Olís hjá borgarfógeta. Úrskurð- inn kveður upp Valtýr Sigurðsson borgarfógeti. _ES ráðherra um Olísmálið? Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráöherra, í hreingerningum: Guðrún Ásta Sigurðardóttir, hjá tolladeild, Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra, og Snorrí Olsen, í skattadeild. Tímamynd Ámi Bjama Fjármálaráðherra, Ólafur Ragnar Grímsson, hefur haf- ið tilraun til að leysa mikinn vanda þeirra sem komust í vanskil með greiðslu tekju og eignaskatta þegar breytt var yfir í staðgreiðslu. Fjöldi einstaklinga virðist hafa ver- ið í þeim vítahring að ýta stöðugt vangoldnum skatti sínum á undan sér og vera þannig u.þ.b. einu til tveimur árum á eftir með greiðslur. Staða þeirra versnaði veru- lega þegar þeir þurftu að standa skil á staðgreiðslunni. Á fundi í gær með blaða- mönnum sagðist Ólafur Ragnar halda að áætluð van- skil af þessu tagi næmu um þremur og hálfum milljarði króna. Fjármálaráðherra hefur nú ákveð- ið að gefa þeim 10.000 einstaklingum sem eru í mismiklum vanskilum af þessu tagi, kost á að sækja um föst afborgunarkjör á þriggja til fimm ára skuldabréfum. Umsóknarfrest- urinn er til 15. apríl og er gert ráð fyrir að lokið verði við uppgjör í síðasta lagi fyrir júnímánuð næst- komandi. Er þá gert ráð fyrir að fyrsta greiðsla á slíku skuldabréfi verði 15. júní á þessu ári. Skulda- bréfin verða verðtryggð miðað við lánskjaravísitölu og bera frekar lága raunvexti, eða frá 1,5% til 3,5% eftir afborgunartíma. „Það er alls ekki verið að fella niður skattaskuldir eða gefa vanskil- amönnum neinar ívilnanir umfram á sem staðið hafa í skilum til þessa,“ sagði Ólafur Ragnar. „Við erum að bjóða þessum einstakling- um samningsbundnar afborganir, sem þeir geta staðið undir af því að við erum að reyna að hreinsa til í vanskilaskránni.“ Sagðist hann vera vongóður um að fólk tæki þessu vel. Sagði hann að frá því í ágúst hafi einstaklingar verið að koma sjálfviljugir upp í fjármálaráðuneyti til að leita eftir viðlíka greiðslufyrirkomulagi og það gæfi ráðuneytismönnum von um að gera megi út um þetta vandamál. Þeir einstaklingar sem þar um ræðir, hafa samtals gert upp með ýmsu móti um 600 milljónir króna. Inni í tölu þeirri sem fjármálaráð- herra áætlar að séu útistandi í van- skilum, eru allir vanskilamenn nema þeir sem lokið hafa málum sínum fyrir skiptarétti. Þeir sem eiga yfir- standandi mál fyrir skiptarétti eða eru til skiptameðferðar eru inni í þessari tölu. Þannig má búast við að þessi þrír og hálfur milljarður rýrni nokkuð, en ekki vildi ráðherra áætla nokkuð um endanlegan árangur þessara aðgerða. Þess má geta að innan fárra daga verða tilbúin í fjármálaráðuneytinu sérstök eyðublöð fyrir vanskila ein- staklinga sem sækja vilja um þessi málalok. Ekki er gert ráð fyrir að ríkið selji aftur þessi skuldabréf, sem verða að vera með fasteignaveði eða tvcggja manna sjálfskuldar- ábyrgð. heldur verði þau þess í stað til innheimtu hjá ríkisféhirði. KB Aldarafmælis Kennarafé- lags íslands minnst: Fengu gamla kennara- skólann að gjöf f gær voru hundrað ár liðin frá stofnun fyrsta Kennarafélags fslands. í afmælishófi sem var haldið í tiiefni dagsins tilkynnti Svavar Gestsson að íslenska Kennarafélagið og Kennarasam- band íslands fengi að gjöf frá ríkinu gamla Kennaraskólann við Laufásveg. Sá fyrirvari var þó settur að Alþingi leggi blessun sína yfir þessa ráðstöfun. þar sem ekki var gert ráð fyrir afmælis- gjöfinni á fjárlögum og fjárveit- ingarnefnd hefur ekki fjallað um málið. Það skilyrði er einnig sett að Rannsóknastofnun uppeldis- mála hafi áfram aðsetur í Kennaraskólanum. í lögum fyrsta kennarafélagsins var tilgangur þess sagður vera „að efla menntun hinnar íslensku þjóðar, bæði alþýðumenntunina og hina æðri menntun, auka sam- vinnu og samtök miili íslenskra kennara og hlynna að hagsmun- um kennarastéttarinnar í öllum greinum andlegum og líkamleg- um.“ Undirbúningsnefnd á vegum KÍ og HKÍ hefur jafnframt lagt drög að fleiri uppákomum síðar á árinu vegna afmælisins. Þegar hefur verið farið þess á leit við menntamálaráðherra að rituð verði skólasaga íslands. Einnig er unnið að því að kanna hvort hægt sé að koma á fót skólaminja- safni. Fyrsti vísirinn að slíku safni yrði þá sýning sem haldin yrði í ár. JKB/SSH

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.