Tíminn - 03.06.1989, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.06.1989, Blaðsíða 5
Laugardagur 3. júní 1989 Tíminn 5 Höskuldur Jónsson forstjóri ÁTVR undrandi yfir að skjöl frá stofnuninni skyldu fara í umferð án hans leyfis: Mun RLR kanna hver útvegaði Ijósritin? Jón Steinar Gunnlaugsson lögfræöingur Magnúsar Thor- oddsen, hefur lagt fram skjöl í Borgardómi, sem virðast upprunnin úr skjalasafni ÁTVR. Höskuldur Jónsson forstjóri ÁTVR segist ekki hafa veitt leyfí fyrir því að skjöl þessi yrðu Ijósrituð eða að Jóni Steinari yrði veittur aðgangur að skjölunum, sem hafa að geyma upplýsingar um áfengispant- anir ráðuneyta frá í fyrra. TO álita kemur að fela rannsóknarlögreglu ríkisins að rannsaka hver hafi komið skjölunum í hendur verjanda Magnúsar. Tíminn komst yfir ljósrit af Ijósrit- um þeim er Jón Steinar hefur lagt fram í málsvörn sinni. Hann afhenti sjónvarpsfréttamönnum slík ljósrit við málflutninginn og fékk Tíminn náðarsamlegast að taka ljósrit af þeim hjá Halli Halissyni. Við fórum með ljósritin til Höskuldar í gær og eftir að hafa litið yfir þau taldi hann fullvíst að þau væru Ijósrit af skjölum í skjalasafni ÁTVR. Hefur þú einhverjar skýringar á hvernig skjölin hafa komist í hendur Jóns Steinars? „Nei. Við látum aldrei af hendi, alveg sama hver í hlut á, að undan- skildu fjármálaráðuneyti og ríkis- endurskoðun, skjöl sem varða við- skipti einstakra aðila við þessa stofnun. Þessi skjöl hefur hvorki ríkisendurskoðun né fjármálaráðu- neytið beðið um,“ sagði Höskuldur Jónsson forstjóri ÁTVR. - Hefur Jón Steinar farið þess á leit við þig að fá þessi skjöl? „Nei. Engin ósk hefur borist um þessi skjöl sérstaklega. Hins vegar var þess óskað í upphafi, af Jóni Steinari að við létum í té upplýsingar um viðskipti okkar við einstaka aðila. Því var hafnað bréflega og ég held að enginn ágreiningur sé um að slíkt er viðurkennd verklagsregla hér.“ - Varðst þú ekki hissa þegar þú sást þessi skjöl í sjónvarpinu? „Ekki aðeins hissa heldur mjög leiður yfir því að þessi skjöl skyldu fara út fyrir þessa stofnun. Ég veit það að starfsfólk hér er ákaflega miður sín að þau skuli vera í umferð.“ - Munt þú reyna að komast að því með hvaða hætti þessi skjöl komust út fyrir stofnunina? „í fyrsta lagi er sjálfgefið að við þurfum að gæta okkar skjala betur en gert hefur verið fram til þessa. í öðru lagi verður það að teljast sanngjörn krafa að ég reyni að grafast fyrir um það hvernig þessi skjöl fóru út, aðallega vegna allra þeirra starfsmanna er hér starfa." -Telur þú að þessum skjölum hafi verið stolið? „Ég veit ekki með hvaða hætti þau voru Ijósrituð hér. Ég veit ekki betur en að þessi skjöl muni að finna í skjalasafninu og hefur því ekki verið stolið í þeirri merkingu að þau hafi verið fjarlægð.“ Höskuldur fór inn í skjalageymsluna og gekk úr skugga um að þau væru til staðar. Höskuld- ur staðfesti að ljósritunarvél væri til staðar í húsinu. - Munt þú spyrja Jón Steinar um það hvernig hann komst yfir þessi skjöl? „Ég geri ekki ráð fyrir því að verði þetta mál rannsakað með venjuleg- um hætti, muni ég stjórna þeirri rannsókn.“ - Hvað áttu við með venjulegri rannsókn? „Ég gæti farið þá leið, sem vana- lega er farin þegar skjöl eru með- höndluð með öðrum hætti en eðlilegt mætti teljast. Það er að biðja utan- komandi aðila um að kanna það.“ - Þá væntanlega rannsóknarlög- reglu ríkisins? „Að öllum líkindum," sagði Höskuldur. Tíminn náði tali af Friðgeiri Höskuldur Jónsson forstjóri ÁTVR skoðar Ijósritin og segir þau vera úr skjalasafni stofnunarinnar. Tímmnynd Pjctur Björnssyni borgardómara, einum þeirra sem dæma munu í máli Magn- úsar og spurði hann hverju máli það skipti ef í ljós kæmi að skjöl væru efnislega stolin, sem lögð hefðu verið fram fyrir réttinum. Hann vildi ekki tjá sig um málið þar sem það væri á mjög viðkvæmu stigi, búið væri að dómtaka það. Jón Steinar Gunnlaugsson, verj- andi Magnúsar Thoroddsen vildi ekki upplýsa Tímann frekar en aðra um hvernig hann komst yfir skjölin umræddu. Vitnaði Jón Steinar til áskorunar ríkislögmanns við mál- flutninginn, þar sem hann skoraði á Jón Steinar að gera grein fyrir því hvernig skjölin hefðu komist í hans hendur. Jón Steinar neitaði, á sama hátt og Arnar Páll fréttamaður neit- aði að svara spurningu Jóns Steinars um hver hefði verið heimildarmaður hans að fréttaflutningi af málinu í upphafi. Þess má geta að ríkislög- maður taldi að skjölin hefðu verið fengin með ólögmætum hætti, alla- vega vafasömum hætti og því skoraði hann á verjanda að upplýsa hið sanna í málinu. Jón Steinar neitaði alfarið að ræða þessi mál við blaðamann Tímans. Þó svo sönnur verði færðar á það síðar, með lögreglurannsókn að skjölunum hafi efnislega verið stolið, hefur það ekki áhrif á niður- stöðu dómsins í máli Magnúsar. Það var niðurstaða þeirra lögfróðu ntanna sem Tíminn bar þetta undir í gær. Vitnuðu menn til þess að í einkamálalögum væri ekki fjallað um sönnunargögn sem fengin væru með ólögmætum hætti. Tímanum var bent á að samkvæmt lögum um opinbera starfsmenn bæri þeim að sýna trúnað í starfi og sá sem hefði ljósritað skjölin, hefði örugglega ekki haft þá reglu í huga þegar hann Ijósritaði skjölin og slíkt gæti verið refsivert athæfi. Þá hafa menn velt því fyrir sér hvernig standi á að Jón Steinar fór ekki fram á úrskurð dómara fyrir því að umrædd skjöl yrðu lögð fram. Slíkt hefði sennilega reynst auðsótt mál. -ES Greiösla sjúklinga til lækna og fyrir rann- sóknir og lyf hækkaði 1. júní: Meðul hækka í 550 krónur skal samlagsmaður, sem áður segir, greiða honum 630 kr. hverju sinni. Sömuleiðis skal hann greiða fyrstu 630 krónurnar af kostnaði hverrar rannsóknar á rannsóknar- stofu eða hjá sérfræðingi og einnig fyrstu 630 krónurnar af kostnaði við hverja röntgengreiningu. Þó þurfa elli- og örorkulífeyrisþegar aðeins að greiða 215 krónur í hvert skipti, fyrstu 12 skiptin á hverju ári, en síðan ekkert ef hann þarf að leita þessarar þjónustu oftar á ári. Hvað varðar sérfræðihjálp og rannsóknir má þó aldrei krefja sjúkling um nema eina greiðslu fyrir hverja komu, hversu margar tegundir rannsókna ásamt viðtali er um að ræða. Öll þau gjöld sem hér hafa verið rakin hækkuðu síðast fyrir einu ári, þann 1. júní 1988. -HEI Sá hlutí kostnaðar sem sjúkling- ur á að greiða læknum vegna vitjana og fyrir afgreidd lyf út á lyfseðla hækkaði þann 1. júní. Fyrir hvert viðtal á stofu heim- ilislæknis (samlagslæknis) skal nú greiða 190 kr., en 350 kr. ef læknirinn vitjar sjúklings. Þeir sem vitja sérfræðings skulu aftur á móti greiða 630 kr. hverju sinni. Fyrir hverja afgreiðslu á lyfi á samlagsmaður að borga fyrstu 550 krónur verðsins en sjúkrasamlag það sem á vantar á fullt verð. Elli- og örorkulífeyrisþegar þurfa þó aðeins að borga 170 kr. fyrir hverja lyfjaafgreiðslu. Ef lyf kostar ekki meira, eða jafnvel minna en áður- nefndar upphæðir greiðir samlags- maður það verð. Fyrir heimsókn til sérfræðings Eiríkur Tómasson hæstaréttarlögmaður: Ráðherra vanhæf ur Ef svo fer sem allt bendir til, að mál Magnúsar Thoroddsen fari fyrir Hæstarétt og hæstaréttardómarar vikja vegna vanhæfis, þá er það dómsmálaráðherra að skipa nýja dómara til að fjalla um málið. Hall- dór Ásgrímsson dómsmálaráðherra er væntanlega einnig vanhæfur vegna afskipta sinna af málinu og þarf hann einnig að vikja úr sæti. Þá verður að setja nýjan ráðherra til þess að skipa setudómara í þessu máli. Það kæmi í hlut forsætisráð- herra og myndi hann að öllum líkindunt fela einhverjum af núver- andi ráðherrum að gegna því starfi, meðan þetta embættisverk er unnið. Þetta er skoðun Eiríks Tómasson- ar hæstaréttarlögmanns. f frétt sem Tíminn birti í gær var velt upp ýmsum hugmyndum lög- fræðinga, um lausn á þeirri laga- kreppu sem upp kemur ef mál Magn- úsar fer fyrir Hæstarétt. Þar var m.a. bent á að ein lausnin gæti verið sú að forseti fslands skipaði setudómara úr röðum prófessora í lagadeild Háskóla íslands á eigin ábyrgð. Lögfræðingur sem Tíminn talaði við í gær benti á að Vigdís væri einnig vanhæf í þessu máli þar sem hún hefði skrifað undir frávikningu Magnúsar Thoroddsen og tengdist því málinu þótt óbeint sé. Það virtist þó almenn skoðun að forsetinn geti ekki orðið vanhæfur vegna þess að samkvæmt stjórnskipunarlögum ber hann einfaldlega ekki ábyrgð á stjómarathöfnum sínum, ráðherra ber ábyrgð á öllum stjórnarfram- kvæmdum, og því væri undirskrift Vigdísar á ábyrgð dómsmálaráð- herra. Af sömu ástæðum taldi Eiríkur Tómasson að forseti gæti aldrei skip- að dómara né seturáðherra á eigin ábyrgð, hann bryti þar með í bága við ákvæði Stjórnarskrár íslands. í 15.grein Stjórnarskrárinnar segir að forsetinn skipi ráðherra og veiti þeim lausn. Vigdís mun því skipa seturáðherra á ábyrgð forsætisráð- herra að mati Eiríks. Nú hefur Steingrímur Hermanns- son, forsætisráðherra, borið vitni í þessu máli, en Eiríkur taldi of langt gengið að álíta hann vanhæfan sem stjómvald fyrir vikið. Menn verði að hafa einhver ákveðin, veruleg tengsl við málið til þess að teljast vanhæfir Eiríkur Tómasson hrl. og slíkt ætti ekki við um Steingrím. Eiríkur taldi líklegast að forsætis- ráðherra myndi fela einhverjum af samstarfsráðherrum sínum að gegna starfi dómsmálaráðherra í þessu máli.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.