Tíminn - 11.05.1989, Blaðsíða 2
2 Tíminn
Fimmtudagur 11. maí 1989
Akureyri:
Stúdentagarðar
byggðir
í sumar verða byggðir á vegum
Félagsstofnunar stúdenta stúdenta-
garðar við Skarðshlíð á Akureyri.
Það eru fyrirtækin Möl og sandur hf.
og SS Byggir sem sjá um byggingu
stúdentagarðanna, og hljóðaði til-
boð þeirra uppá 65.912 milljónir
króna.
Á stúdentagörðunum er gert ráð
fyrir húsnæði fyrir 36 íbúa, þ.e. 14
einstaklingsherbergi, 4 paríbúðir, 4
tveggja herbergja íbúðir og 2 þriggja
herbergja íbúðir. Gólfflötur stúd-
entagarðanna er um 1483 fermetrar,
og kostnaður við hvern fermetra
ríflega 44 þúsund krónur.
Samkvæmt upplýsingum Tímans
munu framkvæmdir hefjast fljót-
lega, ekki mun af veita, þvf húsnæð-
ið skal vera íbúðarhæft í lok sept-
í sumar
ember n.k. Fyrsta hæð hússins verð-
ur steypt upp á staðnum, en önnur
og þriðja hæð verða úr einingum frá
Möl og sandi.
Alls bárust tilboð frá 3 aðilum í
byggingu stúdentagarðanna. Aðal-
geir Finnsson hf. á Akureyri 66.548
milljónir, ístak hf. í Reykjavík 89
milljónir og akureysku fyrirtækin
Möl og sandur hf. og SS Byggir
sendu sameiginlega inn 4 tilboð.
Fyrsta tilboðið hljóðaði uppá 65.912
milljónir, annað 62.948 milljónir,
þriðja 67.749 milljónir og fjórða
63.698 milljónir króna. Fyrsta til-
boði fráMöl og sandi hf. og SS Byggi
var síðan tekið eftir að farið hafði
verið ofan í saumana á tilboðunum
og útboðsgögnum.
HIÁ-Akureyri
Ökukönnun Hagvangs:
Konur ekki betri
ökumenn en karlar
Eitthvað í þessa áttina má búast við að útbúnaður hvítasunnuferðalangsins í ár líti út. Timamynd:Ámi Bjarna
Hvítasunnuferðir íslendinga:
Birgja sig upp af
broddum og ísöxum
Hvítasunnuútbúnaöur feröalanga að þessu sinni lítur út
fyrir að samanstandi af mannbroddum, ísöxum og skjólfatn-
aði. Fáir virðast hafa hugsað sér til hreyfíngs aðrir en þeir
sem ætla að prfla upp fjöll og fírnindi. En þeim ferðamönnum
er nauðugur sá kostur að taka með sér fyrrnefnd tæki til að
verða ekki úti þar sem veðurfarið hefur ekki verið eins og
best verður á kosið undanfarið.
Engin tjaldstæði hafa opnað enn
sem komið er og ekki er boðið upp
á neinar skipulagðar samkomur.
„Það er hvergi opið og menn geta
hvergi tjaldað, þannig að héðan
verða ekki farnar neinar ferðir nema
til hefðbundinna áætlunarstaða,“
sagði starfsmaður á Umferðarmið-
stöðinni í samtali við Tímann.
Hjá Skátabúðinni hefur aftur á
móti verið rífandi sala í mannbrodd-
um og ísöxum undanfarið. „Ferða-
félögin eru mikið með jöklaferðir á
þessum árstíma; þetta eru allt göng-
ur í snjó og á harðfenni. Til dæmis
upp á hæsta tind landsins, Hvanna-
dalshnjúk, en Öræfajökull er mjög
góður uppgöngu núna vegna þess að
það er snjór yfir sprungum. Hér í
Skátabúðinni seljum við gríðarlega
mikið af útbúnaði til jöklagöngu
eins og mannbrodda, ísaxir, göngu-
skó, skjólfatnað og jafnvel belti með
línu, fyrir hvítasunnuhelgina. Alla
þessa viku og sérstaklega tvo síðustu
dagana fyrir helgina er það mikið að
gera að við þurfum að birgja okkur
sérstaklega upp af þessum vörum,“
sagði starfsmaður Skátabúðarinnar í
samtali við Tímann.
Ferðafélag íslands verður með
þrjár ferðir, upp á Öræfajökul,
Snæfellsnes og Snæfellsjökul og
Þórsmörk og Fimmvörðuháls. „Það
er rosalega mikil aukning í útivistar-
ferðum íslendinga. Bæði jöklagöng-
um, jeppaferðum, vélsleðaferðum
og öðru,“ sagði starfsmaðurinn.
Á vegum Útivistar verða farnar
hvítasunnuferðir á Snæfellsjökul,
Skaftafell, Öræfajökul og Tindfjöll
auk snjóbílaferðar á Vatnajökul. „1
þessum félögum eru leiðsögumenn
vanir fjallgöngumenn og oft eru
haldin námskeið fyrir ferðirnar. Þar
er fólki kennd meðferð útbúnaðar-
ins, hvernig á að spenna á sig
broddana og fara með ísaximar án
þess að skaða sig og aðra. Það er
nauðsynlegt að vera vel útbúinn á
þessum árstíma. Ef við til að mynda
tökum Öræfajökul sem dæmi getur
verið heiðskírt eina stundina en
skollinn á skafbylur þá næstu. Þá er
einnig mikilvægt að hafa með í
ferðinni reynda menn sem vita
hvernig best er að bregðast við
aðstæðum hverju sinni," sagði starfs-
maðurinn í Skátabúðinni. jkb
Miðað við könnun sem gerð var
fyrir Bindindisfélag ökumanna á sú
hugmynd að konur séu að jafnaði
betri ökumenn en karlmenn alls
ekki við rök að styðjast.
í könnuninni sem tók til 775 karla
og kvenna á aldrinum 18 til 67 ára
kom fram að aðeins 78% kvennanna
aka almennt á móti 97% karlanna og
er hlutfallið mjög svipað í öllum
aldurshópum.
Karlmenn virðast að meðaltali
aka um 18.600 kílómetra á ári en
kvenfólk ekki nema 8.100 kíló-
metra. Aftur á móti lentu þrettán af
hundraði kvennanna í umferðar-
óhappi á síðasta ári sem er sama
hlutfall og hjá körlum. En miðað við
heildarniðurstöður lenti áttundi hver
Borgarráð samþykkti á fundi sín-
um s. 1. þriðj udag að framlengj a leyfi
til reksturs laugardagsmarkaðarins í
Kolaportinu til þriggja mánaða.
Borgarráð hafði áður, eða þegar
starfsemi þessi hófst, veitt leyfi til
ökumaður í einhverju óhappi árið
1988.
Umferðaróhöpp eru tíðust á höf-
uðborgarsvæðinu og er yngstu og
elstu ökumönnunum lang hættast
við að lenda í slysi. Um það bil þrír
af hverjum fjórum átján ára öku-
mönnum og tæp 45% 67 ára öku-
manna lentu í umferðaróhappi á
síðasta ári. Strákum virðist þó í
yngri hópnum vera mun hættara við
að lenda í slysi en stelpunum, þar
sem meira en helmingur þeirra svar-
aði þeirri spurningu játandi á móti
tæpum þriðjungi stelpnanna. Kven-
fólkið virðist aftur á móti vera mun
skæðara hvað þetta varðar þegar
líða tekur á sjötugsaldurinn. jkb
tveggja mánaða til reynslu. Aðsókn-
in fór strax talsvert fram úr því sem
reiknað hafði verið með í upphafi og
brunamálayfirvöld gerðu athuga-
semdir við ýmis atriði í rekstrinum
sem tekin voru til greina. -sá
Dalvík:
Öldruðum boðið uppá dagvistun
Öldruðum á Dalvík, Svarfaðar-
dal og Árskógsströnd er nú boðið
uppá dagvistun á Dalbæ, dvalar-
heimili aldraðra á Dalvík. Dagvist-
unin stendur frá klukkan 9 árdegis
til kl. 16.30 síðdegis alla virka
daga, og gefst fólki kostur á að
notfæra sér sömu þjónustu og fastir
vistmenn fá. Dagvistunin erendur-
gjaldslaus, og hefur ekki áhrif á
réttindi fólks til ellilífeyris eða
annarra tekna frá Tryggingastofn-
un ríkisins. Tryggingastofnanir
greiða hins vegar daggjöld til dval-
arheimilisins, fyrir hvern dvalardag
viðkomandi einstaklings.
Dagvistunin hófst um áramót,
og að sögn Halldórs Guðmunds-
sonar, forstöðumanns Dalbæjar,
virðist gamla fólkið áhugasamt um
dagvistunina, undirtektir hafa ver-
ið góðar og allt gengið vonum
framar. Milli 40 og 50 einstaklingar
hafa nýtt sér þessa þjónustu að
einhverju leyti, en hér geta 14
dvalið í einu. Sumir dvelja hálfan
daginn, aðrir dag og dag, og við
reynum að sníða þessa þjónustu
eftir þörfum hvers og eins. Við
bjóðum hér uppá ýmsa persónu-
lega aðhlynningu, sagði Halldór,
svo sem böðun, bakstra, hand- og
fótsnyrtingu, aðstoð við lyfjatöku
og fleira í þeim dúr. Við erum með
leikfimi og fólk fær hér máltíðir þá
daga sem það dvelur. Hvað félags-
lífið varðar, er boðið uppá spila-
mennsku, sögulestur, böll, ferða-
lög o.fl.
Halldór sagði að með tilkomu
dagvistunarinnar hefði heimilið
opnast meira, og um leið breytti
það viðhorfum og fordómum eldra
fólks á þann hátt að það lítur ekki
lengur á elliheimili sem lokaða
stofnun, heldur heimili sem veitir
ýmsa þjónustu og möguleika. Dag-
vistunin er manneskjuleg leið til að
hjálpa fólki að halda heimili eins
lengi og það getur og vill. Eftir að
hafa dvalið hér dag og dag er fólk
Dalbær, dvalarheimili aldraðra á
Dalvík. Tímamynd: HIÁ
orðið meira eða minna hagvant,
þ.e. viðbrigðin verða ekki eins
mikil ef og þegar fólk flytur af
heimili sínu og hingað inn.
Á Dalbæ er rými fyrir 44
vistmenn, og nú eru um 20 manns
á biðlista. HIÁ
Markaður áf ram í Kolaportinu