Tíminn - 11.05.1989, Blaðsíða 20

Tíminn - 11.05.1989, Blaðsíða 20
 680001 — 686300 Atjan man. binding RÍKISSKIP § 7,5% NÚTÍMA FLUTNINGAR Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822 | SAMVINNUBANKINN | ÞRDSTUR 685060 VANIR MENN PÓSTFAX TÍMANS 687691 9 Tniiinn FIMMTUDAGUR 11. MAÍ1989 1,5% gengisfelling Seðlabankans fer illa í verkalýðsforingjann Guðmund J. Guðmundsson: Gengisfellingin hefði mátt bíða Bankaráð Seðlabankans lækkaði í gær gengi íslensku krónunnar um 1,5% og hefur gengi erlendra gjaldmiðla verið skráð í samræmi við það. Er þetta gert að fcngnu samþykki ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar. Hefur ríkisstjórnin jafnframt fallist á tillögur Seðlabankans um heimild til að skrá gengi íslensku krónunnar allt að 2,25% undir eða yfir því meðalgengi sem nú hefur verið ákveðið. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar, sagði í viðtali við Tímann í gær að betur hefði farið á því að bíða með þessa gengisfell- ingu. Einnig væri það leiðinlegt að ekki sé samtímis gengið til verulegr- ar lækkunar á raunvöxtum. Það væri þó Ijóst að ekki væri verið að svíkja nein loforð í tengslum við nýlega afstaðna kjarasamninga. „Eað eru mjög margir launþegar í miklum erfiðleikum núna vegna afborgana lána með háum raunvöxtum plús lánskjaravísitölu. Það þarf ekki að líta á önnur lán en þau sem veitt eru af h'feyrissjóðum verkalýðsfélag- anna,“ sagði Guðmundur J. Taldi hann gengisfellingu sem þessa auk þess ekki vera þá vítamínsprautu fyrir útflutningsgreinar sem dygði. í nýgerðum kjarasamningum fóru forsvarsmenn þessara atvinnugreina fram á 7-11% gengisfellingu, en það var ekki samþykkt í þeim viðræðum sem þá fóru fram við ríkisstjórnina. í frétt frá Seðlabankanum segir að áðurnefndar ákvarðanir í gengismál- um séu teknar með hliðsjón af kostnaðarhækkunum sem útflutn- ings- og samkeppnisgreinar hafa tek- ið á sig með nýgerðum kjarasamn- ingum og því samkomulagi er gert var milli atvinnurekenda og ríkis- stjórnar þá. Á hinn bóginn telur Seðlabankinn mikilvægt að hugsanleg frekari geng- isaðlögun eigi sér stað í áföngum. Þannig verði betur hægt að taka tillit til breytinga á aðstæðum eins og t.d. verði helstu útflutningsafurða og breytinga á gengi helstu viðskipta- gjaldmiðla íslendinga. Við nýja gengisskráningu í gær voru kaup á Bandaríkjadollar skráð á 54,36 kr., sterlingspundi kr. 90,583, vestur-þýsku marki kr. 28,476, japönsku yeni kr. 0,404 og danskri krónu á 7,318 kr. svo dæmi séu tekin. KB Framhaldsskólanemar gefast upp á verkfallinu: Hættir í skólanum og vilja vinnu strax Skólafólk virðist hafa misst alla trú á að lausn á verkfalli kennara sé í sjónmáli. Að minnsta kosti hafa krakkarnir þyrpst út á vinnumarkað- inn og starfsmönnum ráðningarskrif- stofa ber saman um að þeir vilji byrja vinnu strax. Kennarar virðast aftur á móti ennþá trúa á starfið og hafa ekki sótt meira í framtíðarstörf en venja er til á þessum árstíma. Nokkuð margir hafa samt sem áður sótt um sumarvinnu, sem byrjar um mánaðamótin. „Skólakrakkar hafa streymt til okkar undanfarið með umsóknir um atvinnu, en þetta mikill fjöldi hefur venjulega ekki komið svona snemma. Þau eru orðin mjög óþolin- móð og vilja byrja að vinna strax, vilja ekki bíða eftir prófunum eða neinu. Þau segjast ekkert vita hvern- ig þetta verður og að þau geti ekki beðið eftir lausn kennaraverkfalls- ins. Því miður er bara ekki neina vinnu að fá eins og er. Sú atvinna sem við bjóðum upp á hér byrjar ekki fyrr en fyrsta júní. Þá hafa nokkrir kennarar sótt um leiðbein- endastörf hjá okkur, en sá umsókn- arfrestur rann út fyrir tíu dögum. En það hefur ekki verið meira en undan- farin ár,“ sagði starfsmaður Ráðn- ingarskrifstofu Reykjavíkurborgar í samtali við Tímann. Það sama var uppi á teningnum hjá flestum ráðningarskrifstofum í einkaeign, sem Tíminn hafði sam- band við. „Það hefur verið nokkuð jafn straumur skólafólks til okkar undanfarið, en þá helst f sambandi við sumarstörf. Við höfum þó orðið vör við að krakkarnir eru mjög óöruggir þar sem þeir vita ekkert hvað verður,“ sagði starfsmaður Liðsauka hf. „Það hefur verið svolítið um það að krakkarnir hafa hreinlega hætt í skóla, farið að leita sér að vinnu og vilja byrja strax. Hins vegar gengur þeim erfiðlega að fá sumarvinnu. Einhverjir kennarar hugsa sér alltaf til hreyfings á þessum árstíma, en við höfum ekki orðið vör við að það væri meira en undanfarin ár,“ sagði einn starfsmanna Hagvangs. Starfsumsóknir hjá ráðningar- skrifstofu stúdenta sem nýlega opn- aði, eru meira en tvöfalt fleiri en í fyrra. „Á sama tíma í fyrra lágu inni um tvö hundruð umsóknir en nú eru þær yfir fimm hundruð. Þetta eru krakkar allt niður í þá sem eru á fyrsta ári í menntaskóla. En það er mjög erfitt fyrir framhaldsskólanem- ana að segja til um hvenær þeir geta byrjað og þeir vita í raun ekkert hvað þeir eiga að gera. Margir krakkanna, einkum þeir sem koma úr fjölbrautaskólum, eru því hættir í skólanum og vilja fá vinnu strax,“ sagði einn starfsmannanna. jkb Bílvelta á Reykjanesbraut: Ungur maður lést og annar slasaðist Ungur maður lést eftir að bifreið sem var farþegi í bílnum slasaðist sem hann ók fór út af Reykjanes- og var hann fluttur á sjúkrahús í braut og valt, skammt vestan við Reykjavík. Ekki er að fullu Ijóst Grindavíkuraflcggjarann um hvernig slysið vildi til. -ABÓ klukkan 12.30 í gær. Ungur maður Félagar úr Módelsamtökunum sýndu framleiðsluvörur fyrirtækisins. T ímamynd Árni Bjamn Byggðastofnun kaupir hlut í ullarvörufyrirtæki: Atak til eflingar smærri fyrirtækja Byggðastofnun hefur keypt 50% hlutafjár í uilarvörufyrirt- ækinu Árblik hf. í Garðabæ og iðnaðarráðuneytið og Iðnlána- sjóður munu leggja fram fé til sölu- og markaðsátaks. Geng- ið var frá samkomulagi þessa efnis í gær, en á vegum iðnað- arráðuneytisins hefur undan- farna mánuði verið unnið að lausn rekstrarvanda smærri ullarfyrirtækja, sem átt hafa í miklum framleiðslu- og mark- aðserfíðleikum. Auk þess hef- ur verið unnið að því að treysta stöðu stóru útdutningsfyrir- tækjanna, Álafoss hf. og Hildu hf. m.a. með því að koma á fót sameiginlegu markaðsfyrir- tæki þeirra í Bandaríkjunum. Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra sagði á fundi sem haldinn var af þessu tilefni að undanfarið hafi verið unnið mikið starf í að efla fjárhagslega undirstöðu ullariðn- aðarins, leggja honum lið við markaðsöílun og vöruþróun. Sagði hann að hér væri um að ræða einn þátt í þvf-starfi. Miklar vonir væru bundnar við starfsemi Árbliks og vonast væri til að þetta yrði upphaf- ið á nýjurn uppgangi í ullariðnaði, scm drcgist hefði saman á undan- förnum árum. Ástæðuna fyrir því að ákveðið var að styðja við ullarvörufyrirtæk- ið Árblik, til útflutningsátaks, má rekja til þess að ekki hefur náðst samstaða um samstarf annarra að- ila. Ullarvörumarkaðir hafa verið mjög erfiðir á undanförnum árum, en ýmislegt bendir til að markaðs- aðstæður fari batnandi á næstunni. Sala Árbliks sem af er þessu ári hefurgengið mjög velogsöluaukn- ingin áætluð um 60%, miðað við árið 1988. Ágúst Þór Eiríksson framkvæmdastjóri Árblikssagði að búið væri að selja vörur fyrir um 50 milljónir króna og stefnt væri að því að selja vörur fyrir yfir 100 milljónir króna á þessu ári. Fyrir- tækið seiur ullarlínuna undir vöru- nterkinu Icewear, en bómullarp- eysur undir vörumerkinu Coral. Framleiðslan er seld víðsvegar um heim, í Bandaríkjunum, Bret- landi, Frakklandi, Noregi og í Japan, en ákveðið hefur verið að beina átakinu að mörkuðum í Bretlandi og V-Þýskalandi. Á vegum Árbliks starfa sjö prjónastofur víðsvegar um land, með samtals um 70 ársverk. Fyrir- tækin eru Akraprjón hf. á Akra- nesi. Borg hf. i Víðidal, Drífa hf. á Hvammstanga, Gæði hf. í Vt'k, Prýði hf. á Húsavík, Sveinsstaðir í Blönduóshreppi og Vaka hf. á Sauðárkróki. Ágúst Þór sagði að þessum fyrirtækjum væru tryggð næg verkefni og væri útlit fyrir að bæta þyrfti við fleiri framleiðslufyr- irtækjum í náinni framtíð. -ABÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.