Tíminn - 09.05.1989, Blaðsíða 8
8 Tíminn
Þriðjudagur 9. maí 1989
Timinn
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog
____Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar:
Aöstoöarritstjóri:
Fréttastjórar:
Auglýsingastjóri:
Kristinn Finnbogason
Indriði G. Þorsteinsson ábm.
IngvarGíslason
OddurÓlafsson
BirgirGuömundsson
EggertSkúlason
SteingrímurGíslasón
, Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar
686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot:
Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f.
Frá og með 1. mars hækkar:
' Mánaðaráskrift í kr. 900.-, verð í lausasölu í 80,- kr. og 100,- kr. um
helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 595.- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Framtíð Evrópuráðsins
Evrópuráðið er fjörutíu ára um þessar mundir.
Afmælisins hefur verið minnst með einum eða
öðrum hætti í aðildarríkjum ráðsins, sem nú eru 23
talsins, en voru í upphafi, árið 1949, 10 að tölu.
Evrópuráðið hefur aðsetur í Strassborg í Elsass í
norð-austur Frakklandi á syðri bakka Rínar og
aðeins brú á fljótinu sem aðskilur borgina frá
Þýskalandi. Þótt Strassborg sé frönsk gætir þar
þýskra menningaráhrifa frá fornu fari. Alþýðumál
Strassborgara og Elsassbúa er þýsk mállýska. Þegar
Strassborg var valin sem höfuðborg Evrópuráðsins
virðist það ekki síst hafa ráðið að hún var eins konar
menningarlegur snertipunktur milli Frakklands og
Þýskalands og raunar vel í sveit sett sem miðdepill
þeirra hugsjóna sem Evrópuráðið átti að vera
táknmynd fyrir.
Með réttu má segja að Evrópuráðið hafi fremur
verið táknmynd en raunveruleg valdastofnun. Ráðið
hefur satt að segja engin eiginleg völd og er ekki
pólitískt ríkjabandalag í neinum skilningi, hvað þá
efnahagsleg alþjóðasamtök. Starfsemi og uppbygg-
ing ráðsins minnir að ýmsu leyti á Norðurlandaráð.
Þetta skipulag ásaint skýru hugsjónalegu markmiði
samtakanna hefur gert íslendingum kleift að taka
þátt í starfsemi Evrópuráðsins, þrátt fyrir almenna
andstöðu íslenskra stjórnmálaflokka og þjóðarinnar
í heild gegn því að bindast í alþjóðabandalögum þar
sem stefnt er að afsali fullveldisréttar. Aðild að
Evrópuráðinu hefur engar slíkar kvaðir í för með sér.
Almennt er talið að Evrópuráðið hafi orðið til upp
úr því sem kallað var Evrópuhreyfingin og tengist
frægum fundi í Haag vorið 1948. Að Evrópuhreyfing-
in og Evrópuráðið hafi átt að stuðla að samheldni
evrópskra lýðræðisþjóða og vera skjaldborg um
vestrænar þingræðis- og mannréttindahugsjónir, er
ekkert efamál. Hins vegar kom fljótlega í ljós að
evrópskir ráðamenn voru ekki á eitt sáttir um
hvernig best væri að tryggja samheldni þjóðanna og
haga samstarfi þeirra þegar til lengdar léti. Það leynir
sér ekki að Evrópuráðið má sín lítils í völdum og
virðingu hjá þeim efnahags- og fríverslunarsamtök-
um, sem nú er ætlað að verða að pólitískum risum,
reyndar ríkjabandalagi þar sem lögmál auðs og
stærðar eiga að ráða.
Á 40 ára afmæli Evrópuráðsins tala ráðamenn því
leynt og ljóst um óvissa framtíðarmöguleika samtak-
anna. Menn efast um að samtök, sem reist eru á einni
saman hugsjóninni um lýðræði og mannhelgi, hversu
fögur sem hún er, eigi sérstakan rétt á sér þegar
samvinna Evrópuþjóða er komin inn á þá þróunar-
braut sem raun ber vitni. Sú Evrópuhreyfing, sem
varð til fyrir rúmum 40 árum og fékk á sig fast form
með stofnun Evrópuráðsins 1949, hefur tekið allt
aðra stefnu en margan óraði fyrir í fyrstu.
Efnahagslegur og pólitískur samruni Evrópulanda
er markmið í sjálfum sér og yfirskyggir í raun og veru
lýðræðishugsjónina í sinni hreinu mynd, a.m.k. að
því er tekur til sjálfstæðis smáríkja og réttarstöðu
minnihluta- og jaðarsamfélaga. Við þessar aðsiæður
er nauðsynlegt að endurmeta starfsemi Evrópuráðs-
ins og gera sér grein fyrir framtíðarmöguleikum less.
GARRI
Söngvakeppnin
Það var satt best að segja ömur-
legt og ekkert annað að sitja við
sjónvarpið á laugardag og fylgjast
með hinni árlegu söngvakeppni
sjónvarpsstöðva. Þetta var í fjórða
skiptið, sem Islendingar voru
þarna með, og úrslitunum er ekki
hægt að líkja við annað en rækilega
flengingu.
Þrisvar áður hafa íslenskir lista-
menn troðið þarna upp, og í öll
skiptin’hafa þeir lent í sextánda
sætinu. Það hefur mönnum hér
heima þótt heldur slæmt, en þó
hefur fólk svona yfirleitt reynt að
gera gott úr öllu saman. Fólk hefur
sagt sem svo að það væri kannski
ekki við því að búast að við legðum
þarna heiminn að fótum okkar
svona í fyrstu atrennunum. Líka
hefur verið bent á að okkar fólk
væri ekki sviðsvant í útlöndum í
sama mæli og heimamenn.
En núna tók þó steininn úr. Að
hljóta ekki eitt einasta atkvæði er
meira heldur en hægt er að láta
bjóða sér. Nú er kominn tími til að
hætta.
Alþjóðlegur rassskellur
Þetta, sem hér átti sér stað, var
í einu orði sagt ekki annað heldur
en það að okkar menn fengu á sig
alþjóðlegan rassskell. Og slíku á
ekki að una. Garri segir nú bara
fyrir sig að hann er það mikill
ættjarðarvinur að honum svíður
það þcgar íslenskir listamenn eru
lítillækkaðir erlendis frammi fyrir
ótöldum fjölda sjónvarpsáhorf-
enda.
IMálið er það að okkur hér heima
þarf ekki að segja neitt um getu
eða hæfileika íslenskra listamanna.
Og ekki heldur um gæði íslenskrar
tónlistar, af hvaða tagi sem er.
Það fer heldur ekki á milli mála
að öll lögin, sem við höfum til
þessa sent í keppnina, hafa verið
fyllilega samkeppnisfær við það
sem gerist og gengur um lög í
þessari keppni. OIl árin fjögur sem
við höfum tekið þar þátt. En
einhverra hluta vegna komast þau
ekki á blað þarna úti.
Nú skal hér í sjálfu sér engin
tilraun gerð til að gefa skýringu á
því hvernig á þessu stendur. Menn
geta auðvitað velt vöngum enda-
laust yflr því hver sé ástæða þess
að við fáum þarna ekki atkvæði.
En málið er að atkvæðin koma
ekki og við þurfum ár eftir ár að
horfa upp á það að okkar ágæta
fólk þurfi þarna að þola hreina og
klára niðurlægingu.
Menn geta líka auðvitað enda-
laust velt vöngum yfir því hvers
konar lög sé best að senda, eða þá
hvers konar listamenn. Reynslan
hingað til sýnist þó ekki benda til
þess að val á lögum eða flytjendum
skipti yfirleitt nokkru minnsta
máli. Lögin fjögur, sem hingað til
hafa verið send, hafa verið sitt með
hverju mótinu, og listamennirnir
hafa líka verið ólíkir. En allt hefur
komið fyrir ekki.
Tími til að hætta
Það fer þannig ekki á milli mála
að núna er kominn tími til að
hætta. Hverjar svo sem ástæðurnar
kunna að vera fyrir því að við fáum
ekki atkvæði þá er það fullreynt að
íslensk tónlist nær ekki hljóm-
grunni þarna.
Við gætum svo sem hellt okkur
yfír þátttökuþjóðirnar út af því að
þær skuli ekki greiða okkur at-
kvæði. Líka gætu menn sett upp
spekingssvip og reynt að fínna
ástæður þessa. Það er þó hætt við
að hvort tveggja skipti í rauninni
minnstu máli. Hver svo sem
skýringin kann að vera á því, að við
fáum ekki atkvæði, þá má það
núna kallast fullreynt að við náum
engum hljómgrunni þarna. At-
kvæðin koma einfaldlega ekki,
hver svo sem ástæðan er.
Núna er líka að harðna á dalnum
hér heima og við þurfum að sýna
aðgæslu í peningamálum. Það mun
kosta morð fjár að taka þátt í
þessu, og þeim peningum mætti
verja á ótalmargan annan veg.
Meðal annars gæti Ríkissjónvarpið
vafalaust nýtt þessa fjárhæð til að
gera eins og nokkra þætti með
innlendu skemmti- eða fræðslu-
efni. Færi víst ekki á milli mála
hvort efnið yrði þakksamlegar þeg-
ið af áhorfendum.
En lítillækkun góðra íslenskra
listamanna á erlendum vettvangi
er ekki sjónvarpsefni sem er líklegt
til að vekja upp miklar vinsældir,
eða mikla horfun, hér heima. Fyrir
slíkt er ekki trúlegt að íslenskir
sjónvarpsneytendur séu almennt
tilbúnir að borga peninga. Það
verður að tclja fulla ástæðu til að
halda að þeir telji svona upp til
hópa að afnotagjöldum sínum væri
miklu betur varið til annarra hluta.
Málið snýst kannski fyrst og
fremst um þjóðerniskenndina og
það hvað okkur mislíkar það illa að
sjá fulltrúa þjóðarinnar niðurlægða
á erlendri grund. Við eigum líka
góða tónlist og gott tónlistarfólk og
þurfum ekki að láta útlendinga
segja okkur neitt annað. Þess
vegna eigum við að láta hér vera
fullreynt að sinni og hætta.
Garri.
VfTTOG BREITT
Tilfærsla núllpunktsins
Mikill sagnameistari hefur sett
fram þá athyglisverðu söguskoðun,
að þegar íslensk menning reis hvað
hæst hafi menningarstig megin-
lands Evrópu staðið nær núllpunkt-
inum en fyrr eða síðar á því
tímabili sem heimildir ná til. Þegar
íslendingar skráðu sögur af slíkri
hind að þeir halda sig enn vera
bókmenntaþjóð óx ekki annað en
illgresi og lággróður á menningar-
akri þeirra landa sem löngu síðar
skópu sitt Evróvisjón.
Nú hafa íslendingar sýnt og
sannað að þeir standa á hinum
fræga núllpunkti þessa stundina og
deila því stæði ekki með neinni
annarri þjóð. Er því heldur betur
skipt um hlutverk síðan þeirfrænd-
urnir Snorri og Sturla gerðu garð-
inn frægan, ásamt með mörgum
öðrum, sem settu saman ritaðan
texta í bundnu máli og óbundnu og
skópu verk sem ná eins hátt yfir
flatneskju og merkingarleysi núlls-
ins og tíguleg fura yfir arfabeð.
En vel má una við núllið þegar
þess er gætt að því var aldrei ætlað
að vera annað en litlaus planta í
þeim evrópska skemmtigarði sem
blómstrar eina kvöldstund og eng-
inn man svo eftir meir.
En allt er þetta sér til gamans
gert og vonandi ágóða fyrir ein-
hverja og þegar allt kemur til alls
getur núllið staðið fyrir sínu, en
aðeins ef það hefur eitthvað mark-
tækt fyrir framan sig.
Núllið er markmið
Kannski var það engin tilviljun
að þegar tveir valdamestu menn
heimsins ræddu saman á Islandi
var núlllausnin eitt helsta umræð-
uefni þeirra.
Sú núlllausn var liður í hug-
myndum um fækkun eldflauga og
átti að koma jafnvægi á vígbúnað-
arkapphlaupið á þann veg að hvor-
ugur hefði möguleika á að sigra
hinn.
íslendingar þurfa ekkert sam-
komulag um svoleiðis. Þeir láta
aðeins alla sigra sig og búa svo einir
að núllinu.
Núllið hefur lengi verið helsta
markmið í efnahagsmálum. Að
reka á núllinu er sú kúnst að ná og
halda jafnvægi í rekstri fyrirtækja,
atvinnugreina og ríkissjóðs.
Frystingin hefur ýmist verið fyrir
ofan eða neðan núllið, oftast, fyrir
neðan, söltunin sömuleiðis. Togar-
ar hafa stundum verið reknir fyrir
ofan núllið en bátarnir fyrir neðan,
og stundum öfugt.
Skráning gjaldmiðilsins miðast
að því að koma öllum höfuðat-
vinnugreinunum á núllið, og þegar
það tekst aldrei er möndlað með
atvinnu- og efnahagslíf á þann veg
að reksturinn sé eins nærri núll-
punkti og nokkur kostur er á.
Þegar út af bregður rjúka, þær
greinar, sem fjærst standa núllinu
upp til handa og fóta og frystingin
eða steinsteypuframleiðslan
heimta rétt gengi og stjórnvaldsað-
gerðir til að greinarnar komist á
hið eftirsóknarverða núll.
Frægðarför núllsins
Þegar fréttaritari Ríkisútvarps-
ins í Evróvisjón gaf fréttaskýringu
í hádegisfréttum daginn eftir
núlldag, huggaði hann agndofa
þjóð með því að engir keppendur
hafi ógnað íslensku listamönnun-
um í botnbaráttunni og hefði slíkur
sigur verið unninn, að þýskt frægð-
armenni ætli að búa til útvarpsþátt
um þá sem stóðu að því einstæða
afreki að komast til botns og ná
sjálfum núllpunktinum sér til
handa. Þessi þýskari kvað enn
frægari en sjálft Evróvisjón og
getur maður jafnvel leyft sér að
vona að landkynningin sem af hlýst
verði rekin á núllinu, eins og að er
stefnt með helstu atvinnuvegina og
verður það veglegur búhnykkur í
byrjun hvalvertíðar á köldu vori.
Að komast á núllið er verðugt
takmark helstu atvinnuveganna og
á það einnig við um marga aðra
þætti þjóðlífsins, svo sem eins og
fremjendur lista og menningar að
því er best verður séð og dæmin
sanna.
Það er vel til fundið að hinn
öflugi ríkisfjölmiðill standi að því
að reka íslenska list og landkynn-
ingu erlendis á núllinu. Hann rækt-
ar og hlúir að lággróðrinum heima
fyrir af alúð og kostgæfni og og
hefur mikla reynslu af að reka
sjálfan sig undir núllinu og verður
því ekki skotaskuld úr því að koma
fóstri sínu upp á núllið þegar mikið
liggur við.
En hvað sem einu sinni var,
munu íslendingar vera eina
Evrópuþjóðin sem stefnir að því
um þessar mundir að reka sjálfa sig
á núllinu, og þykjast góðir ef það
tekst. oó