Tíminn - 11.03.1989, Page 1
Óhug og skelfingu sló á menn árið 1912, þegar konungur Danmerkur og íslands
fannst látinn á götu í hinu alræmda lausungarhverfi St. Pauli í Hamborg
Herbergisþjónn konungsins tilkynn-
ti honum skelfingu lostinn að kon-
ungurinn væri horfinn og að enginn
vissi Itvar hann væri niður kominn.
Samstundis voru gerð boð fyrir for-
stjóra hótelsins, Wache. Hann kom
af fjöllum sem aðrir. Hann lét leita
í dyrum og dyngjum á hótelinu, cn
allt kom fyrir ekki. Konungurinn
hlaut að hafa farið út.
Hótelstjórinn sýndi aðdáunar-
veröan skörungsskap við þessar erf-
iðu kringumstæður. Hann lór að
athuga málið á skemmtistað í
grenndinni. Staöurinn hét Troca-
dero, næturklúbbur, þar sem dans
og aðrar lystisemdir voru á boðstól-
um og þar var opið til sex á morgn-
ana. En hér var cngan kóng að sjá.
Þá rcyndi Wache fyrir sér á öðrum
ámóta stað, ekki langt frá, Vietoria
Bar. Þar varenginn Friðrik konung-
ur heldur. Launtulegar fyrirspurnir
báru ekki minnsta árangur, cnginn
hafði séð hann.
Menn fóru að gerast örvæntingu
nær. En Wache hótelstjóri missti
ekki móðinn. Eftir að hafa ráðgast
viö Brockenhuus-Shack, hirðmar-
skálk, fórhann á næstu lögrcglustöð.
Eins og áður hefur veriö getið
leyndi konungur nafni sínu og stöðu
í ferðinni. Wache minntist Iteldur
ekki á neinn konung er hann ræddi
við varðstjórann. Hann sagði að
danska „grcifans al' Kronborg" væri
saknað af fylgdarliði hans og gaf
lýsingu á manninum. Hafði lögrcgl-
an í Hamborg nokkra hugmynd um
hvar hann væri?
Hræðilegur grunur vaknar
Lögreglumennirnir báðu hótel-
stjórann að sýna stillingu. Þeir vissu
hvorki eitt eða neitt, en þeir lofuðu
að málið yrði kannað daginp cftir.
En þcgar hótelstjórinn ætlaði að
fara kom lögreglumaður inn á stöð-
ina. Hann heyrði hvað verið var að
ræða um og hafði fréttir að færa, sent
síður en svo voru til þess fallnar að
bægja kvíðanum burtu úr hjarta
Wache hótelstjóra: Fyrr um nóttina
hafði líkið af snyrtilega klæddum,
eldri manni verið flutt í líkhúsið á
hafnarsjúkrahúsinu, Hafenkranken-
haus.
Hafenkrankenhaus var í miðju
hafnarhverfi Hamborgar. St. Pauli,
nánar tilgreint á horninu á aðalgötu
þcss, Reeperbahn. Árið 1912 var
hafnar og skemmtanahverfið St.
Pauli hið alræmdasta í öllum heimi.
í St. Pauii mátti kaupa sér hvaða
lystisemdir sent var - allra handa
bólfélaga og eiturlyf og þar voru
framdir allir þeir glæpir sem hugsast
máttu.
Hafcnkrankcnhaus var það
sjúkrahús sem allir vegalausir sjúkl-
ingar í Hamborg voru fluttir á, og
þar var líka líkhús, la Morgue,
Hamborgarlögreglunnar. Þangað
voru færð lík manna, sem ekki hafði
tekist að bera kennsl á og höfðu
fundist í höfninni eða rennusteinin-
um, lík sem höfðu fundist falin í
skúmaskotum cða eftirlegukindur
hnífa- og skotbardaga. Á líkhúsinu
í Hafenkrankenhaus var sem sé að
Síðdegis hinn 8. ágúst 1907 er ólga meðal manna í
Reykjavík. Ritstjórar Þjóðólfs og ísafoldar grípa andann
á lofti og svo fer ritsíminn að tifa og fréttin hefur brátt
borist yfir lönd og höf: Uppi á Kolviðarhóli hefur Friðrik
konungur áttundi í skálaræðu talað um ísland og
Danmörku, sem „BÆÐI RÍKIN SIN“! Talaði hans hátign
af sér um þetta ofurviðkvæma og stórpólitíska mál - eða
hvað...?
Frá Kolviðarhóli er fimm stunda reið til Reykjavíkur og
þótt blaðamenn brenni af eftirvæntingu þegar konungur
og fylgdariið hans kemur til bæjarins, þykir ekki hæfa að
ganga á konung með nærgöngulum spurningum, enda
má ekkert varpa skugga á gleðilega og hátíðlega
nærveru hans í íslandsheimsókninni. En í mörgu horni
eru vindlar reyktir og margt koníaksstaupið tæmt,
meðan velt er vöngum yfir þýðingu þessara orða og svo
verður lengi á eftir, þótt konungur sé þá löngu kominn í
faðm beykiskóga sinna við Eyrarsund.
Ekki síst vegna þessa atviks hefur
Friðrik konungur áttundi löngum
verið heldur vel séður á íslandi.
Hann var ólíkur hinum stranga föður
sínum, Kristjáni 9., gleðimaður mik-
l og samkvæmismaður, enda fór vel
á með þeim Hannesi Hafstein, ráð-
herra, sem gjarna hyllti vín og
kvennaástir í Ijóði. En fimm árum
eftir íslandsheimsóknina var jöfur
allur og það við kringumstæður, sem
danska hirðin hefði mikið viljað gefa
fyrir að legið hefðu í þagnargildi:
Hátignin fannst sálaður á götu í hinu
alræmda lausungarhverfi, St. Pauli í
Hamborg, og var fluttur sem hver
annar umrenningur í líkhús á fá-
tækraspítala. Um þetta viðkvæma
mál hafa nánari upplýsingar að von-
um ekki legið á lausu, en fyrir
skemmstu aflaði ungur, norskur
sagnfræðingur, Öystein Sörensen,
sér upplýsinga um málsatvik, sem
við tökum hér traustataki, lesendum
Helgar-Tímans til fróðleiks.
Á heimleið frá Riviérunni
Síðdegis þann 14. maí 1912 kom
Friðrik 8. til Hamborgar. Hann
hafði með sér fámennt fylgdarlið. í
þessu fylgdarliði var Lovísa drottn-
ing og þrjú yngstu börnin, þau Thyra
prinsessa, Dagmar, prinsessa og
Gústav prins. Þá yfirhirðmar-
skálkurinn, Franz Brockenhuus-
Shack, greifi og kammerherra, og
Oscar Bloch, líflæknir. Nokkrir
þjónar voru og með, en elsti sonur
konungs, Kristján, var heima í
Kaupmannahöfn. Sonurinn Karl,
sem árið 1905 hafði verið valinn
Noregskonungur undir nafninu
Hákon 7., var að vonum ekki í
foreldrahúsum lengur.
Konungurinn og fylgdarlið hans
voru á heimleið frá frönsku Riviér-
unni. Ætlunin var að dvelja eina
nótt í Hamborg í því skyni að
járnbrautarferðin reyndi ekki um of
á konunginn. Hann hafði átt við
hjartakvilla að stríða og árið áður
höfðu læknar greint að hann þjáðist
af kransæðastíflu. En í Suður-Frakk-
landi hafði hann hvílt sig vel og notið
hins milda loftslags nokkrar vikur.
hirðir í Evrópu hafði hann verið
kallaður „eilífðarkrónprinsinn" því
faðir hans hafði setið í hásætinu í 43
ár, eða frá því er hann tók við af
síðasta Aldinborgarkonunginum,
Friðriki 7., 1863.
Hinn tigni hópur fékk inni í við-
hafnarherbergjunum á hótelinu
Hamburger Hof. Konungur hafði
ekki viljað láta vita hver liann var í
ferðinni og var því skráður í bækur
hótelsins sem „greifinn af
Kronborg". En hinir reyndu og
nærgætnu starfsmenn hótelsins vissu
þó vel hver maðurinn var. „Greifinn
af Kronborg" hafði verið í Hamborg
áður og alltaf gist á Hamburger Hof.
Um kvöldið borðaði Friðrik kon-
ungur og föruneyti á hótclinu. Kon-
ungurinn var í besta skapi. Þegar
drottningin og prinsessurnar tvær
fóru upp á herbergi sín um níuleytið,
sat hann áfram í reyksalnum og
spjallaði við þá Bloch, Brocken-
huus-Shack og Gústav prins.
Skömmu síðar gengu þcssir menn
einnig til náða.
En ekki Friðrik konungur. Hon-
um þótti full snemmt að fara í rúmið
og sat enn um stund niðri - aleinn.
Um klukkan tíu fór konungur í
Greifinn af Kronborg
Friðrik var 68 ára árið 1912 og
hann hafði verið konungur frá árinu
1906. Bæði í Danmörku og við aðrar
Wache hótelstjóri
fær í nógu að snúast
Um klukkan tvö um nóttina vakn-
aði Brockenhuus-Shack, greifi, við
það að barið var ákaft á dyr hans.
Jungfemstieg við Alstervatnið í
Hamborg, er gatan sem blasir við
til vinstri hér á myndinni. Myndin
er tekin eftir stríð og hótel Ham-
burger Hof er ekki að finna lengur
á sínum gamla stað.
gönguferð út í borgina. Hann lét
engin orð falla um hvert hann ætlaði
og samferðafólkið liélt að hann
mundi einnig hafa farið í rúmið.
Friðrik 8. á yngri árum. Hann var
þægilegur maður í umgengni og
gefinn fyrir munúðarlíf. Það orð
sem af honum fór í hvíslingum
„elti hann uppi um síðir“.