Tíminn - 03.06.1989, Blaðsíða 14

Tíminn - 03.06.1989, Blaðsíða 14
26 Tíminn Laugardagur 3. júní 1989 Fyrirliggjandi Hef urðu verðskyn? Þá skaltu líta nánar á þetta... EK 2034 eldavélin 4 plötur, 1 hitastýrð, 3 hraðsuðu- plötur, yfir og undirhiti, blást- ursofn, grill, sjálfhreinsibúnað- ur Blomberq Verð kr. 53.900,- Staðgr. 51.200,- Góð kjör EK 2139 eldavélin Glerhelluborð, 4 hitafletir, ein með yfirsuðuvörn, ofn með und- ir og yfirhita, blástur Blomberq Verð kr. 73.900,- Staðgr. 70.200,- Góð kjör Einar Farestveit&Co.hf. BORGARTÚN 28, SÍMAR: (91) 16995 OG 622900 - NffiG BÍLASTÆOI ''//Wa V V Útboð Langadalsá 1989 Vegagerð ríkisinsóskareftirtilboðum í ofangreint verk. Lengd vegarkafla 2,3 km, fylling 55.000 m3 og neðra burðarlag 11.000 m3. Verki skal lokið 1. júlí 1990. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Isafirði og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 5. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 19. júní 1989. Vegamálastjóri VETTVANGUR lirnllf Pétur Pétursson, þulur: „Rollur“ og raunarollur í fornum ritum er rætt um góðan hirði, þann er gætir hjarðar sinnar og leiðir að lind og vötnum, leitar haga og beitar, gætir þess jafnan að halda hópinn, nemur staðar á grænum grundum og vakir yfir hjörð sinni svo enginn verði viðskila meðan gimbillinn skoðar lambagrasið Ijósa og ber munn sinn að mosaþúfu. í fjárhópnum velst jafnan til forystu sú ærin sem forsjálust er, skynjar veður og vinda, varast keldur og torfærur, ratar um reginfjöll og rennur á ból í byggð, en nemur staðar á stöðli, í skjóli bónda sem búverkar og húsfreyju sem hyggur að gróðri. í þjóðsögum og ævintýrum akur- yrkju og sauðfjárræktarþjóða er fjöldi munnmæla er geymst hefir á vörum alþýðu og greina frá hættum er hjörðinni kann að stafa frá tilraun- um fjandsamlegra flokka, dýra eða manna, er freista þess með margvís- legum hætti að yfirbuga grandalausa hjörð er unir sér við læk eða lind. Til þess að skerpa athygli ungra fjár- hirða og hvetja þá til varðstöðu gegn hættum er kynnu að ógna hjörðinni var þeim þulinn fjöldi dæmisagna og brugðið upp skáldlegum myndum. Alkunn er sagan um úlf í sauðar- gæru. Það mun hafa verið í liðinni viku sem önnur hvor sjónvarpsstöðin átti tal við Steingrím Hermannsson for- sætisráðherra. f máli ráðherrans kom fram sú skoðun hans að banna ætti bónda sem hefði framfæri sitt af mjólkurframleiðslu, að „eiga líka 200 rollur“, eins og ráðherrann komst að orði, ef rétt er munað. Hér heggur sá er hlífa skyldi. Framsókn- arflokkurinn hefir löngum talið það sér til gildis að standa vörð um hagsmuni bænda og haldið á loft frelsi þeirra til búskapar í öllum greinum landbúnaðar. Sé það haft í huga og þess jafnframt gætt að nú nýverið hefir Búnaðarfélag íslands minnst 150 ára afmælis síns vekja furðu ummæli ráðherrans sem til var vitnað. Það verður Ijóst að ráðherr- ann hefir bugast og leggst nú að lágu, er hann tekur undir áróður þeirra er linnulaust hafa haldið uppi árásum og fjandskap í garð bænda- stéttarinnar. Slánar og stertimenni, sem hafa það sér til dægrastyttingar að aka um fjöll og firnindi, utan þjóðvega og eyða gróðri og grænum rindum gaspra og geipa um ágang búfjár og landeyðingar af völdum sauðfjár. Nýlegar tölur sýna að fjöldi sauðfjár í Gullbringusýslu er 3000 talsins. 1 Garðabæ einum, heimabæ Steingríms Hermannssonar forsætis- ráðherra, eru nær 4000 bílar. Margir þeirra búnir öflugum tækjum til fjallaferða. Auk þeirra eru vélsleðar sem gott er að grípa til ef Bragakaffi er ekki á sínum stað í eldhúsinu og von er á Sambandsmanni í kvöld- kaffi. Þess verður nú vart með margvís- legum hætti að auðjöfrar og yfir- gangsmenn reyna að koma bændum á kaldan klaka. Sumir þeirra hrekja leiguliða á vergang. Selja fullvirðis- rétt og flæma ábúendur af jörðum og neyða þá til daglaunavinnu í járn- blendi- eða ál- og áburðarverksmiðj- um, eða vinnusölum annarra óska- barna stóriðjufursta. Svo hrokafull er afstaða sumra embættismanna og svokallaðra stjórnmálamanna, að þeir telja sig geta skipað á bás einhæfni og skammt- að skít úr hnefa frjálsbornum mönn- um er fyrrum voru útverðir öræfa, - „bóndi er bústólpi, bú er landstólpi" var kveðið forðum. Halda þessir skammsýnu forvígismenn að það sé íslenskum landbúnaði til framdrátt- ar þó Búnaðarbankinn selji ítalskar lírur og hollensk gyllini í mynd- skreyttum salarkynnum sínum. Eða að það auki veg bændastéttar og búnaðar þótt hafðar séu gluggasýn- ingar á landslagsmálverkum er sýna einhverja laxveiðiá Pepsicolafor- stjóra. Vellríkir forstjórar og embættis- menn stríðala góðhesta sem hneggja við stall með öllum tygjum og bryðja járnmél í upphituðum hefðarbásum. Þeim fylgja kynhreinir og fínkembd- ir stofurakkar með ævafornar ættar- tölur og flaðra uppum hefðarfrúr. Búskaparhættir framtíðar í landi forsætisráðherra verða ef að líkum lætur: kanínurækt, skafmiðar, lottó, bingó, rallakstur og sólarlandaferð- ir. Marka-Leifi, Fjalla-Bensi og Jón í Möðrudal kveðnir í kútinn og beðnir aldrei þrífast. Amerískir bíla- salar úr þjóðvarðliði Bandaríkjanna boðnir velkomnir á Miðnesheiði í bófaleik og byssuhasar skriðdreka- skothríðar að nýliðinni þjóðhátíð. Vífill, leysingi Ingólfs Arnarson- ar, hafði bú á Vífilsstöðum. Hann hljóp daglega upp á Vífílfell að hyggja að veðri og vindum. Skyldi hann hafa grunað það þegar hann sendi smala sinn að sækja sauðkind- ur á kvíaból og hugaði jafnframt að kúm í fjósi sínu, að framtíðar- nágranni hans, landbúnaðarráð- herra, sjávarútvegsráðherra, sam- gönguráðherra, utanríkisráðherra, einn og sami maður, Steingrímur Hermannsson, lýsti því yfir að sauð- kindur í landnámi Ingólfs Arnarson- ar, mannsins sem flýði undan ofríki hárprúðra skattheimtumanna í Nor- egi, væru flæmdar í útlegð og beðnar aldrei þrífast um þær mundir er 1100 ár voru liðin frá því að skipsfélagarn- ir Ingólfur og Vífill báru fyrstu landnámslömbin í fangi sér að bera munn að mosaþúfu. Bændur eiga sinn þegnrétt í landi voru. Þeir sem telja sig sjálfskipaða í orkunefnd, járnblendinefnd, áburðarnefnd, varnarmálanefnd, at- vinnumálanefnd, efnahagsnefnd, veiðilaganefnd, vísindanefnd, auk fjölda annarra, eiga ekki að úr- skurða kúabændur óhæfa til þess að eiga nokkrar sauðkindur að auki. „Rollur“ bænda eiga meiri rétt á sér en raunarollur forvígismanna. Auk þess legg ég til að ráðherrar og aðrir sem ræða búnaðarmál læri að beygja ær og kýr. Péfur Pétursson, þulur. utsKnltarnopunnn tra tlotum. Timamynd: Örn SKOLASLIT AD H0LUM Bændaskólanum á Hólum í Hjaltadal var slitið við hátíðlega athöfn í Hóladómkirkju 27. maí sl. Sr. Sigurður Guðmundsson, vígslubiskup flutti hugvekju og kirkjukór Hóladómkirkju söng við undirleik Rögnvaldar Valbergsson- ar. Fjölmenni var við athöfnina. Alls brautskráðust 17 nemendur þar af 12 fiskeldisfræðingar. Tveir nemendur gátu ekki lokið prófum vegna verkfallstruflunar. Hæstu meðaleinkunn á búfræðiprófi hlaut Matthildur Hjálmarsdóttir frá Bergsstöðum í Vestur-Húnavatns- sýslu I. ág. einkunn 9,6 og hlaut hún sérstaka viðurkenningu Búnaðarfé- lags íslands. Hæstu einkunn á fisk- eldisbraut hlaut Ólafur Guðmunds- son, Hólum I. ág. einkunn 9,0 og jafnframt viðurkenningu frá Veiði- málastofnun. Viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í einstökum séráföng- um veittu auk skólans: Stéttarsam- band bænda, Landssamband fískeld- is- og hafbeitarstöðva, Hólalax hf., Trésmiðjan Borg, Sauðárkróki, Landssamband veiðifélaga, Hrossa- ræktarsamband Skagafjarðar og Fé- lag ísl. fiskeldisfræðinga. Sveinbjörn Eyjólfsson, deildar- stjóri í landbúnaðarráðuneytinu flutti kveðjur og árnaðaróskir frá landbúnaðarráðherra og ráðuneyti. Hjörtur E. Þórarinsson formaður Búnaðarfélags íslands, Tumi Tóm- asson forstöðumaður Veiðimála- stofnunar á Norðurlandi og Einar Svavarsson fh. Hólalax ávörpuðu nemendur og óskuðu þeim heilla. Að lokinni athöfn í kirkjunni voru veitingar í boði skólans. 49 nemendur stunda nám við skól- ann á þessu skólaári, 27 á fiskeldis- braut og 22 á búfræðibraut, 17 stúlkur og 32 piltar. Helstu breytingar í náminu eru að áhersla var aukin á tölvufræði og notkun tölva. Umhverfisfræðsla var aukin og áhrif hverrar búgreinar á umhverfi sitt. Kennsla í hrossarækt og reið- mennsku var aukin bæði á skólanum og einnig geta nemendur tekið verk- nám á hrossaræktarbýlum. Unnið er að gerð fyllra námsefnis í fiskeldi og fiskrækt. Góð aðsókn er að skólan- um og hann fullsetinn. í samvinnu við Stéttarsamband bænda, Framleiðnisjóð landbúnað- arins og Búfræðslunefnd beitti skól- inn sér fyrir endurmenntunarnám- skeiðum fyrir bændur, m.a. í hrossa- rækt, bændabókhaldi, tölvunotkun, málmsuðu, skógrækt, bleikjueldi, fiskrækt og alm. fiskeldi. Þátttak- endur fengu styrk frá Framleiðni- sjóði. Nokkur truflun var á þessu starfi síðari hluta vetrar vegna ófærðar og síðar verkfalls. Samtals komu 246 manns á nám- skeið í vetur sem stóð í 3-5 daga í senn. Gert er ráð fyrir að þetta verði fastur liður í starfi skólans. í sumar verða haldin námskeið fyrir börn og unglinga þar sem tengt er saman íþróttir og útivist, reiðmennska, bú- skapur og sveitalíf ásamt sögu og helgi Hólastaðar. Þessi námskeið eru haldin í samvinnu við sóknar- prestana í Skagafirði. Um 140 ungl- ingar koma árlega á þessi námskeið ognjótaþaumikillavinsælda. GÓ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.