Tíminn - 01.04.1989, Qupperneq 5

Tíminn - 01.04.1989, Qupperneq 5
Laugardagur 1. apríl 1989 15 HELGIN ur sínar, og var það ekki síst Kristján 4. sem átti þátt í því. Þó voru Þjóðverjar þarna á sveimi fram undir 1630, því þeir urðu ekki hraktir burtu að fullu. En eftir þetta eru Danir með verslun í Keflavík allar götur frarn til 1919, þótt síðustu dönsku kaupmennirnir, Duus fjöl- skyldan, væri orðin íslensk að mestu leyti síðustu ártugina. Þetta er í stórum dráttum saga danskrar verslunar í Keflavík. en innan þessa ramma koma margar verslanir og einstaklingar við sögu og mig langar til þess að koma inn á fáeina: Einokunarverslunin var' á tímbilinu 1602 til 1787 og í lok hennar býr í Keflavík danski kaup- maðurinn Christian Adolf Jacobæus en hann hafði keypt aðstöðu Kefla- víkurverslunarinnar af konungi eða umboðsmönnum konungsverslunar- innar. Þetta gerist 1787 eða 1789 og það er Jacobæus sem leggur grunn- inn að þéttbýlismyndun í Keflavík. Hann verslaði í vesturbænum, skammt þaðan sem Dráttarbrautin er nú og reisti þar hús til viðbótar við gömlu, dönsku húsin. Meðal þessara gömlu húsa var vandað timburhús, sem faðir Jacobæusar, Holgeir, reisti 1766. Það er eitt fyrsta timburhús í Keflavík sem vitað er um, og það stóð allt til ársins 1965, er það var rifið. Nei, þvf miður náði þessi húsaverndunarbylgja síðari ára ekki til þess, en þótt það væri illa farið, þá hefði því verið bjargað, ef það hefði fengið að standa í fimm ár til viðbótar. Frá 1787 og fram á fyrstu ár nítjándu aldar er því að verða til þorp í Keflavík, þótt íbúarnir væru mjög fáir, aðeins nokkrir tugir fram- an af. íbúafjöldinn fer svo smávax- andi alla öldina og í lok hennar eru íbúarnir tæplega þrjú hundruð. En flestar verða verslanirnar á staðnum um 1820 og eru þær þá fimm eða sex á verslunarlóðinni, sem þó var ekki stór. Þarna á meðal voru verslun Jacobæusar. Knudtzon verslun (eign Knudtzons þess, sem líka verslaði í Hafnarfirði og Reykjavík), og versl- un Hansens þess sem áður var á Básendum. Annars komu margar verslanir við sögu á þessum tíma, því það voru umbrot í verslunarmál- unum um þetta leyti. En eftir 1830 fer verslununi að fækka. Jacobæus fór til Danmerkur um 1820 og tók þá við sonur hans, Holgeir yngri. Versl- aði hann í húsum föður síns til 1836, er hann varð gjaldþrota. Fluttist hann þá til Þórshafnar í Færeyjum og vann að fiskverkun hjá dönsku konungsversluninni þar. Þaðan flutt- ist hann til Danmerkur og hef ég ekki getað rakið feril fjölskyldunnar lengra. Ég fór til Færeyja 1981 og fann þar á bókasöfnum m.a. heim- ildir um þessa dvöl Holgeirs þar. Þarna var þá tímbili verslunar Jac- obæusar í Keflavík lokið og voru ýmsar minni verslanir þarna í stuttan tíma. eða þar til Hans Pétur Duus kaupir húsin árið 1848 og átti Duus verslun eftir að verða þekktasta verslunin í Keflavík. Síðustu áratugi nítjándu aldar voru þannig þrjár stórar aðalverslan- ir á staðnum. Þar var unt að ræða Knudtzons verslun og Duus verslun. eins og áður segir, og loks Fischers verslun. Fischersverslun kom þó ekki til sögu fyrr en skömmu cftir 1880 og var hún til húsa þar sem Sveinbjörn Ólafsson hafði rekið verslun áður, eða frá 1850. Svein- björn var hinn merkasti maður. Hann var ættaður úr Njarðvíkutium og var eiginlega brautryðjandi í þilskipaútgerð frá Keflavík. Þá var hann riðinn við ýmsar nýjungar í veiðarfærum og margt annað, því hann var meiri hugsjónamaður en kaupmaður og varð gjaldþrota á endanum. Sonur hans, Ríkharð, fór í Reykjavíkurskóla og tók stúdents- próf 1873 og varð fyrsti keflvíski stúdentinn. Flann lærði til læknis og settist að í Danmörku. En Duus verslun varð langlífust þessar þriggja. Duus fólkið seldi eignirnar dönskum skrifstofumanni árið 1919, sem aftur seldi þær Matt- híasi Þórðarsyni að ári liðnu. Þá var verslunin búin að kaupa upp hinar verslanirnar tvær - Knudtzons versl- un 1896 og Fischers verslun árið 1900 - og fylgdi þessum kaupunt mikið land á gömlu verslunarlóð- inni. Átti verslunin því mest allt land undir húsum Keflvíkinga og var þetta því orðið nokkurs konar „stassion", eins og það er orðað í Ljósvíkingi Laxness. Útróðrastaðurinn En Keflavík varð ekki sá mikli útróðrastaður sem hún varð, fyrr en eftir 1800 og verslunin hafði verið gefin frjáls. Fram til þess tíma hafði ekki verið svo mikið um það að aðkomumenn hefðu komið til Kefla- víkur að róa. Þess í stað fóru þeir í verstöðvarnar í kring - í Garðinn, Hafnir, Miðnes og í Njarðvíkur. í Njarðvíkum var alltaf töluvert mikil útgerð. En fljótlega eftir 1787 fer verslunin sjálf að gera út, og koma menn þá töluvert til Keflavíkur úr nærsveitum og eins ofan af Mýrum. Mýramenn og Borgfirðingar komu mikið til Keflavíkur á 19. öld til þess að róa og komu meira að segja oft á sínum eigin bátum. Voru þá reistar sjóbúðir á staðnum, eins og annars staðar. Þetta varð svo aftur til þess að margir þessara manna fluttu síðar til Keflavíkur. En ekki kom til greina að gera þarna út þilskip vegna hafnleysis, því höfnin er mjög opin frá náttúr- íbúðir fyrir aldraða við Suðurgötu. (I.josmst. SuAurnesja) Duus hús í Keflavík. Gamla búðin til vinstri, þurrkhúsið til hægri. (Tíniamynd G.E.) til 1910, en þá strandaði hann við Garðskaga og urðu það endalok hans. En upp frá þessu má segja að vélbátaútgerð sé komin á fullan skrið og senn fjölgar bátunum. Bætt hafnaraðstaða Hafnaraðstaðan var þó alltaf slæm, bryggjur litlar og bátarnir lágu á Keflavík milli róðra, sem ekki gat verið til frambúðar. Þurfti alltaf að fara á milli báts og lands á baujubát- um og þar lönduðu þeir við bryggju. Aðalbryggjan var Miðbryggjan, svonefnda, fram undan frystihúsinu Keflavík hf. Hún var upphaflega úr hlöðnu grjóti, eins og aðrar gamlar kaupmannsbryggjur. í byrjun aldar- innar hafði hún verið hlaðin upp úr höggna grjóti og slegið utan með timbri. Var farið að bæta við hana og hækka hana upp úr 1920 og um 1930 er hún ein aðalbryggjan. En 1929 var byggð bryggja í svokölluð- um Bás á Vatnsnesi og Grófar- bryggja um svipað leyti, þar sem Dráttarbrautin er nú. Voru þessar bryggjur notaðar af vélbátunum þar til hafnargerð á Vatnsnesi hefst um 1930. Á nýjum hafnargarði er svo byrjað 1934 og var hann lengdur smám saman næstu ár. Árið 1952 hafði hafnargarðurinn fengið þá lengd sem hann nú hefur. En jafn- hliða þessu fjölgar bátum í Keflavík og þegar höfnin kemur við Vatnsnes- ið 1931-1935 fara aðkomuvélbátar að koma til Keflavíkur. Voru það ekki síst bátar af Austfjörðum og af Norðurlandi og komu þeir ár eftir ár. Fór þeim sífjölgandi og um 1951-1952 eru þeir orðnir um 80 á vertíðinni. Eftir þetta hélst svipaður bátafjöldi fram undir 1960, en þá fer ögn að draga úr þessu, enda fara bátarnir þá stækkandi og stálbátarnir koma til sögunnar. Fyrsti stálbáturinn sem Keflvík- ingar eignuðust var Geir KE 1. Þetta var um 70 tonna bátur og kom hann unnar hendi og skjól ekkert. Dýpi er mikið úti fyrir, meðfram Hólmsbergi og á Keflavík sjálfri og inn fyrir Vatnsnes, á Vatnsnesvík og alla leið inn í Njarðvík. Þar fer að grynnka jafnt og þétt. Því komu ekki aðrir bátar til greina en árabátar. En 1907 er fyrsti vélbáturinn keyptur til Keflavíkur og voru það þrír menn sem að því stóðu. Bátur- inn hét Karl Jensen og var hann keyptur af Austfirðingum. Þessir menn fluttu þó skömmu seinna frá Keflavík og veit ég ekki hvað um bátinn varð. En 1908 var stofnað útgerðarfélagið Vfsir, og voru það einir tuttugu menn sem voru hluthaf- ar. Þeir keyptu 7-8 tonna bát frá Danmörku, sem hét Júlíus, og var hann lengi talinn fyrsti vélbáturinn í Keflavík. En á Þjóðskjalasafni hafði ég uppi á afsali vegna kaupanna á Karli Jensen, sem sannar að hann var sá fyrsti. Júlíus var svo gerður út Sjúkrahúsbyggingin var fyrsta sameiginlega átak sveitarfélaganna. (Tímamynd Sverrir)

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.