Tíminn - 09.05.1989, Blaðsíða 15

Tíminn - 09.05.1989, Blaðsíða 15
Þriöjudagur 9. maí 1989 Tíminn 15 SAMVINNUMÁL lllllllllll Samdráttur varð á síðasta ári í framleiðslu Sambandsfrystihúsanna og útflutningi Sjávarafurðadeildar Sambandsins. Hjá húsunum dróst framleiðslan saman um 5,9% í magni talið, en útflutningsvelta Sjáv- arafurðadeildar dróst saman um 5,4% í krónum. Þetta var meðal þess sem fram kom á aðalfundi Félags Sambandsfiskframleiðenda (SAFF) á dögunum. Nánar til tekið nam framleiðsla Sambandsfrystihúsanna af frystum sjávarafurðum 51.490 tonnum árið sem leið, á móti 54.720 tonnum 1987. Er samdrátturinn 3.230 tonn. í því sambandi er meðal annars að því að gæta að Kirkjusandur hf. hvarf úr rekstri 1. mars, en það fyrirtæki hefur undanfarin ár verið með um 4% af samanlagðri fram- leiðslu allra Sambandsfrystihús- anna. Af botnfiskafurðum framleiddu Sambandsfrystihúsin 44.960 tonn árið sem leið, á móti 46.120 tonnum árið á undan, og er það 2,5% samdráttur. Meðal annars varð 15% minnkun á frystingu á þorski, en magnið af honum var 18.770 tonn í fyrra á móti 22.080 tonnum 1987. Af öðrum afurðum en botnfiski var framleiðslan 6.530 tonn, á móti 8.600 tonnum árið á undan. Er það 24,1% minnkun, sem stafar m.a. af minni frystingu á loðnuafurðum í fyrra en 1987. Sjávarafurðadeild Á árinu sem leið flutti Sjávaraf- urðadeild út 46.480 tonn af öllum frystum afurðum, samanborið við 52.870 tonn árið á undan. Dróst magnið saman um 6.390 tonn eða 12,1%. Af frystum afurðum, sem fluttar voru út árið sem leið, voru botnfiskafurðir 40.500 tonn og aðrar frystar afurðir 5.980 tonn. Af öðrum afurðum en frystum, þ.e. skreið, mjöl, lýsi, söltuðum hrognum og ferskum laxi, flutti deildin út 10.030 tonn á móti 13.550 tonnum árið á undan. Er það samdráttur um 3.520 tonn, eða 26%, þar af um 3.000 tonn vegna skreiðar. Söluverðmæti alls útflutnings deildarinnar cif var 7.021,7 miljónir króna, á móti 7.424,8 miljónum 1987, sem er 403 miljónum eða 5,4% minna en þá. Aftur á móti seldi Umbúða- og veiðarfæradeild fyrir 500,1 miljón króna án sölu- skatts, sem er 4,3 miljónum eða 0,9% meira en árið á undan, þegar salan var 495,8 miljónir. Á síðasta ári var heildarveltan hjá Sjávarafurðadeild því 7.521,8 milj- ónir, á móti 7.920,6 miljónum árið á undan. Er það 5,0% samdráttur frá 1987. Fyrir þessum samdrætti eru margar ástæður, en m.a. stafar hann af mjög óhagstæðri verðþróun á freðfiskmörkuðum, á sama tíma og mjöl og lýsi bjuggu við hagstæð skilyrði, en í þeim greinum er hlutur Sjávarafurðadeildar lítill. Einnig er að nefna mikinn uppgang í saltfisk- framleiðslu vegna hagstæðra skil- yrða á saltfiskmörkuðum, svo og mikla samkeppni frá útflutningi á ferskfiski. Loks er að geta um rekstr- arerfiðleika hjá freðfiskfram- leiðendum deildarinnar, sem leitt hafa á stundum til rekstrarstöðvana um lengri eða skemmri tíma. Meðal nýjunga hjá deildinni á liðnu ári var undirbúningur að stofn- un þróunarseturs sem nú er að taka til starfa að Kirkjusandi í Reykjavík. í>á voru gerðar miklar breytingar á gæðaeftirliti hjá deildinni og það flutt að mestu yfir til framleiðenda. Af öðrum málum er það að nefna að frá því var skýrt á fundinum að stjóm hagræðingarfyrirtækisins Framleiðni sf. hyggst leggja til að það verði lagt niður og starfsemi þess flutt annað. Verður ákvörðun um það mál tekin á aðalfundi Fram- leiðni núna í haust. Sveiflan frá Bandaríkjamarkaði f skýrslum Sjávarafurðadeildar vekur sérstaka athygli sú sveifla sem hefur síðustu árin verið að eiga sér stað í útflutningi á frystum sjávaraf- urðum. Felst hún einkum í því að mun minna er nú flutt út til Banda- ríkjanna en áður, en meira til ann- arra heimshluta. Nánar til tekið var hlutfall Banda- ríkjamarkaðar af öllum frystum Samdráttarár hjá Sjávarafurðadeild Súlurit sem sýnir skiptingu á útflutt- um freðfiski milli markaða hjá Sjáv- arafurðadeild árin 1984-88. Sveiflan frá Bandaríkjunum sést hér greini- lega, en hlutinn lengst til hægrí, Önnur lönd, er fyrst og fremst sala til Japans og fleiri landa í Austur- Asíu. framkvæmdastjóri Sjávarafurð- adeildar er Sigurður Markússon. Iceland Seafood Corporation Þá varð einnig samdráttur hjá sölufyrirtækinu Iceland Seafood Corporation í Bandaríkjunum. Sal- an þar nam 134,1 miljón dollara, en var 172,7 miljónir dollara árið á undan. Er það minnkun um 38,6 miljónir dala eða 22,4%. Þetta staf- aði fyrst og fremst af sölusamdrætti og verðhruni á markaðnum, sem átti sér stað á sama tíma og fyrirtækið var með einhverjar mestu afurða- birgðir sem það hefur nokkru sinni haft. Er raunar almennt talið að 1988 sé eitt erfiðasta ár sem gengið hafi yfir freðfiskmarkaðinn í Banda- ríkjunum. Af þessum sökum varð tap á rekstrinum, að upphæð 6,7 miljónir dollara. Á þessu ári hefur ástandið hins vegar lagast talsvert, og fyrstu þrjá mánuði þessa árs er Iceland Seafood með 760 þúsund dollara hagnað. í stjóm Iceland Seafood Corpora- tion sitja þeir Guðjón B. Ólafsson, formaður, Sigurður Markússon, William Boswell, Marteinn Friðriks- son og Hermann Hansson. Fram- kvæmdastjóri er Magnús G. Frið- geirsson og aðstoðarframkvæmda- stjóri Martin L. Finkelstein. Iceland Seafood Lfmited Aftur á móti gekk reksturinn ágætlega hjá sölufyrirtækinu í Bret- landi, Iceland Seafood Limited, þó að verðþróun á Bretlandsmarkaði væri ekki að öllu leyti hagstæð. Sala afurðum 54% árið 1985 eða 26.290 tonn og árið 1986 var það 46% eða 25.210 tonn. Árið 1987 var hlutfallið 35% og magnið 18.760 tonn, en árið sem leið fór þetta niður í 24% og 11.240 tonn. Samdráttur á milli ár- anna 1987 og 1988 er því 40%, og á fjórum árum hefur útflutningur deildarinnar á frystum afurðum til Bandaríkjanna þannig dregist sam- an um töluvert meira en helming. Á sama fjögurra ára tímabili hefur hlutdeild annarra markaðssvæða aft- ur á móti aukist. Einna minnstar sveiflur hafa orðið á útflutningi til Sovétríkjanna, þangað sem 8% út- flutningsins fóru á síðasta ári. Vest- ur-Evrópa hefur hins vegar aukið hlut sinn verulega, úr 31% og 14.810 tonnum 1985 upp í 45% og 20.890 tonn árið sem leið. Mesta aukningin hefur hins vegar orðið í Austurlönd- um fjær, þ.e. í Japan, Taiwan og Suður-Kóreu. Árið 1985 fóru þang- að 5% eða 2.480 tonn, 1986 aftur 5% og 2.470 tonn, en 1987 12% eða 6.340 tonn. Árið sem leið jókst útflutningur þangað hins vegar stór- lega, er hlutfallið fór upp í 23% og magnið varð 10.760 tonn. Varð þá nær 70% aukning þar á milli ára. Ályktun fundar SAFF Á aðalfundinum urðu miklar um- ræður um yfirstandandi rekstrar- vanda frystihúsanna, eins og fram hefur komið í fjölmiðlum. Um það mál gerði fundurinn svohljóðandi ályktun: „Eigið fé frystihúsanna er í flest- um tilfellum þorrið. Nauðsynlegt er að byggja það upp aftur á tiltölulega fáum árum. Til þess að það geti orðið verða allar greinar atvinnulífsins að sitja við sama borð um að ákveða sín eigin starfskjör. Það getur gerst annað hvort á þann hátt að allar greinar hafi fullt frelsi til að taka ákvörðun um þá þætti sem marka starfskjörin, eða að allar greinar sæti sömu takmörkunum. öllum sjálfvirkum viðmiðunum Frá aðalfundi SAFF. verði hætt, lánskjör verði því ekki miðuð við vísitölu. Uppfærsla varanlegra rekstrar- fjármuna verði miðuð við gengi í stað innlendrar verðbólgu. Þessari uppfærslu verði hætt um leið og verðbólga næst niður fyrir 10%. Samsvarandi verðbreyting peninga- legra eigna verði utan rekstrarreikn- ings. Lagt verði fyrir Þjóðhagsstofnun að meta raunverulegar greiðslur fjármagnskostnaðar inn í afkomu- mat starfsgreina. Fiskvinnslustöðvar njóti jafnréttis á við útgerð við úthlutun aflakvóta. Utanríkisviðskiptaráðuneytið verði þegar í stað við óskum sjó- manna, útvegsmanna og fiskverk- enda um skipulag á sölu óunnins fisks á markaði erlendis. Stjórnvöld veiti aðstoð við þá endurskipulagningu fiskvinnslu sem nauðsynleg er. Jafnframt verði spomað við fjölgun fyrirtækja í greininni. Aðalfundurinn lýsir yfir stuðningi við hugmyndir sjávarútvegsráðherra um úreldingu fiskiskipa. Ljóst er að fiskvinnslan, sem rekin hefur verið með halla síðustu tuttugu mánuðina, getur ekki tekið á sig aukin útgjöld, þar með talin laun, án tekjuaukningar. Áðalfundurinn telur að þær til- raunir, sem núverandi ríkisstjórn hefur gert til þess að rétta hag frystingarinnar við, hafi ekki dugað og telur að frekari aðgerða sé þörf strax til þess að fjárstreymi út úr fyrirtækjunum linni, þannig að hægt verði þegar í stað að hefjast handa við að byggja upp eigið fé að nýju.“ StjómSAFF Sú breyting varð á stjórn SAFF að Ríkharð Jónsson baðst undan endurkjöri, og í stað hans var kosinn Kristján Ólafsson, Dalvík. Að öðru leyti er stjórn SAFF skipuð þannig: Tryggvi Finnsson, Húsavík, formað- ur, Hermann Hansson, Höfn í Hornafirði, varaformaður, Jakob Kristinsson, Bíldudal, Guðmundur Pálmason, Akranesi, Jóhann Á. Jónsson, Þórshöfn, og Pétur Olgeirs- son, Vopnafirði. Framkvæmdastjóri SAFF er Ámi Benediktsson, og (Tlmamynd: Pjetur.) þess varð 41,3 miljónir sterlings- punda og jókst um 2,8% frá árinu á undan. Er þar um að ræða saman- lagða sölu aðalskrifstofu fyrirtækis- ins í Hull í Bretlandi, söluskrifstof- unnar í Hamborg og nýstofnaðrar söluskrifstofu í Boulogne-sur-Mer í Frakklandi. Tók sú síðast nefnda til starfa í september í haust leið. Sala þessa fyrirtækis hefur vaxið nokkuð jafnt og þétt síðustu árin, en hjá því em núna tíu starfsmenn í þrem löndum. Aðaláherslan þar er á sölu frystra afurða, og á síðasta ári náði fyrirtækið að selja um 40% af því magni sem selt var frá íslandi til Bretlands. Nýja söluskrifstofan í Frakklandi lofar einnig góðu, en til Frakklands er nú vaxandi innflutn- ingur á fiski, auk þess sem bæði verðlag og efnahagsaðstæður þar eru hagstæð. í stjórn Iceland Seafood Limited sitja Guðjón B. Ólafsson, formaður, Sigurður Markússon, Sigurður Á. Sigurðsson, Tryggvi Finnsson og Ólafur Jónsson. Framkvæmdastjóri er Sigurður Á. Sigurðsson, sölustjóri í Hamborg er Helgi Sigurðsson og í Boulogne-sur-Mer Höskuldur Ás- geirsson. -esl*

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.