Tíminn - 01.04.1989, Síða 2

Tíminn - 01.04.1989, Síða 2
12 HELGIN Laugardagur 1. apríl 1989 Danskt Indíafar, svipaði Pcrlunni, sem Jón kom á frá Indlandi. Um borð urðu allar hans eigur eftir og kom hann Skyttan á Skansinum Höfuðsmaður var í óðaönn að búa Bessastaði undir heimsókn hinna tyrknesku ræninga, þegar þá Jón og Suan bar að garði. Var hann að láta reisa virkj staðnum til varnar og skikkaði alla þá íslendinga sem á staðinn komu með afgiftir til kon- ungs að taka þátt í mannvirkjagerð- inni. Vildi hann engum gefa heimfar- arleyfi, meðan ekki væri vitað hvar ræningjarnir væru á ferð. I’á hafði hann skipað kaupförum í Keflavík, Hafnarfirði og því þriöja úr Hólmin- um að koma til sín á Seiluna. Lágu þau þar nú til varnar, ásamt höfuðs- mannsskipinu. Þá voru strandvaktir unt öll Suðurnes. Jón var nætursakir á Bessastöðum og hugðist strax leggja af stað vestur aftur, eins og höfuðsmaður hafði boðið. En þennan sama dag komu fréttir um að ræningjarnir væru komnir í Hafnarfjörð. Sá þá Ros- enkranz í hendi sér að annan eins stríðsmann og langreynda skyttu og Jón Ólafsson mætti hann ekki láta frá sér fara. Því var honum skipað að vera um kyrrt. Jóhannesi Suan og frönskum fylgdarmönnum hans var og boðið í hinn nýbyggða Skans að treysta varnirnar. Höfuðsmaðurinn og þénarar hans stigu upp á hesta og tóku sér löng prik í hönd, eins og þeir væru búnir lensum og riðu í kring og höfðu gætur á öllu. Voru þeir í glæsilegum, látúnsbryddum söðlum og blikaði á þá í sólinni, líkt og þarna væru hertygjuð prúðmenni á fcrð. Vonuðust mcnn til að Hund- Tyrkinn fældist slíkan viðbúnað. Ekki lcið á löngu uns sást til skipa Tyrkja og tóku þcir að lóna inn á höfnina úti fyrir Bessastöðum. Fír- uöu þeir á Skansinum aö þeini nokkrum stykkjum og ræningjarnir fíruðu á móti á land upp. Flestir þekkja þá sögu scm hér fer á eftir: Þar sem tekið var að fjara gerðist það nú að annað ræningja- skipið kenndi grunns og stóð strandað. Var það skipið sem allt hið hertekna fólk var á. Scttu bæði skipin út báta sína og fóru að fcrja fangana yfir í skipið sem á floti var, en köstuðu ýmsum ránsvarningi, tunnugóssi af mjöli, öli og öðru í sjóinn. Rak þetta stðar á land og kenndi Jón Ólafsson þar farm sem kaupmaður hans vestra, Bogi Níels- son á Skutulsfirði, átti. Sá hann þá að Skutulsfjarðarskipið hafði verið hertekið. Meðan á þcssum forflutningum stóð vildu íslendingar láta skjóta á skipið, en höfuðsmaðurinn bannaði það og þótti flestum að þar lcgðist lítið fyrir hann og má segja að skömm hans hafi lengi vcrið uppi á fslandi og muni áfram verða. Ræn- ingjaskipið losnaði afgrynningunum með aðfallinu og þar með hurfu skipin með illþýðinu og bandingjun- um frá og sigldu suður fyrir land. Komu þeir enn í Vestmannaéyjarog rændu. Þetta gerðist skömntu fyrir Alþingi og því reið höfuðsmaðurinn og enginn á Bcssastöðum til þings þetta árið vegna uggs og ótta. Góðar málalyktir fyrir Jóhannes Suan Ekki voru Tyrkir fyrr úr augsýn en Jóni Ólafssyni var skipað að ríða sem snarast vestur með bréf til Ara sýslumanns, þar sent honum var boðið að gera stríðsskipum Englend- inga aðvart. Kom hann í Ögur að 4 - 5 dægrum liðnum. Ari fékk Jón til þess að fara á fund þeirra Húuks og Trille og tóku þeir honurn vel og bjuggu sig þegar til siglingar suður. En þeir urðu ekki varir við neina Tyrki ogsigldu því brátt vestur á ný. Holgeir Rosenkranzsigldi til Dan- merkur um haustið og í för með honum var Jóhannes Suan. Fékk sá síðarnefndi náð fundi konungs og fökk góða úrlausn. Kristján 4. varð hinn æfasti að bréf hans skyldu ekki hafa þótt gild og góð á „hans straum- um“ við ísland og að ensk stríðsskip skyldu voga að hafa sig í frammi með þessum hætti við landið. Skrif- aði hann Karli 1. í Bretlandi harðort bréf um málið, og segir sagan að Karli hafi mjög mislíkað framferði sinna manna og að þeir Húuk og Trille hafi fengið skömm í hattinn fyrir skörulega framgöngu sína af herra sínum, þá heim kom. Jóhann- es Suan varð Rosenkranz samskipa til íslands árið eftir, 1628. Heimtu þeir bræður skip sitt úr hers höndum og eru þeir úr sögunni. Þótt Kristján konungur 4. ætti um sárt að binda þetta ár, þar sem afskiptum hans af Þrjátíu ára stríð- inu hafði lokið á afar niðurlægjandi hátt fyrir Dani árinu fyrr, þá sendi hann tvö herskip að Islandsströnd þetta sumar, ef Tyrkir hygðu á frekara ofbeldi við landið. En Tyrkir sáust ckki aftur, þótt skelfingin um afturkomu þeirra héldist í landi öldum saman. Kvonfang Óstindíafarans Árið 1629 bað Jón Ólafsson sér konu og varð fyrir valinu Ingibjörg Ólafsdóttir, ættuð úr Súgandafirði, en sent var þá á vist að Eyri við Seyðisfjörð. Jón var svo sem ekki á vondum aldri, en hann var orðinn slitinn af margvíslegu vosi og fötlun hans var honum mikill hernill. Þó tók Ingibjörg og aðstandendur henn- ar bónorðinu vel, enda hefur það frægðarorð sem hann hafði getið sér og sú virðing er hann naut mátt sín mikils. Þau voru gift í kirkjunni á Eyri, en settu saman bú í Tröð í Álftafirði. Nú líða ellefu ár og segir ekki nánar af högum Jóns í þeim hluta ævisögu hans, sem fjallar um þetta tímabil og sonur hans, Ólafur, skráði að honum látnum. Varðliðsforingi í Vestmannaeyjum En árið 1640 er honum gert það tilboð að taka við landvörnum í Vestmannaeyjum, þar sem Skans hafði verið reistur og menn hafðir á vakt, allt frá Tyrkjaráninu. Aðal- byssuskyttan var þá látin og vantaði mann í hans stað. Enginn gat verið betur til slíks fallinn en Jón Ólafs- son. Jón þáði boðið og hélt fljótlega suður. Sigldi hann út frá Eyjasandi og hlaut góðar viðtökur Eyjamanna. Fyrir þjónustu sína átti hann að hafa fría jörð og bústað án alls afgjalds, mat og drykk í Dönsku húsunum hjá umboðsmanni og 50 vættir fiskjar í kaup. Kosturinn frá dönsku húsun- um var ein kanna bjórs og 3 til 4 brauðkökur, sem menn sendu hon- um daglega. Er ekki annars getið en að hann hafi staðið sig vel í stykkinu og kenndi hann heimamönnum „stríðsorðu" og „hélt þeim uppi á munstring" einu sinni í viku. En þetta stóð ekki lengi. Ingibjörg kona hans kunni ákaflega illa við sig í eyjunum. Hún kunni ekki við landslagið og lá við sturlun af óyndi. Er þar skemmst frá að segja að maður hennar neyddist innan skamms að segja þessu embætti lausu og fara með konuna vestur á ný. Skildi umboðsmaðurinn í Vest- mannaeyjum við hann með blíðu og fékk honum bréf til heimferðarinn- ar, þar sem hann bað atla góða menn að greiða götu hans. því slyppur heim. Ekki er annars getið en förin vestur hafi gengið vel. Hins vegar voru nú setnar allar jarðir í Álftafirði og varð Jón að fá sér inni hjá kunningum um hríð ásamt konunni og laungetnum syni, sem hann átti, og hét Christophur Bogi eftir kapt- eini hans á Indíafarinu. Voveiflegur dauði Ingibjargar En Ingibjörgu var ekki ætlað að njóta lengi þeirrar hamingju að vera komin á heimaslóðir aftur. Hana langaði um haustið að hitta það góða fólk, sem hún hafði verið á vist hjá á Eyri í Seyðisfirði, áður en hún giftist, en það voru þau hjónin Jón Magnússon og Ingveldur Guð- mundsdóttir. Spurði hún að Árni nokkur Jónsson, hvalaskutlari, sem bjó í Hattardal í Álftafjarðarbotni, hygðist halda út í Vigur til róðra. Sat Rústir af Skansinum á Bessastödum, sem Rosenkranz lét reisa á örskömmum tíma, og var varla lokið þegar skip Tyrkjanna komu inn á Seiluna. Héðan stjórnaði Jón Ólafsson skothrið úr landi. iTimun.vnd c.n.t

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.