Tíminn - 22.04.1989, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.04.1989, Blaðsíða 1
22.-23. APRIL 1989 Hvarf Odds á Miklabæ Maður hét Oddur Gíslason... Þar er þá fyrst til að taka að maður hét Oddur og var Gíslason, sonur Gísla Magnússonar, biskups á Hólum. Sonur Odds hét enda Gísli og var hann síðar prestur Reynistað- arklausturskirkju og lést árið 1855. Oddur Gíslason bjó fyrst í Skaga- fjarðardölum ásamt ráðskonu þeirri sem Solveig hét, eða þar til hann vígðist til Miklabæjar og Silfrastaða í Blönduhlíð. Þangað fór ráðskonan með honum. Hún lagði ást á hann og vildi eiga hann, en hann var tregur til þess. Sagt er um Solveigu að hún hafi verið „stillt og skikkan- leg“ stúlka og bar hún harm sinn í hljóði. Oddur kvæntist stúlku sem Guðrún hét og var Solveig áfram vinnukona hjá presti, þrátt fyrir það. Sjálfsmorð Solveigar En nú var það einn daginn þegar presturinn hafði farið af bæ að messa i annexíu kirkju sinnar á Silfrastöð- um að lesinn var húslestur að vanda á Miklabæ. Að honum loknum tók Solveig kistulykla sína og gekk ofan. Skömmu síðar átti einn af vinnu- mönnum leið út fyrir bæinn. Kom hann að Solveigu skorinni á háls og var henni að blæða út. En áður en hún var jörðuð dreymdi prest að Solveig kæmi til sín og bæði hann að sjá til þess að hún hlyti leg í kirkju- garði, þótt ekki hefði hún fengið að njóta hans. Fór séra Oddur til Hóla og bar málið undir Gísla biskup, föður sinn. En biskupinn var siða- vandur og fastheldinn á gamlar venj- ur og aftók það með öllu. Var' Soiveig því dysjuð utangarðs. En nú tók séra Odd að dreyma hana aftur og aftur og jafnan sagði hún sömu orðin: „Fyrst ég fékk ekki að leggjast í kirkjugarð, þá skaltu ekki leggjast nær honum en ég.“ Hvarf séra Odds Nú liðu fram stundir og allt fram til ársins 1786, en þá þurfti prestur enn að messa á Silfrastöðum. Hann kom á heimleið við hjá Vigfúsi Scheving, sýslumanni, sem þá bjó á Víðivöllum. Þaðan var skammt að Miklabæ, en þar sem komið var þreifandi myrkur vildi sýslumaður- inn látá fylgja prestinum heím. En presturinn aftók það og lagði af stað. Þetta sama kvöld, þegar fólk allt var inni á Miklabæ, heyrði það að komið var upp á baðstofuna og að glugga, og heyrðist þá um leið sem sá er kom hefði verið dreginn ofan af veggnum eða rennt sér ofan af honum. Kona prests var inni í búrinu að skammta og varð þessa ekki vör. En einhver í baðstofu sagði við Gísla, son prests, sem þá var á níunda ári: „Farðu fram, Gísli litli, og taktu opinn bæinn, því hann faðir þinn er kominn.“ Drengurinn fór, en hann var svo myrkfælinn að hann þorði ekki að fara alla leið og sneri 'aftur. Hann fór til móður sinnar og líklega hefur heimafólkið talið sér hafa misheyrst, því ekki var fengist um þetta meir. En morguninn eftir leist mönnum ekki á blikuna. Sást þá hvar hestur- inn prestsins stóð rétt hjá bænum og var hann með beisli og var vettling- um hans troðið undir hnakksessuna. Sumir segja-að hjá baðstofugluggan- í elstu prestsþjónustubók Miklabæjar sem til er á Þjóðskjalasafni og nær yfir árin 1747 - 1784 er ferhyrnt stykki klippt úr einu blaðinu við árið 1778. Ef að líkum lætur hefur einmitt á þessum stað verið færður inn dánardagur og nafn Solveigar nokkurrar, ráðskonu á Miklabæ, sem öðlast hefur óbrotgjarna frægð í þjóðsög- unni undir nafninu Miklabæjar Solveig. Ekki er gott að vita hvað þeim hefur gengið til sem skar klausuna úr prestsþjónustubókinni, en líklegt að þar hafi einhver hjátrú legið að baki. Svo mikið er víst að ekki hefur þetta orðið til þess að Solveig hafi fallið í gleymsku. Eini árangurinn er sá að nú er föðurnafn hennar ekki vitað. Sitthvað hefur þó verið rannsakað um sögu Solveigar og þess manns sem hefur orðið hin aðalpersónan í þessum kunna harmleik, séra Odds. Ber þar hæst samantekt eftir Pál Erlendsson á Brúarlandi, sem hann skrifaði 1846, og handrit eftir fræðaþulinn Gísla Kon- ráðsson.. Hér á eftir fer sitthvað úr samantekt þessara beggja, sem er ítarlegra en þjóðsagan og ber víða ekki saman við hana, eins og hún er prentuð hjá Jóni Árnasyni. Fyrst er það þá saga séra Páls: um hafi hattur prests fundist. En prestinn sjálfan var hvergi að sjá. Leitin að séra Oddi Nú var safnað mönnum og leitað og leitað, en án árangurs. Fyrir neðan bæinn á Miklabæ er vatnskíll, sem nefndur hefur verið Gegnir. Þarna var leitað með stöngum og krókum, en ekkert fannst, en út í Héraðsvötn hefði prestur ekki getað komist vegna kílsins. Eftir langa og mikla, en árangurslausa fyrirhöfn, var leitinni hætt. Ekkjuna hafði langað til að dys Solveigar væri rofin, en það vildi sýslumaður ekki leyfa, þar sem hann taldi slíkt bera vott um hjátrú. Hér lýkur efnislega frásögn Páls Erlendssonar og hafði hann söguna eftir manni þeim sem Vigfús sýslu- maður hafði boðið séra Oddi til fylgdar, en hann hét Jón Bjarnason. Eftirmaður Odds á Miklabæ var séra Pétur Pétursson og dreymdi hann eitt sinn að séra Oddur kæmi til sín og segði: „Sárt er það að sjá kunn- ingja mína ríða og ganga svo nærri mér, en geta ekki látið vita hvar ég er.“ Frásögn Gísla Konráðssonar Sitthvað er ítarlegra í frásögn Löngum hafa menn reynt að finna trúverðuga skýringu á hvarfi séra Odds Gíslasonar á Mikiabæ - en ekki haft erindi sem erfiði Bærinn og nýja kirkjan að Mikla- bæ. Gísla Konráðssonar, en frásögn Páls og tökum vér nú til við að rekja hana: Oddur prestur, sonur Gísla bisk- ups Magnússonar á Hólum, var vígður til Miklabæjar í Blönduhlíð árið eftir Sandvorið svonefnda 1767. Aukakirkja frá Miklabæ er Silfra- staðir. Bjó hann fyrst ógiftur með ráðskonu þeirri sem Solveig hét, og var ættuð úr Fljótum. Er sagt að hún væri rösk og kynni handiðnir, og enn er það mælt að hún vildi ganga að eiga prestinn. En séra Oddur kvænt- ist 1777 og fékk Guðrúnar dóttur Jóns prests Sveinssonar í Goðdöl- um. En er séra Oddur hafði fengið Guðrúnar tók Solveig fásinnu mikla, sem jafnan fór vaxandi. Var talið að orsökin væri sú að hún fékk ekki prestinn, en þó var hún áfram á vist með honum. Þar kom að hafa varð á henni strangar gætur og sjá um að engin skaðleg áhöld væru nærri henni, því hún leitaði eftir að farga sér. Á Miklabæ var í vist tvitug stúlka, Guðlaug Björnsdóttir að nafni. Hún var systir séra Snorra prests á Hjaltastöðum (en ekki Snorra á Húsafelli, einsogíþjóðsög- unni segir). Var henni falið að gæta Solveigar og sváfu þær samán. „Þar tóksthenni það...!“ Nú var það miðvikudag einn á föstu, er prestur söng á Silfrastöð- um, meðan lesið var á Miklabæ. að - Solveig-bað- Gtrðlarugti- að lárra- sör*

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.