Tíminn - 03.06.1989, Blaðsíða 8

Tíminn - 03.06.1989, Blaðsíða 8
8 Tíminn Laugardagur 3. júní 1989 Tíniinn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og _____Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. mars hækkar: Mánaðaráskrift kr. 900.-, verð í lausasölu 80,- kr. og 100,- kr. um helgar. Áskrift 900.- Grunnverð auglýsinga kr. 595.- pr. dálksentimeter Póstfax: 68-76-91 Hátíð sjómanna Sjómannadagurinn er á morgun. Hann er hátiðisdag- ur sjómannastéttarinnar og hefur verið það í hálfa öld. Sjómannadagurinn er nú lögbundinn frídagur, sem í eðli sínu merkir það að sjómönnum er ætlað að eiga frí þenna dag og vera í landi, ef þess er nokkur kostur. Vafalaust er það nokkuð misjafnt eftir stöðum, hversu almenn og útbreidd sjómannadagshátíðahöldin eru. í útgerðarstöðum úti um landsbyggðina er þátttaka í hátíð sjómanna mjög almenn og skipar fastan sess í menningarlífi staðanna. Hátíðahöldin í Reykjavík og Hafnarfirði hafa jafnan verið með glæsibrag og útvarpið frá þeim nær til allra landsmanna. Þess er því fyllilega að vænta að sjómannadagurinn haldi sínum hlut að vera sameiningardagur sjómanna og tákn um mikilvægi sjómannastéttarinnar fyrir atvinnulífið í landinu og efnahagslega farsæld þjóðarheildarinnar. Hingað til hefur ekki verið um það deilt að auðlindir hafsins, fiskistofnarnir, eru megingrundvöllur íslensks þjóðarbúskapar. Næst því að ávinna sér stjórnarfarslegt frelsi úr höndum erlends ríkis, hefur ekkert orðið til þess að sameina íslensku þjóðina, meðan það var, eins og baráttan fyrir viðurkenningu á rétti þjóðarinnar til þess að nýta sjálf og í eigin þágu þessar dýrmætu auðlindir. Landhelgisbaráttan stóð í 30 ár og kostaði ekki aðeins harðar þrætur um lagaskilning á alþjóðlegum fundum, heldur háðu íslendingar sjóorustur við liðsafla stórveldis sem halda vildi ítökum á íslandsmiðum með ofbeldi. Petta stríð unnu íslendingar fyrir þjóðarsam- stöðu sína og vasklega framgöngu varðskipsmanna, sem með verkum sínum á þessum árum urðu íslenskri sjómannastétt til mikillar sæmdar. Sigurinn í landhelg- isbaráttunni fólst í því að íslendingar eignuðust full- veldisrétt yfir víðáttumikilli efnahagslögsögu þar sem fiskislóðirnar eru aðal auðlindin. Vandi íslendinga stendur því ekki lengur um það að berjast fyrir yfirráðarétti yfir sínum eigin sjó. Pann rétt hefur þjóðin eignast og fengið viðurkenndan með alþjóðalögum og milliríkjasamningum. Vandi íslend- inga nú felst í því, hvernig þeir ætla að nýta þessar auðlindir, hvernig þeir ætla að viðhalda lífríkinu á íslenskum hafsvæðum og láta það ávaxta sig í þjóðar þágu um ókomin ár. Þetta vandamál snertir alla íslensku þjóðina, en varðar sjómannastéttina sérstak- lega. Ljóst er að gæði hafsins eru ekki óþrotleg. öðru nær. Þau getur þrotið ef illa er um þau gengið. En ekki nóg með það. Lífríki hafsins kringum ísland er ekki sterkara en svo, að afkastageta íslenskrar veiðitækni er slík að íslendingar verða að setja hömlur á sjálfa sig til þess að ofnýta ekki veiðistofnana. Þó hefur víðátta efnahagslögsögu og stærð fiskveiðisvæðanna margfald- ast frá því sem var og útlendar þjóðir eru á brott með veiðiflota sína. Sú hugsun hefur verið sjálfsagður hlutur í íslenskri pólitík að íslendingar geti ekki deilt auðlindum hafsins með öðrum. Frá þeirri stefnu má aldrei hvika. Það er ekki síst hlutverk sjómannastéttarinnar að vaka þar á verðinum. Tíminn sendir sjómönnum innilega hátíðarkveðju. M ERKILEGUM leið- togafundi Atlantshafsbanda- lagsins í Brussel er lokið. Þar komu fram tillögur í afvopnun- armálum, sem eiga eftir að skipta sköpum fyrir Evrópu á næstu árum. Einnig kom í ljós ótvíræður vilji leiðtoganna til að marka ný viðhorf til grannans í austri, og er jafnvel talið, að járntjaldið sé að liðast í sundur. Þær breytingar sem orðið hafa í frjálsræðisátt í Sovétríkjunum og leppríkjum þeirra hafa breytt mjög viðhorfum Bandaríkja- manna og Evrópubúa vestan tjalds til vopnabúnaðar í álf- unni. Leiðtogafundinn í Reykja- vík má með vissum hætti telja til upphafs stórlega batnandi sam- búðar austurs og vesturs. Svo þegar Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands krafðist þess að teknar yrðu nú þegar upp viðræður við Sovétmenn um fækkun skammdrægra eld- flauga, þótti mega búast við deilum á leiðtogafundinum, þar sem Bandaríkjamenn myndu ekki líklegir til að fallast á hugmyndir Þjóðverja. Skamm- drægar eldflaugar þarf að fara að endumýja, og mun Kohl hafa talið ástæðu til að freista þess að fá þessar flaugar burt úr Þýska- landi. Gegn pólitískum ágangi Leiðtogafundurinn var að þessu sinni haldinn til að minn- ast 40 ára afmælis Nato. En það var 4. apríl 1949 sem samningur- inn um Atlantshafsbandalagið var undirritaður í Washington. Þá var allt öðruvísi um að litast í heiminum en í dag. Sovétríkin höfðu með einum eða öðmm hætti náð yfirtökum í ríkjum Austur-Evrópu, og augljóst var að sömu örlög gátu beðið þeirra .þjóða, sem stóðu ein og óstudd. Atlantshafsbandalagið hefur sýnt á fjörutíu ára ferli, að tilvist þess hefur fært bandalagsþjóð- um öryggi, sem orðið hefur undirstaða efnahagslegra og fé- lagslegra framfara. Tekist hefur að halda frið í fjörutíu ár á svæðum, þar sem efnt hefur verið til stórstyrjalda með ár- vissu millibili. Síðast liðu ekki nema ellefu ár frá því að stríðinu sem „háð var til að enda öll stríð“ lauk og þangað til ný Evrópustyrjöld var hafin. Kapp um frumkvæði Það vinsamlega andrúmsloft sem nú ríkir milli austurs og vesturs hefur leitt af sér breytt viðhorf, sem líka ná til hemað- arlegra bandalaga eins og Nato og Varsjárbandalagsins. Man- fred Wömer, framkvæmdastjóri Nato, hefur sagt að það beri vitni um velgengni Nato-þjóða, „að nú Iítur austurblokkin til okkar eftir örvun og stuðningi í baráttunni við að blása nýjum krafti í sín eigin þjóðfélög.“ Og þegar Wörner talar um árangurinn af samstarfi Nató- þjóða bendir hann á, að þessi árangur hefði aldrei náðst „án virkrar þátttöku Sovétríkjanna og bandamanna þeirra. Samn- ingaumleitanir austurs og vest- urs eru ekki orrustur þar sem annar aðilinn sigrar og hinn tapar. En niðurstöðurnar tala sínu máli.“ Þessar lýsingar em mjög öndverðar því ástandi sem ríkti á milli austurs og vesturs á árdögum Atlantshafsbandalags- ins. I staðinn fyrir að nú em Sovétríkin að opnast meir og meir, ríkti á þeim ámm tor- tryggni í garð gamalla banda- manna í stríði, og sú tortryggni leiddi af sér ofuráherslu á her- búnað, sem var svarað í sömu mynt vestan tjalds. Það var í raun ekki fyrr en með valdatöku Gorbatsjovs, sem snögg um- skipti urðu til batnaðar í sam- búðinni við önnur ríki, bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum. Hann flutti yfirlýsingu um það hjá Sameinuðu þjóðunum, að hann hygðist fækka einhliða í hefðbundnum herafla Sovétríkj- anna. New York Times var að vísa til þessarar yfirlýsingar, þegar blaðið greindi frá því s.l. mánudagsmorgun, að George Bush, Bandaríkjaforseti ætlaði að skera hefðbundinn herafla Bandaríkjamanna í Vestur-Evr- ópu niður um 20%, en tillaga forsetans er hugsuð sem hluti af framlagi Nato í afvopnunar- samningunum í Vínarborg. New York Times gaf þá skýringu á þessum óvæntu tillögum, að þær sýndu að forsetinn vildi eiga nokkurt frumkvæði í afvopnun- armálum í Evrópu og vega upp á móti tillögum Sovétleiðtogans. Þannig hafa þeir báðir komið af stað nokkru kapphlaupi um samdrátt í vopnabúnaði og er það af því góða. „Hús Evrópu“ George Bush Bandaríkjafor- seti hefur haldið áfram eftir leiðtogafundinn í Brussel að tala um frjálsa og sameinaða Evr- ópu. Hugsýnir hans í Evrópu- ferðinni minna um margt á hug- myndir Wilsons Bandaríkjafor- seta um friðarríkan heim, Þjóðabandalag og bræðralag þjóða, en þær hugsýnir liðu undir lok fyrir 1940. Þótt orð- ræður Bandaríkjaforseta beri meir keim af hugsýnum en raun- veruleika, þá er raunveruleikinn samt fyrir hendi í fyrirhuguðum samdrætti eldflauga og venjuleg- um herbúnaði. Slík skref eru mikilsverð takist að draga um- talsvert úr því ógnarjafnvægi sem ríkt hefur. Friður í Evrópu í fjörutíu ár hefur reynst Vestur- Evrópu notadrjúgur á miklu framfaraskeiði. Standi sá friður áfram, og nái framfarimar til austantjaldslanda og flytji þang- að aukin lífsgæði þá ber minna að óttast að þjóðir Evrópu hverfi að nýju í skotgrafir kalda stríðs og áróðursmála. Báðir leiðtogar Sovétríkjanna og Bandaríkjamanna hafa talað um eitt „hús Evrópu“, sem er orðtak þeirra yfir nýja samvinnu austurs og vesturs. Með auknu frjálslyndi í Sovétríkjunum get- ur hús þetta orðið að veruleika. Vegna þeirrar frelsisöldu sem nú fer um heim kommúnista ríkir uppnám i löndum þeirra. Bush Bandaríkjaforseti hefur einmitt lýst þessari staðreynd nýverið og sagt, að Vesturveldin vilji sjálfsákvörðunarrétt handa öllu Þýskalandi og allri Austur- Evrópu. Eftir er að koma í Ijós hvort slíkt tekst á komandi áram. Afvopnim á hafinu Um leið og Steingrímur Her- mannsson lýsti þeirri skoðun sinni á leiðtogafundinum, að hann vildi að afvopnunarviðræð- ur í Evrópu næðu til allra árásar- vopna lagði hann áherslu á af- vopnun á höfunum. Þetta er þýðingarmikið atriði fyrir okkur Islendinga og tímabært að viðra þessa skoðun, þegar andrúms- loft afvopnunar er að ná yfir- höndinni. ísland er staðsett í þjóðbraut tveggja hemaðar- velda og hefur lífríki í hafinu að verja. Þegar era sokknir sex kafbátar með kjamorkusprengj- um, og getur enginn haldið því fram að sú tala sé endanleg. Þótt álitið sé að enginn „leki“ eigi sér stað frá þeim bátum sem sokkið hafa nærri íslensku hagsmuna- svæði, er alveg ljóst, að hættan er þegar fyrir hendi. Viðbrögð við skoðunum Steingríms í þessu máli vora jákvæð. Hins vegar virtist leiðtogafundurinn ekki reiðubúinn til að ræða af- vopnun á höfunum sérstaklega á þessari stundu. Það er þó mest um vert, að afvopnun á höfunum hefur þegar verið rædd á leið- togafundi Nato, og fyrr eða síðar hlýtur hún að verða hluti af almennri afvopnun í Evrópu. Tillaga íslands um afvopnun á höfunum var færð til bókar, og hennar var getið í niðurstöðum leiðtogafundarins. Stoltenberg misboðið Það vakti athygli, að Norð- menn tóku ekki undir þá skoðun Steingríms Hermannssonar, forsætisráðherra, að stefna bæri að afvopnun á höfunum. En innan Norðurlandaráðs hefur friðun Norðurhafa oftar en einu sinni verið rædd. Torvald Stolt- enberg, utanríkisráðherra Noregs, hefur lýst því yfir í blaðaviðtali að þeir hafi ekki stutt tillögu íslendinga um af- vopnun á höfunum vegna þess að tillagan hafi komið fram óvænt og óundirbúið. Þetta er í meira lagi einkennileg röksemd. Stoltenberg ber því við, að á leiðtogafundinum hafi átt að ræða fækkun skammdrægra eldflauga, og tillaga íslendinga um afvopnun hefði því raglað dagskrána. Þessi röksemd stenst ekki með nokkra móti, því ljóst er að tillögur Bush Bandaríkja- forseta um 20% fækkun í herafla Bandaríkjamanna í Evrópu var ekki á dagskrá fundarins, en varð þó aðalefni hans hvað at- hygli snerti. Annað hvort er Stoltenberg þama að lýsa yfir, að á leiðtogafundi vestrænna þjóða, þar sem jafnræði hlýtur að ríkja, sé ekki sama hver flytur tillögur, eða þá að hann hefur talið Noregi misboðið, að „frændinn" norður í hafinu skyldi dirfast að orða afvopnun án þess að bera það undir stóra

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.