Tíminn - 22.04.1989, Blaðsíða 10

Tíminn - 22.04.1989, Blaðsíða 10
20 HELGIN Laugardagur 22. apríl 1989 SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL i SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁ Rændi nærfötum í fyrstu en tók svo að myrða Kvennærföt sem hurfu af snúrum bentu til að kynferðisglæpamaður væri á svæðinu. Þeir færa sig yfirleitt upp á skaftið og lögreglan fylgdist með í of- væni. Hann náðist loks eftir þrjú morð og sitthvað fleira. Craigton Road í Glasgow í Skot- landi er afskaplega óyndislegur stað- ur með sótugum húsum sem snúa að járnbrautinni og að baki er gamall kirkjugarður. Það sem síst mætti búast við væri að sjá þvott úti á snúrum þarna en á þeim sjaldgæfu dögum sem vindur stendur af Firthfirði og ekki er þoka, hengja bjartsýnar húsmæður út tau sitt og kæra sig kollóttar um sótflyks- urnar úr verksmiðjunum allt í kring. Atvik sem tengdist snúru af blaut- um þvotti sannfærði lögregluna um að kynferðisglæpamaður væri á ferli á Craigton Road. í dagbók lögreglu- manns er atvikið skráð þann 11. maí 1986 og er það fyrsta af mörgum svipuðum, þegar nærfatnaði kvenna var stolið af þvottasnúrum. Slíkur þjófnaður er í sjálfu sér ekki alvarlegt mál en á næstu vikum ágerðist athafnasemi þessa kynferð- islega brenglaða þjófs stórlega og loks kom að því að hann framdi óhugnanlegt morð. í upphafi ferils síns læddist maður- inn eins og vofa um bakgarða hús- anna við Graigton Road og í fyrsta skiptið hafði hann á brott með sér nokkur brjóstahöld og þrennar nær- buxur. Eigandi flíkanna var beðinn að lýsa þeim, en gat ekki varist því að roðna, þegar hún útskýrði að allar flíkurnar hefðu verið bleikar. Fjórum dögum síðar, þann 13. maí kvartaði 47 ára kona lengra upp með götunni. í það skipti hafði þjófurinn á brott með sér gamaldags, reimað lífstykki, tvö pör af nælon- sokkum og sokkabandabelti. Þegar fregnir um þetta bárust til aðalstöðva lögreglunnar, létu menn þar í ljós ugg um að afbrigðilegur náungi gengi laus í hverfinu og fullnægði hvötum sínum með því að ræna nærfatnaði kvenna. Tveimur mánuðum eftir fyrsta þjófnaðinn var tilkynnt að glugga- gægir gengi um á svæðinu. Hann virtist álíka skuggavera og nærfata- þjófurinn. Þær konur sem hann gægðist á, einkum inn um glugga á jarðhæðum, sáu hann aðeins rétt í svip. Þó birtist hann á glugga á annarri hæð, rétt í þann mund sem kona þar varpaði af sér síðustu spjörinni til að fara í bað. Hvernig hann komst þangað er enn óskiljan- legt. Fyrsta árásin í minnisbók lögreglumanns stóð nú skrifað að sá kynferðislega brenglaði væri tekinn að færa sig upp á skaftið. Hann fletti sig klæðum fyrir hóp stúlkna rétt við limgerðið umhverfis kirkjugarðinn en hvarf síðan eins og jörðin hefði gleypt hann. Nú var lögreglan viss um að til tíðinda drægi en bið varð á því. Það var ekki fyrr en í ágúst að maðurinn réðst í fyrsta sinn á stúlku. Hún var ljóshærð og lagleg á leið heim úr kvikmyndahúsi. Hún heyrði hlaup- andi fótatak á eftir sér og áður en hún áttaði sig, fleygði grannvaxinn, ungur maður sér á hana og skellti henni flatri. Stúlkunni varð að vonum illt við og hún gat lítið streist á móti, þegar árásarmaðurinn greip um ökla henn- ar og dró hana inn í ruslaport rétt hjá. Þar tætti hann utan af henni fötin meðan hún æpti á hjálp af öllum kröftum. -Ég æpti þarna í þrjá stundar- fjórðunga og barðist við kvalara minn, sagði stúlkan lögreglunni. Henni tókst loks að sleppa og blóðug og hálfnakin komst hún heim til sín og í símann. -Hann barði mig með krepptum hnefum og ógnaði mér með hnífi, sagði hún. -Eg hélt að hann myndi drepa mig. Lögreglumenn fóru heim til henn- ar og hún var flutt á sjúkrahús þar sem hún var rannsökuð og fékk meðferð hjá sálfræðingi. Næstu þrjá daga leitaði lögreglan mannsins á svæðinu en fann ekkert. í nokkrar vikur eftir þetta gengu lögreglumenn um hverfið tveir og tveir saman og mun oftar en áður. Skuggabaldur lét hins vegar ekkert til sín taka á því tímabili. Líklega hefur hann lagt sínum verri manni og horfið í fjöldann á götunum. Nú leið meira en ár þar til aftur var tilkynnt um líkamsárás. í það skiptið var fórnarlambið glæsileg, rauðhærð, 42 ára húsmóðir sem var ein heima meðan maður hennar var í vinnunni. Nauðgunartiiraun Að kvöldi 18. september 1987 var hlýtt í veðri og vestangolan bar með sér sjávarlykt yfir reykjandi skor- steina borgarinnar. Konan var stödd örskammt frá heimili sínu á leið frá strætisvagnabiðstöðinni. Hún heyrði ekki hlaupandi fótatak að baki sér. Klukkan var hálftólf og ekki nokkur manneskja á ferli í Craigton Road. Maðurinn rak upp hálfkæft, hást óp um leið og hann fleygði sér á konuna sem féll í götuna. Þá keyrði hann hnéð upp milli fóta hennar, greip heljartaki í hár hennar með annarri hendi og barði hana mis- kunnarlaust með krepptum hnefa í andlitið með hinni. Hún æpti og maðurinn sleppti hárinu en fór í staðinn að slíta af henni fötin. Hún æpti eins og hún gat og það hafði sín áhrif. Gluggar opnuðust allt í kring og þéttvaxinn nágranni hljóp út á götu. Þegar hann nálgaðist, sá árásarmaðurinn sitt óvænna, kom sér á fæturna og hljóp niður götuna. Konan lá eftir, hálf- meðvitundarlaus af barsmíðinni. Þó maðurinn reyndi að veita eftir- för, var það vonlaust því hinn var grannvaxinn og sprettharður auk þess að vera dauðhræddur líka. Hann hvarf von bráðar út í myrkrið. Þó konan væri marin og blá og í miklu uppnámi, neitaði hún að fara til læknis, þrátt fyrir að bæði ná- grannar og lögregla byðust til að fylgja henni. Hún var þakklát fyrir að hafa sloppið við nauðgun, en hún gat ekki gefið neina haldbæra lýsingu á manninum. -Ég sá ekkert nema hnefann sem barði mig, sagði hún. -Ég hef ekki hugmynd um hvernig náunginn lítur út. Nágrannarnir þóttust hins vegar vissir um að þekkja hann ef þeir sæju hann aftur. Lögreglan rannsakaði umhverfið og í geisla bílljóss sáu þeir eitthvað sem glampaði á á götunni. Við nánari athugun reynd- ist það karlmannshringur. Eina verðmæti hans fólst í að árásarmað- urinn hefði getað misst hann. Því var hringurinn færður á stöðina sem hugsanlegt sönnunargagn. Óhugnanlegt morð Tilraunir til að bera kennsl á manninn í myndasafni lögreglunnar reyndust árangurslausar. Því var gert ráð fyrir að þessi mjóslegni ungi maður hefði aldrei komist í kast við lögin og ætti því engan glæpaferil að baki. Raunar var það glæpaferillinn framundan sem lögreglan hafði mestar áhyggjur af. Af reynslunni vissu menn að kynferðislega af- brigðilegir glæpamenn færast stöð- ugt í aukana í glæpum sínum. Ef maðurinn næðist ekki fljótlega, var ómögulegt að segja hvað hann gerði næst. Ferillinn er iðulega sá að byrjað er á að stela kvennærfötum, síðan er tekið að fletta sig klæðum, næst koma nauðgarnir og iðulega fylgir morð í kjölfarið. Rétt fyrir dögun þann 21. október 1987 var járnbrautarvörður á leið til vinnu sinnar við brautina sem liggur samhliða Craigton Road. Skyndi- lega fraus hann í sporunum er fyrir augu hans bar þá hroðalegustu sjón sem hann hafði á ævinni séð. Nakið og illa leikið lík ntiðaldra konu lá á bakinu á jörðinni, með annan fótlegginn á brautarteinun- um. Það sem eitt sinn var andlitið, var nú óþekkjanlegur, blóðugur massi. -Ég snerist á hæli og hljóp til verkstjórans, sagði maðurinn seinna. Það fyrsta sem honum datt í hug var að lest hefði rekist á konuna, en fulltrúar glæpadeildarinnar voru fljótir að sjá að hér var ekki um slys að ræða. Föt sem fundust við girðinguna meðfram brautarteinunum höfðu bókstaflega verið tætt utan af kon- unni og skammt frá þeim lá veski. í veskinu voru peningar og skilríki. Konan revndist hin 57 ára ekkja. Donald og Sandra MacAllen voru 80 og 75 ára þegar þau voru myrt á heimili sfnu um hábjartan dag. Alison Baker sem átti heima við Craigton Road. Tæknimenn fínkembdu umhverf- ið meðan læknir rannsakaði líkið. -Þetta er ekkert annað en kvalalosti og hann ofsalegur, sagði læknirinn og bætti því við að náunginn væri svo illa haldinn af kynferðislegu brjálæði að hann réði hreint ekkert við sig. Morðingjanum lýst Talið var að konan hefði verið barin þar til hún missti meðvitund. Allur líkaminn bar vott um barsmíð- ina og auk þess hafði mörgum sinn- um verið sparkað í höfuð hennar. Hjálparvana hafði konan síðan verið dregin að járbrautarteinunum, fötin

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.