Tíminn - 22.04.1989, Blaðsíða 5

Tíminn - 22.04.1989, Blaðsíða 5
Laugardagur 22. apríl 1989 HELGIN 15 Theodore Roosevelt settist á forsetastól í Bandaríkjunum eftir morðið á McKinley 1901. Hann var furðulegt sambland af kúreka, ævintýramanni og barni konan æskuvinkona hans, Edith Carow. Þau fóru til Evrópu í brúð- kaupsferð. En er þau á ný komu til New York vorið 1887 voru fréttirnar frá Dakota ekki góðar. Þúsundir nautgripa höfðu fallið í ofviðrum og flóðum sem af þeim leiddi. Nú varð mönnum ljóst að þeir höfðu sett of marga gripi á. Hefðu færri verið um beitina hefði skaðinn aldrei orðið jafn. Örfáir gripir voru eftir á Möltu- kross búgarðinum, en á Elkhorn var ekki svo mikið sem ein kýr eftir. Þetta var mikið áfall fyrir efnahag Teddys og veturinn á eftir sat hann í New York og skrifaði af kappi til þess að drýgja tekjur sínar. Hann ritaði m.a. margar greinar í blöð og þar hvatti hann óspart til þess að Bandaríkin færðu út landamæri sín á kostnað grannríkjanna. Bóndinn gerist stríðshetja „Landið þarfnast styrjaldar", hafði hann skrifað í desember 1895 og árið eftir gerði nýr forseti, McKinley, hann að aðstoðarflota- málaráðherra. Og nú hillti undir stríð. Landsiýðurinn á Kúbu bar sig illa undir yfirráðum Spánverja og uppreisn hafði brotist út á eyjunni. Bandaríkjamenn höfðu samúð með uppreisnarmönnum. Réðu þar bæði hugsjónaástæður og líka löngun til þess að bæla niður óróa sem kostaði stórfé í töpuðum viðskiptum. Eftir að bandaríska herskipinu U.S.S. Maine var sökkt í höfninni í Havana 15. febrúar 1898 varð stríð ekki umflúið. „Það er skylda okkar að skerást í leikinn á Kúbu,“ sagði Roosevelt „og stökkva Spánverjurri á brott úr vesturheimi." Stríði var lýst yfir þann 21. apríl og Teddy bauð strax fram þjónustu sína. Vegna þess að hann skorti reynslu af hermennsku gat hann ekki orðið mun hafa tekið hæð eina herskildi og sá til að sú dáð varð svo fræg að hún skilaði honum rakleitt inn í Hvíta húsið. Hann var á Kúbu í 133 daga og var þá sveitin (The Rough Riders) send heim við mikinn orðstír. Sér- staklega var Teddy hreykinn af því mikla mannfalli, sem orðið hafði í liði hans og þótti það sanna vasklega framgöngu, þótt flestir hefðu mennirnir dáið úr malaríu og öðrum hitabeltissjúkdómum. Á forsetastóli Þetta haust var hann kjörinn fylk- isstjóri í New York og tveimur árum síðar útnefndur varaforseti á lista Republikana hjá McKinley. f sept- ember 1901 féll McKinley fyrir morðingjahendi og þar með var Roosevelt skyndilega orðinn forseti Bandaríkjanna. Hvort sem ber að telja Roosevelt það til lofs eða lasts, þá tókst honum á sjö ára ferli í embætti að móta þá stefnu sem Bandaríkin hafa fylgt að mestu á tuttugustu öld. Hann gerði skörp skil á milli þess sem hann taldi illt og gott og hafði alltaf að leiðar- ljósi brautryðjandann sem sækir fram í óbyggð vestursins og gengur á hólm við skugga liðna tímans. Hann taldi að lifnaðarhættir manna í Bandaríkjunum væru svo miklu fremri lifnaðarháttum annarra að allir ættu að vilja gerast Bandaríkja- menn - og það þótt yrði að neyða þá til þess. Hann sagði Kúbumönnum að þeir skyldu njóta frelsis og sælu, ef þeir aðeins höguðu sér skikkanlega. Hann kúgaði Filippseyinga til þess að taka upp bandaríska háttu og studdi aðskiínaðarsinna í Panama til þess að losna undan yfirráðum Col- umbiu. Þá gekkst hann fyrir bygg- ingu Panamaskurðarins og fór sjálf- ur suður eftir að fylgjast með verk- inu. Hann settist meira að segja við ferðaðist hann um Wyoming er hann hugði á endurkjör og reið sextíu mílur einn daginn. Hann lét ljós- mynda sig með „Rough Riders" hattinn í brúnu leðurbuxunum og kúrekastígvélunum. „Hann kom ríðandi eftir dalnum, sveipaður ryk- mekki og alsettur hrossamóðu," sögðu aðdáendur hans í blöðunum, „og hann bar sig eins og sléttubúi í hnakknum, álútur og afslappur í öxlum. „Vestrið" var eins og skrifað í allt hans fas.“ Hann sigraði með stórkostlegum yfirburðum í kosningunum 1904 og hafði enginn forseti átt slíku fylgi að fagna áður. Þegar hann hvarf úr embætti fjórum árum síðar sagði Mark Twain um hann: „Hann er enn ekki nema fjórtán ára.“ í kveðju- samsæti í Hvíta húsinu bauð hann til sín nautgripabændum, veiðimönn- um og þorpslögreglustjórum - vöðvastæltum og sólbrenndum harð- jöxlum. Pegar leið á kvöldið felldu þeir tár yfir að þessi „góði, gamli kúreki" þeirra væri nú að hverfa úr embætti. Hann bauð sig fram á ný árið 1912 utanflokka. Hann ferðaðist um, hrópaði hvatningarorð til fylgis- manna skrækri röddu sinni og var forsöngvari í „Áfram, Kristsmenn, krossmenn." En þetta varð aðeins til þess að hann rændi stórum hluta atkvæða frá Republikönum og Woo- drow Wilson varð forseti. Síðustu árin Síðari ár sín varð Teddy að eins konar tímaskekkju. Hann ferðaðist um allan heim og fór í hvern veiði- leiðangurinn á eftir öðrum um Afr- íku og Suður Ameríku. Hann heim- sótti Vilhjálm Þýskalandskeisara og hældi þýsku hersveitunum á hvert reipi. Hann sneri þó við blaðinu er Roosevelt kom sér skjótt upp þessari ævintýralegu múndér- ingu, sem minnti á Davy Crockett. hefði skotið á dúfnahóp. Þeir tví- struðust og hleyptu á brott eins hratt og hestarnir komust." í annað sinn er hann hitti indíána var greinilegt að þeir vildu sýna honum vináttuvott, því fyrirliði þeirra veifaði ábreiðu sinni yfir höfði sér og hélt uppi leyfisbréfi sínu. En þegar hann nálgaðist mundaði Teddy byssuna og maðurinn sneri burtu, eftir að hafa fallið á kné og beðið sér griða. „... ég sá indíánana aldrei framar," sagði Teddy. „Ég er ekki viss um að þeir hafi ætlað að gera mér mein. En þó vissi ég ekki nema þeir mundu taka af mér riffil- inn og hestinn og kannske höfu- ðleðrið líka.“ Hann var iðinn veiðimaður og meðal annars felldi hann þrjá grá- birni og sex elgsdýr. Haustið 1885 fór hann þó til New York og tók nú með hálfum huga þátt í kosningabar- áttu áðurum getins JamesG. Blaine, en hann féll fyrir Cleveland. Eyddi hann vetrinum í að rita bók um ævintýri sín í villta vestrinu og nefndi hana „Veiðiferðir nautgrip- abónda." Bókin ber öll vott um unglingslega gleði, eins og strákur sé að guma af ævintýrum í útilegu. Enn hélt hann vestur vorið 1886. Hann reisti sér myndarlegt hús á Elkhorn búgarðinum og tók nú að gefa sig í vaxandi mæli að ýmsum félagsmálum í Dakota. M.a. flutti hann 4. júlí ræðuna í Dicinson og sótti skemmtisamkomur kúrekanna, en hann var nú orðinn vinmargur og vinsæll meðal manna í fylkinu. Það jók á hróður hans er hann lenti í enn einu spennandi ævintýr- inu. Einn af „slæmu gæjunum" í Little Missouri rændi bát sem Roose- velt átti bundinn við árbakkann og hann veitti þjófnum eftirför í marga daga, uns hann hafði uppi á honum og endurheimti bátinn. Hróp og töp Þetta sama sumar lá við stríði milli Bandaríkjanna og Mexikó, en mexikanskir herflokkar höfðu sótt inn yfir bandarísku landamærin, er þeir voru að fylgja eftir uppreisnar- manninum Gerosimo. í viðureign- inni hafi fallið bandaríski hershöfð- inginn Emmet Crawford. Roosevelt hafði lengi verið þeirrar skoðunar að Bandaríkin ættu að ráða allri norður Ameríku og ritaði hann stjórninni bréf þess efnis að látið yrði til skarar skríða gegn Mexikönum hið fyrsta. Bauðst hann til þess að koma á fót hersveit sem skipuð yrði harðsnún- um kúrekum (harum - scarum rough riders). Ætlaði hann sjálfur að gerast foringi sveitarinnar. En ekki varð úr stórræðum að sinni. Hann kvæntist nú á ný og var T “Möltu - kross“ búgarðurinn. foringi, en hann þáði glaður aðstoð- arforingjastöðu. Hann tók að sér að sjá um herskráningu í vesturfylkjun- um og sendi símskeyti út og suður, þar sem hann bað um að hóað yrði saman mönnum sem væru „ungir að árum, góðar skyttur og góðir reið- menn“. Hann pantaði sérsaumaðan bláan einkennisbúning liðsforingja, þó án tignarmerkja, og tylft af stálspangagleraugum. Hann beið nú ekki boðanna, en hélt til móts við lið það sem hann hafði látið kveðja saman. Til þess að vera viss um að hann yrði fyrstur til Kúbu lagði hann hald á skip sem ætlað hafði verið öðrum flokki og lá í höfn í Tampa. Um borð var blaðamaður frá New York Herald, sem skrá skyldi afrekasöguna og senda tíðindi jafn óðum til New York. Fréttir af dáðum Roosevelts á Kúbu eru um margt óljósar, en hann stýri á stórri skurðgröfu. Margir gagnrýndu hann fyrir það að hann var fyrsti forsetinn sem fór út fyrir landamæri ríkisins í embætti. En gagnrýnendur hans áttuðu sig ekki á því að í augum Roosevelts var öll Norður Ameríka Bandaríkin! Heima fyrir skammaði hann „vondu“ auðhringana óspart, en lét þá „góðu“ leika lausum hala. Hann tók nú óvænt að beita sér fyrir náttúruvernd og hældi sér af að hafa látið friða ýmis dýr og landsvæði, en aðrir höfðu barist fyrir að gert yrði, meðan hann var á ferð og flugi að útrýma síðustu bufflunum. Hann varð fyrstur til þess að bjóða svörtum manni til miðdegisverðar í Hvíta húsinu, en þegar herflokkur skipað- ur svertingjum reið í gegn um Brownsville í Texas og hleypti af nokkrum skotum lét hann leysa flokkinn upp og reka 167 svarta menn úr hernum með skömm. Þessi herdeild hafði þó verið flokki hans á Kúbu til verndar í orrustum þar. Frambjóðandi á hestbaki Að afloknu fyrsta kjörtímabilinu fyrri heimsstyrjöldin hófst og vildi óður og uppvægur kalla saman menn sína í deildinni „Rough Riders“ að nýju, en Wilson hafnaði góðu boði hans. Er hér var komið sögu virtist Teddy eldri en hann var, enda orðinn stirður og lasinn af ýmsu harðræði sem hann hafði mætt á ferðum sínum. Þá varð hann fyrir þeirri raun að yngsti sonur hans, sem var orrustuflugmaður, fórst. Þann 6. janúar 1919 dó hann loks, þessi sérkennilegi maður, kúrekinn á for- setastóli. En á hátindi ferils hans höfðu Bandaríkjamenn dáð hann. Þeim þótti hann vera einn af þeim, fyrir- ferðarmikill, kröftugur og frekur og haldinn fádæma sjálfstrausti. Þetta var lýsingin á manni dagsins í þann tíð. En hann var líka mjög tortrygg- inn gagnvart öllum sem ekki voru steyptir í sama mót og trúði á nakið ofbeldi til þess að ná settu marki, ef svo bar undir. Hann var skilgetið afkvæmi „villta vestursins" og setti mörk á Bandaríkin, sem mörg má kenna með þjóðinni enn í dag.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.