Tíminn - 22.04.1989, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.04.1989, Blaðsíða 2
12 HELGIN Laugardagur 22. apríl 1989 f H Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðar og tæki sem verða til sýnis þriðjudaginn 25. apríl 1989 kl. 13-16, í porti bak við skrifstofu vora að Borgartúni 7, Reykjavík og víðar. Tegundir Árg. 4 stk. Volkswagen Jetta fólksbif r. 1985 1 stk. Mazda 929 fólksbifr. 1985 3 stk. Volvo 244 fólksbifr. 1985 6 stk. Suzuki Alto SS 80 fólksbifr. 1984 2 stk. Volkswagen Golf fólksbifr. 1983 5 stk. Subaru Station fólksbifr. 4x4 1980-84 1 tsk. Suzuki Fox fólksbifr. 4x4 1985 1 stk. LadaSportfólksbifr. 4x4 1985 1 stk. lsuzuTrooper4x4 1982 1 stk. T oyota Hi Lux Pic up 4x4 1980 1 stk. International Scout 1980 1 stk. Ford F-250 Pic up m/húsi 4x4 1980 1 stk. Ford Bronco 4x4 1979 1 stk. Chevrolet Pic up m/húsi 4x4 1978 1 stk. Mercedes Benz Unimog 4x4 1965 2stk. Ford Econolinesendiferðabifr. 1979-81 1 stk. Dodge Van B-250 sendiferðabifr. 1982 1 stk. Man 19.281 vörubifr. 6x6 m/krana 1982 1 stk. Hino ZM 802 m/flutningakassa og lyftu 1981 1 stk. Volvo N8410 farþega fólks- og vörubif r. 1971 1 stk. Ford F 500 vörubifr. 1956 1 stk. Bedford Blitz m/krana 1979 1 stk. MercedesBenzfólksfl.bifr.34farþega 1967 1 stk. Mercedes Benz fólksfl.bifr. 24 farþega 1978 Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins, Borgartúni 5: 1 stk. Zetor 10145 dráttarv. 4x4 m/ámoksturst. 1986 1 stk. Massey Ferguson 575 4x4 m/ámoksturst. 1982 Til sýnis hjá Áburðarverksmiðju ríkisins, Gufunesi: 4 stk. vörulyftarar Clark C500 Y70 PD 1974-77 Til sýnis hjá Rafmagnsveitu rfkisins, Egilsstöðum: 1 stk. Toyota Hi Lux 4x4 diesel 1985 (Skemmdur eftir umferðaróhapp) Til sýnis hjá Pósti og sfma, birgðastöð Jörfa: 1 skt. Fiat 127 GL 1985 (Skemmdur eftir umferðaróhapp). Tilboðin verða opnuð sama dag kl. 16.30 að viðstöddum bjóðendum. Réttur er áskilinn til að hafna tilboðum sem ekki teljast viðunandi. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS [ BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 Verkakvennafélagið Framsókn Auglýsing um orlofshús sumarið 1989. Mánudaginn 24. apríl til og með 26. apríl n.k. verður byrjað að taka á móti umsóknum félags- manna varðandi dvöl í orlofshúsum félagsins. Þeir sem ekki hafa dvalið áður í húsunum hafa forgang til umsóknar dagana 24., 25. og 26. apríl. Umsóknareyðublöð liggja á skrifstofu félagsins Skipholti 50A, frá kl. 9-17 alia dagana, símar 688930, 688391 og 688932. Athugið, ekki er tekið á móti umsóknum í síma. Félagið á 3 hús Ölfusborgum 1 hús í Flókalundi 2 hús í Húsafelli og íbúð á Akureyri. Ennfremur 4 vikur á lllugastöðum og á Svigna- skarði. Stjórnin. Útboð Fyrir hönd Stykkishólmsbæjar óskar Verkfræði- stofa Sigurðar Thoroddsen hf. eftir tilboðum í loftræsikerfi ásamt stýringum fyrir íþróttamiðstöð í Stykkishólmi. Um er að ræða þrjú kerfi er afkasta um 23.000 rúmmetrum á klukkustund. Útboðsgögn verða afhent hjá VST hf. Ármúla 4, gegn 5.000,- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 9. maí kl. 11.00. VERKFRÆÐISTOFA SIGURÐAR THORODDSEN ÁRMÚLI 4 REVKJAVÍK SÍMI 84499 J Hvarf Odds hníf, sem hún átti, en Guðlaug var látin geyma. Sagðist hún viljaspretta einhverju með honum. Þessu varaði Guðlaug sig ekki á og lánaði henni hnífinn, því lítið hafði borið á hug- sýki hennar um skeið. En Solveig gekk þegar út og skar sig á háls uppi á hestaréttarvegg við bæinn og féll þar með niður í tóftina. Þetta gerðist árið 1778, ári eftir að prestur hafði kvænst. Þennan atburð sá vinnumaður einn, sem hét Jón Steingrímsson, en hann hafði verið að bera hey milli fjárhúsa ásamt ungum dreng. Sagði Jón þá: „Þar tókst henni það, helv... því arna!“ Hljóp hann inn og hitti fyrir bróður Guðlaugar, Jón snikk- ara frá Lóni, ogsagði honum hvernig komið var. Hann hljóp þegar út og greip Solveigu í fang sér og las yfir henni andlátsorðin. Hún var þá enn með lífsmarki, og sagðist Jón hafa séð varir hennar bærast, þótt ekki heyrði hann orðaskil. Ásókn Solveigar Næstu nótt, þegar prestur var kominn heim, dreymdi hann að Solveig kæmi til sín og bæði hann að syngja yfir sér og að hann léti jarða sig í kirkjugarði. Aðra nótt dreymdi hann það sama. Fór hann þá á fund Vigfúsar Scheving, sýslumanns, og bað hann að lcyfa líki Solveigar kirkjuleg, en þess var enginn kostur. Kallaði Scheving það vera móti lögum, en gerði það þó fyrir bænar- stað prests að grafa hana að utan Iítið eitt inn undir kirkjugarðsvegg- inn. Þar vardys hennar, sunnanmeg- in við garðinn. En Solveig sótti nú hverja nótt að Jóni Steingrímssyni og af þeim or- sökum fór hann burtu af bænum um vorið. Áfram hélt prest þó að dreyma hana og sagði hann að hún heitaðist við sig og sagðist hún skyldu sjá svo til að hann fengi ekki kirkjuleg fremur en hún. Nóttin 1. — til 2. október , En nú gerðist það síðar.um haust- ið, eða hinn 1. október 1786, eða 16. sunnudag eftir þrenningarhátíð, að prestur söng á Silfrastöðum. Hann reið seint heim um kvöldið og kom að Víðivöllum, örskammt fyrir fram- an Miklabæ. Sýslumaður bauð presti til stofu. Niðamyrkur var á, enda dimmviðri og hláka. Vildi sýslumaður fá séra Oddi fylgd heim, en hann kvað það óþarfa. Samt kallaði sýslumaður til þann mann sem Árni hét Jónsson (séra Páll segir manninn hafa heitið Jón Bjarnason) og sagði honum að fylgja presti og fór hann af stað með honum. Ætlaði Árni að prestur mundi ríða út hjá Víkurkoti, sem er milli Miklabæjar og Víðivalla. Þar voru ísilagðar mýrar, sem ekki kom að sök, því prestur var á skaflajárn- um. Séra Oddur hleypti hesti sínum þegar, og sneri Árni aftur þegar komið var að túngarði á Miklabæ. (En eins og fram kemur áður hjá séra Páli, þá hafa ýmsir sagt að presti hafi alls ekki verið fylgt). En nú varð það á Miklabæ að fólki heyrðist komið upp á bæinn. En allt heimafólkið var myrkfælið og prests- konan ekki minnst og segir sagan að því hafi valdið reimleikinn eftir Sol- veigu heitna. Gísli, sonur prests- hjónanna, var sendur til dyra, en hann varð einskis var. En að morgni var hestur prests þar niðri á túninu, svo og vettlingar hans og keyri undir sessunni í hnakknum, þó sumir hafi sagt að það lægi með vettlingunum á bæjarveggnum. Hefur aldrei sést neitt af Oddi presti síðan. Voru margar getgátur uppi um hvað af honum hefði orðið, en flestir eða allir héldu Solveigu valda. Sumir héldu að hún hefði villt hann ofan í síki það sem Gegnir heitir og liggur ofan í Jökulsá (eða Héraðsvötn), neðan Miklabæjar. En aðrir héldu það sem ólíklegra var - að hún hefði dregið hann ofan í dys sína. En ekki vildi Vigfús sýslumað- ur heyra það nefnt og er sagt að hann bannaði að grafa í dysina, því mælt er að sumir vildu það. En líklegust þykir sú gáta að prestur færist í Gegni með einhverjum hætti. Margir hafa velt vöngum yfir sög- unni um fylgdarmanninn. Vigfús sýslumaður fékk ámæli fyrir að hafa ekki látið, fylgja presti, en það kemur ekki heim við sögu Gísla Konráðssonar. Vera má að fylgd- armaðurinn hafi ekki heldur sagt satt og að leiðir þeirra Odds hafi skilið fyrr en hann sagði. Leiði Soiveigar í kirkjugarðinum í Glaumbæ, en þar var henni veitt leg í vígðri mold árið 1937 að frumkvæði vera úr öðrum heimi. Solveig fær leg í vígðri mold Hér hafa nú verið raktar tvær frásagnir af dularfullu hvarfi séra Odds frá Miklabæ. Úr þessum at- burði hefur orðið hin magnaða draugasaga, sem Einar skáld Bene- diktsson hefur gert ódauðlega í kvæði, en þar tekst honum að laða fram alla þá þöglu vá og þann óhug, sem gagntekið hefur fólkið á Mikla- bæ á sinni tíð. En rúmri hálfri annarri öld eftir að Solveig stytti sér aldur gerðust þeir atburðir á andafundi í Reykjavík að vera, sem tjáði sig vera Solveigu, og þó öllu fremur verur, sem báru hag hennar fyrir brjósti, gerðu vart við sig. Var þess beiðst að bein hennar yrðu flutt og jarðsungin að venjuleg- um hætti í í Glaumbæ. Andatrúarmenn voru um þetta leyti mjög öflugir innan kirkjunnar hér á landi og var orðið við þessum tilmælum. Sunnudaginn 11. júlí 1937 var grafin í kirkjugarðinum í Glaumbæ kista, sem sögð var geyma jarðneskar leifar hinnar ólánsömu stúlku. Séra Lárus Arnórsson að Miklabæ flutti guðsþjónustu á báð- um kirkjum í Miklabæ og í Glaumbæ og jafnframt fyrirbæn fyrir Solveigu. Margt manna var viðstatt og þar á meðal margrir utansveitarmenn. Einn þeirra var Halldór Laxness, sem sagði frá athöfninni í Þjóðviljan- um þá um sumarið og gerði gaman að þessu tiltæki Þrem árum áður höfðu þau Friðrik og Agnes verið grafin í vígðri mold að Tjörn á Vatnsnesi að ábendingu og óskum andatrúarfólks, og urðu þessar endurgreftranir fyrirmynd af áþekku í sögu Laxness af Ljósvíkingnum. En hvað sem því líður. þá mun sagan af Miklabæjar Solveigu áfram standa meðal hinna frægustu í viða- miklum bálki íslenskra draugasagna. Þótt reynt hafi verið að grafast fyrir um raunveruleg atvik fyrr og síðar, þá munu þeir þættir sögunnar sem aldrei hafa verið skýrðir og verða ekki héðan af halda áfram að ljá benni kraftmagn og dulúð. & rjr r &

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.