Tíminn - 11.05.1989, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 11. maí 1989
Tíminn 3
Gríðarleg skolpmengun við Ægissíðu og Skerjafjörð:
Skolpið fýkur
í húsagarðana
sjórinn er mjög óhreinn eins og
gefur að skilja. Greint er á milli
þriggja flokka eftir fjölda kólígerla í
hverjum 100 ml. í svokölluðum
A-flokki er kólígerlafjöldi minni en
100, f B-flokknum er fjöldi kólígerla
á bilinu 100-1000 og í C-flokki er
fjöldi kólígerla meiri en 1000 í
hverjum 100 ml. Sjórinn kringum
skolpútrásirnar í Reykjavík er í
C-flokki sem er skilgreindur þannig
að sjór sem inniheldur þennan fjölda
kólígerla geti verið hættulegur heilsu
manna.
Aðspurður sagði Ingi að vissulega
hefðu íbúar þessara svæða verið
óánægðir með fyrirkomulag þessara
mála og kvartað yfír því, en síðan
ákveðið var að taka þetta mál föstum
tökum og veita fé í framkvæmdir þá
hefði fólk sýnt borgaryfirvöldum
þolinmæði en þessar framkvæmdir
væru mjög kostnaðarsamar. „Þetta
stendur semsagt allt til bóta. Við
böðum okkur í sjónum eftir 5 til 6
ár,“ sagði Ingi að lokum.
Sem fyrr segir er ráðgert að fram-
kvæmdir við endurskipulag skolp-
lagna á þessu svæði hefjist í sumar.
Endurbæturnar felast í því að afsker-
andi lögn verður lögð meðfram
strandlengjunni. Eldri útrásirnar
verða tengdar inn á lögnina og síðan
verður skolpið leitt inn í eina eða
tvær dælustöðvar sem sjá um að
dæla því eftir langri útrásarlögn 2 til
3 kílómetra út fyrir fjöruborðið.
Skolmengunarvarnirnar við Ægis-
síðu og Skerjafjörð er hluti af þeirri
áætlun borgaryfirvalda að hreinsa
strandlengju borgarinnar af mengun
af þessu tagi. Nú þegar hafa tvær
dælustöðvar verið reistar, við Skúla-
götu og Sætún en væntanlega verða
dælustöðvarnar sex eða sjö talsins.
Ráðgert er að þessu hreinsunarátaki
verði lokið 1992/93. SSH
Hjá gatnamálastjóra er verið að hanna endurskipulag
skolplagna við Ægissíðu og Skerjafjörð og er ráðgert að
framkvæmdir hefjist í sumar en skolpmengun á þessu svæði
er yfir hættumörkum. Skolplagnir sem nú er notast við ná rétt
út fyrir stórstraumsfjöruborð og er ástandið þannig að
notaður salernispappír, dömubindi og annar óþrifnaður fýkur
langt upp fyrir fjöruna og jafnvel inn í húsagarða.
Sem dæmi má nefna að húsfreyja ræsi“ sem liggur í sjóinn við olíustöð
Skeljungs í Skerjafirði og „Háskóla-
ræsið“ en skolpið úr henni streymir
út framundan flugvallarbrautinni við
Suðurgötu.
Tíminn hafði samband við Inga
Ú. Magnússon gatnamálastjóra en
embættið hefur staðið að kólígerla-
mælingum við strandlengju höfuð-
borgarinnar til að fylgjast með
hversu alvarlegt ástandið er orðið og
em í Skerjafirðinum sem var að
vinna vorverkin í garðinum sínum
fann fimm notuð dömubindi, salern-
ispappír og neðri partur af gervi-
tönnum kórónaði herlegheitin.
Útrásir fyrir skolp á strandlengj-
unni frá Ægissíðu og meðfram
Skerjafirðinum eru sjö talsins en
mismunandi stórar. Tvær stærstu
útrásirnar eru svokallað „Fossvogs-
Svnishorn af því „úrvali“ sem finnst ef farið er í fjöruferð í Reykjavík.
J Tímamynd: Pjetur
Myndin er tekin í fjörunni við Skildinganes, en þar eru notuð dömubindi og
salernispappír á VÍð Og dreif. Tímamynd: Pjelur
Álitamál hvort náttúrufræðingar hafi lagalega heimild til að stöðva innflutning
korns og fóðurs. Auður Antonsdóttir talsmaður Félags náttúrufræðinga:
Þörf á virku faglegu
mati eftirlitsmanna
Guðmundur Stefánsson forstjóri ístess á Akureyri dró í efa
í viðtali í Tímanum í gær að náttúrufræðingar hefðu lagalega
heimild til að stöðva innflutning á fóðurvöru og komi til
landsins eins og gerst hefur í verkfalli BHMR.
Guðmundur sagði efnislega að lög
um þessi efni kvæðu á um eftirlit
með þessum innflutningi og tilkynn-
ingaskyldu innflytjenda. Innflutn-
ingur þessi væri í flestum tilfellum í
föstum skorðum og varan kæmi frá
viðurkenndum framleiðendum og
svæðum. Meðan engin frávik væru,
þá væri engin ástæða til að stöðva
innflutning svo framarlega sem inn-
flytjandi sinnti þeirri skyldu sinni að
tilkynna um innflutninginn til Rann-
sóknastofnunar landbúnaðarins sem
hefur eftirlitið með höndum.
Þegar þannig væri, gerði eftirlits-
aðili ekki annað en að stimpla ein-
hvern pappír sem síðan væri fram-
vísað hjá tollayfirvöldum sem síðan
tollafgreiddu vöruna.
„I lögunum er talað um tilkynn-
ingaskyldu. Það er líka talað um
sýnatöku. Það er rétt að ekki eru
alltaf tekin sýni úr hverri sendingu
en eftirlitið fær skýrslur um sending-
amar og efnainnihald þeirra og á
þær leggja eftirlitsmenn sitt faglega
mat,“ sagði Auður Antonsdóttir
talsmaður Félags náttúmfræðinga.
Auður sagði ennfremur að sjálf- •
sagt mætti deila endalaust um hvort
eða hversu nákvæmlega ætti að rann-
saka hverja einustu sendingu þessa
varnings sem til landsins væri fluttur.
Kjami málsins væri þó sá að heppi-
legast væri að ábyrgur aðili fylgdist
með þessum málum og til þess hefðu
lögin verið sett.
„Við Rannsóknastofnun landbún-
aðarins er starfandi eftirlitsdeild sem
annast allt eftirlit með innfluttu
fóðri, hráefni til fóðurs, korns og
væntanlega með fóðri sem unnið er
hér innanlands. Ég tel að Guðmund-
ur Stefánsson sé með þessum orðum
að vísa til þess sem stendur í tolla-
handbók.
Hann er þama sjálfsagt að vísa til
að þar séu birtar vinnureglur sem
hugsanlega stangist á við það sem
lög og reglugerðir um þessi mál
bjóða,“ sagði Guðmundur Sigþórs-
son skrifstofustjóri í landbúnaðar-
ráðuneytinu þegar Tíminn bar þessi
mál undir hann.
Guðmundur Sigþórsson sagðist
ekki geta tjáð sig um það hvort þær
vinnureglur sem farið hefur verið
eftir við innflutning fóðurs, korns og
fóðurefnis stæðust í einu og öllu
gagnvart gildandi lögum um þessi
efni. Ýmsar vinnureglur væru í tolla-
handbókinni sem landbúnaðarráðu-
neytinu væri ekki kunnugt hvort
væm nákvæmlega í samræmi við
ýtrasta lagabókstaf enda hún ekki
gefin út á þess vegum. -sá
Úthafskarfaveiðar Sjóla:
Búnir að fá
um170tonn
„Þetta hefur mjatlast í rólegheit-
unum, eins og maður segir,“ sagði
Jón Þorbergsson skipstjóri á Sjóla
HF-1 í samtali við Tímann í gær.
Sjóli hefur verið á úthafskarfaveið-
um að undanförnu sem kunnugt er.
Sjólastöðin sendi Sjóla og Har-
ald Kristjánsson HF-2 á úthafs-
karfaveiðar í kring um 20. apríl sl.
Troll Haraldar Kristjánssonar
skemmdist og þar sem ekki var
hægt að lagfæra það um borð sigldi
skipið til lands og var síðan sent á
grálúðu.
Veiðar Sjóla hafa hins vegar
gengið ágætlega og hefur hann
fengið um 170 tonn það sem af er
túrnum, að sögn Jóns. „Það er nú
engin rosa veiði, en þetta mjatlast
áfram. Við höfum verið með 15 til
20 tonn á dag að undanförnu, svo
hafa dottið út dagar vegna brælu,“
sagði Jón. Hann sagði að þeir væru
búnir að fara langar vegalengdir.
Lengst 570 mílur frá Garðskaga.
„Þetta er svo stórt hafsvæði sem
skipin eru á. Við fylgdum rússn-
eska flotanum suðureftir, á 57
gráður norður og 36 vestlægrar
lengdar. Síðan fylgdum við flotan-
um aftur hingað norður eftir,“
sagði Jón. Hann sagði að af meld-
ingum hinna skipanna að dæma,
þá væru þeir með fimm til tíu tonn
í hali og tvö höl tekin yfir daginn.
Síðan gætu komið góð höl inn á
milli, þá kannski 20 til 30 tonna.
„Haraldur Kristjánsson fékk t.d.
um 25 tonna hal, þegar hann var
hérna með okkur,“ sagði Jón.
Ágætlega hefur viðrað á Sjóla, á
meðan á veiðunum hefur staðið,
fyrir utan þrjá daga. En Jón sagði
að þrátt fyrir blíðu, þá væri dálítið
kalt.
Helgi Kristjánsson hjá Sjóla-
stöðinni sagðist reikna með að
framhald yrði á þessum veiðum.
„Það verður alla vega skoðað vand-
lega og reynt að þróa sölumálin og
fleira,“ sagði Helgi. -ABO