Tíminn - 22.04.1989, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.04.1989, Blaðsíða 3
Laugardagur 22. apríl 1989 HELGIN 13 Mytton ríður á birninum inn til gesta sinna. Sérvitringar eru athyglisvert fólk Enskur sálfræðingur hef- ur rannsakað þennan merkilega hóp manna David Weeks nefnist enskur sál- fræðingur, sem taldi sig vera búinn að kynnast öllum gerðum afbrigði- legrar hegðunar manna. En þá varð fyrir honum hópur sem með uppátækjum sínum tók öllum öðr- um fram. Það voru allra handa sérvitringar. Meðal þeirra var bókavörður- inn, sem engu tækifæri sleppti til þess að láta sig síga á reipi niður veggi hárra húsa, klæddur eins og hann væri bleikur fíll. Þá var það gamla konan, sem vissi ekki meiri kurteisi er hún tók á móti gestum en að liggja endilöng í líkkistu er þeir komu inn úr dyrunum. Enn var það verktakinn, sem gerði hundinn sinn að forstjóra í fyrir- tækinu. Hundurinn átti að minna starfsliðið á að dingla rófunni. Svo ekki sé minnst á manninn, sem alltaf svaf með svín er hann átti í rúminu hjá sér. Weeks rannsakaði þessa ein- staklinga og 126 aðra í þrjú ár, spurði þá spjörunum úr, lét þá gangast undir greindarpróf og annað. Niðurstöðurnar eru í þá veru að þetta fólk sé gætt meiri sköpunargáfu en aðrir, forvitnara, viljasterkara og greindara. Það vill með uppátækjum sínum greina sig frá hinum leiðinlega meirihluta fólks. Einn er verkfræðingur sem sinnir öryggismálum og gengur að störf- um sínum íklæddur grænum kufli, eins og Hrói höttur. Annar gengur út úr húsi sínu á hverju kvöldi og leggst fyrir í helli, sem hann hefur gert sér i garðinum. Þá er maður sem komið hefur sér upp meira en 7000 dvergamyndum í garðinum hjá sér. Frægur varð maðurinn sem gerði sér það til skemmtunar að ganga aftur á bak frá Sheffield til Huddersfield. “Sérviska er ekki geðbilun," segir enski rithöfundur- inn Edith Sitwell, sem sjálf er mjög sérvitur. „Hún er saklaus tegund af stolti.“ En því miður reyndust Weeks sérvitringarnir hafa mikla tilhneig- ingu til taugaveiklunar og þriðjungur sýndi tilhneigingu til geðklofa. Og svo var að sjá sem sérviskan gengi í ættir. Einn sér- vitringur sagði svo frá: „Móðir mín þoldi ekki stiga. Hún lét fjarlæga alla stiga úr húsum þar sem hún bjó með mestu ánægju. Því varð að nota málara- stiga utanhúss til þess að komast milli hæða. Eitt sinn lét hún rífa allt innan úr húsi, svo hún gæti fjarlægt stigaganginn." Sérvitringar hafa verið til á öllum öldum og einkum voru þeir margir Edith Sitwell: „Sérviska er eins konar saklaust stolt.“ á síðustu öld. Meðal þeirra var gósseigandinn Mytton, sem gaman hafði af að koma gestum sínum á óvart með skrýtnum uppátækjum. Oscar Wilde: „Bráðnauðsynlegt í lífinu að vera dálítið skrýtinn." Eitt sinn kom hann klæddur veiði- búningi inn í borðsal sinn ríðandi á bjarndýri, sem hann keyrði sporum. Má ímynda sér uppnámið meðal gestanna. Lafði Eglintoune nokkur lét dýrin sín ætfð sitja til borðs með sér, þar á meðal tólf rottur, sem komu þjótandi, þegar hún sló með fingri á kassa sem þær bjuggu í. Edward James, óskilgetinn son- ur Edwards VII., hafði stóra kyrki- slöngu hjá sér í húsinu og hann var með 30 sentimetra langar negiur á tánum. Því gekk hann á stultum er hann fór í gönguferðir með slöng- una vafða utan um sig. Já, á nítjándu öldinni þótti það næstum til heyra að hafa einhverja sérvisku, a.m.k. í Englandi. Þetta var Oscari Wilde ljóst, sem löngum var laginn að koma á óvart með einhverju furðulegu. „Það er bráðnauðsynlegt í lífinu að vera dálítið skrýtinn," sagði hann líka. BÍLAR DAGSINS ÚRVAL NOTAÐRA LADA SPORT OG LADA SAMARA Tegund Árgerð Ekinn Lada Sport5g. 1988 9.500 km. Lada Sport4g. 1988 15.000 km. LadaSport5g. 1987 30.000 km. LadaSport4g. 1987 20.000 km. LadaSport5g. 1986 31.000 km. LadaSportSg. 1986 56.000 km. LadaSport4g. 1986 34.000 km. LadaSport4g. 1986 50.000 km. LadaSport4g. 1985 31.000 km. Lada Samara 1500 5 g. 1988 16.000 km. Lada Samara 1300 5 g. 1988 15.000 km. Tökum vel með farna Lada bíla upp í nýja. Opið kl. 9-18 virka daga og laugardaga kl. 10-14. Heitt á könnunni. Vélsleóasalan BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR 840 60 'S 6812 00 Suðurlandsbraut 14 5 22 a Heilsuverndarstöð Reykjavíkur Barónsstíg 47 Heilsuverndarstöð Reykjavíkur óskar eftir að ráða starfsfólk til afleysinga, sem hér segir: Við heimahjúkrun - hjúkrunarfræðinga á kvöld og næturvaktir. Um er að ræða hlutastörf. - Sjúkraliða - vaktavinna. Við Barnadeiid - hjúkrunarfræðinga. Við Mæðradeild - Ijósmæður. Einnig vantar móttökuritara á hinar ýmsu deildir. Upplýsingar um ofangreind störf gefur hjúkrunar- forstjóri í síma 22400. Umsóknum skal skila til skrifstofu Heilsuverndar- stöðvar Reykjavíkur á eyðublöðum sem þar fást, fyrir k. 16.00, þriðjudaginn 2. maí n.k. Frá Borgarskipulagi Reykjavíkur Stóragerði Á Borgarskipulagi er verið að vinna tillögur að breytingum Stórgerðis. íbúum Stóragerðis og öðrum sem áhuga hafa á bættu umferðaröryggi í götunni er bent á að kynna sér tillögurnar og greinargerð á Borgarskipulagi Reykjavíkur, Borgartúni 3, 105 Reykjavík, alla virka daga milli kl. 8.30-16.00 frá föstudegi 14. apríl til föstudags 28. apríl 1989. Athugasemdum eða ábendingum skal skila skrif- lega á sama stað innan tilskilins frests. Borgarskipulag Reykjavíkur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.