Tíminn - 11.05.1989, Blaðsíða 8
8 Tíminn
Fimmtudagur 11. maí 1989
Titniim
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason Aðstoðarritstjóri: OddurÓlafsson Fréttastjórar: BirgirGuðmundsson EggertSkúlason ' Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslasön Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. mars hækkar: ' Mánaðaráskrift í kr. 900.-, verð í lausasölu í 80,- kr. og 100,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 595.- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91
Gervisjálfstæði Panama heitir smáríki með lýðveldisformi í Mið- Ameríku og liggur þar sem mjóst er milli Atlantshafs og Kyrrahafs. Allt síðan á tíð Kolumbusar fyrir 500 árum hefur landvinningamönnum orðið starsýnt á þetta land þar sem svo stutt er milli heimshafanna og ekki nema snertispölur milli austurs og vesturs. Panamasvæðið hefur lengi verið litið girndarauga af stórveldum, þótt Bandaríkin hefðu þar auðveldan sigur þegar til kastanna kom. Panama er fullkomið leppríki Bandaríkjanna og hefur verið allt frá því að lýðveldi var stofnað þar 1903 fyrir bandarískan undirróður og yfirgang. Þótt Frakkar stæðu mest að því í upphafi að gera hugmyndina um skipaskurð yfir Panamaeiðið að veruleika, urðu það Bandaríkjamenn, sem luku því verki og gerðu það yfirleitt kleift með yfirburða- tækni, skipulögðum undirbúningi og pólitískri og hernaðarlegri einbeitni að grafa þennan skurð, sem var slíkt stórvirki að við fátt var að miða til þess tíma og er ef til vill enn. Er ekki að efa að Bandaríkjamenn uxu mjög í augum heimsins af þessu framtaki sínu, svo að fátt hefur orðið til þess að sýna yfirburði þeirra á sviði auðs og tækni betur en þetta risamann- virki. En afskipti Bandaríkjanna af því landsvæði sem hér átti í hlut sýndu einnig að Bandaríkin tóku fullkomlega þátt í þeirri nýlendu- og stórveldapólitík sem þá hafði lengi gengið yfir heiminn. Hvað Panama snertir hefur þetta litla ríki ætíð notið föðurlegrar handleiðslu Bandaríkjastjórnar og gerir enn, þótt að nafninu til sé stefnt að því að auka sjálfstjórn landsins og ræmunnar meðfram skipa- skurðinum, a.m.k. þegar fram í sækir. Á undanförnum árum hefur þó ýmislegt gengið úr skorðum hvað varðar föðurlega umhyggju Banda- ríkjanna í Panama. Þar hefur nú um skeið velkst í völdum Noriega nokkur hershöfðingi, sem ekki er Bandaríkjastjórn að skapi, - sem varla er von, því að maður þessi hefur ekki á sér neitt dyggðarorð. Hann er m.a. sakaður um að standa fyrir fíkniefna- smygli til Bandaríkjanna og fleira sem ekki þykir prýða þjóðmæringa. Nú berast þær fréttir frá landi Panamaskurðarins að þar hafi Noriega hershöfðingi ekki einasta komið á forsetakosningum að eigin frumkvæði, heldur unnið að sigri óskaframbjóðanda síns með þræl- skipulögðum kosningasvikum. Kosningasvikin hafa verið staðfest af sérstakri eftirlitsnefnd, sem Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, stjórnar. Heimurinn bíður nú í ofvæni eftir því hvað Bandaríkjastjórn muni gera í kosningamálum og atkvæðatalningu í Panama. Ekki er talið líklegt að Bandaríkjamenn fái framgengt frómri ósk um endur- talningu atkvæða. Bush Bandaríkjaforseti hótar að beita Panamabúa efnahagsþvingunum, sem svo eru kallaðar á diplómatisku fagmáli, en hitt mun ekki síður hvarfla að forsetanum að koma Noriega hershöfðingja frá völdum með vopnaðri aðför banda- rískra hermanna sem ekki eru langt undan. Fréttir frá Panama, nú sem endranær, segja frá umkomuleysi saklauss fólks sem býr við gervisjálf- stæði og gervilýðræði og endasendist sífellt milli .spilltra stjórnenda og erlendrar ásælni.
lllllllllllllllillilll GARRI lllllllllllllllllllllllllllllllll
Vextirnir enn
Það hefur faríð eins og Garri
hefur lengi spáð um vextina. Þeir
ruku upp úr öllu valdi árið sem
leið, og núna eru menn að sjá
afleiðingamar. Núna er farið að
tala um 1989 sem ár hinna mörgu
gjaldþrota, svona rétt svipað og
einhvers staðar í mannkynssögunni
er víst talað um nótt hinna iöngu
hnífa. Fyrirtækin em hvert af öðra
að leggja fram reikninga sína fyrir
árið sem leið, og sagan er aUs
staðar sú sama.
Hjá hverju fyrirtækinu eftir ann-
að hefur allt sem heitir fjármagns-
kostnaður rokið upp úr öllu valdi.
Af þessum ástæðum hafa þau tap-
að stórfé. Reikningar þeirra hvers
um annað þvert sýna bullandi tap.
Og þar eru engar smáupphæðir á
ferðinni. Þær em hreint út sagt
svimandi, jafnvel svo að stöndug
fyrirtæki standa stórsködduð eftir.
Að ekki sé talað um hin sem verr
stóðu fyrir. Þau ramba mörg hver
á barmi gjaldþrots og má víst
þakka fyrir ef tekst að bjarga þeim.
Eitt lítið dæmi
Garri sá hér á dögunum reikn-
inga nokkuð stórs fyrirtækis á vest-
anverðu landinu. Þetta er fyrirtæki
sem er meðal annars töluvert um-
svifamikið í útgerð og fiskvinnslu í
heimabyggð sinni og veitir nokkur
hundmð manns atvinnu. Atvinnu-
kostir þar um slóðir em fáir aðrir,
og má því segja að nokkur þúsund
manna byggð standi og falli með
því að fyrirtækið geti áfram starfað
með eðlilegum hætti.
Að því er lesa mátti í reikningun-
um var fyrirtækið með vel yfir sjö
hundrað miljónir króna í veltu árið
sem leið. Þegar litið var á liðinn,
þar sem færðir vora vextir, verð-
bætur og annar fjármagnskostnað-
ur þá blöstu á hinn bóginn við litlar
tvö hundruð og fjörutíu miljónir.
Þetta þýðir með öðrum orðum
að af hverjum þremur krónum,
sem fyrirtækið hefur haft í tekjur,
hefur hvorki meira né minna en ein
farið í þessa hít. Sú króna hefur
runnið inn í banka- og sjóðakerfið.
Það er rétt tæpur þriðjungur af
öllum tekjum þessa fyrirtækis sem
árið sem leið hefur farið til þess
eins að greiða fyrir fjármagnið.
Af þessum sömu þremur krón-
um hefur fyrirtækið því aðeins átt
tvær eftir til þess að borga sjó-
mönnum fyrir fiskinn, verkafólki í
landi umsamin laun, að ógleymdri
olíu á skipin, vátryggingu og öðrum
kostnaðarliðum. Og er þá ótalið að
svona yfirleitt þykir nú ekki til-
takanlega ósanngjamt að ætlast til
þess að fyrirtæki geti lagt einhvern
örlítinn hagnað til hliðar á ári
hverju til þess að eiga í handraðan-
um þegar að þvi kemur að endur-
nýja hluti eins og byggingar, skip
og vélbúnað.
Ryksugun
Það fer því víst ekki á milli mála
að á síðasta ári hafi fjármagnið
beinlínis verið ryksugað úr fyrir-
tækjunum og inn í banka- og
sjóðakerfið. Af þessum ástæðum
er það svo að núna eiga fyrirtækin
í umtalsverðum vandræðum, og
skiptir nánast engu hvar gripið er
niður. Það sem gerst hefur árið
sem leið er í rauninni umfangsmikil
upptaka eigna, frá fyrirtækjunum
og yfir í fjármagnsstofnanimar.
Þetta er núna stöðugt að koma
betur í Ijós.
Vandinn, sem fylgir þessu, er
hins vegar sá að undir þessum
sömu fyrirtækjum á meginþorri
þjóðarinnar alla afkomu sína.
Dæmið, sem hér var nefnt, er
aðeins eitt af fjöldamörgum. Þar
mega heimamenn víst þakka fyrir
ef það tekst að fleyta þessu fyrir-
tæki þeirra áfram, þannig að það
verði ekki gjaldþrota eftir öll þessi
ósköp. Og svo er skemmst frá að
segja að svipaðar sögur eru núna
að berast frá stöðum hringinn i
kringum landið.
Af þessu leiðir svo aftur hitt að í
kjölfar þessara óskapa eru fyrir-
tækin mun síður en endranær í
stakk búin til þess að taka á sig
kauphækkanir. Tilfærsla á fjár-
magni, eins og átti sér stað í fyrra,
hefur svo auðvitað sín áhrif út um
allt þjóðfélagið. Bágari afkoma
fyrirtækjanna í undirstöðunni leið-
ir þá að sjálfsögðu til samdráttar
yfir alla línuna, í þjónustugreinun-
um og hjá opinberum aðilum,
sveitarfélögum og ríki. Þessir aðil-
ar lenda þá í vandræðum með
innheimtu á útistandandi skuldum
og opinberum gjöldum.
Núna segir sig sjálft að það sem
þarf er festa í efnahagslífinu. Nú
þarf fyrst og fremst að forðast allar
kollsteypur í þeim þáttum sem
ráða framvindu efnahagsmálanna.
Nú þarf frið í fjármálalífi þjóðar-
innar, þannig að vextir geti verið
hóflegir um tíma, rekstur sem mest
skakkafallalaus og verðbólga sem
allra minnst.
Það sem háir fyrirtækjarekstri
hér á landi mest eru hinar sífelldu
og ófyrirséðu sveiflur í efnahags-
málunum. Þegar tekst að skapa
frið í þeim málum er fyrst von um
bata. Garri.
VÍTT OG BREITT
Mál
lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll
málanna
Stoltasta stund í lífi hvers íslend-
ings er þegar hann tekur við stúd-
entsskírteininu sínu og straum-
hvörf verða í lífi hans. Við blasir
akademían með sínum námslán-
um, síðan ábyrgð og laun sem
henni hljóta aða fylgja. Vænting-
arnar eru eðlilega miklar og skóla-
ferðalagið til annarlegra staða er
staðfesting á að þáttaskil séu í
lífshlaupinu.
Síðustu fimm vikurnar hefur
þjóðin, eða sá meirihluti hennar
sem lætur ljós sitt skína í fjölmiðl-
um að jafnaði, haft ógnarlegar
áhyggjur af hvort stúdentsefni geti
tekið próf á tilskildum tíma eða
ekki.
Bandalag háskólamanna í ríkis-
þjónustu hefur nefnilega verið í
verkfalli og hefur nær öll umræðan
snúist um próf unglinganna og sér
í Iagi stúdentsprófin, og hefur verk-
fallið að miklu leyti snúist um það
aðalatriði.
Að vísu hefur eitthvað líka verið
minnst á lokun deilda sjúkrahúsa
og álíka smáatriði, og svo sakna
einhverjir veðurfregna í sjónvarp-
inu.
Voðinn blasir víðar við
Það er ekki fyrr en í þessari viku
að upp kemur í umræðunni að
sitthvað fleira sé í voða í ríkinu en
próftaka stúdentsefna.
Heilu búgreinarnar eru að kom-
ast í þrot vegna verkfalls dýralækna
og náttúrufræðinga og rannsóknar-
averkefni margs konar eru að drag-
ast svo úr hömlu að ekkert verður
úr mörgum þeirra í ár.
Skógrækt og landrækt verða með
minnsta móti í sumar og næsta
sumar vegna þess að nauðsynlegur
undirbúningur fer í súginn. Útsæði
kornyrkju fer á haug.
Svínabúskapur og hænsnarækt
eru að verða fyrir þungum búsifj-
um og fiskeldið er að deyja, sagði
Tíminn í gær.
Ef heldur sem horfir munu
nokkrir aðrir skólar, en þeir sem
kenna undir stúdentspróf, verða
að hætta við að útskrifa nemendur
í vor.
Til þessa hefur samt ekki verið
rætt neitt um að nemendur þeirra
skóla né þjóðfélagið yfirleitt tapi
neinu á kennaraverkfalli og þurfa
ef til vill að sæta því að sitja vetur
til viðbótar á skólabekk.
Meðal þeirra skóla er Stýri-
mannaskólinn og Vélskólinn.
í stjórnsýslu og meðal fjölmiðla-
gapara er sennilega fátt eitt af fólki
sem hlotið hefur menntun sína í
nefndum skólum eða öðrum sam-
bærilegum. Þeir sem þaðan útskrif-
ast eru við önnur störf í þjóðfélag-
inu. Ef til vill er það þess vegna hve
seint og illa það kemst til skila að
erfitt verður að útskrifa skipstjóra-
og vélstjóraefni í vor og enn síður
að einhver skaði sé að.
III meðferð
Því er fleygt, jafnvel í fúlustu
alvöru, að nemendur í famhalds-
skólum flytjist milli bekkjadeilda,
eða annarra áfanga án þess að taka
próf. Allt eins má vera að próflaus-
ir stúdentar setjist í háskóla að
hausti.
Ekki kemur til álita að verðandi
skipstjórnarmenn og vélstjórar fái
réttindi án þess að sanna getu sína
með próftöku.
Auðvitað er mjög bagalegt að
stúdentsefni verði af prófum í vor
og margir þeirra unglinga sem
komnir eru að þeim áfanga hafa
orðið fyrir töfum vor eftir vor
vegna kjarabaráttu. Það er ill með-
ferð á ungu og framgjörnu fólki,
þótt vel sé hægt að réttlæta ástæð-
una fyrir trufluninni.
Síbyljan um að þrýstingurinn í
verkfalli Bandalags háskólamanna
sé einkum sá að stúdentsprófin séu
í hættu er nú í rénum og sumir
famir að átta sig á að það em
margir aðrir þættir þjóðlífsins sem
verkfallið bitnar sárlega á og jafn-
vel ekki síður mikilvægir.
Allar áróðursmaskínur mennta-
kerfisins hvetja til langskólanáms
og krafan er sú að allir þeir sem
eitthvað er f spunnið, og jafnvel
margir fleiri, ljúki sínu stúdents-
prófi og helst háskólanámskeiðum,
enda á að meta slíkt til launa og
helst réttinda sem útiloka eiga aðra
frá vinnu og menntamannalaun-
um.
Leiðbeinendur í skólastarfi eru
nýuppdubbaðar öskubuskur hinn-
ar nýju mannúðarstefnu langskóla-
hrokans.
Vonandi er sú tíð ekki runnin
upp að allir unglingar sem sæmi-
lega em gerðir til munns og handa
hverfi í langskólahítina. Það þarf
nefnilega vel viti bornar verur til
að smíða hús, halda vélum gang-
andi, veiða fisk og verka og jafnvel
þrífa skólastofur, þótt það sé
sprenghlægileg atvinnugrein.
En allt eru þetta aukaatriði hjá
máli málanna, sem eru stúdents-
prófin, hvort sem þau verða tekin
eða ekki. OÓ
I