Tíminn - 11.03.1989, Qupperneq 2

Tíminn - 11.03.1989, Qupperneq 2
12 HELGIN Laugardagur 11. mars 1989 A^rA \\) DAGVIST BARNA Fóstrur, þroskaþjálfar eða annað uppeldis- menntað starfsfólk! Dagvist barna, Reykjavík, óskar eftir starfsfólki í gefandi störf á góðum vinnustöðum. Til greina koma hlutastörf bæöi fyrir og eftir hádegi. Upplýsingar veita forstöðumenn eftirtal- inna dagvistarheimila og skrifstofa Dagvistar barna, sími 27277. Hagakot Skáli VESTURBÆR Fomhaga8 v/Kaplaskjólsveg s. 29270 s. 17665 Efrihlíð AUSTURBÆR v/Stigahlíð s. 83560 Hlíðarendi LAUGARNES Laugarásvegi 77 s. 37911 Sunnuborg HEIMAR Sólheimum 19 s. 36385 BREIÐHOLT - GRAFARVOGUR Jöklaborg v/Jöklasel s. 71099 Leikfell Æsufelli4 s. 73080 Foldaborg Frostafold33 s. 673138 FELAGSMALASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Vonarstræti 4 - Sími 25500 Félagsráðgjafar Lausar eru til umsóknar eftirfarandi stööur félags- ráðgjafa hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkurborg- ar: 1. Staða félagsráðgjafa í móttökuhópi við hverf- isskrifstofu fjölskyldudeildar í Breiðholti, Álfa- bakka 12. Um er að ræða nýja stöðu. Verksvið er móttaka og greining á nýjum erindum og vinnsla á beiðnum um fjárhagsað- stoð. Upplýsingar veitir yfirfélagsráðgjafi, Gunnar Klængur, í síma 74544. 2. Laus er 50% staða félagsráðgjafa í meðferðar- hópi við hverfisskrifstofu fjölskyldudeildar í Breiðholti, Álfabakka 12. Verksvið er vinnsla og meðferð í barnaverndar- málum og iangtímastuðningur við barnafjöl- skyldur. Upplýsingar veitir yfirfélagsráðgjafi, Gunnar Klængur, í síma 74544. 3. Félagsráðgjafa vantar til sumarafleysinga við Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar. Umsóknum skal skilatil starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á eyðublöð- um sem þar fást. Aðalfundur Aðalfundur Verzlunarmannafélags Reykjavíkur verður haldinn miðvikudaginn 15. mars, kl. 20.30 að Hótel Sögu, Átthagasal. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. Lík númer 1653 finna lík af vændiskonum, fyllirút- um, vasaþjófum, umrenningum, strandaglópum úr sjómannastétt, enn fleiri vændiskonum, útihrakn- ingsmönnum og smásvindlurum. Þarna voru undir einu þaki dreggjar næturlífsins í Hamborg. La Morgue við Reeperbahn var því áreiðanlega ekki best viðeigandi staðurinn fyrir konung Dana. Lík númer 1653 Wache hótelstjóri varð að fá úr því skorið hver þessi vel klæddi, eldri maður mundi vera. Hann lagði slíkan þunga á þetta á lögreglustöð- inni að hann fékk lögreglumann sér til fylgdar niður á sjúkrahúsið. Þeir tóku sér leigubíl, sem sagt var að bíða, þegar í ákvörðunarstað kom. Á sjúkrahúsinu krafðist Wache þess að mega sjá líka manns þessa. En úrillur vaktmaður sagði að ekkert slíkt kæmi til mála. Það væri óleyfi- legt. Hótelstjórinn yrði að koma daginn eftir, þegar líkið hefði verið krufið. Wache sagði deili á sér og heimt- aði að tala við vakthafandi lækni. Honum var sagt að það væri ekki hægt. Læknirinn væri sofandi og það mætti ekki vekja hann vegna nokk- urs sem þessa. Hótelstjórinn hótaði þá að vekja lækninn sjálfur og eftir mikið orðaskak lét næturvörðurinn undan. En þetta nægði ekki til. Læknirinn kvaðst hvorki mega né vilja lofa Wache að sjá líkið. Enn nýtt samn- ingaþóf endaði með því að vörður- inn féllst á að kalla þann mann til sem leyfið gæti veitt, forstöðumann líkhússins. Þegar forstöðumaðurinn Ioks kom, lagði Wache spilin á borðið. Hann sagði að líkið gæti verið af „greifanum af Kronborg“, hátt sett- um manni í Danmörku. Þar sem greifi átti í hlut lét forstöðumaðurinn dragast á að flytja mætti líkið upp á líkskoðunarstofuna. En ekki kom til mála að hótelstjóranum yrði leyft að koma niður í sjálft líkhúsið. Slíkt leyfðist engum utanaðkomandi manni. En ljóst var að það mundi taka sinn tíma að flytja líkið á skoðunar- stofuna - og hótelstjórinn gat ekki lengur beðið: Hann notaði alla sína fortölulist sem gamalreyndur hótel- maður, stöðu sína sem yfirmaður virtasta gistihúss borgarinnar og all- an sinn myndugleika. Og hann bar sigur af hólmi. Wache hótelstjóra var fylgt niður í sal líkhússins, þar sem óþekkt lík í Hamborg voru lögð til: Meðal strandaglópa, vasaþjófa og vændis- kvenna bar hann þegar kennsl á lík númer 1653. Það var konungurinn! Óhugnanleg ökuför Þótt Wache brygði í brún, þá kom áfallið ekki með öllu á óvart og honum féllust ekki hendur. Hann fór þegar fram á að mega taka líkið með sér. En það þýddi ekki að ræða. Þá var forstjórinn neyddur til þess að kasta út hæsta trompspilinu. Hann hvíslaði í eyra forstöðumanns- ins að lík númer 1653 væri sjálfur Friðrik 8., konungur Danmerkur. Það nægði. Hótelstjórinn og nokkrir starfs- menn sjúkrahússins, sem kallaðir voru á vettvang, báru þann dauða út að leigubílnum, sem beið á götunni. En þá kom enn nýr vandi til sögunn- ar. Bifreiðarstjórinn þverneitaði að flytja þennan nýja farþega. Hann gaf þá skýringu að leigubifreiðum í Hamborg væri bannað að flytja lík, Við þess háttar athæfi lægju þungar sektir. Hluti af samtímakorti af Hamborg. Talan 1 vísar á hótel Hamburger Hof á horni Jungfernstieg og Grosser Bleichen. Talan 2 sýnir hvar hafnarlíkhúsið „la Morgue" stóð á þessum tíma. Konungur við Gullfoss. En þessi vandi leystist á skaplegan hátt. Wache laumaði gullpeningi að manninum og sagði að það væri alls ekki dauður maður sem verið væri að flytja. Maðurinn væri aðeins alvarlega veikur. Þar með var Frið- rik konungi 8., sem nú var orðinn harla ómeðfærilegur vegna dauða- stjarfa, komið fyrir í aftursæti vagns- ins og ekið til baka á hótel Hambur- ger Hof. Senn var klukkan orðin fjögur að morgni. Þvottakonurnar voru þegar komnar á stjá og farnar að skúra gólfin á hótelinu. Farþegar í bílnum óttuðust að það mundi vekja of mikla athygli ef farið væri með líkið inn um aðalinnganginn. Þess í stað stansaði bílinn við bakdyrnar, sem sneru að hliðargötunni Grosser Bleichen. Og áður en klukkan varð fimm hafði hinum framliðna kon- ungi verið komið fyrir í lausu her- bergi á hliðargangi. Góð ráð dýr En nú biðu ónotaleg vandamál úrlausnar: Það varð að vekja drottn- ingu og börnin og segja þeim hvernig komið væri. Þá varð að tilkynna þetta krónprinsinum og ríkisstjórn- inni í Kaupmannahöfn. Einnig Há- koni konungi (syninum í Noregi), og Vilhjálmi Þýskalandskeisara, að ótöldu frændliði við aðrar hirðir í Evrópu. Wache hótelstjóri, sem til þessa hafði bjargað þvf sem bjargað varð með snarræði og yfirvegun, lagði til að reynt yrði að þagga málið niður: Senda skyldi út opinbera tilkynningu þess efnis að konungurinn hefði sofnað hæglátlega burtu úr heimi í rúmi sínu á hótelinu. En þeir Bloch og Brockenhuus-Shack vísuðu þess- ari uppástungu á bug. Þeir sögðu að þýsku yfirvöldin og lögreglan væru komin í málið og að engin leið yrði að standa fast á slíkri skýringu til lengdar. Gloppurnar væri stærri en svo að í þær yrði stoppað og að konungsfjölskyldan lenti fyrr en varði í vonlausri aðstöðu. Þess í stað var birt varlega orðuð

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.