Tíminn - 22.04.1989, Blaðsíða 12

Tíminn - 22.04.1989, Blaðsíða 12
HELGIN 22 Laugardagur 22. apríl 1989 Á FJÓRUM HJÓLUM -REYNSLUAKSTUR =1 k I I I Jeppa-Matti er hér kominn undir stýri og nálgast toppinn á Úlfarsfelli ískyggilega. Skortir afl en lofar samt góðu Því hefur lengi verið á lofti haldið að Toyota jeppar séu einmitt þeir jeppar sem hvað best hafi staðið sig á landi hér við ólíkustu aðstæður að vetri til sem sumri. Við sjáum alltaf af og til myndir ofan af jöklum og víðar þar sem fyrir bregður einni eða fleiri Toyota torfærubifreið á hinum ægilegustu dekkjum. Sú sem við á Tímanum höfum nú prófað var ekki á neinum háfjallablöðrum, en fékk samt að finna fyrir þynnra lofti en gerist á borgarstrætum og var m.a. farið upp á Úlfarsfell til að ná því markmiði. áratugar. Það þarf meira afl til að snúa fjórum hjólum ef þau á annað borð eru með góðu gripi, en verst kom þetta þó út í innanbæjarakstri og stöðugum uppkeyrslum. Á veg- um úti var hann ótrúlega seigur að ná siglingu, enda með góðum gír- hlutföllum. Ef gaman á að vera af Ég ætla þó fyrst að byrja á því að vera svolítið leiðinlegur við umboðið og kvarta undan því að enn hefur ekki einn einasti raun- verulegur grunnbíll af nýjum Land Cruiser jeppa verið fluttur til ís- lands til að taka við þeim gamla. Fluttir hafa verið inn bæði Land Cruiser II og Station Wagon en enginn Land Cruiser, þótt undar- legt megi virðast. Það sem ég hef mest á hornum mér varðandi þessa ráðstöfun er sú staðreynd að Land Cruiser II bíllinn er aðeins fáanleg- ur með 2,4 lítra fjögurra strokka vélum og er í raun aðeins blendin útfærsla af Land Cruiser. Grunn- bílinn er hins vegar hægt að fá með vélum af stærðinni 3,4 til fjögurra lítra eins og reyndar er boðið upp á í stóra Station Wagon. Niður- staðan er því sú að hingað til lands eru aðeins fluttir inn sem stærstir bílar miðað við vélarstærð en ekki bílar með vélar vel við vöxt, sem þó eru framleiddir. Til glöggvunar má geta þess að grunnjeppinn er mjög svipaður þeim litla sem tals- vert hefur verið fluttur hingað til landsins og hann er einnig til í mjög líkri „millistærðarútfærslu“ eins og sá sem nú er til umfjöllunar. Raunar er varla sjáanlegur munur nema á framendanum sem er verk- legri og einnig má geta þess að hann er á blaðfjöðrum. Undirmálsvél Þarna er einmitt komið beint að því sem ég vil kalla veikleika Land Cruiser jeppans sem við erum nú með til umfjöllunar. Hann er með einni vélarstærð of lítið, þótt það kunni að hljóða sem kraftvélar- della í mér. Dieselvélin með túrb- ínu eins og við prófuðum, er innan við níutíu hestöfl við 4000 snúninga og er það litlu meira en Tercelinn minn gamli frá fyrsta ári þessa Ein fyrir prófíl. torfærukeyrslu er nauðsynlegt að nota lága drifið og gefa helst vel inn. (Hann ofhitnarseint!) Seiglan í dieselvélinni varð þó til þess að bæta upp aflleysið, því hægt er að keyra hana niðurbælda með lítilli sem engri inngjöf í fyrsta og jafnvel öðrum gír í lága drifi. Líkist Benz og Rover Flest annað en vélin varð á hinn bóginn til þess að gleðja gamlan fjallamann. Margt er að finna í skrokk þessa farartækis sem varla er hægt að fá sérpantað í aðra jeppa. Nefni ég til dæmis sterkleg standþrep á hliðum, rammlega ferhyrnda veltigrind og góð handföng. Einnig er að finna hluti eins og sérstaka miðstöð fyrir aftur- sætisfarþega, gagnlegt mælaborð, fjaðrandi framsæti og gott farang- Vélaraflið, dekkjaloft- þrýstingur, iw verðið. Traustleiki, veltigrind, fíO ÖTL. 9°rmafjöðrun, y sjálfstæðgrind, ijjjp/ mismunadrifin. ursrými. Allur er bíllinn hinn traustasti og líklegur til afreka um ókomin ár með skikkanlegri um- hirðu. Grindin er sterkleg að sjá og allur útbúnaður, enda er bíllinn ekki léttari en jeppar á borð við hinn v-þýska Mercedes Benz G, eða um 1850 kg. Hann líkist honum reyndar einnig hvað varðar gorma- fjöðrunina, sem er mjög vönduð, og ekki minnir hann síður á v-þýsk vinnubrögð að því leyti að hönnun mismunadrifanna er vel hugsuð. Það er engu líkara en bíllinn sé með hlutalæsingu, því oftar en ekki rótaði hann sér áfram með krafti fjögurra til þriggja hjóla. „Á litlu lofti kemstu lengst“ 1 vetur hefur verið mikill snjór yfir öllu landinu að kalla og því hefur það gerst að mun fleiri en áður hafa átt þess kost að þroska með sér tilfinninguna fyrir því hversu mikið loft á að vera í dekkjunum. Við á Tímanum erum farin að átta okkur á því að ekki eiga að vera yfir 15-16 pund í dekkjum eins og þeim sem Land Cruiserinn er á. Þau eru með stálbeltum og er bíllinn ókeyrandi á íslenskum malarvegum þegar þrýstingurinn er kominn yfir 20-25 pund. Fyrir þessu fengum við að finna og var eins og opinberar pyntingar hefðu aftur verið teknar upp á lslandi þegar ekið var vegar- TOYOTA LAND CRUISER 2,4 D Turbo UMBOÐ: P. SAMÚELSSON HF. spottann að Bláa lóninu (sem er reyndar ein ... samfelld hola). Var ég ekki lengi að létta á þrýstingi dekkjanna eftir það og ók á ekki fleiri pundum en 15 eftir það. Þannig gat hann líka vel athafnað sig á vélsleðaslóðum eins og á leiðinni upp í Jósepsdal og víðar á heiðinni hárri. Þegar ég minnist á Jósepsdalinn er rétt að geta þess að á þeim slóðum reyndi nokkuð skemmti- lega á farartækið í heild sinni og kom hann vel út og brást hvergi. Til dæmis var mér unnt að bjóða tveimur hröktum gönguskíða- mönnum far á leiðinni niður að „Litla kaffi“ og þiggja þar veitingar í staðinn. Á okkur hafði skollið hríð og skyggnið var orðið afleitt. Þarna var hægt að sullast áfram án þess að vera hræddur um að sökkva, þrátt fyrir að dekkin væru ekki afgerandi stór á þessum frekar þunga bíl og vel í þau kýlt miðað við tölur ofan af jöklum. Það eina sem ekki gekk alveg snurðulaust upp var sú óhönnun að ekki er hægt að leggja niður hluta af aftur- sætinu eins og í fjölmörgum bílum núorðið, eða renna þeim innundir einhvern veginn. Það þýddi að bögglast varð með brotin sem heil gönguskíðin ofan á farþegum og innréttingum. Mjög lágt drif í annað sinn er reyndi á þennan grip að ráði var þegar ég fór ásamt Matthíasi nokkrum Örlygssyni, jeppamanni, upp á Úlfársfellið eina kvöldstund. Þá var gengið enn róttækar fram í því að hleypa lofti úr dekkjum og var nú farið niður í átta pund til reynslu. Á þessum þrýstingi var Land Cruiserinn orð- inn býsna seigur þótt ekki væri hann á neinum sérstökum blöðrum eins og að framan greinir, enda leiddi þetta á endanum til upp- moksturs. Kemur þar til að snjór- inn var góður og bíllinn með ýmsa góða eiginleika sem ekki er til að dreifa í öllum jeppum, því miður. Það sem gerði útslagið var auðvitað sú seigla sem hægt var að ná út úr dieselvélinni og einnig það lága drifhlutfall sem er staðlaður útbún- aður í þessum trausta millistærðar- jeppa og er það hvorki meira né minna en 4.875. Til samanburðar er stóri Land Cruiser Station Wag- on með hærra drif, eða 3.70 og þykir það nokkuð gott. (Drif lækk- ar eftir því sem talan hækkar). Einnig má nefna afar vel hannaða undirvagnsbyggingu þar sem milli- kassi skagar t.d. ekkert niður eins og oft vill verða. í heildina góður í heild var hann góður en með þeim annmörkum sem að framan greinir. Hann er með undirmálsvél að mínu mati, en hér eru þó á ferðinni svipuð hlutföll vélar og eigin þunga líkt og gerist hjá fram- leiðendum eins og Mercedes og Land Rover (diesel). Dæmi um þá sem verið hafa að stækka vélar í sínum jeppum að afli og rúmtaki eru hins vegar Mitsubishi og Nissan, en meir um þá síðar ef tóm gefst til. Heildarútkoman er án nokkurs efa góð að þessu frátöldu og er akkur í þeirri vönduðu gormafjöðrun sem nú er komin í jeppa af góðri stærð fyrir margan íslendinginn. Þá er þess einnig að geta að Toyota hefur orð á sér fyrir gott endursöluverð og góða end- ingu, en þegar eitthvað bilar hafa eigengur aðgang að traustu þjón- ustufyrirtæki og get ég í þeim efnum loksins talað af eigin reynslu. Kristján Björnsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.