Tíminn - 17.05.1989, Page 10

Tíminn - 17.05.1989, Page 10
10 Tíminn Miðvikudagur 17. maí 1989 Handknattleikur: Skellur í Magdeburg jafntefli í Berlín - hjá íslenska handknattleikslandsliðinu gegn því a-þýska íslenska landsliðið í handknattleik mátti þola stórt tap á laugardaginn er liðið mætti því a-þýska í landsleik ■ Magdeburg. íslenska liðið, sem er að mestu skipað leikmönnum sem hingað til hafa lítið fengið að spreyta sig með A-landsliðinu, tapaði 14-25, eftir að A-Þjóðverjarnir höfðu gert út um leikinn í fyrri hálfleik. Þjóð- verjarnir gerðu 12 mörk í fyrri hálfleik gegn 4 mörkum íslendinga og þar með var eftirleikurinn auð- veldur. Gylfi Birgisson gerði 4 mörk úr vítaköstum, Birgir Sigurðsson gerði 3 mörk, Óskar Armannsson 2, Þor- gils Óttar Mathiesen, Gunnar Bein- teinsson, Konráð Olavsson, Júlíus Jónasson og Stefán Kristjánsson gerðu 1 mark hver. Upprisa í síðari ieiknum f síðari leiknum sem fram fór í Berlín á sunnudag náðu okkar menn að rétta sinn hlut. Leikurinn var liður í mikilli íþróttahátíð í Berlínar- borg og fjölmargir áhorfendur fylgd- ust með leiknum. íslendingar voru yfir í upphafi og í hálfleik var staðan 14-13. í síðari hálfleik náðu A-Þjóð- verjar að komast yfir og þeir voru yfir 26-22 á lokamínútum leiksins. íslenska liðinu tókst að jafna áður en leiktíminn var úti og jöfnunar- markið gerði Óskar Armannsson Körfuknattleikur: nokkrum sekúndum fyrir leikslok. Leiknum lauk því með jafntefli 26- 26. Óskar var markahæstur í leiknum með 6 mörk, Bjarki Sigurðsson gerði 5, Héðinn Gilsson 4, Gunnar 4, Júlíus 4, Birgir 1, Gylfi 1 og Guðjón Árnason 1. Með þessum leikjum gafst ungum og óreyndum landsliðsmönnum tækifæri á að öðlast reynslu í lands- leik gegn einu besta landsliði heims. Þá voru leikirnir mikilvægir fyrir leikmenn 21 árs landsliðsins, en 21 árs landsliðið mætir Svisslendingum í undankeppni HM síðar í mánuðin- um ytra. BL Island í botnsætið íslenska landsliðið í körfuknatt- leik hélt uppteknum hætti í síðustu leikjum sínum í Evrópukeppninni í Portúgal um helgina. Á laugardag tapaði ísland fyrir ísrael 113-82 og á mánudag fyrir Ungverjalandi 94-82. Leikurinn gegn ísrael var öllu skárri en leikir íslenska liðsins gegn Belgum og Portúgölum fyrir helgina. fsrael var fyrirfram talið með sterk- asta liðið í mótinu. Tap með 35 stiga mun er minna en búast mátti við eftir útreiðina gegn Belgíu og Port- úgal og oft hefur fsland tapað með meira en 35 stiga mun fyrir fsrael. í hálfleik var staðan 57-43 og ísrael , vann síðan öruggan sigur 113-82. Teitur Örlygsson og Valur Ingi- mundarson léku báðir vel í leiknum og gerðu 20 stig hvor. Tómas Holton og Guðmundur Bragason gerðu 9 stig hvor, Axel Nikulásson og Guðni Guðnason 6, Magnús Guðfinnsson og Guðjón Skúlason 5, og Birgir Mikaelsson 2. Ungverjar sterkari Á mánudag lék íslenska liðið gegn því ungverska og tapaði með 12 ur kl. 13:25 20. LEIKVI 20. MA11989 Leikur 1 Everton - Liverpool Leikur 2 Celtic - Rangers Leikur 3 Keflavík - Valur Leikur 4 F.H. K.A. Leikur 5 Þór Víkingur Leikur 6 K.R. - Akranes Leikur 7 H.S.V. - Stuttgart Leikur 8 Hannover - Köln Leikur 9 Bayern M. - St. Pauli Leikur 10 B.Leverkusen - Frankfurt Leikur 11 B’Gladbach • Bochum Leikur 12 B.Dortm. - B.Uerdingen TTX teningur Símsvari hjá getraunum á laugardögum eftir kl. 16:15 er 91-84590 og -84464. Ath. breyttan lokunartíma ! GETRAUNIR í ALLT SÚMAR ! stigum 82-94. íslenska liðið tapaði því öllum leikjum sínum í mótinu, en það voru Belgar sem sigruðu og ísrael varð í öðru sæti. Þessar tvær þjóðir komast því í úrslitakeppni EM. íslenska liðið er nú komið til Kýpur þar sem liðið mætir Andorra í kvöld á Smáþjóðaleikunum. Á leikunum keppa fjölmargir íslenskir íþróttamenn, auk körfuknattleiks- manna eru þar blakmenn, sund- menn, frjálsíþróttamenn, júdómenn og skotmenn. BL Knattspyrna: Liverpool á toppinn Meistarar Liverpool skutust í gær- kvöld í toppsæti ensku 1. deildarinn- ar í knattspymu, er liðið vann 2-0 sigur á QPR á Anfield Road. John Aldridge skoraði fyrir Liv- erpool þegar 2 sekúndur voru til leikhlés og þegar 12 mín. voru liðnar af síðari hálfleiknum bætti Ronnie Whelan fyrirliði liðsins öðru marki við. Liverpool hefur nú 73 stig í efsta sæti deildarinnar, einu fleira en Ar- senal, þegar liðin eiga 2 leiki eftir. Á stigatöflunni hér í opnunni er staða liðanna í deildinni eins og hún var í eftir leiki helgarinnar. Meistararnir spöruðu sig greini- lega í leiknum í gær, samkvæmt fréttaskeytum, en á laugardaginn mætir liðið nágrönnum sínum í Everton í úrslitaleik bikarkeppninn- ar á Wembley. Liverpool hefur ekki tapað í síð- ustu 22 leikjum sínum, þar af sigrað 19 sinnum. BL AMAZDIME AMAZONE dreifarinn er með tveim dreifiskífum, sem þú getur treyst til að gefa jafna og ðrugga áburðardreifingu. Vinnslubreidd er stillanleg á 9,10,12 og 15 m. Einnig hægt að dreifa aðeins til annarrar hliðarinn- ar, t.d. meðfram skurðum og girðingu. Auðveldur í áfyllingu vegna þess hve lágbyggður drei arinn er. BúLeknideildarprófaður sumarið 1988, sem stað- fest þessa eiginleika. I H , 1 F= ARMULAÍ11 SIMI 681500 Miðvikudagur 17. maí 1989 Tíminn 11 Enska knattspyrnan: Staða Liverpool nú vænleg Arsenal tapaði fyrir Derby á heimavelli, en Liverpool náði að sigra Wimbledon Knattspyrna: - Framarar sigruðu Val 3-1 í meistarakeppni KSÍ í gaprkvöld íslandsmeisturar Fram sigruðu bikarmeist- ara Vals 3-1 í fjörugum leik í meistarakeppni KSÍ á geryigrasvellinum í Laugardal í gærkvöld. Mörk Fram komu á færibandi í fyrri hálfleik. Eftir 13 mín. leik skallaði Guðmundur Steins- son í netið eftir sendingu frá Pétri Ormslev. Ómar Torfason bætti si'ðan öðru marki við á 17. mín. Ómar skoraði með þrumuskoti í bláhornið á Valsmarkinu. Mínútu síðar skor- aði Guðmundur Steinsson annað skallamark, eftir góðan undirbúning Ragnars Margeirsson- ar. Þessi markasúpa kom eins og köld vatns- gusa framan í Valsmenn, sem náðujþó að rétta sinn hlut í sfðari hálfleik, er AtH Eðvaldsson skoraði úr vítaspymu. Þorsteinn Þbrsteinsson vamarmaður Fram hafði fellt Lárus Guð- mundsson innan vítateigs. Framarar eru því meistarar meistaranna í 6. sinn, en liðið hefur sigrað oftar í þessari keppni en nokkurt annað lið. BL Forskot Arsenal á Liverpool á toppi 1. deildar ensku knattspyrn- unnar er nú aðeins 2 stig, eftir að Arsenal tapaði fyrir Derby County á Highbury 1-2 á laugardaginn. Á sama tíma vann Liverpool 2-1 sigur á bikarmeisturum Wimbledon, eftir að Wimbledon hafði haft yfir í leiknum. Staða Liverpool (deildinni er nú vænleg, liðið er tveimur stigum á eftir Arsenal og á 3 leikjum ólokið. Arscnal á 2 leiki eftir, en allar líkur eru nú á því að innbyrðis leikur þessara liða, sem verður á Anfield Road í Liverpool 26. maí, verði úrslitaleikur deildarinnar. Það leit lengi vel út fyrir að Wimbledon ætlaði að endurtaka leikinn frá því í bikarúrslitunum í fyrra, er liðið lagði Liverpool með einu marki gegn engu. Það var ekki fyrr en í síðari hálfleik sem John Áldridge náði að jafna metin er hann gerði sitt 26. mark á keppnis- tímabilinu. John Barnes gerði síðan sigurmark meistaranna. Líkurnar á því að Liverpool vinni tvöfalt í ensku knattspyrnunni í annað sinn á þremur árum eru því sterkari eftir ' leiki helgarinnar. Arsenal mátti ekki við tapi á heimavelli, en Dean Saunders og gamli maðurinn Peter Shilton létu sig það engu skipta og Derby vann 2-1 sigur á ArsenaL Saunders gerði bæði mörk Derby, sitt í hvorum hálfleik, en Shilton varði eins og berserkur f marki Derby og voru þeir félagar mennirnir á bakvið sigur Derby. í botnbaráttunni bjargaði Shef- field Wednesday sér frá falli með 1-0 sigri á Middlesborough, sem féll fyrir vikið í 2. deild. Þrátt fyrir 1-3 tap West Ham gegn Everton, getur liðið enn bjargað sér frá falli með því að vinna þá 2 leiki sem eftir eru. Gangi það eftir fellur Aston Villa í 2. deild, en slíkt verður að teljast all ólfklegt. Aston Villa bjargaði sér að öllum lfkindum frá falli með 1-1 jafntefli gegn Coventrý. Á mánudag vann Everton 1-0 sigur á Derby í sínum síðasta leik fyrir bikarúrslitaleikinn gegn Liver- pool næsta laugardag. Fjóra fasta- menn vantaði í lið Everton, en sigurmark liðsins gerði Ian Wilson, og var það hans fyrsta deildarmark Körfuknattleikur NBA-deildin: Lakers og Pistons komin í úrslitin Það blés ekki byrlega fyrir meisturum Los Angeles Lakers eftir fyrsta leikhluta í Ijórða leik liðsins gegn Seattle Super- sonics í undanúrslitum Vesturdeildar NBA-körfuknattleiksins á sunnudag. Heimamenn í liði Seattle höfðu hvorki meira bé minna en 29 stiga forskot 41-12. Með sigri í leiknum gátu leikmenn I.akers tryggt liði sínu sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar, þar sem Lakers vann 3 fyrstu leiki liðanna. Um miðbik annars leikhluta fóru meistararnir í gang og skot Sonics leikmannanna tóku að geiga. Þegar blásið var til leikhlés hafði Lakers minnkað muninn í 11 stig, 54-43. Átta stig skildu liðin í lok þriðja leikhluta 71-63. Þegar 6:14 mín. voru til leiksloka komst Lakers í fyrsta sinn yfir í leiknum, er Orlando Woolridge skoraði úr tveimur vítaskotum 81-80. Leiknum lauk síðan með sigri Lakers 97-95. James Worthy var stigahæstur í Lakers liðinu með 33 stig og hann var maðurinn á bak við sigurinn. Xavier McDaniel var stigahæst- ur hjá Seattle með 30 stig. Lakers hafa því með þessum sigri tryggt sér sæti í úrslitaleikjum Vesturdeildarinnar, lík- lega gegn Phoenix Suns. Aðspurður um möguleika Lakers á að sigra í NBA-deildinni þriðja árið í röð sagði miðherji liðsins, Kareem Abdul- Jabbar: „Við eigum eftir að leika gegn tveimur erfiðum liðum, þannig að við verðum að bíða og sjá hvað gerist.“ Líklegir mótherjar Lakers í úrslita- leikjum Vesturdeildarinnar, Phoenix Suns, hafa nú 3-1 yfir gegn Golden State Warriors, en liðin áttu að leika á ný í nótt sem leið. f Austurdeildinni er Chicago Bulls með góða stöðu gegn New York Knic 3-1. Sú staða kemur á óvart því lið P York Knicks hefur leikið mjög vel í vetur. í fjórða leik liðanna á sunnudag vann Bulls öruggan sigur 106-93. Detroit Pistons vann Milwaukee Bucks 96-94 í fjórða leik liðanna á mánudags- kvöld og hefur því sigrað í viðureignum liðanna 4-0. í þriðja leik liðanna á sunnudag vann Detroit 110-90 sigur. Það er því margt sem bendir til þess að það verði Los Angeles Lakers og Detroit Pistons sem leiki til úrslita um sigur í NBA-deildinni annað árið í röð, eins og reyndar var spáð hér í blaðinu fyrir úrslitakeppnina. Phoenix Suns og Chic- ago Bulls ættu ekki að verða liðunum fjötur um fót í úrslitum Austur- og Vesturdeilda. Það er enn skoðun undir- ritaðs að meistarar ■' NBA-deildinni í ár verði Úetroit Pistons. BL fyrir liðið. Peter Shilton átti enn einn stórleikinn í marki Derby og 6 sinnum bjargaði hann Derby frá því að fá á sig fleiri mörk. Á mánudag náði Nottingham For- est jafntefli gegn Coventry, er Nigel Clough skoraði jöfnunarmarkið þremur mín. fyrir leikslok. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli og öll mörkin vorugerð ásíðustu lómín. leiksins. Úrslitin í 1. deild á laugardag: Arsenal-Derby...............1-2 Aston Villa-Coventry ......1-1 Everton-West Ham...........3-1 Luton-Norwich ..............1-0 Manch. United-Newcastle . 2-0 Millwall-Southampton .... 1-1 Nott.Forest-Charlton......4-0 Q.P.R.-Tottenham............1-0 Sheff.Wed.-Middlesbrough . 1-0 Wimbledon-Liverpool.........1-2 Úrslitin í 1. deild á mánudag: Co ventry-Nott. Forest....2-2 Everton-Derby...............1-0 Staðan í 1. deild: Arsenal....... 36 21 9 Liverpool..... 35 20 10 Nott.Porest .... 37 17 13 Norwich.......37 17 10 Dertiy.........38 17 7 Tottenbam .... 38 15 12 Coventry......38 14 13 Eveiton.......38 14 12 Q.PJL....... 37 14 11 MillwaU...... 38 14 11 Muuh.Dnitad .. 38 13 12 Wimbledon .... 37 14 8 Southampton .. 38 10 15 Charlton ......38 10 12 Lúton..........38 10 11 Sheff.Wed. .... 37 10 11 AstonVilla .... 38 9 13 Middlesbrough .38 9 12 Wect Ham ..... 36 9 8 Newcastle ..... 38 7 10 Úrslitin í 2. deild: Boumemouth-Plymouth ... 0-0 Bradford-Manch.City ......1-1 Cr.Palace-Birmingham .... 4-1 Hull-WBA..................0-1 Ipswich-Blackbum.........2-0 Oldham-Swindon ...........2-2 Oxford-Watford.............0-4 Portsmouth-Chelsea.......2-3 Shrewsbury-Leeds.........3-3 Stoke-Brighton............2-2 Sunderland-Leicester.....2-2 Walsall-Bamsley ..........1-3 2. deild - lokastaðan: Chelsea.... 46 29 12 5 95 50 99 Man. City ... 46 23 13 10 77 53 82 Cr.Palace .... 46 23 12 11 71 49 81 Watford...... 46 22 12 12 74 48 78 Blackburn ... 46 22 11 13 74 59 77 Swindon .... 46 20 16 10 68 53 76 Barnsley .... 46 20 14 12 66 58 74 Ipswich...... 46 22 7 17 71 61 73 WBA ........ 46 18 18 10 65 41 72 Leeds........ 46 17 16 13 59 50 67 Sunderland .. 46 16 15 15 60 60 63 Bournemth . 46 18 8 20 53 62 62 Stoke......... 46 15 14 17 57 72 59 Bradford .... 46 13 17 16 52 59 56 Leicester .... 46 13 16 17 56 63 55 Oldham........ 46 11 21 14 75 72 54 Oxford........ 46 14 12 20 62 70 54 Plymouth .. Brighton ... Portsmouth . Hull ...... Shrewsbury Birmingham 46 14 12 20 55 66 54 46 14 9 23 57 66 51 46 13 12 21 53 62 51 46 11 14 21 52 68 47 46 8 18 20 40 67 42 46 8 11 27 31 76 35 Walsall ...... 46 5 16 25 41 80 31 Nýju Wonder rafhlöðurnar, Green Power, eru algerlega kvikasilfurslausar. Þær eru því hlaðnar „hreinni" orku og valda engri umhverfismengun. Þess vegna má að skaðlausu henda þeim að notkun lokinni. Lífrænt efni hefur nú komið í stað kvikasilfurs. Green Power rafhlöðurnar eru lekafríar og endast lengur en venjulegar rafhlöður. Stuðlum að hreinu umhverfi - notum Green Power rafhlöður. Heildsala og smásala: Olíuf élagið hf SUÐURLANDSBRAUT 18 SfMI 681100 NUER HANN TVOFALDUR Þetta eru tölurnar sem upp komu 13. maí. Heildarvinningsupphæð var kr. 5.163.654,- Enginn var með fimm tölur réttar og bætist því fyrsti vinningur, sem var kr. 2.380.521,- við 1. vinning á laugardaginn kemur. Bónusvinningurinn (fjórar tölur + bónustala) var kr. 412.888,- skiptist á 7 vinningshata og fær hver þeirra kr. 58.984,- Fjórar tölur réttar, kr. 712.209,-, skiptast á 129 vinningshafa, kr. 5.521,- á mann. Þrjár tölur réttar kr. 1.658.036,- skiptast á 5.086 vinningshafa, kr. 326,- á mann. Sölustaðirnir eru opnir frá mánudegi til laugardags og loka ekki tyrr en 15 mínútum fyrlr útdrátt. Sími 685111. Upplýsingasfmsvari 681511.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.