Tíminn - 01.04.1989, Page 1

Tíminn - 01.04.1989, Page 1
SIÐUSTU Æ VINTYRI ÓSTINDÍAFARANS ÆvintýrineltuJónÓlafsson, Indíafara, einnig eftir aö til íslands kománý. Hérsegirfrá afskiptum hans af Tyrkjaráninu, hjónabandsraunum, galdrafári Jóns þumlungs og fleiru Á Alþinginu 1626 Ijúkast heldur en ekki upp augu manna, þegar flokkur sá er frá Bessastöð- um kemur ríður niður gjána. Er það ekki aðeins að hér sjá menn í fyrsta skipti nýskipaðan höfuðsmann landsins, Holgeir Rosenkranz, heldur er í förinni víðförlasti Islendingurinn frá því er Björn Jórsalafara leið- Jón Ólafsson, Óstindíafara, sem verið hefur ellefu ár í förum. Safnast háir sem lágir að þessum höfðingjum sem nýlega komu samskipa til landsins, og vekur Jón líklega mesta athygli. Hyggja fyrir- menn landsins gott til glóðarinnar að hafa hann í búð hjá sér næstu dægur og hlýða á ævintýri hans, og þá ekki síst frá þeim fjarlæga stað, Trankebar á Indlandi. Jón er aðeins 33ja ára, en ber þó glögg merki harðræðis þess er hann hefur reynt í förum sínum. Hand- leggurinn annar er honum nær ónýt- ur eftir að byssa, sem hann var að affýra, sprakk í loft upp í suðurlönd- um. En höfuðið er í besta lagi og hann sparar ekki lýsingarnar, þegar þeir eru sestir að honum Ari í Ögri og synir hans Björn og Þorleifur, auk fjölda annarra merkismanna. Þessar sögur á Jón eftir að rekja oft næstu árin. Ekki fá þó allir á Alþingi komist fyrir við fótskör Jóns, og því kemur sér vel að um enn fleiri nýlundu er að ræða á þinginu, sem komin er frá Bessastöðum: Höfuðs- maðurinn nýi hefur tekið með sér til landsins apahjón, sem vekja mikla athygli. Höfuðsmaðurinn segir þau vera fólk úr suðurlöndum og kunni Jón Ólafsson að skilja og tala mál þeirra. Þau hjónin fylla menn lotn- ingu og bóndi færir þessum ferða- löngum tvenn pör af sokkum með bukti og beygingum! „Snorri Sturluson“ 17. aldar Jón Ólafsson hefur verið mjög „á dagskrá" á sl. ári, en þó ekki fyrst og fremst á fslandi. Danir hafa verið að minnast fjögurra alda afmælis ríkis- stjórnar Kristjáns 4. og gert samtíma hans skil í máli og myndum og með allra handa sýningum um allt ríki sitt. Og þá verður ekki gengið fram hjá Jóni Ólafssyni. Hann er merk- asta heimild sem er að finna um daglegt líf í Kaupmannahöfn á dög- um konungsins sem byggði Sívala- turn og Rósenborgarhöll. Lýsingar hans af lífi á markaðstorgum, hátíð- arhöldum, daglegum háttum varð- liðsins við kóngshöllina og af venjum um borð í herskipum og á Indíafar- inu, finnast engar sambærilegar hjá Dönum sjálfum. Því eru heilu kapít- ularnir sóttir í Reisubók hans í spánnýjum ritum um stjórnartíð Kristjáns 4. Svo undarlegt sem það er, þá verður grannþjóð á Norður- löndum að sækja þýðingarmiklar heimildir unt sögu sína í íslenskt rit, og það rit sem skrifað er nær þrem öldum eftir að Snorri Sturluson rit- aði Heimskringlu sína! Þarna endur- tekur sagan sig og má velta vöngum yfir því. hvort þarna sé kominn hluti skýringar á því að einmitt á þessu afskekkta eylandi hneigðust menn öðrum þjóðum fremur til að rita miklar bækur á fyrri öldum. í samantekt hér á eftir munum við fjalla um ýmislegt sem á daga Jóns Ólafssonar dreif á Islandi, eftir að hann kom heirn úr förum. Ævintýrin héldu áfram aðelta hann, líktogeru örlög sumra manna. Félaus maður og örkumlaður Jón kom til íslands úr sinni löngu útvist skömmu fyrir Jónsmessu 1626. Hann færði ekki mikinn veraldlegan auð heim með sér. Góss hans hafði orðið eftir um borð í Indíafarinu „Perlunni“, sem hann munstraðist af á frlandi og danska Austurindía- félagið vildi honum engar bætur greiða vegna þeirrar fötlunar sem hann hafði orðið fyrir í þjónustu þess. Það eina sem hann hafði á að byggja voru þrjár jarðir á Höfða- strönd, sem prinsinn, síðar Kristján 5., hafði fengið honum að léni í þakkarskyni að skilnaði fyrir dygga þjónustu og langa. „En römm er sú taug sem rekka dregur föðurtúna til,“ óg Jón vildi ekki setjast að á jörðunum við Húnaflóa. Hann var hluta sumars með Birni Magnússyni á Bæ á Rauðasandi, en hélt þaðan til æsku- stöðva sinna við Álftafjörð við Djúp að hitta vini sína og skyldmenni. Varð það því úr að hann sleppti þessum fjarlægu jörðum að tveimur árum liðnum. En þótt efni Jóns væru ekki mikil, þá hafði hann alla tíð komið sér vel við valdsnienn, hvort sem var á sjó Gömul mynd af Súðavik við Alftafjörð vestra. Tröð, þar sem Jón bjó fyrstu hjúskaparárin, er svo að segja nákvæmlega fyrir miðri myndinni, niðri við sjóinn. Snæfjallaströnd í baksýn. eða landi. og raunar við hvcrn sem var, og það létti honum lífsbarátt- una. Ekki síst átti hann sér hauk í horni þar scm var Ari sýslumaður í Ögri, sem jafnan vildi greiða götu hans og sjá til með honum. Enda kom hann Ara oft að góðu gagni vegna margvíslegrar reynslu sinnar, þcgar erfið mál þörfnuðust úrlausnar og greinum vér nú kunnasta dæmi þess. Kaptugarnir Húuk og Trille Aðeins ári eftir að Jón kom á ný til íslands urðu miklir atburðir úti fyrir Vestfjörðum. Tvö ensk stríðs- skip bar að strönd og var þeim ætlað að vcra til verndar 150 enskum fiskiskipum, sem þá voru hér við veiðar. En kaptugarnir á ensku stríðs- skipunum, þeir Húuk ogTrille, voru vakandi yfir fleiru en enskum fiski- körlum. Frakkar voru rétt nýlega komir í Spænska erfðastríðið sem andstæðingar Englendinga og þeir s'átu vitanlega um frönsk skip, sem verða kynnu á vegi þeirra. Og úti fyrir Vestfjörðum var einmitt franskt skip við veiðar... Við Látrabjarg hafði franskt hval- veiðiskip náð góðum hval og lágu þeir fyrir akkeri og bræddu spik hvað af tók, þegar stríðsskipin bar að. Skipstjóri hvalveiðiskipsins, Domingo að nafni, hafði í fórum sínum gamlan passa, gefinn út af Kristjáni 4., sem veitti honum leyfi til veiða í „straumum konungs" og rak hann þetta plagg framan í þá ensku. En þeir vildu ekkert mark á plagginu taka vegna aldurs þess og ætluðu að gera upptækt skipið og hvalinn. En Domingo lét ekki að sér hæða. Hann neitaði að hlýða skipun- unt stríðsmannanna og snerist til varnar gegn ofureflinu. Skutu þeir á skipunum á hvalveiðidugguna, en Domingo lét hífa hvalskrokkinn upp með skipssíðunni, svo skotin lcntu í hvalnum, en sköðuðu ckki skipið. Þessi ójafna viðureign stóö í tvö dægur, en þá fengu enskir tckið hvalfangarann. En það var hugur í frönskum enn. Bróðir skipstjórans, Jóhanncs Suan að nafni, stökk um borð í stærstu slúffu skipsins mcð 18 annarra skip- verja og reri hið hvatasta áleiðis til lands. Englendingar skutu á eftir þeim og drápu tvo mannanna og löskuöu bátskelina. En bátsmenn tróðu fötum sínum og fleiru í götin og landi náðu þeir við Arnarnes í ísafjarðardjúpi eftir eitt dægur. Jóhannes Suan fór þegar til fundar við Ara sýslumann í Ögri. Dvaldist hann þar nokkra daga, cða þar til ensku skipin komu inn á Djúp með bróður hans og franska skipið. Var þá slegið upp ráðstefnu allra málsað- ila í Arnardai. Gátu menn ekki orðið sammála um gildi passans og Ari treysti sér ekki til að kvcða upp úr um þctta. Því varð að ráði að Jóhannes Suan riði til Bessastaða og legði deiluna fyrir höfuðsmanninn. Tók hann með sér tvo skipsmanna sinna en Ari fékk honum til fylgdar þann mann sem hann best treysti - Jón Ólafsson Óstindíafara. Undu allir vel þessari bráða- birgðalausn og þeir Húuk og Trille buöu öllum fundarmönnum til veislu úti áskipunum. Þar var Jón Ólafsson með. Má nærri geta hve glaður og hissa hann varð er hann meðal enskra fiskimanna, sem komu um borð í stríðsskipið, hitti gamlan og hærugráan skipstjóra, sem hann þckkti óðara: Þetta var Isach Brommet, cn með honum hafði Jón siglt til Englands tólf árum fyrr. Hér var þessi gamli sæúlfur þá enn kom- inn og má dást að annarri eins seiglu. Jón vakti athygli á skipinu með málakunnáttu sinni, enda haföi liann veriö hclsti túlkur í öllu þessu mála- stappi. Þáði hann góðar gjafir af kaptuga Trille í veislulok. Tyrkir á Seilunni Þeir Jóhannes Suan og Jón Ólafs- son lögðu þcgar af stað suöur - og rétt einu sinni var Jón kominn í för á vit ævintýranna. Þeir voru nefni- lega ekki komnir lcngra en í Borgar- fjörð, þegar þeim bárust fregnir af ræningjaskipum Tyrkja, sem farið höföu mcð eldi og manndrápum um Austfirði, Vestmannaeyjar og Grindavík. Var mikill ótti í fólki og ákölluöu menn Guö, hvarsem sendi- mcnnirnir fóru. Holgeir Rosenkranz tók sam- ferðamanni sínum frá árinu áður með kostum og kynjum. Hann hlýddi að vísu á erindi Jóhannesar Suan, en þótti miklu mcira til þess koma að heyra af nálægð hinna ensku stríðsskipa. Bað hann Jón Ólafsson að hverfa hið skjótasta vestur á ný, ná fundi kaptuganna, og biðja þá að sigla suður og stugga við tyrknesku vágestunum. Hann kvaðst ekki geta skorið úr deilunni um gildi passans sem Jóhannes Suan sýndi honurn og kvað það mál verða að úrskurðast frammi fyrir herraráði konungs sjálfs. Skyldi Suan sigla til Dannterkur og bera málið upp fyrir konunginn þar. Lofaði hann að greiða götu hans í hvívetna.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.