Tíminn - 09.05.1989, Blaðsíða 14

Tíminn - 09.05.1989, Blaðsíða 14
14 Tíminn Þriðjudagur 9. maí 1989 AÐ UTAN lll A nú að ganga milli bols og höf uðs á Líbanon? Hershöfðingi kristinna manna í Líbanon vill nú reka Sýrlendinga endanlega úr landinu, jafnvel þó að það kosti gereyðileggingu Beirút. Linnulausar skotárásir á báða bóga í fimm vikur hafa tekið sinn toll, en nú er Arababandalagið tekið til við að reyna að koma á friði í landinu. Líbanska þjóðin að niðurlotum komin Líbanska þjóðin, sem segja má að sé að niðurlotum komin vegna borgarastyrjaldarinnar í landinu, hefur sífellt verið leiksoppur geð- þótta póltískra og hernaðarlegra ævintýramanna, erlendra jafnt og innlendra. Yassir Arafat, leiðtogi PLO, sem hefur verið í sífelldri leit að varanlegum heimkynnum fyrir þjóð sína, vildi setja á stofn í Líbanon palestínskt „ríki í ríkinu“ sem varð, ásamt fleiru, til að hrinda af stað borgarastyrjöldinni 1975. Hafiz el-Assad, forseti Sýrlands, sem þá þegar leit á þetta litla ríki við Miðjarðarhafið, sem sögulegan hluta „Stór-Sýrlands“, hernam stóra hluta landsins og hélt stríðinu milli hinna ýmsu stríðandi hópa gangandi með því að skipta sífellt um bandamenn í hópi þeirra. Öfgahægrisinnaði ísraelski hers- höfðinginn Ariel Sharon lagði und- ir sig Vestur-Beirút, borgarhluta múhameðstrúarmanna, 1982. Inn- rás hans svipti mörg þúsund óbreytta borgara lífi - og ríki gyðinga, ísrael, því orðspori að eiga aðeins í réttlætanlegum varn- arstríðum. Barist um viðskiptalega hagsmuni ekki síður en stjórnmálalega Foringjar vopnaðra hersveita, s.s. drúsinn Walid Jumblatt, shít- inn Nabih Berry og kristni maró- nítinn Bashir Gemayel framlengdu tillitslaust þjáningar Líbana með manndrápum einkaherja sinna, sem börðust fyrir viðskiptalegum hagsmunum, ekki síður en stjóm- málalegum. Síðasti þátturinn, og það kann að verða raunverulegur lokaþátt- ur, hins skelfilega stríðs í Líbanon er tengdur nafni hershöfðingja sem lengst af hefur verið lítt áberandi og nánast ósýnilegur í augum Ltb- ana, Michel Aoun, 53 ára yfirhers- höfðingja líbanska hersins, sem hefur verið forsætisráðherra hem- aðarlegrar stjórnar kristilegra síð- an í september 1988. „Ef satt skal segja hef ég ekki foringjaútlit, því að foringjar em stórir og hafa persónutöfra," er þessi lágvaxni og feitlagni maður vanur að segja í gríni. Þó að hermaðurinn Aoun, sem hlotið hefur menntun sína og þjálfun á frönskum og bandarískum herskól- um, sé lítt áberandi bætir hann það upp með metnaðargimi og misk- unnarleysi. Aoun hleypti öllu í bál og brand og hóf „and- sýrlenskt frelsisstríð“ Hann nýtur ekki virðingar né vinsælda allra og sem dæmi má nefna að Jumblatt talar um hann sem „ljóta uppskafninginn". Aoun notaði fyrsta tækifærið til að hleypa öllu í bál og brand í Líbanon í marsbyrjun. Þá hófust þau vopna- viðskipti sem á skömmum tíma hafa orðið að „mesta grimmdar- kaflanum í borgarastríðssögunni okkar“ að því er segir í dagblaðinu An-Nahar í Beirút. í fífldjarfri tilraun til að auka völd stjórnar sinnar, sem enn sem komið er er ekki viðurkennd nema meðal krist- inna, hvatti hann til „andsýrlensks frelsisstríðs" - herhvöt sem Assad forseti í Damaskas gat ekki látið ósvarað. Allt frá þessari stríðsyfirlýsingu Aouns hefur austurhluti höfuð- borgarinnar, sem er aðsetur krist- inna manna, titrað jafnt og skolfið undan linnulausri stórskotaliðsárás og vesturhluti múhameðstrúar- manna. Báðir aðilar skjóta þung- Michel Aoun hershöfðingi vill leggja allt í sölurnar til að reka Sýrlendinga burt frá Líbanon. Beirút í rúst eftir geysiharða bar- daga um alla borgina að undan- förnu. um skotum á íbúðahverfi þar sem engin hemaðarskotmörk er að finna. Þegar tala látinna óbreyttra borgara var kominn upp í 400 og 1000 voru særðir fyrir skemmstu lét hershöfðinginn engan bilbug á sér finna. „Líbanon verður að kirkjugarði Sýrlands," dranaði hann úr herbúðum sínum. Hann beindi máli sínu til landa sinna, sem höfðu flúið ofan í kjallara og bjuggu þar við sult og seyra, vatnsleysi og rafmagnsleysi. Þeim boðaði hann að hann ætlaði að „skrúfa fyrir kranann" til hinna hötuðu Sýrlendinga, þar sem Líb- anir væru komnir að þeim mörkum þar sem sprengjur gætu ekki gert þeim neitt mein lengur. Hershöfðinginn í foringjabyrginu og yfirlýsingar hans Þessa gortyfirlýsingu um að berj- ast til endanlegs sigurs gaf hers- höfðinginn úr traustu foringjabyrgi í varnarmálaráðuneytinu, tveim hæðum undir yfirborði jarðar. Á sama tíma var lífið í höfuðborginni komið í algert öngþveiti. Aldrei fyrr frá upphafi borgara- styrjaldar höfðu báðir hlutar borg- arinnar orðið að þola jafn banvæn- ar linnulausar skotárásir samtímis. Hersveitir Aouns lögðu líka nær- liggjandi staði og borgir undir skot- hríðina. öðru hvoru sprungu sprengjurnar í takti á sekúndufresti og slógu eldi í heilu gatnalengjurn- ar. Þar sem flestar vatnsleiðslur voru eyðilagðar vegna skotárása gat slökkvilið ekki slökkt eldana. Rafmagnskerfið um allt land fór því sem næst algerlega úr sam- bandi. Fram að þessum tíma hafði jafn- vel á verstu stigum stríðsins alltaf öðru hverju verið nógu langt hlé á skothríðinni til að koma lífi al- mennings í einhvers konar lag. Þá gátu íbúar höfuðborgarinnar orðið sér úti um matvæli og jafnvel gengið fleiri erinda. En nú hefur þetta verið „samfellt helvíti“ eins og kennarinn Abu Fuad orðar það en hann býr í grennd við Miðjarð- arhafsbaðströndina í Vestur-Beir- út. Fjölskylda hans og aðrir íbúar hússins höfðu þá ekki treyst sér til að yfirgefa kjallarann í níu daga samfleytt. í skini lítils olíulampa sefaði fólkið börnin sín, skammt- aði varlega kjöt úr niðursuðudós- um og kranavatn sem það hafði borið með sér í plastflöskum. Þegar svo loks fallbyssudrunurn- ar þögnuðu, þó að ekki væri nema í fáar klukkustundir, lagði Abu Fuad af stað í fæðuleit. En hann komst fljótlega að raun um að sá leiðangur yrði til lítils. Búðirnar í nágrenninu voru ýmist harðlokað- ar eða brunnar til grunna og jafnvel bakarinn hafði ekki opnað brauð- sölu sína. Flóttaleiðir lokaðar Aðeins lítill hluti íbúa Beirút- borgar lagði lífið í hættu og tókst að flýja til suðurhluta Líbanons sem er undir stjórn ísraelsmanna og á að heita sæmilega friðsamleg- ur. En fólkinu í hverfum kristinna manna voru allar bjargir bannaðar og þaðan var enga undankomuleið að fínna. Ferjan til Larnaka á Kýpur hélt uppi óreglulegum ferð- um og skipið lá meira og minna undir skothríð úr fjöllunum á bak við hafnarborgina Jounié. Þar voru að verki Sýrlendingar eða banda- menn þeirra drúsar. Aðrar þjóðir horfa aðgerðalausar á Á svipaðan hátt hefur tekist til með aðgerðir Frakka til að koma til bjargar sjúkum og særðum, en Mitterrand Frakklandsforseti hafði sent skip í þeim tilgangi í líbanska landhelgi. Mitterrand ákallaði „samvisku heimsins" um að aðhaf- ast eitthvað til hjálpar Líbanon, „þar sem heilli þjóð er ógnað með því að vera eytt með ofbeldi". Mitterrand átti símasamtöl við þjóðarleiðtoga og stjórnarherra í Moskvu, Washington og London, en fékk lítil viðbrögð við ákalli sínu. Stórveldin vita að Sýrlending- ar láta ekki þrýsting eftir diplómat- iskum leiðum hafa minnstu áhrif á sig. Hins vegar veigra allir sér við að blanda sér á beinan hátt í átökin, fyrri aðgerðir sýna að það er of mikil hætta á að sökkva í kviksandi líbanska borgarastríðs- ins. Aoun hershöfðingi harmar „rag- mennsku" erlendra ríkisstjórna. Þegar hann réðist óvænt gegn Sýr- lendingum, sem líka eru einangr- aðir í arabíska stjómmálaheimin- um, hafði hann gert sér vonir um að fá stuðning Arabalanda og einnig Bandaríkjanna. Með aðstoð þessara ríkja hélt hann að hann gæti rekið af höndum sér Sýrlend- inga, sem eru margfalt máttugri, hafa 38.000 hermenn í Líbanon gegn 12.000 manna liði líbanska hersins. Þetta reyndist alröng ályktun hjá Aoun og nú verður hann, án aðstoðar, að berjast við refinn Assad upp á líf og dauða. Samt hafði tilraun Aouns til að „binda enda á vald vopnaðra hópa á líbanskri jörð“ byrjað því sem næst full fyrirheita. Mjög fljótlega eftir að skammvinnum bardögum lauk tókst Aoun að koma undir völd hersins vopnuðum sveitum keppinauts síns í hverfum krist- inna, sem fram að þeim tíma hafði ráðið þar lögum og lofum. Því næst lét Aoun landgönguliðasveitir sín- ar loka þeim höfnum sem fyrrum keppinauturinn hafði haft á valdi sínu og um hafði flætt úr landi alls kyns smygldót í stóram stíl, eink- um eiturlyf. Að þessu loknu færði Aoun út kvíarnar og beindi nú spjótum sínum að höfnum á valdi Jumblatts drúsaleiðtoga, sem hershöfðinginn setti á hafnbann. Jumblatt brást grimmdarlega við og til að gjalda fyrir afskipti Aouns fóru nú fall- byssur í höndum drúsa að strá sprengikúlum yfir hin þéttbýlu hverfi kristinna í borgarhlutanum Aschrafije. Assad forseti lofaði bandamanni sínum Jumblatt aðstoð sinni, í fyrstu að vísu aðeins munnlega. Þetta greip Aoun sem kærkomið tilefni til að hefja engu minni skothríð á sýrlenskar stöðvar. Nú var óhjákvæmilega runnin upp úrslitastund. Fyrirmyndin er Franco! Trúr kjörorði sínu - „Hershöfð- ingi má aldrei sýna ótta, þvert á móti verður hann að skjóta öðrum skelk í bringu“ - vill Aoun ekki láta undan, jafnvel þó að gjaldið verði eyðilegging Beirút. Hann er þess fullviss að „aðeins hershöfð- ingi geti bjargað Líbanon". I þessari trúarlegu sannfæringu fékk hann aukna staðfestingu við lestur ævisagna dáðrar fyrirmynd- ar, spænska einræðisherrans Francos hershöfðingja!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.