Tíminn - 11.03.1989, Blaðsíða 11
Laugardagur 11. mars 1989
HELGIN 21
SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL
Reg Dudley var falskur náungi
sem sveik félaga sína jafnt og
aðra. Hann situr nú inni.
um örlög vinar síns. Hann fékk
misjáfriar undirtektir og fannst eins
og þagnarmúr hefði verið reistur um
málið.
Um jólaleytið fór Micky að vera
með dóttur Dudleys en sambandið
virtist ekki alvarlegt. Kunningjar
þeirra sögðu að þau væru varla nema
góðir vinir sem hittust yfir glasi öðru
hvoru. Raunar var það svo að
skömmu eftir áramótin varð Mickey
yfir sig ástfanginn af annarri konu og
flutti út í sveit til hennar, að því er
virtist ákveðinn í halda sig á mjóa
veginum, fjarri félögum sínum í
undirheimum stórborgarinnar.
Hins vegar þurfti hann einhverja
peninga til að vera heiðarlegur og
sumarið 1975 gerði hann áætlanir
um aðferð til að fjármagna sveitalíf-
ið með draumadísinni. Því miður
gat Micky sjaldan haldið sér saman
og blaðraði raunar allt of mikið.
Lögreglan fékk brátt upplýsingar
um að Micky ætlaði að „fá stóra
vinninginn" bráðlega, að öllum lík-
indum í félagi við aðra bófa í
Miðlöndum og Norður-Englandi.
Hafðar voru gætur á hverri hreyfingu
Mickys, einkum þegar hann brá sér
norður á bóginn. þar sem talið var
líklegast að hann léti til skarar
skríða.
Á þessum árum átti lögreglan
marga góðkunningja meðal glæpa-
manna og fengu þeir iðulega ein-
hverja umbun fyrir að „kjafta frá.“
1 þetta sinn ætlaði lögreglan að grípa
Micky samkvæmt upplýsingum frá
einum slíkum en þá hvarf Micky
Cornwall eins og jörðin hefði gleypt
hann. Hann ók að heiman snemma
á ágústmorgni á drapplitum Range
Rover með öðrum manni og
draumadísin sá hann ekki framar.
Barn grefur upp lík
Mánuði síðar, þann 7. september
var fjölskylda á gangi um Symonds
Hallwood, fallegan náttúrublett í
grennd við borgina Hatfield í Hert-
fordshire, þegar 10 ára drengur í
hópnum kom að nýlega orpinni
moldarhrúgu og tók að grafa í hana.
Faðirinn sem gerði ráð fyrir að
þarna hefði dýr verið grafið, vildi
ekki alveg spilla leik sonarins og
hjálpaði honum að grafa. Hann
iðraðist þess fljótlega, þegar við-
bjóðsleg fýla gaus upp úr holunni og
það sem sást í á botninum var
rotnandi mannshörund svo ekki varð
um villst. Fjölskyldan brá undir sig
bílnum og ók í loftinu á lögreglu-
stöðina í Hatfield að tilkynna fund
sinn.
Ron Harvey lögregluforingi og
rnenn hans grófu ofan af líkinu og
fundu þar karlmann sem skotinn
hafði verið í höfuðið. Líkið var nú
vafið í plast og flutt til rannsóknar.
Hins vegar fór lögreglumaður á
mótorhjóli rakleitt til London með
óvenjulegan pakka, sem sé hendur
líksins til fingrafararannsóknar hjá
Scotland Yard.
Snemma næsta morgun lá svarið
fyrir. Micky Cornwall var kominn í
leitirnar og nú var þetta morð tengt
morðinu á Billy Moseley í rannsókn-
inni og Albert Wickstead, einn
reyndasti lögreglumaður Scotland
Yard settur til að stjórna aðgerðum,
ásamt mönnum sínum. Hópurinn
gekk gjarnan undir nafninu „Hinir
ómútanlegu." Wickstead sjálfur var
iðulega kallaður „Gamli, grái refur-
inn" eða „Bert frændi.“ Hann helg-
aði sig baráttunni gegn því að menn
kæmust upp með að gera glæpi að
ævistarfi sínu.
Mosely-Cornwall málið var alveg
við hæfi Wicksteads og hann byrjaði
á að rannsaka allt sem vitað var um
dauða Billys Mosely. Það var ekki
falleg skýrsla sem hann fékk frá
meinafræðingnum sem rannsakaði
líkamshluta Billys. Byrjað hafði ver-
ið á að rífa táneglurnar af mannin-
um, þá hafði brjóstkassi hans verið
mölbrotinn og loks voru iljar hans
sviðnar, líklega með logsuðutæki.
Wickstead lét sækja helminginn af
undirheimabúum London til yfir-
heyrslu en ekkert kom í Ijós sem
bent gæti til ástæðu morðanna eða
morðingjanna.
Sjö manns handteknir
Þá bárust upplýsingar frá ungri
konu sem verið hafði í íbúð Corn-
walls morguninn sem hann ók burt
nteð öðrunt manni í síðasta sinn.
Hún sagði að hann hefði verið
áhyggjufullur og ekki sagt skrýtlur
og hlegið eins og hann var vanur.
Hann hefði ekki einu sinni greitt sér
Bob Maynard reyndist þannig vin-
ur að óvinir voru næstum skárri
kostur.
áður en hann fleygði nokkrum flík-
um í tösku og bað hana að segja
engum hvert hann hefði farið.
Stundarfjórðungi eftir brottför
hans komu tveir menn að spyrja eftir
honum, en stúlkan sagði þeim ekkert
eins og hún hafði lofað. Þremur
vikum síðar voru henni sýndar Ijós-
myndir og hún spurð hvort hún
treysti sér til að þekkja mennina sem
spurðu eftir Cornwall. Hún var ekki
lengi að benda á Reg Dudley og
Feita Bob Maynard.
í dagrenning þann 22. janúar 1976
fór lögregla samtímis heim til Bobs
og Dudleys og dró fólk þar fram úr
rúmunum, í bókstaflegri merkingu.
Það voru Reg Dudley og dóttir hans,
Bob Maynard og frændi hans og
drykkjufélagi að nafni Charlie
Clarke, ásamt tveimur öðrum
vinum, Tom Hart og Pat Collins. Öll
voru þau færð til yfirheyrslu vegna
morðanna á Billy og Micky
Cornwall.
Lögreglan sagði að öll sjö hefðu
talað þannig að ætla mætti að þau
vissu töluvert um málið en hvert sem
eitt harðneituðu þau því samt.
Vandi lögreglunnar var augljós.
Enginn vissi nákvæmlega hvar eða
hvenær morðin voru framin, svo
ekki var hægt að yfirheyra fólkið
nákvæmlega um ferðir þess og at-
hafnir á neinum sérstökum stað eða
tíma og enn síður staðfesta neitt.
Tveimur mánuðum fyrir hand-
tökurnar hafði Wickstead látið koma
fyrir í skrifstofu sinni segulbandstæki
sem ekki sást og kveikt var á undir
borðplötunni. Á það mætti taka upp
viðræður við fólk sem hefði annars
ekki talað ef það hefði séð upptöku-
tæki á borðinu. Það átti eftir að
koma í góðar þarfir.
Sannanir fábrotnar
Samkvæmt upplýsingum lögregl-
unnar úr undirheimununt átti Reg
Dudley einhverntíma að hafa sagt
um Cornwall að hann skyldi svei
mér jafna ærlega um hann ef hann
reyndi að koma nálægt dóttur sinni.
Wickstead spurði hann nú hvort
hann hefði myrt Mosely og Dudley
svaraði: - Reyndu að sanna það.
- Lagðirðu á ráðin um að hann
yrði myrtur? spurði Wickstead þá.
- Reyndu að sanna það líka,
hreytti Dudley út úr sér.
Þegar Maynard var spurður um
áætlaðan fund Billys og eiginmanns
Rosie, svaraði hann að hann svaraði
engu um það, þá væri hann búinn að
vera.
Charlie Clarke, lagsbróðir Dud-
leys viðurkenndi að eiga hlut að máli
en sagðist hafa haldið að aðeins ætti
að „refsa“ þeim myrtu með dálitlum
barsmíðum.
Sjömenningarnir voru nú ákærðir
og skyldu koma fyrir rétt í London.
Pat Collins var haldið í einangrun
þar sem hin héldu því fram að hann
einn bæri ábyrgð á dauða Billys, sem
hann neitaði auðvitað.
Ekkert hinna ákærðu vissi að
mikilvægt vitni var til staðar. Það var
Anthony nokkur Wild, þjófur sem
sat í fangelsi fyrir vopnað rán sem
hann hafði vonast til að fjármagnaði
upphaf nýs lífs í Ástralíu. Hann
ákvað að gerast uppljóstrari fyrir
lögregluna og varð lykilvitni við
réttarhöldin sem stóðu frá því í
nóvember 1976 og langt fram á
næsta ár.
Wild þessi var í meira lagi furðu-
legur fugl. Hann var fyrrum hermað-
ur og hafði alist upp á vergangi.
Hann strauk úr hernum og lenti í
höndum þriggja illmenna í London
sem nauðguðu honum og afleiðingin
varð sú að hann fékk sýfilis. Þrátt
fyrir það hreykti hann sér af að hafa
samrekkt hundruðum kvenna og
kvaðst geta kallað að minnsta kosti
500 þeirra fyrir réttinn því til
sönnunar.
Hann kvaðst hafa gerst þjófur til
að leggja áherslu á karlmennsku
sína, því hann þyldi ekki lengur að
karlmenn snertu sig. í Brixton-fang-
elsinu þar sem Dudley og Maynard
biðu réttarhaldanna, sagðist Wild
hafa heyrt Dudley segja að hann
hefði myrt ntann í skógi og lýst því
nokkru nánar. Þá hefði Maynard
bætt við: - Ég vissi ekki fyrr en þá
að karlmaður gæti kveinað eins grís.
Lykilvitnið furðufugl
Þegar réttarhöldin hófust þann 1.
nóvember 1976, sagði sækjandi í
upphafsræðu sinni að Billy Mosely
hefði viðurkennt þau mistök sín að
girnast konu annars manns og enn-
fremur að hafa haft andúð á sam-
starfi Bobs vinar síns við Reg
Dudley. Hann hefði látið sér það um
munn fara í vitna viðurvist að Dud-
ley væri sannkallað úrþvætti og kjaft-
aði öllu í lögregluna. Þess vegna
hefði Billy verið pyntaður og myrtur
og höfuð hans og hendur aldrei
fundist.
Vinur Billys, Mickey Cornwall
hefði ætlað að hefna Billys þegar
hann slapp sjálfur úr fangelsi og
nálgaðist Dudley með því að eiga
stefnumót við dóttur hans. Þegar
Dudley komst að tilgangi hans, lét
hann skjóta Micky og Clarke stóð á
verði á meðan. Saksóknari viður-
kenndi að engin sönnunargögn væru
til staðar varðandi morðin og ekki
væri einu sinni vitað hvar eða hvenær
þau voru frantin.
Wickstead fór vandlega yfir allt
sem ákærðu höfðu sagt og bent gat
til sektar þeirra og þá birtist Wild á
sjónarsviðinu, umkringdur lögreglu-
mönnum og var brátt kominn í
hatrammt rifrildi við verjanda Dud-
leys, Michael West.
West kvaðst sannfærður um að
framburður Wilds væri uppspuni frá
rótum, gerður til að vekja á honum
athygli.
Wild æpti þá að honum: - Spurðu
eins og þú vilt og ég svara í sömu
mynt. Ég er geðbilaður og sjálfselsk-
ur hontmi og hryðj uverkamaður sem
vill endilega koma öllu þessu sak-
lausa fólki í klandur. Orðaskipti
þeirra Wilds og West voru síðan {
blöðunum kölluð: The Wild-West
Show.
Síðan kont að vörninni sent var
ósköp einföld. Dudley kvað það
Charlie Clark hélt að „refsa“ ætti
þeim myrtu með barsmíðum.
langt fyrir neðan virðingu sína að
eiga aðild að nokkrum glæpaflokki
sem aðrir eins heimskingjar og hinir
ákærðu væru uppistaðan í. Einkum
beindi hann spjótum sínurn að
Charlie Clarke og sagði hann óáreið-
anlegan fylliraft.
Mannshöf uð á f örnum vegi
Hann hélt því líka fram að Wick-
stead og mönnum hans væri illa við
sig af persónulegum og gömlum
ástæðum og vildu endilega reyna að
klína á hann morðum þess vegna.
Hvað feita Bob Maynard varðaði,
þá brast hann í grát þegar hann var
spurður hvenær Itann hefði seinast
séð vin sinn, Billy Mosely.
Eftir 135 daga réttarhöld komst
kviðdómur að þeirri niðurstöðu að
Tont Hart væri saklausog var honunt
þá sleppt, gleiðbrosandi. Pat Collins
og annar sakborningur til viðbótar
fengu sama úrskurð.
Feiti Bob og Reg Dudley, sem
báðir héldu stíft fram sakleysi sínu,
voru dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir
það sem dómarinn kallaði „svívirði-
leg morð, framin með köldu blóði."
Dóttir Dudleys fékk tveggja ára
skilorðsbundinn dóm og var þar
með frjáls ferða sinna. Charlie Clark
fékk fjögurra ára fangelsi.
Þar með virtist málinu lokið en
svo var þó ekki alveg. Þann 28. júlí
1977 var gamall verkamaður að sópa
stræti Islington og lagði leið sína á
almenningssalerni. f dimmu skoti
þar sá hann eitthvað hnöttótt vafið í
svartan, barðastóran flókahatt.
Hann var nýbúinn að finna heila
kókoshnetu á stéttinni úti fyrir og
datt í hug að þetta væri önnur slík,
svo hann tók hattinn og ætlaði að
sýna félaga sínunt innihaldið.
Þegar þeir vöfðu hattinn utan af
hnöttóttum hlutnum, skoppaði hann
niður á gangstéttina og báðir
mennirnir æptu af hryllingi. Þarna
valt sem sagt mannshöfuð sent augun
voru rotnuð úr, en sinar og kjöttætl-
ur héngu niður úr. Höfuðið hafði
augljóslega verið geymt í frysti og
þiðnaði nú óðfluga. Rannsókn leiddi
í Ijós að hér var komið höfuð Billys
Mosley sem svo lengi hafði verið
saknað.
Dómum áfrýjað
Hann hafði ekki verið skotinn í
höfuðið eins og Micky vinur hans en
hreinlega kafnað af blóði og eigin
munnvatni eftir höfuðhögg að talið
var. Höfuðið hafði síðan verið sagað
af með venjulegri stórviðarsög.
Laufblöð og moldarleifar bentu til
að það hefði einhverntíma verið
grafið í jörðu.
Þegar fréttin unt höfuðið barst út,
sögðu þremenningarnir í fangelsinu
að þetta bæri vott um að sá sem
framið hefði morðin vildi hreinsa
þá. Gegn þessari staðhæfingu var
sagt að þeir hefðu einmitt fengið
vitorðsmann til að stinga höfðinu
fram í dagsljósið til að láta líta svona
út.
Þremenningarnir áfrýjuðu dómn-
um án árangurs og færðu eftirfarandi
rök fyrir áfrýjuninni:
Ákærðu höfðu enga ástæðu til að
myrða mennina, Maynard var gam-
all vinur Moselys og þó Dudley hafi
ekki verið hrifinn af Mosely, var það
ekki ástæða til morðs.
Bæði Dudley og Maynard voru
reyndir glæpamenn og hefðu ekki
gert þá skyssu að leggja lögreglunni
þær sannanir í hendur sem hún
kvaðst hafa.
Báðir samþykktu að taka sann-
leikslyf við réttarhöldin og það hefðu
þeir ekki gert ef þeir væru sekir.
Cornwall hefði getað verið myrtur
í sambandi við ránið mikla sem hann
ætlaði að fremja af því hann talaði
af sér. Félagar hans voru síðar
handteknir fyrir önnur rán.
Moseley hefði auðveldlega getað
verið myrtur af hverjum sem væri,
til dæmis vegna mikillar aðdáunar á
Krey-bræðrum, sent enn sitja inni.
Vitni játar meinsæri
Vitnið Wild var látinn laus í ágúst
1980 fyrir tímann vegna samvinnu
sinnar við lögregluna. Haft var eftir
honum að hann gæti fengið Dudley
og Maynard lausa þegar í stað ef
hann kærði sig um, en það vildi hann
ekki. Hann sagðist hafa logið fyrir
réttinum en aðeins fengið frelsi fyrr
en ella af því hann hótaði að skýra
frá því.
Hann kvaðst fyrirlíta Dudley sem
nú sypi seyðið af gerðum sínum og
væri fyrirlitinn beggja megin lag-
anna. Skömmu eftir þessar yfirlýs-
ingar var Wild handtekinn á ný fyrir
vopnað rán og fangelsaður. Þá harð-
neitaði hann að hafa nokkurn tíma
sagt að hann hefði borið Ijúgvitni.
Hann situr í einangrun.
Hafi Maynard og Dudley rétt fyrir
sér en Albert Wickstead rangt, hver
myrti þá Billy Mosely og Micky
Cornwall og öllu fremur: Hver var
ástæðan?
LEKUR ER HEDDIÐ
BLOKKIN? SPRUNGIÐ?
Viögeröir á öllum heddum og blokkum.
Plönum hedd og blokkir - rennum ventla.
Eigum oft skiptihedd í ýmsar gerðir bifreiöa.
Viöhald og viðgerðir á iönaðarvélum - járnsmíöi.
Vélsmiðja Hauks B. Guðjónssonar
Súðarvogi 34, Kænuvogsmegin — Sími 84110
(ín
yujraw,
m
brosum/
og W
allt gengur betur •