Tíminn - 11.05.1989, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 11. maí 1989
Tíminn 5
Kvennalisti vill styðja húsbréfafrumvarpið gegn því að auka framlög til félagslega kerfisins:
Vilja ekki skerða láns-
réttinn hjá eignafólki
Húsnæðismálafrumvarpið var til þriðju umræðu í neðri
deild í gærkvöld, og stóð til að afgreiða það til efri deildar
í nótt. Trúlegt þykir að frumvarpið hafi meirihluta með
stuðningi Kvennalista. Eins og kunnugt er voru konurnar
keyptar til stuðnings húsbréfakerfinu, m.a. með 600 m.kr.
aukningu til félagslega húsnæðislánakerfísins, en á þriðju-
dag veittu þær stuðning tillögu frá sjálfstæðismönnum, er
afnemur um 700 m.kr. skerðingu á lánsréttindum stór-
eignamanna í almenna kerfinu. Talið er að þetta leiði til
lengri biðtíma eftir lánum í kerfínu en ella.
Það má segja að þessa dagana
séu dömufrí á báða bóga á Alþingi.
Bein útgjaldaaukning á fjárlögum
vegna breytingartillögu sjálfsstæð-
ismanna, sem Geir H. Haarde er
fyrsti flutningsmaður að, eru engin
fyrir ríkissjóð. Tillagan felur ein-
ungis í sér að ákvæði til skerðingar
á lánsrétti, t.d. ef umsækjandi á
skuldlaust, eða skuldlítið, húsnæði
180 fermetra eða stærra, eða eigi
hann eignir yfir 10 m.kr. I þessu
sambandi hefur verið bent á að
eftir því sem fleiri eiga þess kost að
sækja fé til Húsnæðismálastofnun-
ar ríkisins, því lengri verði biðlist-
inn, sé heildarupphæð ríkisins tii
lána óbreytt. Éf menn á hinn
bóginn gefa sér að ríkið láni á
endanum öllum þeim sem sækja
um lán frá Húsnæðismálastofnun,
má með nokkrum sanni segja að
stuðningur Kvennalistans, fyrst við
frumvarpið sjálft og síðan við
breytingartillögu Geirs H. Haarde,
kosti ríkið um 1,3 milljarða.
Nokkur kurr var í sumum stjórn-
arliðum vegna þessa og þótti
mönnum ómaklegt af kvennalista-
konum að setja skilyrði fyrir stuðn-
ingi við frumvarpið og samþykkja
síðan breytingartillögur frá öðrum
stjómarandstæðingum við sama
fmmvarp. Það var jafnvel haft á
orði að með þessu væru þær að láta
kaupa sig í báðar áttir.
Tveir af stjómarliðum í neðri
deild, þeir Guðmundur Bjarnason
og Kjartan Jóhannsson, sitja ekki
á þingi um þessar mundir. Vegna
þess að fjarvistir þeirra eru
skammar, kölluðu þeir ekki inn
varamenn í sinn stað, en sömdu við
stjómarandstöðuna um að tveir úr
hennar röðum færu út á móti, svo
vægi atkvæða héldist jafnt. Sam-
kvæmt heimildum Tímans sömdu
bæði Kjartan og Guðmundur við
Ólaf G. Einarsson þingflokksfor-
mann Sjálfstæðisflokksins um að
tveir úr þeirra röðum skyldu vera
fjarverandi. Við þetta samkomulag
var ekki staðið og þess vegna ekki
grundvöllur fyrir að fella breyting-
artillögu Geirs H. Haarde á jöfnum
atkvæðum í deildinni.
Talið er líklegt að húsnæðis-
málafrumvarpið farið milli deilda í
nótt og að það verði tekið á
dagskrá í efri deild seinni partinn í
dag, eða á morgun. - ÁG
Ósamkomulag milli ráðherra og fjárhags- og viðskiptanefndar um gjaldþrotabú:
Deilt um forgang til
að „leggjast á náin“
í gær var til umræðu í neðri deild frumvarp Sólveigar Pétursdóttur
um breytingu á lögum um staðgreidslu opinberra gjalda. Frumvarpið
felur í sér að horfíð verði frá forgangskröfum ríkisins í þrotabú
fyrirtækja, skuldi þau staðgreiðslu af sköttum starfsmanna sinna,
eða söluskatt. Allir nefndarmenn fjárhags- og viðskiptanefndar
deildarinnar utan einn eru meðflutningsmenn að frumvarpinu, en
fjármálaráðherra er eindregið á móti því.
Málið var afgreitt út úr fjárhags-
og viðskiptanefnd og tekið til ann-
arrar umræðu í gær þrátt fyrir áköf
mótmæli Ólafs Ragnars Grímssonar
fjármálaráðherra, sem telur að með
þessu sé verið að auðvelda forráða-
mönnum fyrirtækja að stela undan
gjöldum sem þeir hafa innheimt
fyrir ríkissjóð. Rök þeirra sem
hlynntir eru þessari breytingu á nú-
gildandi lögum eru þau, að ekki sé
eðlilegt að ríkið hafi algeran forgang
fram yfir fyrsta veðrétt í þrotabúi.
Bent hefur verið á að með þessu sé
ekki lengur unnt að stóla á öruggan
veðrétt og aðilar innan bankakerfis-
ins segja lögin meingölluð að þessu
leyti.
Sá eini nefndarmanna, sem ekki
skrifaði upp á frumvarpið, var Páll
Pétursson formaðurfjárhags- ogvið-
' skiptanefndar neðri deildar. Allir
aðrir nefndarmenn eru meðflutn-
ingsmenn og þeirra á meðal Ragnar
Amalds, flokksbróðir fjármálaráð-
herra. Páll er samt sem áður ekki á
móti frumvarpinu og mælir með
samþykkt þess í nefndaráliti sem
lagt var fram með því í gær.
Ólafur Ragnar Grímsson fjár-
málaráðherra segir þetta misræmi á
milli sín og nefndarinnar stafa fyrst
og fremst af því að Sólveig Péturs-
dóttir hafi kynnt málið út frá lög-
fræðilegum tæknisjónarmiðum, eins
og hann orðaði það í samtali við
Tímann í gær. Þar er átt við starfs-
skilyrði skiptaréttar, og önnur
vandamál lögfræðinga og dómstóla.
Þessu sé hins vegar hægt að breyta
með öðrum aðferðum, án þess að
veikja innheimtukerfi ríkissjóðs um
leið.
Fjármálaráðherra segir að með
þessu frumvarpi sé verið að lama
tilraunir ríkisstjórnarinnar til að
koma á harðara innheimtukerfí.
Verið sé að reyna að koma á kerfi
sem komi í veg fyrir að menn
innheimti söluskatt og stagreiðslu af
launum, noti það sem rekstrarfé í
fyrirtækjum sínum og steli því síðan.
í þessu frumvarpi felist að staðgreið-
sla, söluskattur og síðan virðisauka-
skattur sé eins og hvert annað eign-
ar- og rekstrarfé fyrirtækjanna.
- ÁG
Samningaviöræður í strand:
flýgur ekki
Aldís
Upp úr slitnaði í samningaviðræð-
um Flugleiða og Félags íslenskra
atvinnuflugmanna, um nýjan vinnu-
tímasamning vegna nýju Boeing
737-400 flugvélanna, sem félagið er
að kaupa.
Flugmenn lögðu fram í fyrradag á
tólfta fundi, sem haldinn var um
nýja vinnutímasamninginn, kröfu
um 7% almenna launahækkun vegna
nýju vélanna. Þessari kröfu var
hafnað. Af hálfu flugmanna var þess
krafist að hækkunin kæmi jafnt á þá
flugmenn sem flygju þessum nýju
vélum og aðra.
Enn er ekki farið að ræða um
launaliði almenns kjarasamnings við
flugmenn, sem rennur út 15. maí og
er þessi 7% krafa því fyrir utan það
sem þar kann að koma fram.
Elugmenn neita að fljúga nýju
flugvélinni, en gert var ráð fyrir að
Aldís, fyrsta 737-400 flugvél félags-
ins færi utan til Oslóar og Gauta-
borgar í morgun, en af því gat ekki
orðið og þurfti félagið að leita ann-
arra leiða til að koma farþegum á
ákvörðunarstað.
Aldís hefur þegar farið fjórar
áætlunarferðir til Evrópu á undan-
þágu, á meðan samningaviðræður
stóðu yfir. -ABÓ
Skáldsaga Jónasar Kristjánssonar
fær góðar viðtökur erlendis:
Eldvígslan á dönsku
Dr. Jónas Kristjánsson.
Dr. Jónas Kristjánsson, for-
stöðumaður Ámastofnunar, sendi
frá sér skáldsöguna Eldvígsluna
árið 1982. Hún er nú nýkomin út í
danskri þýðingu Eriks Sönder-
holms hjá forlaginu Rhodos og
nefnist Ilddáben.
Þetta er söguleg skáldsaga sem
gerist á 9. öld og fjallar um son
Ragnars loðbrókar. Um dönsku
útgáfuna hafa þegar birst ritdómar
í Weekend avisen, Land og folk,
og í Aalborg Stiftstidende. Eru
þeir vinsamlegir og allir ritdómar-
arnir telja að sagan beri það með
sér að höfundur sé gagnkunnugur
því tímabili sem hann er að fjalla
um í sögu sinni. -esig
Á myndinni eru fulltrúar leigutaka í Bernhöftstorfu. 1 gær var því fagnað
að endurbyggingu húsaraðarinnar er að Ijúka. Tímamynd: Pjeiur
Endurbyggingu
Torfunnar lokið
I gær var þeim tímamót-
um fagnað að endurbygg-
ingu Bernhöftstorfunnar er
nú að Ijúka. Framkvæmdir
hófust haustið 1979 en húsa-
röðin hafði þá verið í niður-
níðslu frá byrjun þessarar
aldar.
Minjavernd hefur yfirumsjón
með Bernhöftstorfunni og hefur
tekjur af útleigu á húsnæði í húsa-
röðinni. Stofnunin er sjálfseignar-
stofnun, en að henni standa fjár-
málaráðuneytið, Þjóðminjasafnið
og Torfusamtökin. Aðalmarkmið
Minjaverndar er í stuttu máli að
stuðla að varðveislu mannvirkja og
mannvistarleifa hvarvetna á ís-
landi.
í dag eru leigutakarnir á Bern-
höftstorfu tíu talsins og fljótlega
bætast tveir í hópinn. Er þarna
m.a. um að ræða veitingahús, gall-
erí, ferðaskrifstofur, bakarí kynn-
ingarþjónustu og kvikmyndagerð
ásamt Listahátíð Reykjavíkur og
Sinfóníuhljómsveitinni.
Elstu húsin voru reist 1834 er
P.C. Knudtzon, umsvifamikill
kaupmaður, lét reisa bökunarhús,
móhús og íbúðarhús. Hann fékk
hingað til lands Tönnes Daniel
Bernhöft bakarameistara frá Slés-
vík til að reka brauðgerðina. Bern-
höft eignaðist bakaríið 1845 og
eftir honum hefur húsaröðin verið
nefnd.
Ýmis starfsemi hefur í tímans
rás farið fram í Bernhöftstorfu.
Árið 1956 benti danskur arkitekt,
Helga Finsen, fyrst manna á að
húsaröðin í brekkunni væri þess
virði að varðveitast sem merkilegar
minjar um eldri tíma.
Húsin voru friðuð 7. ágúst 1979
og í nóvember sama ár undirrituðu
Torfusamtökin leigusamning við
stjórnvöld um tólf ára yfirtöku
samtakanna á húsunum gegn
endurreisn þeirra, en á árunum þar
á undan höfðu staðið miklar deilur
um gildi húsanna og hvort rétt væri
að endurbyggja þau.
Lokaframkvæmd á svæðinu
kringum Bernhöftstorfuna verður
að gera götuna bakvið húsaröðina
að vistgötu og verður ráðist í það
verk í sumar. SSH